Ásgeir Jónsson skipaður nýr seðlabankastjóri

Katrín Jakobsdóttir hefur skipað Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra.

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, hefur verið skip­aður seðla­banka­stjóri af Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Í henni segir jafn­framt að Ásgeir hafi lokið dokt­ors­prófi í hag­fræði frá Indi­ana Uni­versity í Banda­ríkj­unum árið 2001 með alþjóða­fjár­mál, pen­inga­mála­hag­fræði og hag­sögu sem aðal­svið. Dokt­ors­rit­gerð Ásgeirs fjall­aði um sveiflu­jöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hag­kerfi. Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að Ásgeir hafi starfað við hag­fræði­deild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dós­ent. Hann hafi verið deild­ar­for­seti við hag­fræði­deild frá árinu 2015. 

„Sam­hliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir meðal ann­ars verið efna­hags­ráð­gjafi Virð­ingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgð­ar­störf­um, meðal ann­ars sem for­maður starfs­hóps um end­ur­skoðun pen­inga­stefnu og verið for­stöðu­maður í grein­ing­ar­deild og aðal­hag­fræð­ingur Kaup­þings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sér­fræð­ingur hjá Hag­fræði­stofnun og sam­hliða því stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fjórir umsækj­endur taldir mjög vel hæfir

Hæfn­is­­nefnd, skipuð af for­sæt­is­ráð­herra, mat umsækj­endur um starf seðla­­banka­­stjóra, og voru fjórir umsækj­enda taldir mjög vel hæf­ir. Það voru þeir Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­seti hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Umsækj­endur höfðu frest til þess að gera athuga­­semdir við hæf­is­­mat nefnd­­ar­inn­ar sem hún tók síðan til­­lit til.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í sumar að tólf umsækj­endum hefði verið skipt niður í hæf­is­­flokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækj­endur voru upp­­haf­­lega 16, en eins og fram hefur komið þá dró Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Við­reisn­­­ar, umsókn sína til baka, en tveir aðrir umsækj­end­­ur, gerðu það líka.

Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og var því ekki í flokkun eftir hæfi hjá nefnd­inn­i.

For­­maður nefnd­­ar­innar var Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni voru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent