Nýju lánveitingar Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni skilyrðum háðar

Vextir nýrra lána Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni verða ákveðnir af stjórn sjóðsins og verða þeir í samræmi við markaðsvexti á almennum fasteignalánum á hverjum tíma.

hús
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, und­ir­rit­aði í gær breyt­ingar á reglu­gerð sem gerir það að verkum að sveit­ar­fé­lög, ein­stak­lingar og óhagn­að­ar­drifin félög á lands­byggð­inni muni fljót­lega geta tekið lán hjá Íbúða­lána­sjóði til hús­næð­is­upp­bygg­ingar á stöðum þar sem önnur fjár­mögnun er ekki í boði.

Í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að í þessu felist að sveit­ar­fé­lög, ein­stak­lingar og félög sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni geti fengið lán hjá Íbúða­lána­sjóði til að byggja íbúð­ar­hús­næði ef skortur sé á hús­næði af því tagi sem eigi að byggja í við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi, sam­kvæmt hús­næð­is­á­ætlun sveit­ar­fé­lags­ins sem hafi verið stað­fest af Íbúða­lána­sjóði.

„Þetta er aðgerð til að bregð­ast við mark­aðs­bresti þar sem lán­veit­ingin er ávallt skil­yrt því að ekki fáist lán til bygg­ing­ar­innar á eðli­legum mark­aðs­kjörum hjá öðrum lána­stofn­un­unum vegna ástands fast­eigna­mark­aðar í við­kom­andi sveit­ar­fé­lag­i,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Vextir ákveðnir af stjórn Íbúða­lána­sjóðs

Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að vextir lán­anna verða ákveðnir af stjórn Íbúða­lána­sjóðs og verða þeir í sam­ræmi við mark­aðsvexti á almennum fast­eigna­lánum á hverjum tíma.

Veð­rými lán­anna geti orðið allt að 90 pró­sent af mark­aðsvirði en almenn lán miða yfir­leitt við 80 pró­sent. Með þessu sé verið að koma til móts við misvægi á bygg­ing­ar­kostn­aði og mark­aðs­verði.

Í grunn­inn snýst þetta um að mis­muna ekki lán­tak­endum eftir stað­setn­ingu ef þeir eru á óvirkum mark­aðs­svæð­um, að því er fram kemur í svari Íbúða­lána­sjóðs við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Þannig eru vextir lán­ana ákvarð­aðir á þann hátt að þeir fari ekki langt yfir það sem lán­tak­and­anum myndi bjóð­ast á virk­ari mark­aðs­svæðum fyrir sam­bæri­legt verk­efni, og er þá bæði tekið mið af líf­eyr­is­sjóðs- og banka­lán­um,“ segir í svar­inu.

Fjár­mögnun háð því að um nýbygg­ingar sé að ræða

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að bæta þurfi aðgengi að láns­fjár­magni á lands­byggð­inni til að bregð­ast við þeim hús­næð­is­vanda og stöðnun í hús­bygg­ingum sem þar ríki. Fjár­mögn­unin sé háð því að um nýbygg­ingar sé að ræða og sé aðeins í boði á þeim stöðum þar sem opin­ber hús­næð­is­á­ætl­un, stað­fest af Íbúða­lána­sjóði, sýni að skortur sé á hús­næði af því tagi sem byggja á. Einnig sé skil­yrði fyrir því að geta fengið áður­nefnd lán að lán­taki sýni fram á að hann fái ekki lán hjá öðrum lána­stofn­unum eða fái ein­ungis lán á veru­lega hærri kjörum en almennt bjóð­ast á öðrum mark­aðs­svæð­um.

Í reglu­gerð­inni kemur fram að mark­mið lán­veit­ing­anna sé að tryggja eðli­lega fjölgun íbúða á þessum svæð­um, aukið hús­næð­is­ör­yggi óháð búsetu auk þess að stuðla að heil­brigðum hús­næð­is­mark­aði og við­skiptum með íbúð­ar­hús­næði.

Ásmundur Einar Daðason undirritaði breytingarnar á Drangsnesi Mynd: Félagsmálaráðuneytið

Ásmundur Einar sagði við til­efnið að það lægi fyrir að á mörgum stöðum hefði ekk­ert eða mjög lítið verið byggt um ára­bil, þrátt fyrir að eft­ir­spurnin væri mikil og greiðslu­geta hjá íbúum svæð­is­ins góð. Sveit­ar­fé­lögin hefðu sér­stak­lega bent á skort á við­eig­andi leigu­hús­næð­i. 

„Með reglu­gerð­ar­breyt­ing­unni, sem ég und­ir­rit­aði í morg­un, verður hægt að fá lán til bygg­ingar nýs hús­næðis á svæðum sem glíma við þetta sér­staka misvægi í bygg­ing­ar­kostn­aði og mark­aðs­verði. Það mun styðja við atvinnu­upp­bygg­ingu á mörgum stöðum og hefur reynslan af sam­bæri­legum lán­veit­ingum á Norð­ur­löndum verið góð. Ég hlakka til að sjá fólk kom­ast í við­eig­andi hús­næði sem starfar og býr á þeim svæðum sem lána­flokk­ur­inn tekur til,“ sagði hann. 

Stöðnun algengt vanda­mál

­Fé­lags- og barna­mála­ráð­herr­ann lagði fram í sumar til­­lögur að aðgerðum til þess að styrkja hús­næð­is­­mark­að­inn á lands­­byggð­inni og koma til móts við áskor­­anir sem fjöl­­mörg sveit­­ar­­fé­lög standa frammi fyrir í hús­næð­is­­mál­­um.

Meðal þess­­ara aðgerða er að rýmka heim­ildir um við­­bót­­ar­fram­lag sem heim­ilt er að veita vegna íbúða á svæðum þar sem bygg­ing hefur verið í lág­­marki og skortur er á leig­u­hús­næði, veita styrki til upp­­­bygg­ingar á köldum mark­aðs­­svæð­um, liðka á kröfum innan stjórn­­­sýsl­unnar til þess að lækka bygg­ing­­ar­­kostnað og að auka sam­­starf hags­muna­að­ila, sveit­­ar­­fé­laga og Íbúð­a­lána­­sjóða.

Mynd: Íbúðalánasjóður

Sam­­kvæmt Íbúð­a­lána­­sjóði er stöðnun algengt vanda­­mál í þessum sveit­­ar­­fé­lögum og víða hefur ekk­ert íbúð­­ar­hús­næði verið byggt í einn til tvo ára­tugi. Mun meira var byggt á lands­­byggð­inni frá alda­­mótum og fram að hruni, heldur en síð­­­ustu ár. Sér­­fræð­ingar Íbúða­lána­­sjóðs sjá merki um mark­aðs­brest á mörgum svæðum enda ráð­ist fáir í að reisa nýtt íbúð­­ar­hús­næði þrátt fyrir að atvinna sé víð­­ast hvar næg og eft­ir­­spurn eftir íbúðum mik­il. 

Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveit­­ar­­fé­lögum komi oft og tíðum að lok­uðum dyrum á lána­­mark­aðn­­­um. Dýr og erfið fjár­­­mögn­un, skortur á bygg­ing­­ar­að­ilum og misvægi milli hús­næð­is­verðs og bygg­ing­­ar­­kostn­aðar hafi valdið því að lítið eða ekk­ert er byggt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar