Mynd: Bára Huld Beck

Skipun Eiríks gæti sparað ríkinu umtalsverða fjármuni

Eiríkur Jónsson var á meðal þeirra sem var talinn hæfastur til að sitja í Landsrétti í aðdraganda þess að rétturinn tók til starfa. Hann var ekki skipaður, höfðaði mál til að fá bótaskyldu viðurkennda og vann það í héraði. Niðurstöðunni var áfrýjað og nú bíður það mál þess að vera tekið fyrir í Landsrétti. Í millitíðinni hefur Eiríkur verið skipaður í embætti Landsréttardómara og mun taka við því áður en að mál hans gegn íslenska ríkinu fer fyrir dómsstígið.

Skipun Eiríks Jóns­sonar í emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt getur sparað íslenska rík­inu umtals­verða fjár­muni, vinni Eiríkur mál gegn rík­inu sem hann höfð­aði vegna skip­unar á upp­haf­legum dóm­urum við rétt­inn.

Eiríkur vann málið í hér­aðs­dómi Reykja­víkur í októ­ber í fyrra en íslenska ríkið áfrýj­aði því til Lands­rétt­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá rík­is­lög­manni bíður málið nú flutn­ings í Lands­rétti og er ekki enn komið á dag­skrá hans. 

Eiríkur mun taka við emb­ætti Lands­rétt­ar­dóm­ara frá og með 1. sept­em­ber næst­kom­andi og mun því vera tek­inn til starfa þegar mál hans kemur fyrir Lands­rétt að öllu óbreytt­u. 

Var met­inn á meðal þeirra hæf­ustu en ekki skip­aður

Eiríkur var á meðal þeirra sem sóttu um stöðu lands­rétt­­ar­­dóm­­ara þegar 15 slíkar voru aug­lýstar til umsóknar í aðdrag­anda þess að milli­­­dóm­­stigið tók til starfa. Hæf­is­­nefnd mat Eirík þá sjö­unda hæf­astan af þeim sem sóttu um. Sig­ríður Á. And­er­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, ákvað hins vegar að taka út fjóra þeirra sem hæf­is­­nefndin hafði metið á meðal 15 hæf­­ustu og setja aðra, sem nefndin hafði metið minna hæfa, inn á lista yfir þá sem hún vildi skipa. Alþingi sam­­þykkti svo lista Sig­ríð­­ar. Á meðal þeirra sem fjar­lægðir voru af list­anum var Eirík­ur.

Í kjöl­farið hafa íslenskir dóm­stólar úrskurðað að Sig­ríður hafi brotið stjórn­sýslu­lög með atferli sínu. Auk þess komst Mann­rétt­inda­­dóm­­stóll Evr­­ópu að þeirri nið­­ur­­stöðu í mál­inu í mars að dóm­­ar­­arnir fjórir sem voru færðir upp á lista Sig­ríðar væru ólög­­lega skip­að­ir, og geti þar með ekki fellt dóma yfir þeim sem fyrir þá koma, enda hafi þeir ekki hlotið rétt­láta máls­­með­­­ferð. Sig­ríður sagði af sér emb­ætti dóms­­mála­ráð­herra eftir að dómur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins var opin­ber­að­ur. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir tók við ráðu­neyt­inu tíma­bundið sam­hliða öðrum ráð­herra­störfum og gegnir starf­inu enn. Nýr dóms­mála­ráð­herra verður hins vegar skip­aður á næstu vik­um. Sá mun koma úr þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks og á meðal þeirra sem koma til greina í emb­ættið er Sig­ríður Á. And­er­sen.

Eiríkur Jónsson, sem verður dómari við Landsrétt frá og með næstu mánaðarmótum.
Mynd: Skjáskot/Althingi

Bjarni Bene­dikts­­son, for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sagði á opnum fundi þing­­flokks flokks­ins í Val­höll 10. ágúst síð­ast­lið­inn að Sig­ríður gæti „að sjálf­sögðu“ átt end­­­ur­komu í rík­­­is­­­stjórn­. Hann end­ur­tók þetta í við­tali við Kast­ljós 21. ágúst.

For­sendur skaða­bóta­kröfu Eiríks breyt­ast

Ei­­ríkur höfð­aði mál gegn íslenska rík­inu vegna ólög­mætrar skip­unar á Lands­rétt­ar­dóm­ur­um. Í októ­ber í fyrra féllst hér­aðs­dómur á bóta­­­skyldu rík­­­is­ins gagn­vart Eiríki. Hann þurfti hins vegar að höfða skaða­­bóta­­mál til  að inn­­­heimta þá bóta­­­skyldu. Eiríkur er fæddur árið 1977 og á því langa starfsævi framund­an. Ljóst var að fjár­­hags­­legt tjón hans, þar sem laun lands­rétt­­ar­­dóm­­ara eru mun hærri en núver­andi laun hans, gæti hafa orðið umtals­vert. 

Í vor gerð­ist það að einn þeirra ell­efu sem voru lög­­­lega skip­aðir í Lands­rétt, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­son, sagði starfi sínu lausu og greindi frá því að hann hygð­ist setj­­­ast í helgan stein. Því yrði laus staða við rétt­inn frá og með kom­andi haust­i. Eiríkur var einn þeirra sem sótti um og í júlí greindi Kjarn­inn frá því að hæf­is­nefnd hefði metið hann hæf­astan allra umsækj­enda til að gegna stöð­unn­i. 

Um miðjan ágúst féllst for­­seti Íslands á til­­lögu Þór­­dísar Kol­brúnar Reyk­­fjörð Gylfa­dóttur dóms­­mála­ráð­herra um að Eiríkur yrði skip­aður dóm­ari frá og með 1. sept­­em­ber. Við þá skipun breyt­ast for­sendur skaða­bóta­kröfu Eiríks umtals­vert, enda tjón hans vegna mis­munar á launum Lands­rétt­ar­dóm­ara og núver­andi launa hans nú ein­skorðað við tíma­bilið frá því að Lands­réttur hóf störf, í byrjun árs 2018, og fram til 1. sept­em­ber næst­kom­andi, en ekki afgang­inn af starfsævi Eirík­s. 

Umtals­verður kostn­aður nú þegar

Í nýlegu svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, kom fram að íslenska ríkið sé þegar búið að greiða  23,3 millj­ónir króna vegna mála sem höfðuð voru vegna skip­unar dóm­ara í Lands­rétt. Eiríkur var nefni­lega ekki sá eini sem fór í mál, hinir þrír sem teknir voru af lista hæf­is­nefndar yfir þá 15 hæf­ustu gerðu það lík­a. 

Inni í þeirri tölu er sá kostn­aður sem þegar hefur verið greiddur vegna skip­unar dóm­ara við Lands­rétt, meðal ann­ars aðkeypt lög­manns­þjón­ustu og máls­kostn­aður vegna bóta­mála, en til við­bótar er ógreiddur dæmdur máls­kostn­aður og bætur fyrir íslenskum dóm­stólum upp á 7,5 millj­ónir króna vegna mála sem sæta áfrýj­un. 

Því blasir við að kostn­aður hins opin­bera á enn eftir að aukast. Helga Vala sagði við frétta­stofu Stöðvar 2 í kjöl­far þess að svarið barst að þetta væri þó ekki heild­ar­kostn­að­ur­inn vegna Lands­rétt­ar­máls­ins. Það vanti inn kostnað rík­is­lög­manns vegna mála á Íslandi og fyrir erlendum dóm­stól­um. Þá vanti kostnað Lands­réttar vegna þeirra fjög­urra dóm­ara sem að ekki geta sinnt dóm­ara­störfum eftir að nið­ur­staða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu lá fyr­ir. „Þetta er brot af kostn­aði og bara það sem er í hendi nún­a,“ sagði Helga Vala. Hún ætlar að fara fram á ítar­legri svör. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar