Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum

Halldór Gunnarsson fjallar um lífeyrismál í aðsendri grein.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands mis­munar um 32 þús­und ein­stak­ling­um, sem fá greitt úr almanna­trygg­ingum vegna ald­urs, um að fá enga des­em­ber­upp­bót eins og allir aðrir hafa feng­ið, s.s. eins og til rík­is­starfs­manna og laun­þega, útlend­inga, öryrkjar ofl. Það er ekki aðeins þessi mis­munun heldur flytja ráð­herrar fram rök í ræðu og riti, vafa­laust með hjálp sér­fræð­inga og emb­ætt­is­manna, um að vel hafi verið gert við þennan hóp og til­nefna þá gjarnan hækkun í millj­ónum á bótum og telja þá öryrkja með, án þess að nefna með fjölgun allra bóta­þega.

Sam­an­burður við önnur lönd og yfir­taka rík­is­ins á 34 þús­undum millj­óna

Íslenska ríkið greiðir minnst allra ríkja innan OECD úr almanna­trygg­ingum til þessa fólks. Í skýrslum er því haldið fram að Ísland sé í miðjum hópi þess­ara landa, en þá er tekið mið af greiðslum líf­eyr­is­sjóða til fólks­ins, greiðslum sem það á og hefur sjálft lagt til með sparn­aði. Þessar greiðslur sem ríkið sparar sér með skerð­ingum á greiðslum almanna­trygg­inga til um 32 þús­und ein­stak­linnga námu árið 2018 um 34 millj­örð­um.

Auglýsing

Lækkun skatts og hækkun eða lækkun bóta

Við fjölgun skatt­þrepa fyrir ári síðan var því haldið fram að það væri gert til þess að bæta kjör hinna lægst laun­uðu og útskýrt með rökum í ræðum og með mynd­um. Ekki var sagt frá því að í til­lög­unum var gert ráð fyrir lækkun á skatt­leys­is­mörkum sem tók að mestu út þessi bættu kjör.   

Ráð­herrar hafa sagt að vel hafi verið komið til móts við eldra fólk með breyt­ingum á almanna­trygg­ing­um, sem mátti skilja að næðu til þess­ara 32 þús­und ein­stak­linga. Reyndin var sú, að þetta náði til um 800 manns, einkum þeirra sem komu erlendis frá.

Hækkun launa á þessu ári, sem komu 1. jan­úar 2020 voru reiknuð með óskilj­an­legum hætti 3,6%, út frá ein­hverri  til­bú­inni vísi­tölu árs­ins 2018, ekki launa­vísi­tölu þess árs. Í vænt­an­legum fjár­lögum á að greiða sömu hækkun út frá hækkun ein­hverrar vísi­tölu árið 2019. Þessa hækkun á að greiða  mán­að­ar­lega til þessa fólks frá almanna­trygg­ingum frá 1. jan­úar 2021!!!  Launin hækk­uðu árið 2019 um a.m.k. 7% og laun hafa hækkað þetta ár um a.m.k. 10%, þannig að þessi hópur ber í þess­ari við­miðun hækkun tveggja ára á móti 17% hækkun almenns launa­fólks af hærri laun­um. Þessi launagliðun hefur árlega átt sér stað í mörg ár og aldrei verið hugað að leið­rétt­ing­u. 

Í boð­uðum fjár­lögum fyrir árið 2021 er sagt að bæt­ur/­laun almanna­trygg­inga hækki til þessa fólks eins og ann­arra hópa um 2,5% að við­bættri áður nefndri 3,6% hækkun eða um 6,1% sam­tals og verði þá kr. 341.300.- á mán­uði. Það er rangt, því aðeins þeir sem búa ein­ir, eða um 10 þús­und manns, fá þessa hækkun með heim­il­is­upp­bót­inni, sem þarna er talin með, - kr. 64.889.- á mán­uði.

Hjóna og sam­búð­ar­fólk sem eru um 22 þús­und manns fá grunn­bætur að upp­hæð kr. 256.789 á mán­uði, sem með hækk­un­inni verður þá kr. 272.453 en ekki kr. 341.300.- 

Rang­lætið og skerð­ing­arnar

Öll þessi máls­með­ferð ber vott um rang­læti og mis­mun­un. Kosn­inga­lof­orð núver­andi og fyrr­ver­andi stjórn­ar­flokka um leið­rétt­ingar hafa öll verið svik­in. Vinstri stjórnin kom skerð­ingum og vinnu­hamlandi aðgerðum þessa fólks á eftir hrun. Næsta stjórn við­hélt þeim og núver­andi einnig. Skerð­ingar og tekju­mörk hafa verið óbreytt í um 6 ár, þrátt fyrir hækkun allra ann­arra tekju­við­mið­ana þessi ár. Það býr við 45% skerð­ingar á lög­bundnum greiðslum almanna­trygg­inga gagn­vart fjár­magnstekjum með líf­eyr­is­sjóðs­tekjum umfram kr. 25.000,- á mán­uði  og sam­svar­andi skerð­ingu ef  fólkið vinnur sér til bjargar frá  fátækt umfram 100 þús­und kr á mán­uði. Ef þetta fólk neyð­ist eða vill sér til sam­fé­lags og gleði vinna umfram þessi mörk, þá nema skerð­ingar með skatti um 80% af launum þeirra.

Höf­undur er for­maður kjara­ráðs félags eldri borg­ara í Rang­ár­valla­sýslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar