Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum

Halldór Gunnarsson fjallar um lífeyrismál í aðsendri grein.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands mis­munar um 32 þús­und ein­stak­ling­um, sem fá greitt úr almanna­trygg­ingum vegna ald­urs, um að fá enga des­em­ber­upp­bót eins og allir aðrir hafa feng­ið, s.s. eins og til rík­is­starfs­manna og laun­þega, útlend­inga, öryrkjar ofl. Það er ekki aðeins þessi mis­munun heldur flytja ráð­herrar fram rök í ræðu og riti, vafa­laust með hjálp sér­fræð­inga og emb­ætt­is­manna, um að vel hafi verið gert við þennan hóp og til­nefna þá gjarnan hækkun í millj­ónum á bótum og telja þá öryrkja með, án þess að nefna með fjölgun allra bóta­þega.

Sam­an­burður við önnur lönd og yfir­taka rík­is­ins á 34 þús­undum millj­óna

Íslenska ríkið greiðir minnst allra ríkja innan OECD úr almanna­trygg­ingum til þessa fólks. Í skýrslum er því haldið fram að Ísland sé í miðjum hópi þess­ara landa, en þá er tekið mið af greiðslum líf­eyr­is­sjóða til fólks­ins, greiðslum sem það á og hefur sjálft lagt til með sparn­aði. Þessar greiðslur sem ríkið sparar sér með skerð­ingum á greiðslum almanna­trygg­inga til um 32 þús­und ein­stak­linnga námu árið 2018 um 34 millj­örð­um.

Auglýsing

Lækkun skatts og hækkun eða lækkun bóta

Við fjölgun skatt­þrepa fyrir ári síðan var því haldið fram að það væri gert til þess að bæta kjör hinna lægst laun­uðu og útskýrt með rökum í ræðum og með mynd­um. Ekki var sagt frá því að í til­lög­unum var gert ráð fyrir lækkun á skatt­leys­is­mörkum sem tók að mestu út þessi bættu kjör.   

Ráð­herrar hafa sagt að vel hafi verið komið til móts við eldra fólk með breyt­ingum á almanna­trygg­ing­um, sem mátti skilja að næðu til þess­ara 32 þús­und ein­stak­linga. Reyndin var sú, að þetta náði til um 800 manns, einkum þeirra sem komu erlendis frá.

Hækkun launa á þessu ári, sem komu 1. jan­úar 2020 voru reiknuð með óskilj­an­legum hætti 3,6%, út frá ein­hverri  til­bú­inni vísi­tölu árs­ins 2018, ekki launa­vísi­tölu þess árs. Í vænt­an­legum fjár­lögum á að greiða sömu hækkun út frá hækkun ein­hverrar vísi­tölu árið 2019. Þessa hækkun á að greiða  mán­að­ar­lega til þessa fólks frá almanna­trygg­ingum frá 1. jan­úar 2021!!!  Launin hækk­uðu árið 2019 um a.m.k. 7% og laun hafa hækkað þetta ár um a.m.k. 10%, þannig að þessi hópur ber í þess­ari við­miðun hækkun tveggja ára á móti 17% hækkun almenns launa­fólks af hærri laun­um. Þessi launagliðun hefur árlega átt sér stað í mörg ár og aldrei verið hugað að leið­rétt­ing­u. 

Í boð­uðum fjár­lögum fyrir árið 2021 er sagt að bæt­ur/­laun almanna­trygg­inga hækki til þessa fólks eins og ann­arra hópa um 2,5% að við­bættri áður nefndri 3,6% hækkun eða um 6,1% sam­tals og verði þá kr. 341.300.- á mán­uði. Það er rangt, því aðeins þeir sem búa ein­ir, eða um 10 þús­und manns, fá þessa hækkun með heim­il­is­upp­bót­inni, sem þarna er talin með, - kr. 64.889.- á mán­uði.

Hjóna og sam­búð­ar­fólk sem eru um 22 þús­und manns fá grunn­bætur að upp­hæð kr. 256.789 á mán­uði, sem með hækk­un­inni verður þá kr. 272.453 en ekki kr. 341.300.- 

Rang­lætið og skerð­ing­arnar

Öll þessi máls­með­ferð ber vott um rang­læti og mis­mun­un. Kosn­inga­lof­orð núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­ar­flokka um leið­rétt­ingar hafa öll verið svik­in. Vinstri stjórnin kom skerð­ingum og vinnu­hamlandi aðgerðum þessa fólks á eftir hrun. Næsta stjórn við­hélt þeim og núver­andi einnig. Skerð­ingar og tekju­mörk hafa verið óbreytt í um 6 ár, þrátt fyrir hækkun allra ann­arra tekju­við­mið­ana þessi ár. Það býr við 45% skerð­ingar á lög­bundnum greiðslum almanna­trygg­inga gagn­vart fjár­magnstekjum með líf­eyr­is­sjóðs­tekjum umfram kr. 25.000,- á mán­uði  og sam­svar­andi skerð­ingu ef  fólkið vinnur sér til bjargar frá  fátækt umfram 100 þús­und kr á mán­uði. Ef þetta fólk neyð­ist eða vill sér til sam­fé­lags og gleði vinna umfram þessi mörk, þá nema skerð­ingar með skatti um 80% af launum þeirra.

Höf­undur er for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar