Ásgeir Jónsson skipaður nýr seðlabankastjóri

Katrín Jakobsdóttir hefur skipað Ásgeir Jónsson í embætti seðlabankastjóra.

Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, for­seti hag­fræði­deildar Háskóla Íslands, hefur verið skip­aður seðla­banka­stjóri af Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra. Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Í henni segir jafn­framt að Ásgeir hafi lokið dokt­ors­prófi í hag­fræði frá Indi­ana Uni­versity í Banda­ríkj­unum árið 2001 með alþjóða­fjár­mál, pen­inga­mála­hag­fræði og hag­sögu sem aðal­svið. Dokt­ors­rit­gerð Ásgeirs fjall­aði um sveiflu­jöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hag­kerfi. Þá kemur fram hjá ráðu­neyt­inu að Ásgeir hafi starfað við hag­fræði­deild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dós­ent. Hann hafi verið deild­ar­for­seti við hag­fræði­deild frá árinu 2015. 

„Sam­hliða störfum sínum við Háskóla Íslands hefur Ásgeir meðal ann­ars verið efna­hags­ráð­gjafi Virð­ingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgð­ar­störf­um, meðal ann­ars sem for­maður starfs­hóps um end­ur­skoðun pen­inga­stefnu og verið for­stöðu­maður í grein­ing­ar­deild og aðal­hag­fræð­ingur Kaup­þings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sér­fræð­ingur hjá Hag­fræði­stofnun og sam­hliða því stunda­kenn­ari við Háskóla Íslands,“ segir í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Fjórir umsækj­endur taldir mjög vel hæfir

Hæfn­is­­nefnd, skipuð af for­sæt­is­ráð­herra, mat umsækj­endur um starf seðla­­banka­­stjóra, og voru fjórir umsækj­enda taldir mjög vel hæf­ir. Það voru þeir Gylfi Magn­ús­­son, dós­ent við Háskóla Íslands, Ásgeir Jóns­­son, for­­seti hag­fræð­i­­deildar Háskóla Íslands, Jón Dan­í­els­­son, pró­­fessor við LSE í London, og Arnór Sig­hvats­­son, ráð­gjafi seðla­­banka­­stjóra og fyrr­ver­andi aðal­­hag­fræð­ingur og aðstoð­­ar­­seðla­­banka­­stjóri. Allir hafa þeir dokt­or­s­­próf í hag­fræði.

Umsækj­endur höfðu frest til þess að gera athuga­­semdir við hæf­is­­mat nefnd­­ar­inn­ar sem hún tók síðan til­­lit til.

Kjarn­inn greindi frá því fyrr í sumar að tólf umsækj­endum hefði verið skipt niður í hæf­is­­flokka; hæfa, vel hæfa, og mjög vel hæfa. Umsækj­endur voru upp­­haf­­lega 16, en eins og fram hefur komið þá dró Bene­dikt Jóhann­es­­son, fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Við­reisn­­­ar, umsókn sína til baka, en tveir aðrir umsækj­end­­ur, gerðu það líka.

Einn umsækj­enda, sem var nemi, upp­­­fyllti ekki skil­yrði til að vera hæfur í starfið og var því ekki í flokkun eftir hæfi hjá nefnd­inn­i.

For­­maður nefnd­­ar­innar var Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, en með henni í nefnd­inni voru Eyjólfur Guð­­­munds­­­son, rektor Háskól­ans á Akur­eyri, til­­­­­nefndur af sam­­­starfs­­­nefnd háskóla­­­stigs­ins, og Þór­unn Guð­­­munds­dótt­ir, hæsta­rétt­­­ar­lög­­­maður og vara­­­for­­­maður banka­ráðs, til­­­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­­banka Íslands.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent