520 ný hótelherbergi í Reykjavík á sex mánuðum

Á síðustu sex mánuðum ársins munu 520 herbergi bætast við hótelmarkaðinn í Reykjavík. Þar að auki mun 51 hótelíbúð bætast við á tímabilinu, þrátt fyrir samdrátt í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár.

img_2769_raw_1807130291_10016511583_o.jpg
Auglýsing

Um 520 hót­el­her­bergi bæt­ast við hót­el­mark­að­inn í Reykja­vík á sex mán­aða tíma­bili, frá júní 2019 til næstu ára­móta. Þar að auki mun bæt­ast við að minnsta ­kost­i 51 ný hót­el­í­búð í mið­bænum á sama tíma­bili. Þá verða 150 ný her­bergi á Marriott-hót­el­inu sem opnar við Leifs­stöð í haust. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Morg­un­blaðs­ins í dag. 

Nýt­ing hót­­ela dróst saman um sex pró­­sent í fyrra 

­Ferða­mað­ur­ hér á landi ver stærstum hluta neyslu sinnar í gist­i­­þjón­­ustu eða 23 pró­­sent af heild­­ar­­neyslu sinn­i. Frá árinu 2010 sam­hliða upp­­­gangi í ferða­­þjón­ust­u áttu hótel í Reykja­vík í fullu fangi með að mæta auk­inni eft­ir­­spurn eftir gist­ingu hér á landi sam­hliða upp­­­gangi ferða­­þjón­ust­unnar frá árinu 2010. Þessi mikla umfram eft­ir­­spurn ­­skap­aði skil­yrði fyrir tals­verðar verð­hækk­­­anir en verð á hót­­elum í Reyka­vík­ hækk­­aði um 60 pró­­sent á tíma­bil­inu 2011 til 2017 á meðan það stóð í stað hjá hót­­elum innan Evr­­ópu að með­­al­tali. 

Auglýsing

Síðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­­el­her­bergja hins vegar lækkað í flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­­sent­u­­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­­sent á árinu 2018. 

Hótel í Reykja­vík veltu aftur á móti tæp­­lega 25 millj­­örðum á síð­­ast­liðnu ári og jókst veltan um 5,8 pró­­sent frá árinu 2017. ­­Með­­al­verð hót­­ela í Reykja­vík jókst um 3,3 pró­­sent á árinu 2018 miðað við fyrra ár og náð­ist því aukin velta með hærri ­­með­­al­verð­i ­­yfir árið ­­þrátt fyr­ir­ lak­­ari nýt­ing­u. 

Ferða­mönnum hefur fækkað um 12,4 pró­sent 

Brott­­förum ferða­­manna hefur hins vegar fækkað hér á landi í hverjum mán­uði frá síð­­­ustu ára­­mót­­um. Í jan­úar fækk­­aði brott­­förum um 5,8 pró­­sent, í febr­­úar um 6,9 pró­­sent, í mars um 1,7 pró­­sent, í apríl um 18,5 pró­­sent, um 23,6 pró­­sent í maí og loks 16,7 pró­sent fækkun í júní eða alls 39 þús­und færri ferða­menn en árið á und­an­. Í heild­ina hafa 900 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl sem er 12,4 pró­­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Sam­hliða fækkun ferða­manna hef­ur heild­ar­gistin­ótt­u­m ­ferða­manna ­fækk­að. Í apríl síð­ast­liðnum fækk­aði heild­ar­gistin­óttum ferða­manna um 6 pró­sent og um 9 pró­sent í maí síð­ast­liðn­um. Fjöldi gistinótta á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hins vegar sveifl­ast meira á milli­ ­mán­aða. 

Mynd:Hagstofa Íslands

Gist­in­ótt­u­m á hót­­elum á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fækk­­aði um 14,3 pró­­sent milli ára í apríl síð­ast­liðn­um. Í maí fjölg­að­i hins veg­ar g­istin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 2 pró­sent sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unnar. Sam­hliða ­fækk­að­i g­istin­ótt­u­m á hót­elum á Suð­ur­nesj­unum um 25 pró­sent í maí síð­ast­liðnum en í mán­uð­inum á undan fjölg­að­i g­istin­ótt­u­m á Suð­ur­nesj­unum um 11 pró­sent. 

Ef litið er yfir tíma­bilið júní 2018 til maí 2019 sam­an­borið við júní 2017 til maí 2018 má sjá að g­istin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur í heild­ina aðeins dreg­ist saman um 3 pró­sent. Á Suð­ur­nesj­unum hefur gistin­óttum á hót­elum hins vegar fjölgað um 2 pró­sent á sama tíma­bil­i. 

Þrátt fyrir sam­drátt í nýt­ingu hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og spár um áfram­hald­andi fækkun ferða­mann er engu að síður áætluð fjár­­­fest­ing hót­­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, rúm­ir 61 millj­­arðar króna út árið 2021 eða um 20 millj­­arðar að með­­al­tali ár hvert, sam­kvæmt grein­ingu Íslands­banki frá því í maí. Bank­inn áætlar að hót­­el­her­bergj­u­m ­­fjölgi um 6 pró­­sent á árinu og 17 pró­­sent árið 2020 eða um 1300 her­bergi til og með árin­u 2021.

670 hót­el­her­bergi bæt­ast við á hálfu ári

Í sam­an­tekt Morg­un­blaðs­ins í dag kemur fram að á síð­ustu sex mán­uðum þessa árs bæt­ast við 520 her­bergi á sjö hót­elum í Reykja­vík­. Til að mynda hefur nú þeg­ar ný hót­el­bygg­ing með 38 her­bergjum verið tekin í notkun á Vega­móta­stíg 7-9. Þá var Odds­son hótel við Grens­ás­veg 16a einnig opnað í júní en þar eru 77 hót­el­her­bergi. Auk þess mun sjö­unda hót­elið í Center- Hót­el­keðj­unni opna á Lauga­vegi 95-99 þann 1. ágúst næst­kom­andi. Þar verða 102 her­bergi í nýbygg­ingu og upp­gerðum bygg­ing­um. Þá verða 150 her­bergi í Marriott-hót­el­inu hjá Leifs­stöð sem opnað verður í haust

Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins segir að þrátt fyrir fall WOW séu áform hót­el­anna óbreytt í megin atrið­um. Fjár­fest­ing hót­el­anna hleypur á 12 til 13 millj­örð­um, ef miðað er við að hvert hót­el­her­bergi í mið­borg­inni kosti 25 millj­ónir í bygg­ingu.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent