520 ný hótelherbergi í Reykjavík á sex mánuðum

Á síðustu sex mánuðum ársins munu 520 herbergi bætast við hótelmarkaðinn í Reykjavík. Þar að auki mun 51 hótelíbúð bætast við á tímabilinu, þrátt fyrir samdrátt í nýtingu hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár.

img_2769_raw_1807130291_10016511583_o.jpg
Auglýsing

Um 520 hót­el­her­bergi bæt­ast við hót­el­mark­að­inn í Reykja­vík á sex mán­aða tíma­bili, frá júní 2019 til næstu ára­móta. Þar að auki mun bæt­ast við að minnsta ­kost­i 51 ný hót­el­í­búð í mið­bænum á sama tíma­bili. Þá verða 150 ný her­bergi á Marriott-hót­el­inu sem opnar við Leifs­stöð í haust. Þetta kemur fram í sam­an­tekt Morg­un­blaðs­ins í dag. 

Nýt­ing hót­­ela dróst saman um sex pró­­sent í fyrra 

­Ferða­mað­ur­ hér á landi ver stærstum hluta neyslu sinnar í gist­i­­þjón­­ustu eða 23 pró­­sent af heild­­ar­­neyslu sinn­i. Frá árinu 2010 sam­hliða upp­­­gangi í ferða­­þjón­ust­u áttu hótel í Reykja­vík í fullu fangi með að mæta auk­inni eft­ir­­spurn eftir gist­ingu hér á landi sam­hliða upp­­­gangi ferða­­þjón­ust­unnar frá árinu 2010. Þessi mikla umfram eft­ir­­spurn ­­skap­aði skil­yrði fyrir tals­verðar verð­hækk­­­anir en verð á hót­­elum í Reyka­vík­ hækk­­aði um 60 pró­­sent á tíma­bil­inu 2011 til 2017 á meðan það stóð í stað hjá hót­­elum innan Evr­­ópu að með­­al­tali. 

Auglýsing

Síðan á seinni hluta árs­ins 2017 hefur nýt­ing hót­­el­her­bergja hins vegar lækkað í flest­öllum lands­hlut­u­m. Nýt­ing hót­­ela í Reykja­vík dróst saman um tæp sex pró­­sent­u­­stig á árinu 2018 miðað við fyrra ár eða úr 84,4 pró­­sentum á árinu 2017 í 78,6 pró­­sent á árinu 2018. 

Hótel í Reykja­vík veltu aftur á móti tæp­­lega 25 millj­­örðum á síð­­ast­liðnu ári og jókst veltan um 5,8 pró­­sent frá árinu 2017. ­­Með­­al­verð hót­­ela í Reykja­vík jókst um 3,3 pró­­sent á árinu 2018 miðað við fyrra ár og náð­ist því aukin velta með hærri ­­með­­al­verð­i ­­yfir árið ­­þrátt fyr­ir­ lak­­ari nýt­ing­u. 

Ferða­mönnum hefur fækkað um 12,4 pró­sent 

Brott­­förum ferða­­manna hefur hins vegar fækkað hér á landi í hverjum mán­uði frá síð­­­ustu ára­­mót­­um. Í jan­úar fækk­­aði brott­­förum um 5,8 pró­­sent, í febr­­úar um 6,9 pró­­sent, í mars um 1,7 pró­­sent, í apríl um 18,5 pró­­sent, um 23,6 pró­­sent í maí og loks 16,7 pró­sent fækkun í júní eða alls 39 þús­und færri ferða­menn en árið á und­an­. Í heild­ina hafa 900 þús­und erlendir far­þegar farið frá Íslandi um Kefla­vík­­­ur­flug­­völl sem er 12,4 pró­­sent fækkun miðað við sama tíma­bil í fyrra.

Sam­hliða fækkun ferða­manna hef­ur heild­ar­gistin­ótt­u­m ­ferða­manna ­fækk­að. Í apríl síð­ast­liðnum fækk­aði heild­ar­gistin­óttum ferða­manna um 6 pró­sent og um 9 pró­sent í maí síð­ast­liðn­um. Fjöldi gistinótta á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hins vegar sveifl­ast meira á milli­ ­mán­aða. 

Mynd:Hagstofa Íslands

Gist­in­ótt­u­m á hót­­elum á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu fækk­­aði um 14,3 pró­­sent milli ára í apríl síð­ast­liðn­um. Í maí fjölg­að­i hins veg­ar g­istin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um 2 pró­sent sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unnar. Sam­hliða ­fækk­að­i g­istin­ótt­u­m á hót­elum á Suð­ur­nesj­unum um 25 pró­sent í maí síð­ast­liðnum en í mán­uð­inum á undan fjölg­að­i g­istin­ótt­u­m á Suð­ur­nesj­unum um 11 pró­sent. 

Ef litið er yfir tíma­bilið júní 2018 til maí 2019 sam­an­borið við júní 2017 til maí 2018 má sjá að g­istin­ótt­u­m á hót­elum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur í heild­ina aðeins dreg­ist saman um 3 pró­sent. Á Suð­ur­nesj­unum hefur gistin­óttum á hót­elum hins vegar fjölgað um 2 pró­sent á sama tíma­bil­i. 

Þrátt fyrir sam­drátt í nýt­ingu hót­el­her­bergja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og spár um áfram­hald­andi fækkun ferða­mann er engu að síður áætluð fjár­­­fest­ing hót­­ela á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, rúm­ir 61 millj­­arðar króna út árið 2021 eða um 20 millj­­arðar að með­­al­tali ár hvert, sam­kvæmt grein­ingu Íslands­banki frá því í maí. Bank­inn áætlar að hót­­el­her­bergj­u­m ­­fjölgi um 6 pró­­sent á árinu og 17 pró­­sent árið 2020 eða um 1300 her­bergi til og með árin­u 2021.

670 hót­el­her­bergi bæt­ast við á hálfu ári

Í sam­an­tekt Morg­un­blaðs­ins í dag kemur fram að á síð­ustu sex mán­uðum þessa árs bæt­ast við 520 her­bergi á sjö hót­elum í Reykja­vík­. Til að mynda hefur nú þeg­ar ný hót­el­bygg­ing með 38 her­bergjum verið tekin í notkun á Vega­móta­stíg 7-9. Þá var Odds­son hótel við Grens­ás­veg 16a einnig opnað í júní en þar eru 77 hót­el­her­bergi. Auk þess mun sjö­unda hót­elið í Center- Hót­el­keðj­unni opna á Lauga­vegi 95-99 þann 1. ágúst næst­kom­andi. Þar verða 102 her­bergi í nýbygg­ingu og upp­gerðum bygg­ing­um. Þá verða 150 her­bergi í Marriott-hót­el­inu hjá Leifs­stöð sem opnað verður í haust

Í umfjöllun Morg­un­blaðs­ins segir að þrátt fyrir fall WOW séu áform hót­el­anna óbreytt í megin atrið­um. Fjár­fest­ing hót­el­anna hleypur á 12 til 13 millj­örð­um, ef miðað er við að hvert hót­el­her­bergi í mið­borg­inni kosti 25 millj­ónir í bygg­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Frá upplýsingafundi sem haldinn var fyrr í dag.
Nauðsynlegt að slaka hægt og sígandi á þeim takmörkunum sem eru í gangi
Á upplýsingafundi dagsins sagði Þórólfur Guðnason mjög mikilvægt að stöðugleiki í viðbrögðum við kórónuveirunni ráði för. „Grímur eru ekki töfralausn,“ sagði Alma Möller sem hvatti fólk til að kynna sér upplýsingar um notkun gríma.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Karl G. Kristinsson er yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
Sýkla- og veirufræðideildin og Íslensk erfðagreining snúa bökum saman
Hluti af starfsemi sýkla- og veirufræðideildarinnar mun flytjast í aðstöðu Íslenskrar erfðagreiningar og við það mun afkastageta við greiningu sýna aukast til muna. Tækjamál Landspítala hefðu mátt vera betri að sögn yfirlæknis á sýkla- og veirufræðideild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent