Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn

Þorsteinn Vilhjálmsson segir að ef hann væri Sjálfstæðismaður myndi hann fagna úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu.

Auglýsing

Sumir halda kannski að nafn Sjálf­stæð­is­flokks­ins vísi til þess að stuðn­ings­menn hans séu sjálf­stæð­ari en annað fólk. En svo er ekki endi­lega heldur vísar nafnið upp­haf­lega til bar­áttu Íslend­inga fyrir sjálf­stæði gagn­vart Dön­um. En hvað er sjálf­stæði? Nánar til­tek­ið: Hvað merkir sjálf­stæði þjóðar eða ríkis í síbreyti­legum heimi – sjálf­stæði þjóðar sem vill kenna sig við lýð­ræði, mann­rétt­indi og jafn­rétti?

Í Íslands­sög­unni stendur að við höfum öðl­ast full­veldi árið 1918 og orðið sjálf­stætt ríki árið 1944. En lauk sjálf­stæð­is­bar­átt­unni með því? Svarið er nei því að henni lýkur aldrei og 1944 var enn langt í land að við hefðum lokið öllu því sem þurfti til að breyta Íslandi úr frum­stæðri og ósjálf­stæðri nýlendu í sjálf­stætt lýð­ræð­is­ríki með öllum þeim stofn­unum og innvið­um, starfs­háttum og hug­ar­fari sem gert er ráð fyrir í þess háttar ríkjum nú á dög­um. Í rétt­ar­kerf­inu, sem er aðal­við­fangs­efni þess­arar grein­ar, er enn margt ógert á þess­ari leið.

Auglýsing

Segja má að sjálf­stæð­is­bar­átta rétt­ar­kerf­is­ins hafi byrjað með laga­setn­ingu um Hæsta­rétt árið 1919. Hann varð þá æðsti dóm­stóll lands­ins en það hlut­verk var áður hjá Hæsta­rétti Dan­merk­ur. Allar götur síðan hafa breyt­ingar á kerf­inu verið örar, bæði með fjölgun stofn­ana, nýrri hugsun og nýjum hlut­verk­um. Saga rétt­ar­kerf­is­ins snýst nefni­lega ekki ein­göngu um stofn­anir heldur hafa und­ir­liggj­andi hug­myndir manna um rétt­ar­kerfi tekið miklum stakka­skiptum á þessum tíma. Kjarni þeirra er þó enn sem fyrr þrí­skipt­ing valds­ins sem er yfir­leitt rakin til franska stjórn­mála­heim­spek­ings­ins Montesquieu (1689-1755) og frægrar bókar hans Um Anda lag­anna (De l‘Es­prit des lois) frá árinu 1748. Þar sagði meðal ann­ars:

Charles Montesquieu (1689-1755), oft talinn höfundur hugmyndarinnar um þrískiptingu valdsins.

Ekk­ert frelsi ríkir ef dóms­valdið er ekki aðgreint frá lög­gjaf­ar­vald­inu og fram­kvæmd­ar­vald­inu. Ef það væri tengt lög­gjaf­ar­vald­inu yrði líf og frelsi þegn­anna háð geð­þótta því að dóm­ar­inn væri þá jafn­framt lög­gjafi. Væri dóms­valdið tengt fram­kvæmda­vald­inu gæti dóm­ar­inn farið að beita ofbeldi og kúgun.

Mik­il­væg breyt­ing á rétt­ar­kerfi okkar tók gildi 1. júlí 1992. Þrí­skipt­ing valds­ins kom þar við sögu eins og segir í grein­ar­gerð inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins með laga­frum­varpi frá 2016, sem síðar verður vikið að:

Við­hlít­andi aðskiln­aði á milli dóms­valds og fram­kvæmd­ar­valds utan Reykja­víkur var ekki komið á fyrr en með gild­is­töku laga nr. 92/1989, um aðskilnað dóms­valds og umboðs­valds í hér­aði.

Aðdrag­and­inn að laga­smíð­inni frá 1989 fólst meðal ann­ars í kæru Íslend­ings til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu­ráðs­ins (MDE) vegna þess að full­trúi bæj­ar­fó­geta hafði dæmt hann en bæj­ar­fó­geti var þá jafn­framt yfir­maður lög­regl­unnar og dóm­ar­inn því ekki óháð­ur. Þessu verk­lagi var breytt með lög­unum með því að koma á dóm­stólum á lands­byggð­inn­i. Í árs­lok 2006 lagði dóm­stóla­ráð til við ráð­herra „að komið yrði á fót milli­dóm­stigi í saka­málum til að koma til móts við sjón­ar­mið um rétt­láta máls­með­ferð þannig að full­nægt yrði kröfum mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu um áfrýjun dóma í saka­mál­u­m.“ Töf varð á fram­kvæmdum þar til tekið var á þessu með fyrr­nefndum lögum frá 2016 sbr. þessi orð grein­ar­gerð­ar­inn­ar:

Ann­ars vegar er upp­töku milli­dóm­stigs ætlað að koma til móts við alþjóð­legar kröfur um milli­liða­lausa sönn­un­ar­færslu á áfrýj­un­ar­stigi. Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hefur talið að milli­liða­laus sönn­un­ar­færsla sé liður í rétt­látri máls­með­ferð skv. 1. mgr. 6. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu, sbr. einnig 1. mgr. 70. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar. Ljóst er að núver­andi skipan mála upp­fyllir tæp­lega ströng­ustu kröfur í þessum efn­um.

Ég bið les­and­ann að taka vel eftir því að við erum ekki að sjá það í fyrsta sinn núna að MDE hafi áhrif á rétt­ar­kerfi Íslend­inga; við sjáum að hann hefur tvisvar áður haft veru­leg áhrif, í bæði skiptin í átt til nútíma mann­rétt­inda og án þess að það hafi vakið veru­legar deil­ur. Í grein­ar­gerð­inni frá 2016 vísar inn­an­rík­is­ráðu­neytið til þess­ara tveggja atriða með fullri vel­þóknun og þakk­læti að því er best verður séð. Einnig er talað með vel­þóknun um sjálf­stæði dóms­valds­ins og skref tekin í þá átt í lög­un­um, til dæmis með því að draga úr valdi ráð­herra við val á dóm­ur­um.

Ég dreg enga dul á að mér sýn­ast lögin frá 2016 hafa verið stórt skref í fram­fara­átt og þeim til sóma sem að þeim unnu. Þeim mun sár­ara þykir mér að sjá hvernig Sig­ríður And­er­sen og fleiri Sjálf­stæð­is­menn hafa kosið að ganga gegn til­gangi þess­ara laga og haga málum eins og þau væru ekki til; þrí­skipt­ing valds­ins og sjálf­stæði dóms­stóla skipti þá engu máli. Maður gæti haldið að póli­tískur and­stæð­ingur þeirra hafi samið frum­varpið og lagt það fram? Eða eigum við frekar að hugsa okkur að þau hafi ekki skilið meg­in­hugsun lag­anna?

En ráð­herr­ann sem lagði fram frum­varpið um dóm­stóla­lög frá 2016 var einn af mik­il­hæf­ari stjórn­mála­mönnum okkar á þess­ari öld, Ólöf Nor­dal, sem lést fyrir aldur fram árið 2017. Hún var þing­maður 2007-2013 og 2016-2017, öflug í stjórn­ar­and­stöðu 2009-2012 og vann ötul­lega að góðum málum sem inn­an­rík­is­ráð­herra 2014-2017, en dóms­mál heyrðu þá undir hana. Einnig var hún vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins 2010-2013 og 2015-2017. Dóm­stóla­lögin bera að mínu mati glöggt vitni um störf hennar og fram­sýni í ráð­herra­stól. Hugs­unin á bak við þau er heil og nútíma­leg – og laus við sér­hags­muni – og ég vona að stjórn­mála­menn fram­tíð­ar­inn­ar, hvar í flokki sem þeir standa, muni sýna þeim verð­ugan sóma í stað þess að leggja sig í fram­króka við að snið­ganga anda þeirra eins og við höfum því miður séð að und­an­förnu. Til dæmis er und­ar­legt að heyra for­ystu­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins lýsa von­brigðum sínum með úrskurð Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu­ráðs­ins núna í vik­unni, en í honum felst einmitt skýr stuðn­ingur við þessi lög sem flokk­ur­inn átti einmitt mik­inn hlut að fyrir fjórum árum. Ef ég væri Sjálf­stæð­is­maður mundi ég þvert á móti fagna slíkum stuðn­ingi við verk flokks­ins.

Ég gæti lagt út af þessu öllu í löngu máli en ég kýs heldur að láta les­and­ann eftir að átta sig á þeim hugs­unum sem þessi saga vek­ur.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í eðl­is­fræði og vís­inda­sögu við Háskóla Íslands.

---

Teng­ill í lög nr. 50/2016 um dóm­stóla.

Teng­ill í laga­frum­varpið.

Teng­ill á frétta­til­kynn­ingu MDE.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar