Rannveig og Unnur taka við stöðum varaseðlabankastjóra

Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins munu taka við stöðum nýrra varaseðlabankastjóra um næstu áramót en staða hins þriðja verður auglýst síðar.

Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Auglýsing

Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, núver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóri, og Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, munu taka við stöðum nýrra vara­seðla­banka­stjóra um ára­mót­in. Staða hins þriðja verður aug­lýst. Frá þessu er greint á RÚV í kvöld.

Ný lög um Seðla­banka Íslands taka gildi um næstu ára­mót og fylgja í kjöl­farið ýmsar breyt­ing­ar. Ein sú stærsta er að auk seðla­banka­stjóra verða þrír vara­seðla­banka­stjórar skip­aðir og völdum stjórnar bank­ans þannig dreift.

Fram kom í fréttum í dag að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefði skipað Ásgeir Jóns­­son, for­­seta hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands, sem seðla­­banka­­stjóra en Már Guð­munds­son hættir í sumar eftir 10 ár í starfi.

Auglýsing

Emb­ætti aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra verður lagt niður við fyrr­nefndar breyt­ingar á lögum en Rann­veig Sig­urð­ar­dótt­ir, sem gegnt hefur því emb­ætti síðan í fyrra, tekur þá við stöðu vara­seðla­banka­stjóra sem leiðir pen­inga­stefnu.

Á sama tíma sam­ein­ast Fjár­mála­eft­ir­litið Seðla­bank­anum og verður því hagað þannig að Unnur Gunn­ars­dótt­ir, for­stjóri Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, tekur þá við stöðu vara­seðla­banka­stjóra sem leiðir mál­efni fjár­mála­eft­ir­lits. Staða þess sem leiðir fjár­mála­stöð­ug­leika verður aug­lýst, sam­kvæmt RÚV.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent