Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?

Niðurfelling eða stórminnkun tollkvóta mun leiða til hærra matvælaverðs, hækkunar verðtryggðra lána og þess að hollusta verður dýrari. Það kæmi fátækustu neytendunum verst, skrifar stjórnarmaður í Neytendasamtökunum.

Auglýsing

Covid fær marga til að telja best að pakka í vörn og skipta yfir í sjálfs­þurft­ar­bú­skap. Svipað var uppi eftir fjár­mála­hrunið fyrir ára­tug þegar lopa­peysur skut­ust upp á vin­sælda­list­un­um.

Þegar betur er að gáð mun hjálpin koma að utan nú eins og fyrr. Í þetta skiptið í formi þekk­ingar á með­höndlun smit­sjúk­dóma og bólu­efnis sem mun gera okkur ónæm fyrir veirunni. Eftir banka­hrunið kom hjálpin í formi þekk­ingar á við­brögðum við fjár­mála­hruni og straumi ferða­manna sem færðu með sér skjótan efna­hags­bata.

Nú krefj­ast hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins þess að nýfengnir toll­kvótar fyrir mat verði afnumdir sem mun leiða til hærra mat­ar­verðs. Svo dynja á okkur lamba­kjöts aug­lýs­ing­ar. Við eigum víst að borða það af því sauð­kindin hafi bjargað okkur frá hungri gegnum ald­irn­ar. 

Auglýsing

En ein­angrun og ein­okun er ekki lausn­in. Það fer lang­best á því að eiga góð við­skipti og sam­skipti við umheim­inn.



Nið­ur­fell­ing eða stór­minnkun toll­kvóta mun leiða til hærra mat­væla­verðs, hækk­unar verð­tryggðra lána og þess að holl­usta verður dýr­ari. Það kæmi fátæk­ustu neyt­end­unum verst.

Covid er tíma­bundið ástand

Neyt­endur hafa að und­an­förnu loks séð glitta í verð­lækk­anir vegna auk­inna toll­kvóta fyrir kjöt og mjólk­ur­vörur frá Evr­ópu. Fram­boðið hefur auk­ist og verð lækk­að. Á sama tíma hafa ferða­menn nán­ast horfið af land­inu með gríð­ar­legu tekju­tapi fyrir launa­fólk. Saman hefur þetta leitt til ójafn­vægis á mat­væla­mark­aði og verð­lækk­ana sem kemur neyt­endum vel í krepp­unn­i. 

Eðli­lega bregður inn­lendum fram­leið­endum við þetta. En þeir eru ekki þeir einu sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna Covid. Það skýtur skökku við að nú í miðju mesta atvinnu­leysi í manna minnum skuli hags­muna­verðir land­bún­að­ar­ins krefj­ast nið­ur­fell­ingar toll­kvóta og að end­ur­samið verði við ESB, svo mat­væla­verð hækki aft­ur.

Það ræt­ist víst úr á næsta ári

Því er spáð að á næsta ári fjölgi ferða­mönnum hratt. Þá mun eft­ir­spurn aukast og verð til fram­leið­enda hækka. Þangað til ætti rík­is­sjóður að hjálpa kjöt- og mjólk­ur­vöru­fram­leið­endum með svip­uðum hætti og öðrum atvinnu­rekstri. Er það ekki nær heldur en að leggja auknar byrðar á neyt­end­ur?

Ef samn­ingar við ESB um toll­kvóta verða teknir upp núna vegna tíma­bund­ins ástands mun það valda neyt­endum óbæt­an­legu tjóni. Bændur munu berj­ast fyrir höftum þó að eft­ir­spurn eftir mat­vælum vaxi, af því það er inn­byggt í kerf­ið.

Við getum bætt hag bæði neyt­enda og bænda með kerf­is­breyt­ingu

Í Evr­ópu er verslun með mat­væli frjáls milli landa. Sú skipan tryggir neyt­endum gott fram­boð og sam­keppn­is­hæf verð og við færumst nær lífs­kjörum í Evr­ópu. Við ættum að fara eins að, það er fella niður mat­ar­toll­ana og veita bændum í stað­inn veg­legan stuðn­ing óháð hvaða grein land­bún­aðar þeir stunda. Þannig virkjum við mark­aðs­öflin til að bæta bæði hag bænda og neyt­enda. 

Meira að segja ríku löndin Nor­egur og Sviss styrkja og vernda sinn land­búnað ekki eins mikið og við. Hér kostar flest mikið og það er ekki á það bæt­andi með auknum tollum á mat­væli. Lægra mat­ar­verð kemur sér betur fyrir fátæka neyt­endur en að standa í bið­röðum eftir mat­ar­gjöf­um, þótt þær komi úr Skaga­firði.

Ísland er meðal dýr­ustu landa í heimi og það er ekki á það bæt­andi með auknum tollum á mat­væli. Við eigum frekar að hjálp­ast að í gegnum krepp­una og stefna í átt að sam­keppn­is­hæf­ara og betra Íslandi fyrir okkur og þau sem sækja okkur heim. 

Gleði­lega aðventu all­ir.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar