Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?

Niðurfelling eða stórminnkun tollkvóta mun leiða til hærra matvælaverðs, hækkunar verðtryggðra lána og þess að hollusta verður dýrari. Það kæmi fátækustu neytendunum verst, skrifar stjórnarmaður í Neytendasamtökunum.

Auglýsing

Covid fær marga til að telja best að pakka í vörn og skipta yfir í sjálfs­þurft­ar­bú­skap. Svipað var uppi eftir fjár­mála­hrunið fyrir ára­tug þegar lopa­peysur skut­ust upp á vin­sælda­list­un­um.

Þegar betur er að gáð mun hjálpin koma að utan nú eins og fyrr. Í þetta skiptið í formi þekk­ingar á með­höndlun smit­sjúk­dóma og bólu­efnis sem mun gera okkur ónæm fyrir veirunni. Eftir banka­hrunið kom hjálpin í formi þekk­ingar á við­brögðum við fjár­mála­hruni og straumi ferða­manna sem færðu með sér skjótan efna­hags­bata.

Nú krefj­ast hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins þess að nýfengnir toll­kvótar fyrir mat verði afnumdir sem mun leiða til hærra mat­ar­verðs. Svo dynja á okkur lamba­kjöts aug­lýs­ing­ar. Við eigum víst að borða það af því sauð­kindin hafi bjargað okkur frá hungri gegnum ald­irn­ar. 

Auglýsing

En ein­angrun og ein­okun er ekki lausn­in. Það fer lang­best á því að eiga góð við­skipti og sam­skipti við umheim­inn.Nið­ur­fell­ing eða stór­minnkun toll­kvóta mun leiða til hærra mat­væla­verðs, hækk­unar verð­tryggðra lána og þess að holl­usta verður dýr­ari. Það kæmi fátæk­ustu neyt­end­unum verst.

Covid er tíma­bundið ástand

Neyt­endur hafa að und­an­förnu loks séð glitta í verð­lækk­anir vegna auk­inna toll­kvóta fyrir kjöt og mjólk­ur­vörur frá Evr­ópu. Fram­boðið hefur auk­ist og verð lækk­að. Á sama tíma hafa ferða­menn nán­ast horfið af land­inu með gríð­ar­legu tekju­tapi fyrir launa­fólk. Saman hefur þetta leitt til ójafn­vægis á mat­væla­mark­aði og verð­lækk­ana sem kemur neyt­endum vel í krepp­unn­i. 

Eðli­lega bregður inn­lendum fram­leið­endum við þetta. En þeir eru ekki þeir einu sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna Covid. Það skýtur skökku við að nú í miðju mesta atvinnu­leysi í manna minnum skuli hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins krefj­ast nið­ur­fell­ingar toll­kvóta og að end­ur­samið verði við ESB, svo mat­væla­verð hækki aft­ur.

Það ræt­ist víst úr á næsta ári

Því er spáð að á næsta ári fjölgi ferða­mönnum hratt. Þá mun eft­ir­spurn aukast og verð til fram­leið­enda hækka. Þangað til ætti rík­is­sjóður að hjálpa kjöt- og mjólk­ur­vöru­fram­leið­endum með svip­uðum hætti og öðrum atvinnu­rekstri. Er það ekki nær heldur en að leggja auknar byrðar á neyt­end­ur?

Ef samn­ingar við ESB um toll­kvóta verða teknir upp núna vegna tíma­bund­ins ástands mun það valda neyt­endum óbæt­an­legu tjóni. Bændur munu berj­ast fyrir höftum þó að eft­ir­spurn eftir mat­vælum vaxi, af því það er inn­byggt í kerf­ið.

Við getum bætt hag bæði neyt­enda og bænda með kerf­is­breyt­ingu

Í Evr­ópu er verslun með mat­væli frjáls milli landa. Sú skipan tryggir neyt­endum gott fram­boð og sam­keppn­is­hæf verð og við færumst nær lífs­kjörum í Evr­ópu. Við ættum að fara eins að, það er fella niður mat­ar­toll­ana og veita bændum í stað­inn veg­legan stuðn­ing óháð hvaða grein land­bún­aðar þeir stunda. Þannig virkjum við mark­aðs­öflin til að bæta bæði hag bænda og neyt­enda. 

Meira að segja ríku löndin Nor­egur og Sviss styrkja og vernda sinn land­búnað ekki eins mikið og við. Hér kostar flest mikið og það er ekki á það bæt­andi með auknum tollum á mat­væli. Lægra mat­ar­verð kemur sér betur fyrir fátæka neyt­endur en að standa í bið­röðum eftir mat­ar­gjöf­um, þótt þær komi úr Skaga­firði.

Ísland er meðal dýr­ustu landa í heimi og það er ekki á það bæt­andi með auknum tollum á mat­væli. Við eigum frekar að hjálp­ast að í gegnum krepp­una og stefna í átt að sam­keppn­is­hæf­ara og betra Íslandi fyrir okkur og þau sem sækja okkur heim. 

Gleði­lega aðventu all­ir.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halla Hrund Logadóttir.
Halla Hrund næsti orkumálastjóri
Hæfisnefnd mat fimm umsækjendur um starf orkumálastjóra hæfa. Eftir viðtöl við þá taldi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir að Halla Hrund Logadóttir væri hæfust þeirra til að gegna starfinu næstu fimm árin.
Kjarninn 19. apríl 2021
Róbert Farestveit, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Vilhjálmur Hilmarsson
Samkeppni skiptir sköpum fyrir lífskjör á Íslandi
Kjarninn 19. apríl 2021
Frosti Sigurjónsson
Nóbelsverðlaunahafi segir ivermectin vinna á COVID-19
Kjarninn 19. apríl 2021
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar