Mynd:EPA

Morðið í Miðausturlöndum sem orsakað gæti styrjöld

Hann er sagður arkítekt stríðsins í Sýrlandi, vera hugmyndasmiður utanríkisstefnu Írans og áhrifamaður í stjórnmálum um öll Miðausturlönd. Nú er hann allur.

Þegar Qassem Suleimani lenti á einka­þotu í Bagdad eftir flug­ferð frá Damaskus um mið­nætti á föstu­dag biðu tveir bílar hans og líf­varða hans á flug­braut­inni. Hann hafði oft­sinnis komið til slíkra heim­sókna frá heima­land­in­u Íran og ekk­ert virt­ist með öðrum hætti nú en áður. En nokkrum mín­útum síðar var hann, einn valda­mesti maður Mið­aust­ur­landa, all­ur. Er bíl­arnir tveir höfðu ekið ­skamman spöl voru þeir sprengdir í loft upp með þeim afleið­ingum að allir sem í þeim voru lét­ust. Annar valda­mik­ill mað­ur, sá valda­mesti á Vest­ur­löndum og jafn­vel í heim­inum öll­um, hafði staðið á golf­velli hinum megin á hnett­inum og fyr­ir­skip­að árás­ina.

En hverfum aðeins til baka. Hvað hafði átt sér stað sem end­aði með þess­ari árás? Og hver er hann, hers­höfð­ing­inn frá Íran, sem þótt­i slík ógn að rétt­læt­an­legt var að fella hann með þessum hætti?

Það hefur lengi andað köldu milli Írans og Banda­ríkj­anna. Og oft veru­lega köldu þótt þíða hafi verið í sam­skipt­unum inn á milli. Spenna milli stjórn­valda land­anna tveggja hefur und­an­farið magn­ast á ný, sér­stak­lega í kjöl­far þess að Don­ald Trump dró Banda­ríkin út úr kjarn­orku­samn­ing­i stór­veld­anna við Írani fyrir tæpum tveimur árum. Samn­ing­ur­inn var gerður árið 2015 er Barack Obama sat á for­seta­stóli og Trump hefur sagt hann „ver­sta ­samn­ing allra tíma“.

Skömmu fyrir árás­ina í Bagdad á föstu­dag hafði ýmis­leg­t ­dregið til tíð­inda þó að það færi hvorki mjög hátt né væri almennt talið ­til­efni til mik­illa við­bragða. En atburða­rásin varð hröð. Og eins og verða vill í átökum milli þjóða þá sér ekki fyrir end­ann á henni.

Við skulum byrja 250 kíló­metrum norður af Bagdad þann 27. des­em­ber á síð­asta ári. Þann dag var gerð eld­flauga­árás á her­stöð í Kirkuk, her­stöð þar ­sem banda­rískir og íraskir her­menn halda til og berj­ast gegn víga­mönnum Rík­is­ íslams sem enn er að finna í nágrenn­inu. Einn verk­taki banda­ríska hers­ins, sem var túlk­ur, féll í árásinni og nokkrir særð­ust.

Í kjöl­farið gerðu Banda­ríkja­menn árásir á búðir skæru­liða í land­inu, hóps sem nýtur stuðn­ings Írans, og felldu 25. Þeim árásum var mót­mælt á ný­árs­dag og brut­ust stuðn­ings­menn skæru­lið­anna inn fyrir hlið banda­ríska ­sendi­ráðs­ins i Bagdad, kveiktu í og kröfð­ust þess að her­menn og stjórn­ar­er­ind­rekar  ­myndu hypja sig.

Áður en þessar árásir og við­brögð við þeim áttu sér stað hafði auð­vitað margt gerst sem einnig á sinn þátt í því hvernig málin hafa nú ­þró­ast. Suleimani var langt frá því óþekkt stærð þó svo að nafn hans hafi ekki verið á vörum alls almenn­ings.

Þar til nú. 

Mike Pompeo og Donald Trump hafa varið árásina og sagt hana nauðsynlega til að verja bandaríska hagsmuni.
EPA

Banda­rísk stjórn­völd hafa í fleiri ár haft áhyggjur af hon­um og hans vax­andi völd­um. Þau voru þess full­viss að hann væri einn hel­sti hug­mynda­smiður utan­rík­is­stefnu Írans og áhrifa­maður í póli­tísku lands­lagi víða á Mið­aust­ur­lönd­um.

En aftur til föstu­dags­ins örlaga­ríka.

Á flug­vell­inum í Bad­gad tók Abu nokkur Mahdi al-Mu­handis á móti Suleimani. Þeir voru góð­kunn­ingjar enda Muhandis leið­togi Kata‘i­b Hez­bollah, vopn­aðra íra­skra sveita sem njóta stuðn­ings Írana. Það voru einmitt þær ­sem gerðu árás­ina á her­stöð­ina í Kirkuk og stuðn­ings­menn þeirra sem höfð­u um­kringt banda­ríska sendi­ráðið í Bagdad til að hefna fyrir loft­árás­ir ­Banda­ríkja­manna.

Upp­lýs­ingum lekið

Þeir félagar höfðu um nóg að tala, eins og fjallað er um í frétta­skýr­ingu New York Times, ekki aðeins það sem á undan var gengið í sam­skipt­unum landa þeirra við Banda­ríkin heldur einnig vax­andi óánægju almenn­ings í garð íra­skra stjórn­valda, m.a. vegna atvinnu­leysis og efna­hags­þreng­inga. ­Mót­mæli höfðu verið á götum úti og í hópi mót­mæl­enda voru þeir sem vildu minn­ka á­hrif íranskra stjórn­valda í Írak.

Blaða­maður The Guar­dian lýsir atburða­rásinni með eft­ir­far­andi hætti:

Suleimani og Muhandis sett­ust inn í annan bíl­inn og líf­verð­irnir í hinn. Bíl­arnir komust ekki lengra en út að enda flug­braut­ar­inn­ar. Nokkrum dögum fyrr hafði upp­lýs­ingum um fyr­ir­hug­aða ferð Suleiman­is ­nefni­lega verið lekið og við kom­una til Bagdad fylgd­ist amer­ískur MQ-9 drón­i ­með ferðum þeirra, bein­tengdur við banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neytið og ­leyni­þjón­ust­una.

Drón­inn var lát­inn skjóta tveimur flug­skeytum að bílnum sem Su­leimani og Muhandis voru í og varð hann alelda á svip­stundu. Þriðja flug­skeyt­in­u var skotið á bíl líf­varð­anna og hlaut hann sömu örlög. Hönd Suleimanis er tal­in ­sjást á myndum af árásinni. Hún þekk­ist af hring sem hann ávallt bar.

En hvers vegna var þessi árás gerð núna?

Stjórn­völd í Banda­ríkj­unum hafa varið árás­ina með þeim orð­u­m að hún hafi verið óhjá­kvæmi­leg til að koma í veg fyrir „yf­ir­vof­andi árás“ gegn ­Banda­ríkj­un­um, eins og utan­rík­is­ráð­herr­ann Mike Pompeo orð­aði það.

Á síð­ustu árum hafa Banda­ríkja­menn farið í nokkrar á­hættu­samar hern­að­ar­að­gerðir til að fella ein­stak­linga sem þeir álíta ógna ­þjóðar­ör­yggi lands síns. Þeirra á meðal eru árásir á leið­toga hryðju­verka­sam­taka á borð við Al-Qa­eda og Ríki íslams. En stjórn­mála­skýrendur segja morðið á Suleimani af nokkuð öðrum toga og setji sam­skipti Banda­ríkj­anna og Mið­aust­ur­landa á allt annan stað en hingað til. Nú er ráð­ist gegn emb­ætt­is­manni ríkis og það hern­að­ar­lega sterks rík­is. Enda hefur Aya­tollah Ali K­hamenei, æðsti trú­ar­leið­togi Írans, hótað að leita hefnda.
Kjarnorkusamningur stórveldanna við Íran var gerður í tið Baracks Obama.
EPA

Suleimani, sem ólst upp í fátækt og fékk litla form­lega ­mennt­un, var í ára­tugi einn áhrifa­mesti maður Írans, bæði í hern­að­ar­legu og póli­tísku til­liti. Hann gekk til liðs við Íranska bylt­ing­ar­vörð­inn (e. Isla­mic Revolution­ary Guards Corps) fljót­lega eftir stofnun hans í kjöl­far írönsku ­bylt­ing­ar­innar árið 1979 og tók við Quds-­sér­sveit­unum á tíunda ára­tug síðust­u ald­ar. Þær sveitir störf­uðu við hlið shíta-­skæru­liða í Írak eftir inn­rás ­Banda­ríkj­anna árið 2003. Hann er svo sagður hafa verið lyk­il­maður í þjálfun herja banda­manna, m.a. Íraks og Sýr­lands.

Arkítekt­inn að Sýr­lands­stríð­inu

Sem yfir­maður Quds-sveit­anna hafði hann yfir­um­sjón með því að fram­fylgja leyni­legum aðgerðum Írana á erlendri grund. Hann studd­i hryðju­verka­starf­semi víða, aðstoð­aði m.a. við að und­ir­byggja starf­sem­i Hez­bollah í Líbanon og kom að yfir­töku Hamas á Gaza-­svæð­inu. Síð­ustu ár var hann þekkt­astur fyrir að ráð­ast gegn Ríki íslams, m.a. í þeim til­gangi að styrkja ­stöðu rík­is­stjórnar Bashar al-Assads, for­seta Sýr­lands.  

Suleimani var með dyggum stuðn­ingi sínum við Assad af mörgum tal­inn arki­tekt­inn að í hinu hrotta­fengna stríði þar í landi. Þá átt­i hann einnig sinn þátt í stríðs­á­tök­unum í Jemen. Varn­ar­mála­ráðu­neyt­i ­Banda­ríkj­anna hefur sakað hann og skæru­liða tengda Íran um að hafa drepið mörg hund­ruð banda­ríska her­menn í Írak.

Þrátt fyrir þessi miklu áhrif og aðgerðir Suleimanis í Mið­aust­ur­löndum létu fyrri for­setar Banda­ríkj­anna, George W. Bush og Barack Obama, það vera að ráð­ast gegn honum.

Elissa Slotk­in, sem vann sem grein­andi hjá CIA og varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu, bæði undir stjórn Bush og Obama, seg­ist á sínum tíma hafa átt fjöl­mörg sam­töl um hvernig ætti að bregð­ast við ofbeld­is­full­u­m að­gerðum Suleimanis sem hafi átt sinn þátt í því að valda óstöð­ug­leika um öll Mið­aust­ur­lönd. Nið­ur­staðan hafi ætíð verið sú að árás á hann myndi kalla á hefndir og mögu­lega draga Banda­ríkja­menn inn í frek­ari átök. Það hafi ein­fald­lega ekki þótt rétt­læt­an­legt.

Stefna Banda­ríkj­anna í sam­skiptum við Íran breytt­ist nokk­uð undir stjórn Obama. Er kjarn­orku­samn­ingnum var svo náð árið 2015 var ein­fald­lega orðið nokkuð fjar­stæðu­kennt að ráð­ast gegn einum hel­sta emb­ætt­is­manni lands­ins. Þegar Trump dró Banda­ríkin svo út úr kjarn­orku­samn­ingnum í maí 2018 breytt­ist því margt.

Maður kemur í manns stað

Ali Vaez, sér­fræð­ingur hjá hug­veit­unni Crisis Group, seg­ist ef­ast um að áhrif þess að fella Suleimani verði þau sem banda­rísk yfir­völd von­ist eft­ir. Í sam­tali við Obser­ver bendir hann á að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna skil­greini Íranska bylt­ing­ar­vörð­inn sem hryðju­verka­sam­tök. Það var gert í apr­íl í fyrra. Það að fella leið­toga Quds-sveit­anna, sem eru áhrifa­mesta deild­in innan bylt­inga­varð­ar­ins, þýði ekki endi­lega að þær verði óstarf­hæf­ar. „Ég held að það verði erfitt að finna mann í stað [Su­leiman­is] en það er ekki ómögu­leg­t,“ ­segir Vaez.

David Schanz­er, sér­fræð­ingur Duke-há­skóla í hryðu­verka­starf­semi, er einn þeirra sem telur að morðið á Suleimani sýni ekki ­styrk Trumps og hans banda­manna heldur þvert á móti veik­leika. „Ákvörðun Trumps að magna fjand­semi með því  að drepa Qassem Su­leimani sýnir að stefna hans í sam­skiptum við Íran mis­heppn­að­ist.“

Og við­brögðin í Íran og Írak hafa ekki látið á sér standa. Á laug­ar­dag fjöl­mennti fólk á götum Bagdad og mót­mælti aðgerðum Banda­ríkj­anna harð­lega. Í dag streymdu þús­undir út á götur í Teheran vegna útfarar Suleiman­is. ­Banda­ríkja­menn í Írak hafa verið hvattir til að yfir­gefa landið og verð á olíu­ hækk­aði skarpt eftir árás­ina. Svar banda­ríska varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins hef­ur m.a. verið það að til­kynna að her­mönnum í Mið­aust­ur­löndum verði fjölgað um 3.500. Íranir hafa hótað hefndum og íraska þingið vill her­afla Banda­ríkj­anna burt frá land­inu.

Margir ótt­ast stríð.

„Það er ekki hægt að ofmeta áhrif­in,“ sagði David Petr­a­eus, ­fyrr­ver­andi yfir­maður leyni­þjón­ust­unnar CIA, og fyrr­ver­andi hers­höfð­ingi í Írak. „Brugð­ist verður við í Írak og lík­lega í Sýr­landi og ann­ars staðar á svæð­in­u.“

Trump hefur svarað með sínum hætti. Seg­ist ekki telja það „góða hug­mynd“ hjá Íran að fara í stríð. Slíkt myndi ekki vara lengi. „Vil ég [fara í stríð]? Nei. Ég vil frið. Ég kann vel við frið.“  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar