Telja að taka mætti tillit til umhverfisáhrifa í mataræðisráðleggingum Landlæknis

Tveir sérfræðingar í lýðheilsuvísindum leggja til að Embætti landlæknis endurskoði ráðleggingar sínar um mataræði og taki tillit til sjálfbærni og umhverfisáhrif, meðal annars með því að draga úr neyslu á rauðu kjöti og mjólkurafurðum.

loftslagsbreytingar loftslagsmál landbúnaður loftslagsbreytingar-pexels1_2017_06_30.jpeg
Auglýsing

Jóhanne E. Torfa­dótt­ir, nær­ing­ar­fræð­ingur og doktor í lýð­heilsu­fræð­um, og Thor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði, telja að end­ur­skoða mætti ráð­legg­ingar um matar­æði á vegum Emb­ættis land­læknis og að tekið yrði til­lit til sjálf­bærni og umhverf­is­á­hrifa. Í grein sinni í Lækna­blað­inu fjalla Jóhanna og Thor um svo­kallað Flex­it­arian matar­æði þar sem megin áhersla er lögð á fæði úr jurta­rík­inu með það fyrir augum að bæta heilsu og draga úr kolefn­is­út­blæstri.

Tæp­lega þriðj­ungur af losun gróð­ur­húsa­loft­eng­unda kemur frá mat­væla­fram­leiðslu

Thor Aspelund er Prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum í Læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Hjartavernd. Mynd:HÍ

Í grein Jóhönnu og Thors er fjallað um nýlega grein alþjóð­lega vís­inda­hóps­ins, EAT, sem unnið hefur að því síð­ustu þrjú ár að setja fram vís­inda­leg gögn og útreikn­inga sem sýna hvernig þjóðir heims geti tek­ist á við aðkallandi vanda­mál þegar kemur fæðu­fram­boð og matar­æð­i. 

Í grein EAT er greint frá því að 30 pró­sent af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og 70 pró­sent af notkun fersks vatns kemur til vegna mat­væla­fram­leiðslu. Þá krefst ræktun kjöts mestrar nýt­ing­ar auð­linda, lands og vatns, og losar ­mest af gróð­ur­húsa­loft­eng­und­um, sam­an­borið við ræktun ann­ara mat­væla.    

Offita á Íslandi orðin 27 pró­sent

Á heims­vísu hefur tíðni offit­u ­þre­faldast frá árinu 1975 en í ár eru yfir tveir millj­arðar manna í ofþyngd eða glímir við offitu í heim­in­um. Svip­aða þróun má sjá á Íslandi en á tæpum þrjá­tíu árum hefur tíðni offitu á Íslandi auk­ist gríð­ar­lega, farið úr 8 pró­sentum árið 1990 í 27 pró­sent árið 2017. ­Sam­hliða hefur tíðni syk­ur­sýki 2 tvö­fald­ast á síð­ustu 30 árum.

Óhollt matar­æði vegur þyngri sem orsök lífstílstengdra ­sjúk­dóma en áfeng­is­neysla, reyk­ing­ar, vímu­efna­neysla og óvarið kyn­líf sam­an­lagt, sam­kvæmt skýrslu Global Panel on Agricult­ure and Food Systems for Nutrition.

Auglýsing


Þá er krabba­mein í dag algeng­asta orsök dauðs­falla Íslend­inga yngri en 75 ára. Í grein­inni segir að vitað sé að hægt er að koma í veg fyrir 40 pró­sent krabba­meina með lífs­stíl, svo sem reglu­legri hreyf­ingu, minni tóbaks­notk­un, hæfi­legri lík­ams­þyngd og hollu og fjöl­breyttu matar­æð­i. „Það er því til mik­ils að vinna að bæta og við­halda góðu matar­æði fyrir góða heilsu,“ segir í grein­inni.

Leggja til að neytt sé fimm­falt minna af rauðu kjöti en land­læknir mælir með

Vís­inda­menn Eat-hóps­ins hafa sýnt fram á að með því að breyta matar­æði fólks sé hægt að fækka ótíma­bærum dauðs­föllum og minnka kolefn­is­fót­spor svo um mun­ar. Hóp­ur­inn leggur til svo­kallað „Flex­it­ari­an“ matar­æði þar sem við­miðin fyr­ir­ helstu prótein­gjaf­ana eru eft­ir­far­andi, miðað við viku­skammt,: 100 gr. af rauðu kjöt­i, 200 gr. af ali­fugla­kjöti, 200 gr. af fiski, 350 gr. hnet­ur, 90 gr. egg og 525 gr. baun­ir/belg­jurt­ir. 

Mynd:Pexels„Hér sést að aðal­á­hersla er lögð á að draga úr neyslu á dýra­af­urðum en ekki er langt síðan þau við­mið voru sett um allan heim (þar með talið á Íslandi) að ekki væri borðað meira en 500 g viku­lega af rauðu kjöti til að minnka líkur á krabba­meini í ristli og enda­þarmi. Sam­kvæmt EAT-­skýrsl­unni minnkar þetta magn fimm­falt en eins og áður sagði þá er kolefn­is­spor tengt kjöt­fram­leiðslu það allra hæsta borið saman við aðrar fæðu­teg­und­ir,“ segir í grein­inn­i. 

Kjöt­neysla Íslend­inga hefur auk­ist frá árinu 2002 en síð­ustu fæð­is­fram­boðs­tölur sýna að hver lands­maður borð­aði að með­al­tali 93 grömm af rauðu kjöti dag­lega. Tekið er þó fram í grein­inn­i að taka þurf­i þess­ar ­tölur með fyr­ir­vara, þar sem fjöldi ferða­manna og rýrnun geti haft áhrif. 

„Í dag horfum við fram á að breyt­inga er þörf og það strax ef takast á að fæða 10 millj­arða manna. Stór þáttur í þeirri breyt­ingu er að minnka neyslu á rauðu kjöti og auka neyslu á fæðu úr jurta­rík­in­u,“ segir í grein­inni.

Mögu­legt sókn­ar­færi núna fyrir aukna græn­metis­neyslu

Emb­ætti land­læknis gefur reglu­lega út opin­berar ráð­legg­ingar um matar­æði fyrir full­orðna og börn frá tveggja ára aldri. Í ráð­legg­ingum emb­ætt­is­ins frá 2017 segir að nú sé ­meiri áhersla en áður lögð á umhverf­is­mál. „Ef ráð­legg­ing­unum er fylgt þá er það jákvætt fyrir umhverfið þar sem aukin neysla á jurta­af­urðum og minni neysla dýra­af­urða hjálpar til við að tak­marka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.“

Í ráð­legg­ingum land­læknis er miðað við að neytt sé 3,5 lítrum af mjólk og/eða mjólk­ur­af­urðum á viku sem sam­kvæmt grein Jóhönnu og Thors eru það nokkuð meira en mælt er með í Eat-­skýrsl­unni sem leggur til 1,8 lítra á viku.   

Jafn­framt er mælt með minn­i ­fiskneyslu í Flex­it­ari­an matar­æð­inu en í íslenskum ráð­legg­ing­um en sam­kvæmt ­grein Jóhönnu og Thors mætti rök­styðja fiskneyslu t­visvar til þrisvar sinnum í viku vegna þeirra nær­ing­ar­efna ­sem finna má í sjáv­ar­fangi, sem erfitt er að fá ann­ars­stað­ar­ úr ­fæð­inni en þá verði fram­leiðslan að vera sjálf­bær.

Að lokum segir í grein­inni að mögu­lega sé nú sókn­ar­færi til að auka græn­metis og ávaxta­neyslu lands­manna þar sem sífellt fleiri séu orðnir með­vit­aðir um hvaða umhverf­is­á­hrif mat­væla­fram­leiðsla hef­ur. Grein­ar­höf­undar leggja því til emb­ætti land­læknis end­ur­skoði matar­æð­is­ráð­legg­ingar sínar og taki til­lit til sjálf­bærni og umhverf­is­á­hrifa eins og vís­inda­menn EAT-hóps­ins leggja til­. „Flex­it­ari­an-matar­æði getur verið við­mið til að stefna að fyrir þá sem vilja breyta neyslu­venjum til bættrar heilsu og minnka ágang á gæði jarð­ar,“ segir grein­ar­höf­undar að lok­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent