Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós

Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.

Landsréttur - Dómsalur I
Auglýsing

Eiríkur Tóm­as­son, for­maður dóm­nefndar sem fjallar um hæfni umsækj­enda um tvö laus emb­ætti dóm­ara við Lands­rétt, telur sig ekki van­hæfan til þess að taka þátt í umfjöllun nefnd­ar­inn­ar, en árið 2017 bað einn þeirra sem sækj­ast eftir emb­ætti nú Eirík um að vera umsagn­ar­að­ili sinn vegna umsóknar um sama emb­ætti.

Umsækj­endur um dóm­ara­emb­ætti þurfa að veita dóm­nefnd­inni upp­lýs­ingar um tvo aðila sem geta veitt upp­lýs­ingar um störf og sam­starfs­hæfni umsækj­enda og árið 2017 var Eiríkur annar þeirra aðila sem veitti dóm­nefnd þessar upp­lýs­ingar um Jóhannes Rúnar Jóhanns­son, sem er einn þeirra sjö sem sækj­ast eftir emb­ættum við Lands­rétt nú.

Slíkar umsagnir eru eðli máls­ins sam­kvæmt ætíð jákvæð­ar, enda hæpið að umsækj­andi um dóm­ara­emb­ætti fengi ein­hvern sem væri lík­legur til þess að veita sér nei­kvæða umsögn til að vera sinn umsagn­ar­að­il­i. 

Eiríkur segir við blaða­mann að ekki sé rétt að kalla þessar umsagnir „með­mæli“, en þær eru fengnar til þess að dóm­nefndin geti gengið úr skugga um hvort umsækj­endur stand­ist lág­marks­kröfur um almenna starfs­hæfni og and­legt atgervi, tveggja þeirra sjón­ar­miða sem dóm­nefnd á sam­kvæmt starfs­reglum sínum að byggja mat sitt á.

Fjallað var um málið á fyrsta fundi dóm­nefnd­ar­innar um það í gær, 4. ágúst, en í svari Eiríks við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að þar hafi allir nefnd­ar­menn lýst sig hæfa til að koma að með­ferð máls­ins.

Auglýsing

Áður hafði þó verið kall­aður inn vara­maður til nefnd­ar­starf­anna fyrir Ragn­heiði Harð­ar­dóttur lands­rétt­ar­dóm­ara sem á sæti í nefnd­inni. Hún er van­hæf þar sem í hópi umsækj­enda er annar lands­rétt­ar­dóm­ari, Ragn­heiður Braga­dótt­ir, sem sæk­ist eftir nýrri skipan við rétt­inn.

Umsækj­endur geta gert athuga­semd­ir, ef ein­hverjar eru

Á fund­inum í gær upp­lýsti Eiríkur að hann hefði, að beiðni Jóhann­esar Rún­ars, fall­ist á að veita upp­lýs­ingar um störf og sam­starfs­hæfni umsækj­and­ans í til­efni af umsókn hans um emb­ætti lands­rétt­ar­dóm­ara árið 2017, en Eiríkur hefur bæði verið yfir­maður Jóhann­esar og sam­starfs­mað­ur.

Sam­kvæmt orð­send­ingu frá Eiríki var greint frá því á fundi dóm­nefndar að Jóhannes Rúnar „hefði á árinu 1994 starfað um nokk­urra mán­aða skeið á lög­manns­stofu þar sem for­maður var meðal eig­enda og síðar sinnt stunda­kennslu við laga­deild Háskóla Íslands á árunum 1996–2008 í grein­um, er for­maður hafði umsjón með sem pró­fess­or, en sam­skipti þeirra hefðu ann­ars verið tak­mörk­uð.“

Öllum umsækj­endum um emb­ættið hefur verið gert við­vart um þetta og hafa þeir tæki­færi til þess að gera athuga­semd­ir. Ef slíkar athuga­semdir ber­ast, „við hæfi for­manns eða ann­arra nefnd­ar­manna til að fara með málið frá ein­hverjum umsækj­anda mun nefndin taka ákvörðun um hvort þeim beri að víkja sæti í sam­ræmi við 4. mgr. 5. gr. stjórn­sýslu­laga,“ segir í svari Eiríks.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent