Víða ekkert íbúðarhúsnæði byggt á landsbyggðinni – Stjórnvöld leggja fram tillögur að aðgerðum

Samkvæmt Íbúðarlánasjóði er stöðnun algengt vandamál í sveitarfélögum víða á landsbyggðinni og á mörgum stöðum hefur ekkert íbúðarhúsnæði verið byggt í einn til tvo áratugi.

_abh9202_15809937518_o.jpg
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son félags- og barna­mála­ráð­herra hefur lagt fram til­lögur að aðgerðum til þess að styrkja hús­næð­is­mark­að­inn á lands­byggð­inni og koma til móts við áskor­anir sem fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög standa frammi fyrir í hús­næð­is­mál­um.

Meðal þess­ara aðgerða er að rýmka heim­ildir um við­bót­ar­fram­lag sem heim­ilt er að veita vegna íbúða á svæðum þar sem bygg­ing hefur verið í lág­marki og skortur er á leigu­hús­næði, veita styrki til upp­bygg­ingar á köldum mark­aðs­svæð­um, liðka á kröfum innan stjórn­sýsl­unnar til þess að lækka bygg­ing­ar­kostnað og að auka sam­starf hags­muna­að­ila, sveit­ar­fé­laga og Íbúð­ar­lána­sjóða.

Til­lög­urnar eru í sam­ráðs­gátt stjórn­valda en hægt er að gera athuga­semdir við verk­efnið til 12. ágúst næst­kom­andi.

Auglýsing

Sam­kvæmt Íbúð­ar­lána­sjóði er stöðnun algengt vanda­mál í þessum sveit­ar­fé­lögum og víða hefur ekk­ert íbúð­ar­hús­næði verið byggt í einn til tvo ára­tugi. Mun meira var byggt á lands­byggð­inni frá alda­mótum og fram að hruni, heldur en síð­ustu ár. Sér­fræð­ingar Íbúða­lána­sjóðs sjá merki um mark­aðs­brest á mörgum svæðum enda ráð­ist fáir í að reisa nýtt íbúð­ar­hús­næði þrátt fyrir að atvinna sé víð­ast hvar næg og eft­ir­spurn eftir íbúðum mik­il. Þeir fáu sem vilja byggja í smærri sveit­ar­fé­lögum komi oft og tíðum að lok­uðum dyrum á lána­mark­aðn­um. Dýr og erfið fjár­mögn­un, skortur á bygg­ing­ar­að­ilum og misvægi milli hús­næð­is­verðs og bygg­ing­ar­kostn­aðar hafi valdið því að lítið eða ekk­ert er byggt.

Mynd: Íbúðalánasjóður

Til­lög­urnar byggja meðal ann­ars á til­rauna­verk­efni Íbúða­lána­sjóðs með sjö sveit­ar­fé­lögum og er ætlað að bregð­ast við ofan­greindum áskor­unum land­byggð­ar­inn­ar.

Ráð­herra boð­aði einnig að hann myndi setja í reglu­gerð nýjan lána­flokk hjá Íbúða­lána­sjóði til að auð­velda sjóðnum að veita fjár­mögnun á lands­byggð­inni. „Hann leggur áherslu á að tryggja þurfi íbúum lands­byggð­ar­innar aðgengi að fjár­magni á sam­bæri­legum kjörum og fást á virk­ari mark­aðs­svæð­um. Þá vill hann bregð­ast við skorti á hag­kvæmu leigu­hús­næði með því að gera sveit­ar­fé­lögum á lands­byggð­inni kleift að byggja íbúðir í almenna leigu­kerf­inu með stofn­fram­lagi rík­is­ins. Heim­ilt verði að veita sér­stakt byggða­fram­lag vegna leigu­í­búða á svæðum þar sem misvægi ríkir á milli bygg­ing­ar­kostn­aðar og mark­aðs­verðs og þá verði heim­ildir sveit­ar­fé­laga til þess að leggja fram stofn­fram­lög rýmkað­ar. Til­lög­urnar taka mið af ólíkum áskor­unum sveit­ar­fé­laga víðs vegar um land,“ segir í frétt Íbúð­ar­lána­sjóðs um mál­ið.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent