Nýju lánveitingar Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni skilyrðum háðar

Vextir nýrra lána Íbúðalánasjóðs á landsbyggðinni verða ákveðnir af stjórn sjóðsins og verða þeir í samræmi við markaðsvexti á almennum fasteignalánum á hverjum tíma.

hús
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, und­ir­rit­aði í gær breyt­ingar á reglu­gerð sem gerir það að verkum að sveit­ar­fé­lög, ein­stak­lingar og óhagn­að­ar­drifin félög á lands­byggð­inni muni fljót­lega geta tekið lán hjá Íbúða­lána­sjóði til hús­næð­is­upp­bygg­ingar á stöðum þar sem önnur fjár­mögnun er ekki í boði.

Í svari félags­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að í þessu felist að sveit­ar­fé­lög, ein­stak­lingar og félög sem ekki eru rekin í hagn­að­ar­skyni geti fengið lán hjá Íbúða­lána­sjóði til að byggja íbúð­ar­hús­næði ef skortur sé á hús­næði af því tagi sem eigi að byggja í við­kom­andi sveit­ar­fé­lagi, sam­kvæmt hús­næð­is­á­ætlun sveit­ar­fé­lags­ins sem hafi verið stað­fest af Íbúða­lána­sjóði.

„Þetta er aðgerð til að bregð­ast við mark­aðs­bresti þar sem lán­veit­ingin er ávallt skil­yrt því að ekki fáist lán til bygg­ing­ar­innar á eðli­legum mark­aðs­kjörum hjá öðrum lána­stofn­un­unum vegna ástands fast­eigna­mark­aðar í við­kom­andi sveit­ar­fé­lag­i,“ segir í svar­inu.

Auglýsing

Vextir ákveðnir af stjórn Íbúða­lána­sjóðs

Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að vextir lán­anna verða ákveðnir af stjórn Íbúða­lána­sjóðs og verða þeir í sam­ræmi við mark­aðsvexti á almennum fast­eigna­lánum á hverjum tíma.

Veð­rými lán­anna geti orðið allt að 90 pró­sent af mark­aðsvirði en almenn lán miða yfir­leitt við 80 pró­sent. Með þessu sé verið að koma til móts við misvægi á bygg­ing­ar­kostn­aði og mark­aðs­verði.

Í grunn­inn snýst þetta um að mis­muna ekki lán­tak­endum eftir stað­setn­ingu ef þeir eru á óvirkum mark­aðs­svæð­um, að því er fram kemur í svari Íbúða­lána­sjóðs við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Þannig eru vextir lán­ana ákvarð­aðir á þann hátt að þeir fari ekki langt yfir það sem lán­tak­and­anum myndi bjóð­ast á virk­ari mark­aðs­svæðum fyrir sam­bæri­legt verk­efni, og er þá bæði tekið mið af líf­eyr­is­sjóðs- og banka­lán­um,“ segir í svar­inu.

Fjár­mögnun háð því að um nýbygg­ingar sé að ræða

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að bæta þurfi aðgengi að láns­fjár­magni á lands­byggð­inni til að bregð­ast við þeim hús­næð­is­vanda og stöðnun í hús­bygg­ingum sem þar ríki. Fjár­mögn­unin sé háð því að um nýbygg­ingar sé að ræða og sé aðeins í boði á þeim stöðum þar sem opin­ber hús­næð­is­á­ætl­un, stað­fest af Íbúða­lána­sjóði, sýni að skortur sé á hús­næði af því tagi sem byggja á. Einnig sé skil­yrði fyrir því að geta fengið áður­nefnd lán að lán­taki sýni fram á að hann fái ekki lán hjá öðrum lána­stofn­unum eða fái ein­ungis lán á veru­lega hærri kjörum en almennt bjóð­ast á öðrum mark­aðs­svæð­um.

Í reglu­gerð­inni kemur fram að mark­mið lán­veit­ing­anna sé að tryggja eðli­lega fjölgun íbúða á þessum svæð­um, aukið hús­næð­is­ör­yggi óháð búsetu auk þess að stuðla að heil­brigðum hús­næð­is­mark­aði og við­skiptum með íbúð­ar­hús­næði.

Ásmundur Einar Daðason undirritaði breytingarnar á Drangsnesi Mynd: Félagsmálaráðuneytið

Ásmundur Einar sagði við til­efnið að það lægi fyrir að á mörgum stöðum hefði ekk­ert eða mjög lítið verið byggt um ára­bil, þrátt fyrir að eft­ir­spurnin væri mikil og greiðslu­geta hjá íbúum svæð­is­ins góð. Sveit­ar­fé­lögin hefðu sér­stak­lega bent á skort á við­eig­andi leigu­hús­næð­i. 

„Með reglu­gerð­ar­breyt­ing­unni, sem ég und­ir­rit­aði í morg­un, verður hægt að fá lán til bygg­ingar nýs hús­næðis á svæðum sem glíma við þetta sér­staka misvægi í bygg­ing­ar­kostn­aði og mark­aðs­verði. Það mun styðja við atvinnu­upp­bygg­ingu á mörgum stöðum og hefur reynslan af sam­bæri­legum lán­veit­ingum á Norð­ur­löndum verið góð. Ég hlakka til að sjá fólk kom­ast í við­eig­andi hús­næði sem starfar og býr á þeim svæðum sem lána­flokk­ur­inn tekur til,“ sagði hann. 

Stöðnun algengt vanda­mál

­Fé­lags- og barna­mála­ráð­herr­ann lagði fram í sumar til­­lögur að aðgerðum til þess að styrkja hús­næð­is­­mark­að­inn á lands­­byggð­inni og koma til móts við áskor­­anir sem fjöl­­mörg sveit­­ar­­fé­lög standa frammi fyrir í hús­næð­is­­mál­­um.

Meðal þess­­ara aðgerða er að rýmka heim­ildir um við­­bót­­ar­fram­lag sem heim­ilt er að veita vegna íbúða á svæðum þar sem bygg­ing hefur verið í lág­­marki og skortur er á leig­u­hús­næði, veita styrki til upp­­­bygg­ingar á köldum mark­aðs­­svæð­um, liðka á kröfum innan stjórn­­­sýsl­unnar til þess að lækka bygg­ing­­ar­­kostnað og að auka sam­­starf hags­muna­að­ila, sveit­­ar­­fé­laga og Íbúð­a­lána­­sjóða.

Mynd: Íbúðalánasjóður

Sam­­kvæmt Íbúð­a­lána­­sjóði er stöðnun algengt vanda­­mál í þessum sveit­­ar­­fé­lögum og víða hefur ekk­ert íbúð­­ar­hús­næði verið byggt í einn til tvo ára­tugi. Mun meira var byggt á lands­­byggð­inni frá alda­­mótum og fram að hruni, heldur en síð­­­ustu ár. Sér­­fræð­ingar Íbúða­lána­­sjóðs sjá merki um mark­aðs­brest á mörgum svæðum enda ráð­ist fáir í að reisa nýtt íbúð­­ar­hús­næði þrátt fyrir að atvinna sé víð­­ast hvar næg og eft­ir­­spurn eftir íbúðum mik­il. 

Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveit­­ar­­fé­lögum komi oft og tíðum að lok­uðum dyrum á lána­­mark­aðn­­­um. Dýr og erfið fjár­­­mögn­un, skortur á bygg­ing­­ar­að­ilum og misvægi milli hús­næð­is­verðs og bygg­ing­­ar­­kostn­aðar hafi valdið því að lítið eða ekk­ert er byggt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar