Mynd: Bjarki Fjarki Rúnarsson álfur.jpg
Mynd: Bjarki Fjarki Rúnarsson

Vilja hjálpa ungum listamönnum að koma sér á framfæri

Framkvæmdastjóri Álfsins, áhugafélags um listir og fræðslu ungmenna í Reykjavík, segir mikið ströggl að vera ungur listamaður í dag. Félagið ætlar að styrkja unga listamenn með ráðgjöf og þjónustu, ásamt því að styrkja ýmsa viðburði.

Félagið Álfur, eða áhuga­fé­lag um list­ir og fræðslu ung­menna Í Reykja­vík, eru félaga­sam­tök til almanna­heilla stofnuð haustið 2017 af nokkrum ungum ein­stak­lingum í þeim til­gangi að vera hags­muna­fé­lag fyrir unga lista­menn. Kjarn­inn ræddi við nýráð­inn fram­kvæmda­stjóra félags­ins, hann Guð­brand Loka Rún­ars­son, eða Loka eins og hann er oft­ast kall­að­ur. 

Loki segir Álfinn hafa sér­stak­lega verið stofn­aðan fyrir ungt fólk sem passi ekki full­kom­lega inn í mennta­kerfið eða atvinnu­líf­ið. „Álf­ur­inn er vett­vangur til að hjálpa bæði ungum lista­mönnum að ná mark­miðum sín­um, því það er mikið ströggl að vera ungur lista­maður á Íslandi, og Álf­ur­inn er líka jafn­inga­fræðslu­batt­erý fyrir fólk sem passar ekki inn í mennta­kerf­ið. Þetta er vett­vangur til að hitt­ast og ræða sam­an,“ segir Loki.

„Hingað til hefur Álf­ur­inn haldið alla­vega tvenna við­burði, stofn­un­ar­kvöld og rapp­kvöld Álfs­ins, sem var rapp­kvöld á Gauknum til að hjálpa röpp­urum sem eru að reyna að koma sér á sjón­ar­svið­ið. Álfur hefur líka verið í ung­menna­skiptum og fékk til að mynda 12 manna hóp af ungum lista­mönnum frá Portú­gal. Þau fara í ung­menna­skipti til að hitta íslenska lista­menn. Þau unnu síðan lista­verk hér og hittu meðal ann­ars for­set­ann,“ segir hann.

„Álf­ur­inn réði mig sem fram­kvæmda­stjóra því það var mikið af hug­myndum innan Álfs­ins, mikið af ástríðu og metn­aði, en ekki gafst tími til að vinna að því. Hug­myndin er að nú verði settur tví­efldur kraftur í þetta.“

Styrkja unga lista­menn og halda nám­skeið

„Hug­myndin er að Álf­ur­inn sé til staðar til að aðstoða ungt fólk til að koma ein­hverju í verk. Ef fólk er með hug­myndir sem það vill gera, ef það er með við­burði sem það vill halda, lista­kvöld til dæm­is, þá getum við hjálpað þeim. Við getum ekki lofað að geta gert allt en munum reyna okkar allra besta,“ segir Loki. 

Álf­ur­inn ætlar að halda nám­skeið fyrir ungt fólk og segir Loki að „ef fólk vill læra eitt­hvað sem það hefur ekki haft tæki­færi til þá ætlum við að halda nám­skeið. Jan­fn­vel ef ber­ast hug­myndir að ein­hverju sem fólk vill ekki sjálft gera, en eitt­hvað sem það myndi vilja að við kæmum í verk erum við opnir fyrir öllu.“

Næsta stopp: Georgía

„Við erum að fara til Georgíu í næsta mán­uði í ung­menna­skipti á ráð­stefn­una The Power of Art. Við erum að und­ir­búa ferð og ætlum að fara með 12 íslensk ung­menni til Portú­gals í haust. Við munum aug­lýsa eftir umsóknum bráð­lega,“ segir Loki.

„Álf­ur­inn ætlar að keyra af stað lista­verka­leigu til að skapa tekju­grund­völl fyrir unga sjálf­stætt starf­andi lista­menn í Reykja­vík. Þá væri Álf­ur­inn milli­liður að leigja fyr­ir­tækjum og stofn­unum lista­verk og hjálpa þeim að finna lista­menn,“ segir Loki. Hann segir að þannig verði skap­aður grund­völlur til að skapa tekjur fyrir unga lista­menn.

Hjálpa ungu fólki með styrkt­ar­um­sóknir

„Álf­ur­inn býður upp á þjón­ustu, yfir­lestur og ráð­gjöf varð­andi umsókna­gerð sem er mik­il­vægt í hug­mynda­vinnu ef maður þarf að díla við bjúrókrat­ískt batt­erý. Þá skiptir hug­myndin ekki aðal máli heldur hvernig umsókn­irnar eru upp sett­ar. Það mis­munar fólki með les­blindu, athygl­is­brest eða fólk sem talar erlend tungu­mál,“ segir hann.

Þá skiptir hugmyndin ekki aðal máli heldur hvernig umsóknirnar eru upp settar. Það mismunar fólki með lesblindu, athyglisbrest eða fólk sem talar erlend tungumál.

Loki segir lang­tíma­mark­mið og draum Álfs­ins vera að opna Álfa­stein sem væri félags- og list­sköp­un­ar­mið­stöð fyrir ungt fólk í Reykja­vík sem hann segir bráð­lega vanta. „Hug­myndin er að koma á sölu á vörum fyrir félags­menn, til að mynda striga og máln­ingu, til að styðja við unga lista­menn. Þegar fólk er komið úr grunn- og mennta­skóla þá er engin félags­mið­stöð fyrir ungt fólk nema barir og kaffi­hús. Það getur verið úti­lok­andi fyrir fólk sem drekkur ekki eða er edrú, það er mjög kostn­að­ar­samt og ekki pródúk­tívur vett­vang­ur. Við viljum opna ein­hvers konar rými þokka­lega mið­svæðis fyrir félags­menn álfs­ins svo það hefði aðgengi að þessum list­sköp­unar græj­u­m.“

Allar hug­myndir vel­komnar

Loki hvetur allt ungt fólk að skrá sig í félagið og fylgj­ast með hvað sé á döf­inni á næst­unni hjá félag­inu, sér­stak­lega ef ein­hvern langar til Portú­gal í haust. „Allir sem vilja gera eitt­hvað flott og skemmti­legt ættu að senda okkur lín­u,“ segir Loki.

Álf­ur­inn verður einnig með við­veru á LUNGA alla næstu viku. „Ef fólk vill koma með hug­myndir er hægt að hitta mig í kaffi á Seyð­is­firði í næstu viku.“ Jafn­framt er hægt að skrá sig í félagið hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent