Ásgeir Jónsson skipaður nýr seðlabankastjóri

Katrín Jakobsdóttir hefur skipað Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra.

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, hefur verið skip­aður seðla­banka­stjóri af Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Í henni segir jafn­framt að Ásgeir hafi lokið dokt­ors­prófi í hag­fræði frá Indi­ana Uni­versity í Banda­ríkj­unum árið 2001 með alþjóða­fjár­mál, pen­inga­mála­hag­fræði og hag­sögu sem aðal­svið. Dokt­ors­rit­gerð Ásgeirs fjall­aði um sveiflu­jöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hag­kerfi. Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að Ásgeir hafi starfað við hag­fræði­deild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dós­ent. Hann hafi verið deild­ar­for­seti við hag­fræði­deild frá árinu 2015. 

„Sam­hliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir meðal ann­ars verið efna­hags­ráð­gjafi Virð­ingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgð­ar­störf­um, meðal ann­ars sem for­maður starfs­hóps um end­ur­skoðun pen­inga­stefnu og verið for­stöðu­maður í grein­ing­ar­deild og aðal­hag­fræð­ingur Kaup­þings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sér­fræð­ingur hjá Hag­fræði­stofnun og sam­hliða því stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fjórir umsækj­endur taldir mjög vel hæfir

Hæfn­is­­nefnd, skipuð af for­sæt­is­ráð­herra, mat umsækj­endur um starf seðla­­banka­­stjóra, og voru fjórir umsækj­enda taldir mjög vel hæf­ir. Það voru þeir Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­seti hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Umsækj­endur höfðu frest til þess að gera athuga­­semdir við hæf­is­­mat nefnd­­ar­inn­ar sem hún tók síðan til­­lit til.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í sumar að tólf umsækj­endum hefði verið skipt niður í hæf­is­­flokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækj­endur voru upp­­haf­­lega 16, en eins og fram hefur komið þá dró Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Við­reisn­­­ar, umsókn sína til baka, en tveir aðrir umsækj­end­­ur, gerðu það líka.

Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og var því ekki í flokkun eftir hæfi hjá nefnd­inn­i.

For­­maður nefnd­­ar­innar var Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni voru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent