Nýju lánveitingar Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni skilyrðum háðar

Vextir nýrra lána Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni verða ákveðnir af stjórn sjóðsins og verða þeir í samræmi við markaðsvexti á almennum fasteignalánum á hverjum tíma.

hús
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, und­ir­rit­aði í gær breyt­ingar á reglu­gerð sem gerir það að verkum að sveit­ar­fé­lög, ein­stak­lingar og óhagn­að­ar­drifin félög á lands­byggð­inni muni fljót­lega geta tekið lán hjá Íbúða­lána­sjóði til hús­næð­is­upp­bygg­ingar á stöðum þar sem önnur fjár­mögnun er ekki í boði.

Í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að í þessu felist að sveit­ar­fé­lög, ein­stak­lingar og félög sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni geti fengið lán hjá Íbúða­lána­sjóði til að byggja íbúð­ar­hús­næði ef skortur sé á hús­næði af því tagi sem eigi að byggja í við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi, sam­kvæmt hús­næð­is­á­ætlun sveit­ar­fé­lags­ins sem hafi verið stað­fest af Íbúða­lána­sjóði.

„Þetta er aðgerð til að bregð­ast við mark­aðs­bresti þar sem lán­veit­ingin er ávallt skil­yrt því að ekki fáist lán til bygg­ing­ar­innar á eðli­legum mark­aðs­kjörum hjá öðrum lána­stofn­un­unum vegna ástands fast­eigna­mark­aðar í við­kom­andi sveit­ar­fé­lag­i,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Vextir ákveðnir af stjórn Íbúða­lána­sjóðs

Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að vextir lán­anna verða ákveðnir af stjórn Íbúða­lána­sjóðs og verða þeir í sam­ræmi við mark­aðsvexti á almennum fast­eigna­lánum á hverjum tíma.

Veð­rými lán­anna geti orðið allt að 90 pró­sent af mark­aðsvirði en almenn lán miða yfir­leitt við 80 pró­sent. Með þessu sé verið að koma til móts við misvægi á bygg­ing­ar­kostn­aði og mark­aðs­verði.

Í grunn­inn snýst þetta um að mis­muna ekki lán­tak­endum eftir stað­setn­ingu ef þeir eru á óvirkum mark­aðs­svæð­um, að því er fram kemur í svari Íbúða­lána­sjóðs við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Þannig eru vextir lán­ana ákvarð­aðir á þann hátt að þeir fari ekki langt yfir það sem lán­tak­and­anum myndi bjóð­ast á virk­ari mark­aðs­svæðum fyrir sam­bæri­legt verk­efni, og er þá bæði tekið mið af líf­eyr­is­sjóðs- og banka­lán­um,“ segir í svar­inu.

Fjár­mögnun háð því að um nýbygg­ingar sé að ræða

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að bæta þurfi aðgengi að láns­fjár­magni á lands­byggð­inni til að bregð­ast við þeim hús­næð­is­vanda og stöðnun í hús­bygg­ingum sem þar ríki. Fjár­mögn­unin sé háð því að um nýbygg­ingar sé að ræða og sé aðeins í boði á þeim stöðum þar sem opin­ber hús­næð­is­á­ætl­un, stað­fest af Íbúða­lána­sjóði, sýni að skortur sé á hús­næði af því tagi sem byggja á. Einnig sé skil­yrði fyrir því að geta fengið áður­nefnd lán að lán­taki sýni fram á að hann fái ekki lán hjá öðrum lána­stofn­unum eða fái ein­ungis lán á veru­lega hærri kjörum en almennt bjóð­ast á öðrum mark­aðs­svæð­um.

Í reglu­gerð­inni kemur fram að mark­mið lán­veit­ing­anna sé að tryggja eðli­lega fjölgun íbúða á þessum svæð­um, aukið hús­næð­is­ör­yggi óháð búsetu auk þess að stuðla að heil­brigðum hús­næð­is­mark­aði og við­skiptum með íbúð­ar­hús­næði.

Ásmundur Einar Daðason undirritaði breytingarnar á Drangsnesi Mynd: Félagsmálaráðuneytið

Ásmundur Einar sagði við til­efnið að það lægi fyrir að á mörgum stöðum hefði ekk­ert eða mjög lítið verið byggt um ára­bil, þrátt fyrir að eft­ir­spurnin væri mikil og greiðslu­geta hjá íbúum svæð­is­ins góð. Sveit­ar­fé­lögin hefðu sér­stak­lega bent á skort á við­eig­andi leigu­hús­næð­i. 

„Með reglu­gerð­ar­breyt­ing­unni, sem ég und­ir­rit­aði í morg­un, verður hægt að fá lán til bygg­ingar nýs hús­næðis á svæðum sem glíma við þetta sér­staka misvægi í bygg­ing­ar­kostn­aði og mark­aðs­verði. Það mun styðja við atvinnu­upp­bygg­ingu á mörgum stöðum og hefur reynslan af sam­bæri­legum lán­veit­ingum á Norð­ur­löndum verið góð. Ég hlakka til að sjá fólk kom­ast í við­eig­andi hús­næði sem starfar og býr á þeim svæðum sem lána­flokk­ur­inn tekur til,“ sagði hann. 

Stöðnun algengt vanda­mál

­Fé­lags- og barna­mála­ráð­herr­ann lagði fram í sumar til­­lögur að aðgerðum til þess að styrkja hús­næð­is­­mark­að­inn á lands­­byggð­inni og koma til móts við áskor­­anir sem fjöl­­mörg sveit­­ar­­fé­lög standa frammi fyrir í hús­næð­is­­mál­­um.

Meðal þess­­ara aðgerða er að rýmka heim­ildir um við­­bót­­ar­fram­lag sem heim­ilt er að veita vegna íbúða á svæðum þar sem bygg­ing hefur verið í lág­­marki og skortur er á leig­u­hús­næði, veita styrki til upp­­­bygg­ingar á köldum mark­aðs­­svæð­um, liðka á kröfum innan stjórn­­­sýsl­unnar til þess að lækka bygg­ing­­ar­­kostnað og að auka sam­­starf hags­muna­að­ila, sveit­­ar­­fé­laga og Íbúð­a­lána­­sjóða.

Mynd: Íbúðalánasjóður

Sam­­kvæmt Íbúð­a­lána­­sjóði er stöðnun algengt vanda­­mál í þessum sveit­­ar­­fé­lögum og víða hefur ekk­ert íbúð­­ar­hús­næði verið byggt í einn til tvo ára­tugi. Mun meira var byggt á lands­­byggð­inni frá alda­­mótum og fram að hruni, heldur en síð­­­ustu ár. Sér­­fræð­ingar Íbúða­lána­­sjóðs sjá merki um mark­aðs­brest á mörgum svæðum enda ráð­ist fáir í að reisa nýtt íbúð­­ar­hús­næði þrátt fyrir að atvinna sé víð­­ast hvar næg og eft­ir­­spurn eftir íbúðum mik­il. 

Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveit­­ar­­fé­lögum komi oft og tíðum að lok­uðum dyrum á lána­­mark­aðn­­­um. Dýr og erfið fjár­­­mögn­un, skortur á bygg­ing­­ar­að­ilum og misvægi milli hús­næð­is­verðs og bygg­ing­­ar­­kostn­aðar hafi valdið því að lítið eða ekk­ert er byggt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar