Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum

„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar hefur sent bréf til Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra þar sem þess er kraf­ist að úrbætur verði gerðar á því hvernig mik­il­vægum upp­lýs­ingum varð­andi kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn miðlað til þeirra íbúa á Íslandi sem hafa annað móð­ur­mál en íslensku.

„Þegar þetta bréf er rit­að, að morgni 5. ágúst, er ekki enn búið að upp­færa upp­lýs­ingar á pólsku á vefnum www.covid.is. Þar er ennþá fjallað um tíma­bilið frá 15. júní til 31. ágúst; sam­komu­bann er fyrir fleiri en 500 mann­eskj­ur, 2 metra reglan er val­frjáls og engar upp­lýs­ingar er að finna um notkun á and­lits­grím­um,“ segir í bréfi Sól­veigar Önnu, sem félags- og barna­mála­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra auk land­læknis fengu einnig afrit af.

Sól­veig Anna segir að stjórn­völd eigi að tryggja á að „bestu mögu­legu upp­lýs­ingar um almennar smit­varnir og við­mið almanna­varna hverju sinni ber­ist hratt og örugg­lega til allra þátt­tak­enda í sam­fé­lag­inu“ en að sá mis­brestur hafi verið á vinnu­brögðum upp­lýs­ingateymis stjórn­valda að „oft og einatt hefur fólk með annað móð­ur­mál en íslensku þurft að bíða dögum saman eftir þýð­ingum á nýj­ustu upp­lýs­ingum á vefn­um.“

Auglýsing

„Að­flutt fólk á Íslandi telur hátt í 50.000 mann­eskj­ur. Þær eru virkir þátt­tak­endur í íslensku sam­fé­lagi og þar af leið­andi ómissandi hlekkur í virkum smit­vörnum almenn­ings. Þessu hlut­verki sínu getur fólk þó ekki gegnt nema með greiðum upp­lýs­ingum um smit­varn­ir. Einnig vil ég benda á að hátt í 15.000 ferða­menn með erlent móð­ur­mál dvelj­ast hér á landi hverju sinni í sum­ar. Margir þeirra dvelja á stöðum og njóta þjón­ustu aðflutts vinnu­afls á ferða­lögum sínum um land­ið. Okkur öllum ætti því að vera ljóst hversu mik­il­vægt er að tryggja greiðan aðgang að upp­lýs­ingum á erlendum tungu­mál­u­m,“ segir í bréfi Sól­veigar Önn­u. 

Ekki allir almanna­varnir ef ekki allir fá skila­boðin

Þess er kraf­ist fyrir hönd Efl­ingar að stjórn­völd „geri gang­skör að því að tryggja skil­virk­ari vinnu­brögð við birt­ingu mik­il­vægra upp­lýs­inga á erlendum tungu­mál­um“ í tengslum við far­ald­ur­inn á vef sínum og í gegnum aðra miðla. 

Einnig er bent á það í bréf­inu að góð leið til að ná betri árangri væri að senda mik­il­vægar smit­varn­ar­upp­lýs­ingar í tölvu­pósti til þeirra sem eru í tengslum við aðflutt fólk, m.a. almenn félaga­sam­tök og verka­lýðs­fé­lög.

„Við erum ekki öll almanna­varnir ef upp­lýs­ing­arnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sól­veig Anna.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent