Ásgeir Jónsson skipaður nýr seðlabankastjóri

Katrín Jakobsdóttir hefur skipað Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra.

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, hefur verið skip­aður seðla­banka­stjóri af Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Í henni segir jafn­framt að Ásgeir hafi lokið dokt­ors­prófi í hag­fræði frá Indi­ana Uni­versity í Banda­ríkj­unum árið 2001 með alþjóða­fjár­mál, pen­inga­mála­hag­fræði og hag­sögu sem aðal­svið. Dokt­ors­rit­gerð Ásgeirs fjall­aði um sveiflu­jöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hag­kerfi. Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að Ásgeir hafi starfað við hag­fræði­deild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dós­ent. Hann hafi verið deild­ar­for­seti við hag­fræði­deild frá árinu 2015. 

„Sam­hliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir meðal ann­ars verið efna­hags­ráð­gjafi Virð­ingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgð­ar­störf­um, meðal ann­ars sem for­maður starfs­hóps um end­ur­skoðun pen­inga­stefnu og verið for­stöðu­maður í grein­ing­ar­deild og aðal­hag­fræð­ingur Kaup­þings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sér­fræð­ingur hjá Hag­fræði­stofnun og sam­hliða því stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fjórir umsækj­endur taldir mjög vel hæfir

Hæfn­is­­nefnd, skipuð af for­sæt­is­ráð­herra, mat umsækj­endur um starf seðla­­banka­­stjóra, og voru fjórir umsækj­enda taldir mjög vel hæf­ir. Það voru þeir Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­seti hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Umsækj­endur höfðu frest til þess að gera athuga­­semdir við hæf­is­­mat nefnd­­ar­inn­ar sem hún tók síðan til­­lit til.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í sumar að tólf umsækj­endum hefði verið skipt niður í hæf­is­­flokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækj­endur voru upp­­haf­­lega 16, en eins og fram hefur komið þá dró Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Við­reisn­­­ar, umsókn sína til baka, en tveir aðrir umsækj­end­­ur, gerðu það líka.

Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og var því ekki í flokkun eftir hæfi hjá nefnd­inn­i.

For­­maður nefnd­­ar­innar var Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni voru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Fjármálaráðherra Noregs segir að DNB þurfi að leggja öll spil á borðið
Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs segir að rannsaka þurfi í kjölinn það sem norskir fjölmiðlar hafa kallað stærsta peningaþvættishneyksli í sögu þjóðarinnar. Það snýst um viðskipti ríkisbankans DNB við íslenska fyrirtækið Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent