520 ný hótelherbergi í Reykjavík á sex mánuðum

Á síðustu sex mánuðum ársins munu 520 herbergi bætast við hótelmarkaðinn í Reykjavík. Þar að auki mun 51 hótelíbúð bætast við á tímabilinu, þrátt fyrir samdrátt í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár.

img_2769_raw_1807130291_10016511583_o.jpg
Auglýsing

Um 520 hótelherbergi bætast við hótelmarkaðinn í Reykjavík á sex mánaða tímabili, frá júní 2019 til næstu áramóta. Þar að auki mun bætast við að minnsta kosti 51 ný hótelíbúð í miðbænum á sama tímabili. Þá verða 150 ný herbergi á Marriott-hótelinu sem opnar við Leifsstöð í haust. Þetta kemur fram í samantekt Morgunblaðsins í dag. 

Nýt­ing hót­ela dróst saman um sex pró­sent í fyrra 

Ferðamaður hér á landi ver stærstum hluta neyslu sinnar í gisti­þjón­ustu eða 23 pró­sent af heild­ar­neyslu sinni. Frá árinu 2010 sam­hliða upp­gangi í ferða­þjón­ust­u áttu hótel í Reykja­vík í fullu fangi með að mæta auk­inni eft­ir­spurn eftir gist­ingu hér á landi sam­hliða upp­gangi ferða­þjón­ust­unnar frá árinu 2010. Þessi mikla umfram eft­ir­spurn ­skap­aði skil­yrði fyrir tals­verðar verð­hækk­anir en verð á hót­elum í Reykavík hækk­aði um 60 pró­sent á tíma­bil­inu 2011 til 2017 á meðan það stóð í stað hjá hót­elum innan Evr­ópu að með­al­tali. 

Auglýsing

Síðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­el­her­bergja hins vegar lækkað í flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­sentu­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­sent á árinu 2018. 

Hótel í Reykja­vík veltu aftur á móti tæp­lega 25 millj­örðum á síð­ast­liðnu ári og jókst veltan um 5,8 pró­sent frá árinu 2017. ­Með­al­verð hót­ela í Reykja­vík jókst um 3,3 pró­sent á árinu 2018 miðað við fyrra ár og náð­ist því aukin velta með hærri ­með­al­verð­i ­yfir árið ­þrátt fyr­ir­ lak­ari nýt­ing­u. 

Ferðamönnum hefur fækkað um 12,4 prósent 

Brott­förum ferða­manna hefur hins vegar fækkað hér á landi í hverjum mán­uði frá síð­ustu ára­mót­um. Í jan­úar fækk­aði brott­förum um 5,8 pró­sent, í febr­úar um 6,9 pró­sent, í mars um 1,7 pró­sent, í apríl um 18,5 pró­sent, um 23,6 pró­sent í maí og loks 16,7 prósent fækkun í júní eða alls 39 þúsund færri ferðamenn en árið á undan. Í heildina hafa 900 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 12,4 pró­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Samhliða fækkun ferðamanna hefur heildargistinóttum ferðamanna fækkað. Í apríl síðastliðnum fækkaði heildargistinóttum ferðamanna um 6 prósent og um 9 prósent í maí síðastliðnum. Fjöldi gistinótta á hótelum á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar sveiflast meira á milli mánaða. 

Mynd:Hagstofa Íslands

Gistin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fækk­aði um 14,3 pró­sent milli ára í apríl síðastliðnum. Í maí fjölgaði hins vegar gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu um 2 prósent samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samhliða fækkaði gistinóttum á hótelum á Suðurnesjunum um 25 prósent í maí síðastliðnum en í mánuðinum á undan fjölgaði gistinóttum á Suðurnesjunum um 11 prósent. 

Ef litið er yfir tímabilið júní 2018 til maí 2019 samanborið við júní 2017 til maí 2018 má sjá að gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu hefur í heildina aðeins dregist saman um 3 prósent. Á Suðurnesjunum hefur gistinóttum á hótelum hins vegar fjölgað um 2 prósent á sama tímabili. 

Þrátt fyrir samdrátt í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu og spár um áframhaldandi fækkun ferðamann er engu að síður áætluð fjár­fest­ing hót­ela á höfuðborgarsvæðinu, rúmir 61 millj­arðar króna út árið 2021 eða um 20 millj­arðar að með­al­tali ár hvert, samkvæmt greiningu Íslandsbanki frá því í maí. Bankinn áætlar að hót­el­her­bergj­u­m ­fjölgi um 6 pró­sent á árinu og 17 pró­sent árið 2020 eða um 1300 herbergi til og með árinu 2021.

670 hótelherbergi bætast við á hálfu ári

Í samantekt Morgunblaðsins í dag kemur fram að á síðustu sex mánuðum þessa árs bætast við 520 herbergi á sjö hótelum í Reykjavík. Til að mynda hefur nú þegar ný hótelbygging með 38 herbergjum verið tekin í notkun á Vegamótastíg 7-9. Þá var Oddsson hótel við Grensásveg 16a einnig opnað í júní en þar eru 77 hótelherbergi. Auk þess mun sjöunda hótelið í Center- Hótelkeðjunni opna á Laugavegi 95-99 þann 1. ágúst næstkomandi. Þar verða 102 herbergi í nýbyggingu og uppgerðum byggingum. Þá verða 150 herbergi í Marriott-hótelinu hjá Leifsstöð sem opnað verður í haust

Í umfjöllun Morgunblaðsins segir að þrátt fyrir fall WOW séu áform hótelanna óbreytt í megin atriðum. Fjárfesting hótelanna hleypur á 12 til 13 milljörðum, ef miðað er við að hvert hótelherbergi í miðborginni kosti 25 milljónir í byggingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent