Víða ekkert íbúðarhúsnæði byggt á landsbyggðinni – Stjórnvöld leggja fram tillögur að aðgerðum

Samkvæmt Íbúðarlánasjóði er stöðnun algengt vandamál í sveitarfélögum víða á landsbyggðinni og á mörgum stöðum hefur ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi.

_abh9202_15809937518_o.jpg
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra hefur lagt fram til­lögur að aðgerðum til þess að styrkja hús­næð­is­mark­að­inn á lands­byggð­inni og koma til móts við áskor­anir sem fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög standa frammi fyrir í hús­næð­is­mál­um.

Meðal þess­ara aðgerða er að rýmka heim­ildir um við­bót­ar­fram­lag sem heim­ilt er að veita vegna íbúða á svæðum þar sem bygg­ing hefur verið í lág­marki og skortur er á leigu­hús­næði, veita styrki til upp­bygg­ingar á köldum mark­aðs­svæð­um, liðka á kröfum innan stjórn­sýsl­unnar til þess að lækka bygg­ing­ar­kostnað og að auka sam­starf hags­muna­að­ila, sveit­ar­fé­laga og Íbúð­ar­lána­sjóða.

Til­lög­urnar eru í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en hægt er að gera athuga­semdir við verk­efnið til 12. ágúst næst­kom­andi.

Auglýsing

Sam­kvæmt Íbúð­ar­lána­sjóði er stöðnun algengt vanda­mál í þessum sveit­ar­fé­lögum og víða hefur ekk­ert íbúð­ar­hús­næði verið byggt í einn til tvo ára­tugi. Mun meira var byggt á lands­byggð­inni frá alda­mótum og fram að hruni, heldur en síð­ustu ár. Sér­fræð­ingar Íbúða­lána­sjóðs sjá merki um mark­aðs­brest á mörgum svæðum enda ráð­ist fáir í að reisa nýtt íbúð­ar­hús­næði þrátt fyrir að atvinna sé víð­ast hvar næg og eft­ir­spurn eftir íbúðum mik­il. Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveit­ar­fé­lögum komi oft og tíðum að lok­uðum dyrum á lána­mark­aðn­um. Dýr og erfið fjár­mögn­un, skortur á bygg­ing­ar­að­ilum og misvægi milli hús­næð­is­verðs og bygg­ing­ar­kostn­aðar hafi valdið því að lítið eða ekk­ert er byggt.

Mynd: Íbúðalánasjóður

Til­lög­urnar byggja meðal ann­ars á til­rauna­verk­efni Íbúða­lána­sjóðs með sjö sveit­ar­fé­lögum og er ætlað að bregð­ast við ofan­greindum áskor­unum land­byggð­ar­inn­ar.

Ráð­herra boð­aði einnig að hann myndi setja í reglu­gerð nýjan lána­flokk hjá Íbúða­lána­sjóði til að auð­velda sjóðnum að veita fjár­mögnun á lands­byggð­inni. „Hann leggur áherslu á að tryggja þurfi íbúum lands­byggð­ar­innar aðgengi að fjár­magni á sam­bæri­legum kjörum og fást á virk­ari mark­aðs­svæð­um. Þá vill hann bregð­ast við skorti á hag­kvæmu leigu­hús­næði með því að gera sveit­ar­fé­lögum á lands­byggð­inni kleift að byggja íbúðir í almenna leigu­kerf­inu með stofn­fram­lagi rík­is­ins. Heim­ilt verði að veita sér­stakt byggða­fram­lag vegna leigu­í­búða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli bygg­ing­ar­kostn­aðar og mark­aðs­verðs og þá verði heim­ildir sveit­ar­fé­laga til þess að leggja fram stofn­fram­lög rýmkað­ar. Til­lög­urnar taka mið af ólíkum áskor­unum sveit­ar­fé­laga víðs vegar um land,“ segir í frétt Íbúð­ar­lána­sjóðs um mál­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Kjarninn 11. desember 2019
Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor
Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.
Kjarninn 11. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
Kjarninn 11. desember 2019
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent