520 ný hótelherbergi í Reykjavík á sex mánuðum

Á síðustu sex mánuðum ársins munu 520 herbergi bætast við hótelmarkaðinn í Reykjavík. Þar að auki mun 51 hótelíbúð bætast við á tímabilinu, þrátt fyrir samdrátt í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár.

img_2769_raw_1807130291_10016511583_o.jpg
Auglýsing

Um 520 hót­el­her­bergi bæt­ast við hót­el­mark­að­inn í Reykja­vík á sex mán­aða tíma­bili, frá júní 2019 til næstu ára­móta. Þar að auki mun bæt­ast við að minnsta ­kost­i 51 ný hót­el­í­búð í mið­bænum á sama tíma­bili. Þá verða 150 ný her­bergi á Marriott-hót­el­inu sem opnar við Leifs­stöð í haust. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Morg­un­blaðs­ins í dag. 

Nýt­ing hót­­ela dróst saman um sex pró­­sent í fyrra 

­Ferða­mað­ur­ hér á landi ver stærstum hluta neyslu sinnar í gist­i­­þjón­­ustu eða 23 pró­­sent af heild­­ar­­neyslu sinn­i. Frá árinu 2010 sam­hliða upp­­­gangi í ferða­­þjón­ust­u áttu hótel í Reykja­vík í fullu fangi með að mæta auk­inni eft­ir­­spurn eftir gist­ingu hér á landi sam­hliða upp­­­gangi ferða­­þjón­ust­unnar frá árinu 2010. Þessi mikla umfram eft­ir­­spurn ­­skap­aði skil­yrði fyrir tals­verðar verð­hækk­­­anir en verð á hót­­elum í Reyka­vík­ hækk­­aði um 60 pró­­sent á tíma­bil­inu 2011 til 2017 á meðan það stóð í stað hjá hót­­elum innan Evr­­ópu að með­­al­tali. 

Auglýsing

Síðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­­el­her­bergja hins vegar lækkað í flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­­sent­u­­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­­sent á árinu 2018. 

Hótel í Reykja­vík veltu aftur á móti tæp­­lega 25 millj­­örðum á síð­­ast­liðnu ári og jókst veltan um 5,8 pró­­sent frá árinu 2017. ­­Með­­al­verð hót­­ela í Reykja­vík jókst um 3,3 pró­­sent á árinu 2018 miðað við fyrra ár og náð­ist því aukin velta með hærri ­­með­­al­verð­i ­­yfir árið ­­þrátt fyr­ir­ lak­­ari nýt­ing­u. 

Ferða­mönnum hefur fækkað um 12,4 pró­sent 

Brott­­förum ferða­­manna hefur hins vegar fækkað hér á landi í hverjum mán­uði frá síð­­­ustu ára­­mót­­um. Í jan­úar fækk­­aði brott­­förum um 5,8 pró­­sent, í febr­­úar um 6,9 pró­­sent, í mars um 1,7 pró­­sent, í apríl um 18,5 pró­­sent, um 23,6 pró­­sent í maí og loks 16,7 pró­sent fækkun í júní eða alls 39 þús­und færri ferða­menn en árið á und­an­. Í heild­ina hafa 900 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl sem er 12,4 pró­­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Sam­hliða fækkun ferða­manna hef­ur heild­ar­gistin­ótt­u­m ­ferða­manna ­fækk­að. Í apríl síð­ast­liðnum fækk­aði heild­ar­gistin­óttum ferða­manna um 6 pró­sent og um 9 pró­sent í maí síð­ast­liðn­um. Fjöldi gistinótta á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hins vegar sveifl­ast meira á milli­ ­mán­aða. 

Mynd:Hagstofa Íslands

Gist­in­ótt­u­m á hót­­elum á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fækk­­aði um 14,3 pró­­sent milli ára í apríl síð­ast­liðn­um. Í maí fjölg­að­i hins veg­ar g­istin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 2 pró­sent sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unnar. Sam­hliða ­fækk­að­i g­istin­ótt­u­m á hót­elum á Suð­ur­nesj­unum um 25 pró­sent í maí síð­ast­liðnum en í mán­uð­inum á undan fjölg­að­i g­istin­ótt­u­m á Suð­ur­nesj­unum um 11 pró­sent. 

Ef litið er yfir tíma­bilið júní 2018 til maí 2019 sam­an­borið við júní 2017 til maí 2018 má sjá að g­istin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur í heild­ina aðeins dreg­ist saman um 3 pró­sent. Á Suð­ur­nesj­unum hefur gistin­óttum á hót­elum hins vegar fjölgað um 2 pró­sent á sama tíma­bil­i. 

Þrátt fyrir sam­drátt í nýt­ingu hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og spár um áfram­hald­andi fækkun ferða­mann er engu að síður áætluð fjár­­­fest­ing hót­­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, rúm­ir 61 millj­­arðar króna út árið 2021 eða um 20 millj­­arðar að með­­al­tali ár hvert, sam­kvæmt grein­ingu Íslands­banki frá því í maí. Bank­inn áætlar að hót­­el­her­bergj­u­m ­­fjölgi um 6 pró­­sent á árinu og 17 pró­­sent árið 2020 eða um 1300 her­bergi til og með árin­u 2021.

670 hót­el­her­bergi bæt­ast við á hálfu ári

Í sam­an­tekt Morg­un­blaðs­ins í dag kemur fram að á síð­ustu sex mán­uðum þessa árs bæt­ast við 520 her­bergi á sjö hót­elum í Reykja­vík­. Til að mynda hefur nú þeg­ar ný hót­el­bygg­ing með 38 her­bergjum verið tekin í notkun á Vega­móta­stíg 7-9. Þá var Odds­son hótel við Grens­ás­veg 16a einnig opnað í júní en þar eru 77 hót­el­her­bergi. Auk þess mun sjö­unda hót­elið í Center- Hót­el­keðj­unni opna á Lauga­vegi 95-99 þann 1. ágúst næst­kom­andi. Þar verða 102 her­bergi í nýbygg­ingu og upp­gerðum bygg­ing­um. Þá verða 150 her­bergi í Marriott-hót­el­inu hjá Leifs­stöð sem opnað verður í haust

Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins segir að þrátt fyrir fall WOW séu áform hót­el­anna óbreytt í megin atrið­um. Fjár­fest­ing hót­el­anna hleypur á 12 til 13 millj­örð­um, ef miðað er við að hvert hót­el­her­bergi í mið­borg­inni kosti 25 millj­ónir í bygg­ingu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent