Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum

Halldór Gunnarsson fjallar um lífeyrismál í aðsendri grein.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands mis­munar um 32 þús­und ein­stak­ling­um, sem fá greitt úr almanna­trygg­ingum vegna ald­urs, um að fá enga des­em­ber­upp­bót eins og allir aðrir hafa feng­ið, s.s. eins og til rík­is­starfs­manna og laun­þega, útlend­inga, öryrkjar ofl. Það er ekki aðeins þessi mis­munun heldur flytja ráð­herrar fram rök í ræðu og riti, vafa­laust með hjálp sér­fræð­inga og emb­ætt­is­manna, um að vel hafi verið gert við þennan hóp og til­nefna þá gjarnan hækkun í millj­ónum á bótum og telja þá öryrkja með, án þess að nefna með fjölgun allra bóta­þega.

Sam­an­burður við önnur lönd og yfir­taka rík­is­ins á 34 þús­undum millj­óna

Íslenska ríkið greiðir minnst allra ríkja innan OECD úr almanna­trygg­ingum til þessa fólks. Í skýrslum er því haldið fram að Ísland sé í miðjum hópi þess­ara landa, en þá er tekið mið af greiðslum líf­eyr­is­sjóða til fólks­ins, greiðslum sem það á og hefur sjálft lagt til með sparn­aði. Þessar greiðslur sem ríkið sparar sér með skerð­ingum á greiðslum almanna­trygg­inga til um 32 þús­und ein­stak­linnga námu árið 2018 um 34 millj­örð­um.

Auglýsing

Lækkun skatts og hækkun eða lækkun bóta

Við fjölgun skatt­þrepa fyrir ári síðan var því haldið fram að það væri gert til þess að bæta kjör hinna lægst laun­uðu og útskýrt með rökum í ræðum og með mynd­um. Ekki var sagt frá því að í til­lög­unum var gert ráð fyrir lækkun á skatt­leys­is­mörkum sem tók að mestu út þessi bættu kjör.   

Ráð­herrar hafa sagt að vel hafi verið komið til móts við eldra fólk með breyt­ingum á almanna­trygg­ing­um, sem mátti skilja að næðu til þess­ara 32 þús­und ein­stak­linga. Reyndin var sú, að þetta náði til um 800 manns, einkum þeirra sem komu erlendis frá.

Hækkun launa á þessu ári, sem komu 1. jan­úar 2020 voru reiknuð með óskilj­an­legum hætti 3,6%, út frá ein­hverri  til­bú­inni vísi­tölu árs­ins 2018, ekki launa­vísi­tölu þess árs. Í vænt­an­legum fjár­lögum á að greiða sömu hækkun út frá hækkun ein­hverrar vísi­tölu árið 2019. Þessa hækkun á að greiða  mán­að­ar­lega til þessa fólks frá almanna­trygg­ingum frá 1. jan­úar 2021!!!  Launin hækk­uðu árið 2019 um a.m.k. 7% og laun hafa hækkað þetta ár um a.m.k. 10%, þannig að þessi hópur ber í þess­ari við­miðun hækkun tveggja ára á móti 17% hækkun almenns launa­fólks af hærri laun­um. Þessi launagliðun hefur árlega átt sér stað í mörg ár og aldrei verið hugað að leið­rétt­ing­u. 

Í boð­uðum fjár­lögum fyrir árið 2021 er sagt að bæt­ur/­laun almanna­trygg­inga hækki til þessa fólks eins og ann­arra hópa um 2,5% að við­bættri áður nefndri 3,6% hækkun eða um 6,1% sam­tals og verði þá kr. 341.300.- á mán­uði. Það er rangt, því aðeins þeir sem búa ein­ir, eða um 10 þús­und manns, fá þessa hækkun með heim­il­is­upp­bót­inni, sem þarna er talin með, - kr. 64.889.- á mán­uði.

Hjóna og sam­búð­ar­fólk sem eru um 22 þús­und manns fá grunn­bætur að upp­hæð kr. 256.789 á mán­uði, sem með hækk­un­inni verður þá kr. 272.453 en ekki kr. 341.300.- 

Rang­lætið og skerð­ing­arnar

Öll þessi máls­með­ferð ber vott um rang­læti og mis­mun­un. Kosn­inga­lof­orð núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­ar­flokka um leið­rétt­ingar hafa öll verið svik­in. Vinstri stjórnin kom skerð­ingum og vinnu­hamlandi aðgerðum þessa fólks á eftir hrun. Næsta stjórn við­hélt þeim og núver­andi einnig. Skerð­ingar og tekju­mörk hafa verið óbreytt í um 6 ár, þrátt fyrir hækkun allra ann­arra tekju­við­mið­ana þessi ár. Það býr við 45% skerð­ingar á lög­bundnum greiðslum almanna­trygg­inga gagn­vart fjár­magnstekjum með líf­eyr­is­sjóðs­tekjum umfram kr. 25.000,- á mán­uði  og sam­svar­andi skerð­ingu ef  fólkið vinnur sér til bjargar frá  fátækt umfram 100 þús­und kr á mán­uði. Ef þetta fólk neyð­ist eða vill sér til sam­fé­lags og gleði vinna umfram þessi mörk, þá nema skerð­ingar með skatti um 80% af launum þeirra.

Höf­undur er for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar