Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?

Niðurfelling eða stórminnkun tollkvóta mun leiða til hærra matvælaverðs, hækkunar verðtryggðra lána og þess að hollusta verður dýrari. Það kæmi fátækustu neytendunum verst, skrifar stjórnarmaður í Neytendasamtökunum.

Auglýsing

Covid fær marga til að telja best að pakka í vörn og skipta yfir í sjálfs­þurft­ar­bú­skap. Svipað var uppi eftir fjár­mála­hrunið fyrir ára­tug þegar lopa­peysur skut­ust upp á vin­sælda­list­un­um.

Þegar betur er að gáð mun hjálpin koma að utan nú eins og fyrr. Í þetta skiptið í formi þekk­ingar á með­höndlun smit­sjúk­dóma og bólu­efnis sem mun gera okkur ónæm fyrir veirunni. Eftir banka­hrunið kom hjálpin í formi þekk­ingar á við­brögðum við fjár­mála­hruni og straumi ferða­manna sem færðu með sér skjótan efna­hags­bata.

Nú krefj­ast hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins þess að nýfengnir toll­kvótar fyrir mat verði afnumdir sem mun leiða til hærra mat­ar­verðs. Svo dynja á okkur lamba­kjöts aug­lýs­ing­ar. Við eigum víst að borða það af því sauð­kindin hafi bjargað okkur frá hungri gegnum ald­irn­ar. 

Auglýsing

En ein­angrun og ein­okun er ekki lausn­in. Það fer lang­best á því að eiga góð við­skipti og sam­skipti við umheim­inn.Nið­ur­fell­ing eða stór­minnkun toll­kvóta mun leiða til hærra mat­væla­verðs, hækk­unar verð­tryggðra lána og þess að holl­usta verður dýr­ari. Það kæmi fátæk­ustu neyt­end­unum verst.

Covid er tíma­bundið ástand

Neyt­endur hafa að und­an­förnu loks séð glitta í verð­lækk­anir vegna auk­inna toll­kvóta fyrir kjöt og mjólk­ur­vörur frá Evr­ópu. Fram­boðið hefur auk­ist og verð lækk­að. Á sama tíma hafa ferða­menn nán­ast horfið af land­inu með gríð­ar­legu tekju­tapi fyrir launa­fólk. Saman hefur þetta leitt til ójafn­vægis á mat­væla­mark­aði og verð­lækk­ana sem kemur neyt­endum vel í krepp­unn­i. 

Eðli­lega bregður inn­lendum fram­leið­endum við þetta. En þeir eru ekki þeir einu sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna Covid. Það skýtur skökku við að nú í miðju mesta atvinnu­leysi í manna minnum skuli hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins krefj­ast nið­ur­fell­ingar toll­kvóta og að end­ur­samið verði við ESB, svo mat­væla­verð hækki aft­ur.

Það ræt­ist víst úr á næsta ári

Því er spáð að á næsta ári fjölgi ferða­mönnum hratt. Þá mun eft­ir­spurn aukast og verð til fram­leið­enda hækka. Þangað til ætti rík­is­sjóður að hjálpa kjöt- og mjólk­ur­vöru­fram­leið­endum með svip­uðum hætti og öðrum atvinnu­rekstri. Er það ekki nær heldur en að leggja auknar byrðar á neyt­end­ur?

Ef samn­ingar við ESB um toll­kvóta verða teknir upp núna vegna tíma­bund­ins ástands mun það valda neyt­endum óbæt­an­legu tjóni. Bændur munu berj­ast fyrir höftum þó að eft­ir­spurn eftir mat­vælum vaxi, af því það er inn­byggt í kerf­ið.

Við getum bætt hag bæði neyt­enda og bænda með kerf­is­breyt­ingu

Í Evr­ópu er verslun með mat­væli frjáls milli landa. Sú skipan tryggir neyt­endum gott fram­boð og sam­keppn­is­hæf verð og við færumst nær lífs­kjörum í Evr­ópu. Við ættum að fara eins að, það er fella niður mat­ar­toll­ana og veita bændum í stað­inn veg­legan stuðn­ing óháð hvaða grein land­bún­aðar þeir stunda. Þannig virkjum við mark­aðs­öflin til að bæta bæði hag bænda og neyt­enda. 

Meira að segja ríku löndin Nor­egur og Sviss styrkja og vernda sinn land­búnað ekki eins mikið og við. Hér kostar flest mikið og það er ekki á það bæt­andi með auknum tollum á mat­væli. Lægra mat­ar­verð kemur sér betur fyrir fátæka neyt­endur en að standa í bið­röðum eftir mat­ar­gjöf­um, þótt þær komi úr Skaga­firði.

Ísland er meðal dýr­ustu landa í heimi og það er ekki á það bæt­andi með auknum tollum á mat­væli. Við eigum frekar að hjálp­ast að í gegnum krepp­una og stefna í átt að sam­keppn­is­hæf­ara og betra Íslandi fyrir okkur og þau sem sækja okkur heim. 

Gleði­lega aðventu all­ir.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar