Mynd: ASÍ

Að banna verðtryggð 40 ára lán án þess að banna þau

Frumvarp um takmörkun á töku verðtryggðra lána til 40 ára undanskilur að mestu hóp sem afar ólíklegur er til að taka slík lán frá því að taka þau. Í umsögnum er bent á að viðkvæmustu hóparnir, sem líklegastir eru til að verða fyrir neikvæðum áhrifum af lánunum, megi áfram taka þau. Því sé frumvarpið í andstöðu við eigin rökstuðning. ASÍ vill hins vegar undanþágurnar burt og segir stjórnvöld hafa lofað því við gerð Lífskjarasamninga.

Fyrir kosn­ing­arnar 2013 var eitt helsta kosn­inga­lof­orð Fram­sókn­ar­flokks­ins að afnema verð­trygg­ingu. Í stefnu­skrá flokks­ins sagð­i  að fyrsta skrefið yrði „að setja þak á hækkun verð­­trygg­ingar neyt­enda­lána. Skip­aður verði starfs­hópur sér­­fræð­inga til að und­ir­­búa breyt­ingar á stjórn efna­hags­­mála sam­hliða afnámi verð­­trygg­ing­­ar­inn­­ar, meðal ann­­ars til að tryggja hags­muni lán­þega gagn­vart of miklum sveiflum á vaxta­stigi óverð­­tryggðra lána. Starfs­hóp­­ur­inn skili nið­­ur­­stöðum fyrir árs­­lok 2013.“

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­maður þess flokks, sagði fimm dögum fyrir þær kosn­ingar að val kjós­enda stæði á milli Fram­sókn­ar­stjórnar eða verð­trygg­inga­stjórn­ar. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn vann stór­sigur í þeim kosn­ing­um, sett­ist í rík­is­stjórn og Sig­mundur Davíð varð for­sæt­is­ráð­herra. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar kom fram að sam­hliða fram­kvæmd Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, sem beind­ist að þeim sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, ætti að „„breyta sem flestum verð­­tryggðum lánum í óverð­­tryggð“.

Skip­aður var starfs­hópur til að und­ir­búa afnám verð­trygg­ing­ar. Hann skil­aði af sér nið­ur­stöðu í jan­úar 2014. Nið­ur­staða hóps­ins var að það ætti ekki að afnema verð­trygg­ingu. Þess í stað lagði hann fram til­lögu um að stigin yrðu skref í þá átt með því að banna svokölluð Íslands­lán, en þau eru 40 ára verð­tryggð lán með jöfnum greiðsl­um. Auk þess yrðu hvatar auknir til töku og veit­ingar óverð­tryggðra lána. Einn full­trúi í sér­fræði­hópnum skrif­aði ekki upp á þessa nið­ur­stöðu, Vil­hjálmur Birg­is­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness. Hann ákvað að skila sér­á­liti þar sem hann lagði til að verð­trygg­ing á neyt­enda­lánum yrði alfarið bönnuð frá og með 1. júlí 2014. 

Síðan þá hefur ekk­ert verið gert til að hamla töku verð­tryggðra hús­næð­is­lána og umræðan um það meira og minna dottið niður hin síð­ustu ár. Ástæður þess eru nokkr­ar. Í fyrsta lagi fór verð­bólga undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands í febr­úar 2014, mán­uði eftir að starfs­hóp­ur­inn skil­aði af sér, og hélst þar þangað til á seinni hluta síð­asta árs. Verð­bólgan hefur hald­ist nokkuð stöðug í kringum þrjú pró­sent síðan þá og mælist í dag 3,2 pró­sent.

Í öðru lagi hefur fast­eigna­verð hækkað langt umfram verð­bólgu á síð­ast­liðnum árum og rúm­lega tvö­fald­ast á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá árinu 2011. Það þýðir að virði eign­anna sem keyptar voru hefur auk­ist langt umfram þær vaxta­bætur sem setj­ast á höf­uð­stól verð­tryggðra lána, og með því skapað vax­andi eign fyrir hús­næð­is­eig­end­ur. 

Í þriðja lagi hefur lána­val­kostum fjölgað umtals­vert, sér­stak­lega frá haustinu 2015, hreyf­an­leiki milli lán­veit­enda hefur verið auk­inn með því að fjar­lægja hindr­anir á borð við há upp­greiðslu- eða lán­töku­gjöld og lána­kjör hafa sömu­leiðis batnað mik­ið. Vextir á óverð­tryggðum lánum nú eru til að mynda, í hag­stæð­ustu til­fell­un­um, lægri en verð­tryggðir vextir voru fyrir banka­hrun. Lægstu verð­tryggðu vextir eru nú vel undir tveimur pró­sentu­stig­um. 

Þrátt fyrir minnk­andi umræðu um þessi mál í sam­fé­lag­inu þá röt­uðu verð­trygg­ing­ar­mál inn í stjórn­­­ar­sátt­­mála rík­­is­­stjórn­­­ar­ Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem mynduð var 30. nóv­­em­ber 2017. Þar segir að rík­­is­­stjórnin muni taka mark­viss skref á kjör­­tíma­bil­inu til afnáms verð­­trygg­ingar á lánum en sam­hliða þeim verði ráð­ist í mót­væg­is­að­­gerðir til að standa vörð um mög­u­­leika ungs fólks og tekju­lágra til að eign­­ast hús­næði. Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið að kröfu Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem þó lýtur allt annarri for­ystu nú en hann gerði árið 2013. Sig­mundur Davíð er enda horf­inn á braut yfir í Mið­flokk­inn og með honum margir af nán­ustu sam­starfs­menn hans frá Fram­sókn­ar­ár­un­um.

Kraf­ist afnáms í kjara­samn­inga­við­ræðum

Í byrjun árs stóðu yfir harðar kjara­deilur þar sem gíf­ur­yrði flugu á báða bóga og um tíma var mjög erfitt að sjá að saman myndi nást milli deilu­að­ila. Í kjöl­far þess að WOW air fór í gjald­þrot þann 28. mars liðk­að­ist fyrir samn­ings­gerð og hinir svoköll­uðu Lífs­kjara­samn­ingar fyrir um helm­ing íslensks vinnu­mark­aðar voru und­ir­rit­aðir 3. apr­íl. 

Á síð­ustu metrum þeirrar vinnu komu, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, inn kröfur frá hluta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar, um sem fælu í sér bann við verð­trygg­ingu. Sú krafa kom meðal ann­ars fram frá Vil­hjálmi Birg­is­syni, sem í dag er einn vara­for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands og lék lyk­il­hlut­verk í kjara­samn­ings­gerð­inni í sam­floti við tvö stærstu stétt­ar­fé­lög lands­ins, VR og Efl­ing­u. 

Ljóst var að stjórn­völd þurftu að leggja fram nokkuð gildan lof­orða­pakka til að hægt yrði að klára kjara­samn­ings­gerð­ina. Á meðal þess sem þau skuld­bundu sig til á end­an­um, vegna ofan­greindrar kröfu, var að banna 40 ára verð­­tryggð jafn­­greiðslu­lán frá byrjun næsta árs. Þá ætti að grund­valla verð­­trygg­ingu við vísi­­tölu neyslu­verðs án hús­næð­isliðar frá og með árinu 2020. Með fylgdi vil­yrði um að það yrði skoðað hvort að verð­tryggð hús­næð­is­lán yrðu alfarið bönnum fyrr lok árs 2020.

Aðstæður mikið breyttar á ára­tug

Til að sinna þessum málum var ákveðið að leggja frum­varp fram til sam­ráðs sem myndi tak­marka mögu­leika lands­manna á töku 40 ára verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda og óska eftir umsögnum um það. Sam­hliða var skipuð nefnd um „að­ferð­ar­fræði við útreikn­ing vísi­tölu neyslu­verðs“. Sú nefnd á aðal­lega að skoða hvort að hús­næð­isliður eigi að vera inni í þeirri vísi­tölu sem mælir verð­bólgu. Eins og staðan er í dag er verð­bólga með hús­næð­isliðnum 3,2 pró­sent en án hans mælist hún 3,1 pró­sent. Raun­virði hús­næðis hefur verið að lækka á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þannig að mögu­legt er að hús­næð­islið­ur­inn muni draga úr verð­bólgu í nán­ustu fram­tíð, frekar en öfugt. 

Til að leiða þennan hóp var skip­aður Bene­dikt Árna­son, skrif­stofu­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Bene­dikt þekkir vel til verð­trygg­ing­ar­mála vegna þess að hann sat starf­aði með starfs­hópnum sem skil­aði nið­ur­stöðu í jan­úar 2014, en hann var þá efna­hags­ráð­gjafi þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og ráð­herra­nefnda rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hentar tekju­lágum og ungu fólki

Íslands­lánin svoköll­uðu, verð­tryggð jafn­greiðslu­lán til 40 ára, eru fyrst og síð­ast tekin af fólki sem ræður við lægstu afborg­an­irn­ar. Þ.e. tekju­lágum hópum og ungu fólki. Kost­ur­inn við lánin er sá að afborg­anir af því eru lág­ar, og mun lægri á mán­uði en sami hópur þyrfti að greiða í leigu fyrir sam­bæri­legt hús­næði á leigu­mark­aði. Löst­ur­inn er sá að það getur tekið langan tíma að mynda eign með slíku láni. Lít­ill hluti hverrar afborg­unar á fyrstu árum láns­tím­ans fer í að greiða niður höf­uð­stól. Ef það kemur til að mynda verð­bólgu­skot þá getur höf­uð­stóll Íslands­láns­ins hækkað hratt, og jafn­vel far­ið, að minnsta kosti tíma­bund­ið, yfir mark­aðsvirði eign­ar. Þetta gerð­ist síð­ast í og eftir banka­hrun­ið, fyrir rúmum ára­tug en raun­verð fast­eigna lækkað sömu­leiðis um 35 pró­sent á þeim tíma til að ýkja enn afleið­ing­arn­ar. 

Samkvæmt frumvarpinu verður einungis afmarkaður hópur landsmanna sem má ekki taka hin svokölluðu Íslandslán. Sá hópur er einna ólíklegastur til að taka þau.
Mynd: Bára Huld Beck

Í frum­varp­inu sem nú liggur í sam­ráðs­gátt stjórn­valda er lagt til að hámarks láns­tími verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána verði 25 ár. Síðan er til­tekið að það bann við slíkum lán­tökum sé háð allskyns und­an­tekn­ing­um. Raunar er það svo að tak­mörkun á því að taka verð­tryggð jafn­greiðslu­lán til 40 ára, verði frum­varpið óbreytt að lög­um, mun ein­ungis ná til um fimm pró­sent lán­tak­enda. Og sá hópur lán­tak­enda er mjög lík­lega hópur sem síst myndi taka lán sem þessi. 

Úti­loka hópa sem taka síst Íslands­lánin

Í umsögn Þór­ólfs Matth­í­as­son­ar, pró­fess­ors í hag­fræði við Háskóla Íslands, kemur fram að sá hópur sem fengi ekki að taka lánin myndi „sam­an­standa af ein­stak­lingum eða sam­býl­is­fólki sem er yfir 40 ára gam­alt með tekjur umfram 4,2 millj­ónir (ein­stak­ling­ur) eða 7,2 millj­ónir (sam­býl­is­fólk) á næst­liðnu ári og af fólki sem sækt­ist efir verð­setn­ingu milli 50 og 70% af verð­mæti hús­næð­is.“ Afar ólík­legt verður að telj­ast að þessi hóp­ur, fólk um fer­tugt með til­tölu­lega góðar tekjur og á 30 til 50 pró­sent af því sem þarf til að kaupa hús­næðið sem það ætlar sér að kaupa, taki hin svoköll­uðu Íslands­lán. Auk þess er afar ólík­legt að fólk sem fellur inn í þennan hóp séu skjól­stæð­ingar þeirra verka­lýðs­fé­laga sem stóðu að Lífs­kjara­samn­ingn­um, og mun lík­legra að þeir til­heyri Banda­lagi háskóla­manna, sem hefur enn ekki lokið við gerð sinna kjara­samn­inga. 

„Spyrja má hvort eðli­legt sé að þrengja kjör svo fámenns og sér­tæks hóps með almennri laga­setn­ingu án þess að vitna megi til almanna­heilla,“ segir Þórólfur í umsögn sinni.

Telja frum­varpið fara gegn mark­miði sínu

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja skil­uðu einnig inn umsögn og bentu á að umrætt lána­form væri algeng­asta lána­form á Íslandi. Það að stytta hámarks­láns­tíma niður í 25 ár hefði umtals­verð áhrif á greiðslu­byrði jafn­greiðslu­lána. Hún myndi raunar hækka um 29 pró­sent. „Að öðru óbreyttu myndi slík breyt­ing hafa veru­lega nei­kvæð áhrif á getu almenn­ings til að fjár­magna íbúð­ar­kaup, sér­stak­lega ungs fólk og tekju­lægri hópa.“

Sam­tökin segja þó að und­an­þág­urnar sem getið er hér að ofan dragi veru­lega úr nei­kvæðum áhrifum frum­varps­ins. Þau benda hins vegar á ýmsar nei­kvæðar afleið­ingar þrátt fyrir und­an­þág­urn­ar. Til að mynda geti bannið lokað suma inni í lánum vegna þess að það hindri mögu­leika þeirra á að end­ur­fjár­magna á hag­stæð­ari kjörum þar sem þeir stand­ist ekki greiðslu­mat fyrir styttra láni. Þá sé svokölluð blönduð leið hús­næð­is­lána, þar sem fólk tekur til hluta lána sinna verð­tryggt en hluta óverð­tryggt, afar vin­sæl og þá sé verð­tryggði hlut­inn oft tek­inn sem 40 ára jafn­greiðslu­lán til að tryggja sem lægstar afborg­anir en óverð­tryggði hlut­inn tek­inn til færri ára með hærri greiðslu­byrði til að tryggja að sem mest af greiðslum vegna hans rati inn á höf­uð­stól láns­ins. Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja ótt­ast þau ruðn­ings­á­hrif af frum­varp­inu að það gæti „ leitt til þess að vægi óverð­tryggðra lána verði minna þvert á fyr­ir­ætl­an­ir.“ Þ.e. að vægi óverð­tryggðra lána í blönd­uðum lánum myndi lækk­a. 

Þá telja sam­tökin frum­varpið ein­fald­lega vera í and­stöðu við þá rök­semd­ar­færslu sem það byggir á, að koma í veg fyrir hæga eign­ar­myndun og draga úr líkum á því að fólk geti setið uppi með nei­kvætt eigið fé eftir verð­bólgu­skot. Und­an­þág­urnar und­an­skilji áfram þá hópa sem séu við­kvæm­astir fyrir þessum áhrif­um, ungt fólk og tekju­lága. „Tak­mörk­unin virð­ist þannig í raun ein­göngu ná til þeirra neyt­enda sem lík­legt er að hafi aldur og reynslu til þess að þekkja áhrif verð­tryggðra jafn­greiðslu­lána og nægi­legar tekj­ur/­eignir til þess að ráða við áhrif­in. Þetta er í reynd sá hópur sem er fyr­ir­fram ólík­legri til þess að óska eftir slíkum lán­um.“

Að lokum velta sam­tökin því fyrir sér hvort að tak­mörk­unin sem leiðir af frum­varp­inu sam­ræm­ist jafn­ræð­is­reglu 65. greinar stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Lands­bank­inn tekur í svip­aðan streng í sinni umsögn og í nið­ur­lagi hennar segir að ekki verði séð „að til­lög­urnar séu til þess fallnar að leiða til ábata eða hag­ræð­is, hvorki fyrir neyt­endur né lán­veit­end­ur. Þvert á móti má búast við að þær breyt­ingar sem lagðar eru til myndu leiða til auk­ins kostn­að­ar, flækju­stigs og ógagn­sæ­is.“

Vilja und­an­þágur burt

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna skil­uðu einnig umsögn og að þeirra mati er alls ekki gegnið nógu langt í frum­varp­inu. Þau vilja for­taks­laust afnám verð­trygg­ingar að fullu og segja frum­varps­drögin sem birt­ust í sam­ráðs­gátt­inni hálf­köruð. 

Alþýðu­sam­band Íslands er sömu­leiðis ósátt við frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og telur að und­an­þág­urnar séu í því séu allt of víð­ar. Því séu stjórn­völd ekki að upp­fylla lof­orð um að stíga alvöru skref í átt að afnámi verð­trygg­ing­ar. 

Í umsögn sam­bands­ins segir að „í tengslum við und­ir­ritun Lífs­kjara­samn­ings­ins í apríl síð­ast­liðnum gáfu stjórn­völd út yfir­lýs­ingar um stuðn­ing við samn­ing­ana. Ljóst er að samn­ing­arnir hefðu ekki náðst nema vegna þess­ara yfir­lýs­inga og ein þeirra for­senda sem samn­ing­arnir frá því í apríl og þeir sem und­ir­rit­aðir voru í kjöl­farið hvíla á er efndir yfir­lýs­inga stjórn­valda.“

Vegna áherslu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á að taka mark­viss skref til afnáms verð­trygg­ingar hafi yfir­lýs­ing þess efnis verið und­ir­rituð sér­stak­lega en þung­inn í þeirri yfir­lýs­ingu var að vinda ofan af Íslands­lánum og þrengja að verð­tryggðum neyt­enda­lánum í hinn end­ann einnig þannig að þau væru skil­yrt við að minnsta kostið tíu ára láns­tíma. „Það frum­varp sem kynnt er í sam­ráðs­gátt­inni um breyt­ingu á lögum um vexti og verð­trygg­ingu og lögum um vísi­tölu neyslu­verðs er ætlað að vera skref í átt að því að upp­fylla lof­orð stjórn­valda í tengslum við kjara­samn­inga en að mati Alþýðu­sam­bands­ins eru und­an­þág­urnar of rúmar til að breyt­ingin hafi til­ætluð áhrif.“

Alþýðu­sam­bandið krefst þess að und­an­þág­urnar verði allar felldar á brott sem lúta að hús­næð­is- og neyt­enda­lánum til ein­stak­linga svo hægt verði að segja að stjórn­völd hafi staðið við sinn hluta Lífs­kjara­samn­ings­ins. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar