Brot Sigríðar Á. Andersen

Stefán Ólafsson segir að landsréttarmálið hafi verið ljótt frá byrjun og öll framvinda og meðferð þess til skammar.

Auglýsing

Úrskurður yfir­deildar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu er mikið áfall fyrir Sig­ríði Á. And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra og fyrir íslenska rétt­ar­kerf­ið.

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra lands­ins er dæmd fyrir lög­brot við skipun dóm­ara. Hún braut stjórn­sýslu­lögin sem hún átti að starfa eftir og 6. grein mann­rétt­inda­sátt­mál­ans sem Ísland er aðili að. Sjálfur dóms­mála­ráð­herr­ann.

Þetta var ekki bara við skipun eins dóm­ara, heldur við skipun allra dóm­ara við nýtt dóm­stig í land­inu, Lands­rétt. Og þetta gerð­ist þrátt fyrir að fag­fólk í dóms­mála­ráðu­neyt­inu hafi varað ráð­herr­ann við.

Það er auð­vitað ein­stakt að svona nokkuð ger­ist í alvöru rétt­ar­ríki.

Auglýsing

Það er oft talað um þetta mál eins og að ráð­herra hafi ein­ungis gert tækni­leg mis­tök við val dóm­ara í hið nýja dóm­stig. Máls­með­ferðin var vissu­lega óeðli­leg. En um hvað snýst málið í grunn­inn? Hvað gekk dóms­mála­ráð­herra til?

Lögum sam­kvæmt átti að velja þá fimmtán hæf­ustu úr hópi umsækj­enda til að gegna dóm­ara­störfum við rétt­inn. Sér­stök fag­leg mats­nefnd hafði það hlut­verk að meta hæfni umsækj­enda.

Dóms­mála­ráð­herra vék hins vegar frá nið­ur­stöðu mats­nefnd­ar­innar og hafn­aði fjórum úr hópi þeirra fimmtán hæf­ustu og réð í stað­inn aðra sem voru neðar á list­an­um. Hún tók sem sagt fjóra minna hæfa ein­stak­linga fram yfir aðra meira hæfa – þvert á leik­reglur lag­anna.

Þeir sem ráð­herr­ann hafn­aði voru almennt ekki sér­stak­lega eyrna­merktir Sjálf­stæð­is­flokknum (sumir höfðu t.d. áður tengst VG eða Sam­fylk­ingu að ein­hverju leyt­i). Þeir sem hún valdi í stað­inn voru hins vegar taldir nákomn­ari Sjálf­stæð­is­flokkn­um, þ.á.m. var eig­in­kona áhrifa­mik­ils þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Það sem vakti fyrir ráð­herr­anum var ekki bara að velja meiri­hluta dóm­ara í hinn nýja dóm­stól sem væru taldir hand­gengir Sjálf­stæð­is­flokkn­um, heldur virð­ist hún hafa viljað freista þess að allir dóm­ar­arnir teld­ust hand­gengnir eða vin­sam­legir Sjálf­stæð­is­flokkn­um. All­ir.

Hún vildi að þetta yrði dóm­stóll Sjálf­stæð­is­flokks­ins!

Menn geta borið þetta saman við það sem Don­ald Trump og Repúblikanar hafa gert í Banda­ríkj­un­um. Þeir hafa þótt stór­tækir í að skipa hlut­dræga dóm­ara (hand­gengna Repúblikana­flokkn­um) í rúman meiri­hluta hæsta­réttar og einnig á lægri dóm­stig­um. 

Sig­ríður Á. And­er­sen virð­ist hafa ætlað að ganga enn lengra en hægri menn hafa gert í Banda­ríkj­un­um. Þetta gat hún gert hér inn­an­lands og naut til þess stuðn­ings Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þeirra flokka sem mynd­uðu rík­is­stjórn­ar­meiri­hluta með hon­um, í skjóli meiri­hluta þeirra flokka á Alþingi þar sem skip­unin var end­an­lega stað­fest. 

Þetta sigldi hins vegar í strand við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu, en Ísland er aðili að hon­um. Og hvernig er þá brugð­ist við?

Sig­ríður sjálf gerir lítið úr Mann­rétt­inda­dóm­stólnum og segir að þetta sé „póli­tískt at“ sem muni engu breyta. En það var einmitt hún sem var á póli­tískri veg­ferð – en ekki Mann­rétt­inda­dóm­stóll­inn. Núver­andi dóms­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins segja sömu­leiðis að þetta muni engu breyta. Þau eru öll að verja flokks­hags­muni sína – alla leið.

Þetta var ljótt mál frá byrjun og öll fram­vinda og með­ferð þess til skammar, þar til það lenti hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um. Málið er þar sagt hafa for­dæm­is­gildi gagn­vart mis­beit­ingu stjórn­mála­valds við skipun dóm­ara í Tyrk­landi, Ung­verja­landi og Pól­landi, þar sem rétt­ar­ríkið þykir standa á veikum fót­u­m. 

Hér virð­ast Sjálf­stæð­is­menn hins vegar ætla að hrista þetta af sér með hroka og hundalógík.

Eigum við ekki rétt á meiri auð­mýkt og fag­mennsku frá þeim sem falin hafa verið for­ráð almanna­hags­muna þegar þeir eru staðnir að mis­gjörðum og lög­brot­um?Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar