Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn

Þorsteinn Vilhjálmsson segir að ef hann væri Sjálfstæðismaður myndi hann fagna úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu.

Auglýsing

Sumir halda kannski að nafn Sjálf­stæð­is­flokks­ins vísi til þess að stuðn­ings­menn hans séu sjálf­stæð­ari en annað fólk. En svo er ekki endi­lega heldur vísar nafnið upp­haf­lega til bar­áttu Íslend­inga fyrir sjálf­stæði gagn­vart Dön­um. En hvað er sjálf­stæði? Nánar til­tek­ið: Hvað merkir sjálf­stæði þjóðar eða ríkis í síbreyti­legum heimi – sjálf­stæði þjóðar sem vill kenna sig við lýð­ræði, mann­rétt­indi og jafn­rétti?

Í Íslands­sög­unni stendur að við höfum öðl­ast full­veldi árið 1918 og orðið sjálf­stætt ríki árið 1944. En lauk sjálf­stæð­is­bar­átt­unni með því? Svarið er nei því að henni lýkur aldrei og 1944 var enn langt í land að við hefðum lokið öllu því sem þurfti til að breyta Íslandi úr frum­stæðri og ósjálf­stæðri nýlendu í sjálf­stætt lýð­ræð­is­ríki með öllum þeim stofn­unum og innvið­um, starfs­háttum og hug­ar­fari sem gert er ráð fyrir í þess háttar ríkjum nú á dög­um. Í rétt­ar­kerf­inu, sem er aðal­við­fangs­efni þess­arar grein­ar, er enn margt ógert á þess­ari leið.

Auglýsing

Segja má að sjálf­stæð­is­bar­átta rétt­ar­kerf­is­ins hafi byrjað með laga­setn­ingu um Hæsta­rétt árið 1919. Hann varð þá æðsti dóm­stóll lands­ins en það hlut­verk var áður hjá Hæsta­rétti Dan­merk­ur. Allar götur síðan hafa breyt­ingar á kerf­inu verið örar, bæði með fjölgun stofn­ana, nýrri hugsun og nýjum hlut­verk­um. Saga rétt­ar­kerf­is­ins snýst nefni­lega ekki ein­göngu um stofn­anir heldur hafa und­ir­liggj­andi hug­myndir manna um rétt­ar­kerfi tekið miklum stakka­skiptum á þessum tíma. Kjarni þeirra er þó enn sem fyrr þrí­skipt­ing valds­ins sem er yfir­leitt rakin til franska stjórn­mála­heim­spek­ings­ins Montesquieu (1689-1755) og frægrar bókar hans Um Anda lag­anna (De l‘Es­prit des lois) frá árinu 1748. Þar sagði meðal ann­ars:

Charles Montesquieu (1689-1755), oft talinn höfundur hugmyndarinnar um þrískiptingu valdsins.

Ekk­ert frelsi ríkir ef dóms­valdið er ekki aðgreint frá lög­gjaf­ar­vald­inu og fram­kvæmd­ar­vald­inu. Ef það væri tengt lög­gjaf­ar­vald­inu yrði líf og frelsi þegn­anna háð geð­þótta því að dóm­ar­inn væri þá jafn­framt lög­gjafi. Væri dóms­valdið tengt fram­kvæmda­vald­inu gæti dóm­ar­inn farið að beita ofbeldi og kúgun.

Mik­il­væg breyt­ing á rétt­ar­kerfi okkar tók gildi 1. júlí 1992. Þrí­skipt­ing valds­ins kom þar við sögu eins og segir í grein­ar­gerð inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins með laga­frum­varpi frá 2016, sem síðar verður vikið að:

Við­hlít­andi aðskiln­aði á milli dóms­valds og fram­kvæmd­ar­valds utan Reykja­víkur var ekki komið á fyrr en með gild­is­töku laga nr. 92/1989, um aðskilnað dóms­valds og umboðs­valds í hér­aði.

Aðdrag­and­inn að laga­smíð­inni frá 1989 fólst meðal ann­ars í kæru Íslend­ings til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu­ráðs­ins (MDE) vegna þess að full­trúi bæj­ar­fó­geta hafði dæmt hann en bæj­ar­fó­geti var þá jafn­framt yfir­maður lög­regl­unnar og dóm­ar­inn því ekki óháð­ur. Þessu verk­lagi var breytt með lög­unum með því að koma á dóm­stólum á lands­byggð­inn­i. Í árs­lok 2006 lagði dóm­stóla­ráð til við ráð­herra „að komið yrði á fót milli­dóm­stigi í saka­málum til að koma til móts við sjón­ar­mið um rétt­láta máls­með­ferð þannig að full­nægt yrði kröfum mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um áfrýjun dóma í saka­mál­u­m.“ Töf varð á fram­kvæmdum þar til tekið var á þessu með fyrr­nefndum lögum frá 2016 sbr. þessi orð grein­ar­gerð­ar­inn­ar:

Ann­ars vegar er upp­töku milli­dóm­stigs ætlað að koma til móts við alþjóð­legar kröfur um milli­liða­lausa sönn­un­ar­færslu á áfrýj­un­ar­stigi. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur talið að milli­liða­laus sönn­un­ar­færsla sé liður í rétt­látri máls­með­ferð skv. 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Ljóst er að núver­andi skipan mála upp­fyllir tæp­lega ströng­ustu kröfur í þessum efn­um.

Ég bið les­and­ann að taka vel eftir því að við erum ekki að sjá það í fyrsta sinn núna að MDE hafi áhrif á rétt­ar­kerfi Íslend­inga; við sjáum að hann hefur tvisvar áður haft veru­leg áhrif, í bæði skiptin í átt til nútíma mann­rétt­inda og án þess að það hafi vakið veru­legar deil­ur. Í grein­ar­gerð­inni frá 2016 vísar inn­an­rík­is­ráðu­neytið til þess­ara tveggja atriða með fullri vel­þóknun og þakk­læti að því er best verður séð. Einnig er talað með vel­þóknun um sjálf­stæði dóms­valds­ins og skref tekin í þá átt í lög­un­um, til dæmis með því að draga úr valdi ráð­herra við val á dóm­ur­um.

Ég dreg enga dul á að mér sýn­ast lögin frá 2016 hafa verið stórt skref í fram­fara­átt og þeim til sóma sem að þeim unnu. Þeim mun sár­ara þykir mér að sjá hvernig Sig­ríður And­er­sen og fleiri Sjálf­stæð­is­menn hafa kosið að ganga gegn til­gangi þess­ara laga og haga málum eins og þau væru ekki til; þrí­skipt­ing valds­ins og sjálf­stæði dóms­stóla skipti þá engu máli. Maður gæti haldið að póli­tískur and­stæð­ingur þeirra hafi samið frum­varpið og lagt það fram? Eða eigum við frekar að hugsa okkur að þau hafi ekki skilið meg­in­hugsun lag­anna?

En ráð­herr­ann sem lagði fram frum­varpið um dóm­stóla­lög frá 2016 var einn af mik­il­hæf­ari stjórn­mála­mönnum okkar á þess­ari öld, Ólöf Nor­dal, sem lést fyrir aldur fram árið 2017. Hún var þing­maður 2007-2013 og 2016-2017, öflug í stjórn­ar­and­stöðu 2009-2012 og vann ötul­lega að góðum málum sem inn­an­rík­is­ráð­herra 2014-2017, en dóms­mál heyrðu þá undir hana. Einnig var hún vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins 2010-2013 og 2015-2017. Dóm­stóla­lögin bera að mínu mati glöggt vitni um störf hennar og fram­sýni í ráð­herra­stól. Hugs­unin á bak við þau er heil og nútíma­leg – og laus við sér­hags­muni – og ég vona að stjórn­mála­menn fram­tíð­ar­inn­ar, hvar í flokki sem þeir standa, muni sýna þeim verð­ugan sóma í stað þess að leggja sig í fram­króka við að snið­ganga anda þeirra eins og við höfum því miður séð að und­an­förnu. Til dæmis er und­ar­legt að heyra for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins lýsa von­brigðum sínum með úrskurð Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu­ráðs­ins núna í vik­unni, en í honum felst einmitt skýr stuðn­ingur við þessi lög sem flokk­ur­inn átti einmitt mik­inn hlut að fyrir fjórum árum. Ef ég væri Sjálf­stæð­is­maður mundi ég þvert á móti fagna slíkum stuðn­ingi við verk flokks­ins.

Ég gæti lagt út af þessu öllu í löngu máli en ég kýs heldur að láta les­and­ann eftir að átta sig á þeim hugs­unum sem þessi saga vek­ur.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í eðl­is­fræði og vís­inda­sögu við Háskóla Íslands.

---

Teng­ill í lög nr. 50/2016 um dóm­stóla.

Teng­ill í laga­frum­varpið.

Teng­ill á frétta­til­kynn­ingu MDE.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar