Tekjur Marel námu rúmum 44 milljörðum króna

Tekjur Marel námu 327 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi 2019, sem samsvarar rúmum 44 milljörðum íslenskra króna. Þetta er tíu prósent hækkun samanborið við sama tímabil í fyrra og jókst rekstrarhagnaður um 15 prósent.

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Auglýsing

Tekjur Marel námu 327 millj­ónum evra á öðrum árs­fjórð­ungi 2019, sem sam­svarar rúmum 44 millj­örðum íslenskra króna. Þetta er tíu pró­sent hækkun sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra og jókst rekstr­ar­hagn­aður um 15 pró­sent. EBIT fram­legð var 15,2 pró­sent til sam­an­burðar við 14,6 pró­sent á öðrum árs­fjórð­ungi síð­asta árs. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til Kaup­hall­ar­innar í dag.

Þá segir að mót­teknar pant­anir hafi verið 311 millj­ónir evra, eða rúmir 42 millj­arðar króna, sem er sjö pró­sent aukn­ing frá öðrum árs­fjórð­ungi síð­asta árs en lít­il­leg lækkun frá fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs.

Árni Oddur Þórð­ar­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, segir að þau sjái sveiflur á mörk­uðum þar sem aukn­ing sé í pönt­unum á stærri verk­efnum í Asíu og Kína, á meðan hægst hafi á stærri pönt­unum í Evr­ópu og Norður Amer­íku. Á móti komi góður vöxtur í end­ur­nýj­un­ar- og við­halds­verk­efnum hjá við­skipta­vinum þeirra í Evr­ópu og Norður Amer­íku.

Auglýsing

Við­burða­ríkir tímar hjá Marel

„Annar árs­fjórð­ungur var sann­ar­lega við­burð­ar­ríkur fyrir Mar­el. Óhætt er að segja að skrán­ingin í Euro­next kaup­höll­ina í Amster­dam og útgáfa 15 pró­sent nýs hluta­fjár hafi borið hæst á fjórð­ungnum sam­hliða áfram­hald­andi vexti og góðri rekstr­ar­af­komu,“ segir Árni.

Hann segir jafn­framt að þau séu afar þakk­lát fyrir það traust sem Marel hafi verið sýnt í hluta­fjár­út­boð­inu í tengslum við tví­hliða skrán­ingu félags­ins á alþjóð­legan hluta­bréfa­mark­að. „Þátt­tak­endur voru virtir alþjóð­legir horn­steins­fjár­festar auk ein­stak­linga og fag­fjár­festa, hér heima og erlend­is. Alls tóku 4.700 fjár­festar þátt í útboð­inu en fyrir skrán­ingu félags­ins í Euro­next Amster­dam voru hlut­hafar félags­ins 2.500 tals­ins. Skrán­ingin í Euro­next kaup­höll­ina í Amster­dam mun styðja við næstu skref í fram­þróun Marel þar sem auk­inn selj­an­leiki bréf­anna á alþjóða­vísu veitir félag­inu gjald­miðil í tengslum við fyr­ir­tækja­kaup. Vöxtur félags­ins er knú­inn áfram af nýsköpun og mark­aðs­sókn ásamt ytri vexti.

Að því sögðu erum við á réttri leið með að ná vaxt­ar­mark­miðum okkar fyrir árið 2026, sem eru 3 millj­arðar evra í tekjur og fyrsta flokks arð­semi. Í sam­starfi við við­skipta­vini okkar viljum við umbylta mat­væla­fram­leiðslu á heims­vísu með áherslu á fæðu­ör­yggi, rekj­an­leika, sjálf­bærni og hag­kvæmn­i.”

Í hluta­fjár­út­boð í Hollandi

Þann 7. júní síð­ast­lið­inn voru hluta­bréf Marel í evrum tekin til við­skipta í Euro­next kaup­höll­inni í Amster­dam, til við­bótar við fyrri skrán­ingu félags­ins í Nas­daq kaup­höll­ina á Íslandi. Boðnir voru til sölu 100 millj­ónir nýrra hluta, eða sem sam­svarar um 15 pró­sent af útgefnu hluta­fé. Marg­föld umfram­eft­ir­spurn var í útboð­inu með mik­illi eft­ir­spurn frá ein­stak­lingum og fag­fjár­fest­um, sam­kvæmt til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Inn­greiðsla hluta­fjár að teknu til­liti til kostn­aðar nemur 352 millj­ónum evra.

Hyggst auka hlut sinn kanadísku hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki

Í júní síð­ast­liðnum gekk Marel enn fremur frá samn­ingum um kaup á 14,3 pró­sent hlut í kanadíska hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæk­inu, Worx­imity Technology Inc. fyrir 2,5 millj­ónir Kana­da­doll­ara, eða 1,8 millj­ónir evra. Marel hyggst auka hlut sinn í 25 pró­sent á næstu tólf mán­uðum fyrir 2,5 millj­ónir Kana­da­doll­ara.

„Worx­imity býður upp á grein­ing­ar­lausnir og söfnun raun­tíma­gagna í ský­inu sem fara saman við Innova-fram­leiðslu­hug­búnað Mar­el. Hjá félag­inu starfa um 25 manns sem þjón­usta yfir 200 við­skipta­vini. Meg­in­á­hersla félags­ins er að þjón­usta fyr­ir­tæki sem starfa við vinnslu á kjöti, mjólk­ur­af­urðum og brauð­meti, og nota Worx­imity hug­bún­að­inn við að nýta hrá­efni bet­ur, minnka fram­leiðslu­tíma og auka afköst og gæð­i,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Umrót á heims­mörk­uðum

Þá segir jafn­framt í til­kynn­ing­unni frá Marel að mark­aðs­að­stæður hafi verið ein­stak­lega góðar á síð­ustu árum en séu nú meira krefj­andi í ljósi umróts á heims­mörk­uð­um. Marel búi að góðri dreif­ingu tekna á milli mark­aða og iðn­aða í gegnum alþjóð­legt sölu- og þjón­ustu­net sitt ásamt breiðu og fram­sæknu vöru- og þjón­ustu­fram­boði.

Marel stefnir að 12 pró­sent með­al­vexti árlega yfir tíma­bilið 2017 til 2026.

Gerir ráð fyrir að hagn­aður á hlut vaxi hraðar en tekjur

Marel gerir ráð fyrir að almennur mark­aðs­vöxtur nemi 4 til 6 pró­sent til lengri tíma. „Með sterkri mark­aðs­sókn og nýsköpun stefnir Marel að innri vexti umfram almennan mark­aðs­vöxt. ­Gera má ráð fyrir að áfram­hald­andi traustur rekstur og sterkt sjóð­streymi geti stutt við 5 til 7 pró­sent ytri með­al­vöxt á ári,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Marel gerir ráð fyrir að hagn­aður á hlut vaxi hraðar en tekj­ur. „­Á­ætl­aður vöxtur er háður hag­sveiflum og þeim tæki­færum sem eru í boði hverju sinni og því má gera ráð fyrir að hann verði því ekki línu­leg­ur. Reikna má með breyti­legri afkomu á milli árs­fjórð­unga vegna efna­hags­þró­un­ar, sveifla í pönt­unum og tíma­setn­ingu stærri verk­efna.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Kaupþing felldi niður bótamál gegn fyrrverandi stjórnendum
Kaupþing ehf. samdi í september í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda.
Kjarninn 15. október 2019
Lífeyrissjóðir lánuðu þriðjungi minna í ágúst en í fyrra
Aðgerðir lífeyrissjóða til að þrengja aðgengi að lántökum hjá sér, og kólnandi markaður, leiddu til þess að mun lægri upphæð var tekin að láni hjá þeim til íbúðakaupa í ágústmánuði 2019 en í sama mánuði árin á undan.
Kjarninn 15. október 2019
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent