Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær

Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.

stórufimm.png
Auglýsing

Fimm fyr­ir­tæki eru í sér­flokki þegar kemur að mark­aðsvirði þeirra ­Banda­ríkj­un­um. Þau eru App­le, Microsoft, Alp­habet (móð­ur­fé­lag Goog­le), Amazon og Face­book. Alls er sam­an­lagt virði þess­ara fimm tækni­fyr­ir­tækja um 18 pró­sent af virði allra þeirra félaga sem mynda S&P 500 vísi­töl­una banda­rísku, sem mælir gang hluta­bréfa í 500 stórum fyr­ir­tækjum sem skráð eru á hluta­bréfa­markað í Banda­ríkj­un­um. 

Það eru yfir­burðir sem hafa ekki áður sést, sam­kvæmt grein­ingu Morgan Stan­ley-­bank­ans. Bank of Amer­ica hefur varað við því að sam­þjöppun á mark­aðnum sé of mikil og að þessi staða „stóru fimm“ tækni­fyr­ir­tækj­anna sýni það glögg­lega. Fyr­ir­sjá­an­legt sé að und­ir­liggj­andi rekstur standi ekki undir síhækk­andi virði. Þessi yfir­burða­staða svona hóps fyr­ir­tækja úr tengdum geira er eins­dæmi í sögu mark­aða og margir sér­fræð­ingar telja að hún sé ekki sjálf­bær.

Samt halda hluta­bréfin bara áfram að hækk­a. 

173 þús­und millj­arðar króna

Síð­asta ár var mikið vaxt­arár á banda­rískum hluta­bréfa­mörk­uð­um. Af þeim 500 félögum sem mynda S&P 500 vísi­töl­una voru ein­ungis 57 fyr­ir­tæki sem féllu í verði á árinu. Hin 443 hækk­uðu. Alls hækk­aði vísi­talan um 29 pró­sent á árin­u. 

Í lok dags 10. jan­úar síð­ast­lið­inn var Apple verð­mætasta fyr­ir­tækið sem myndar hana. Mark­aðsvirði þess var þá um 1,4 trilljónir Banda­ríkja­dala (ein banda­rísk trilljón eru þús­und millj­arð­ar), eða um 173 þús­und millj­arðar íslenskra króna. 

Microsoft er líka metið yfir trilljón dali, Alp­habet (Goog­le) skreið yfir það mark í vik­unni og Amazon hefur áður náð því marki en er nú rétt undir því. Face­book rekur lest­ina af þessum fimm og er metið á „að­eins“ um 77 þús­und millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing
Næstu fimm fyr­ir­tæki á virð­is­list­anum eru Berks­hire Hat­haway, fjár­fest­inga­sjóður War­rens Buf­fet,  Jonh­son&Jonh­son og Proctor&Gamble (tvö fyr­ir­tæki í blönd­uðum iðn­aði og þjón­ust­u), og tvö fjár­mála­fyr­ir­tæki, JP Morgan Chase bank­inn og greiðslu­miðl­un­ar­ris­inn Visa. 

Mikil breyt­ing frá ald­ar­mótum

Þessi þró­un, þar sem tækni­fyr­ir­tækin hafa vaxið umfram alla aðra geira, hefur gest nokkuð hratt þótt tvö fyr­ir­tækj­anna hafa verið stofnuð á átt­unda ára­tugn­um, þ.e. Apple og Microsoft, og tvö á tíunda ára­tugn­um, Amazon og Google. Það yngsta, Face­book, hóf svo starf­semi árið 2004. 

Í net­bólunni í kringum síð­ustu ald­ar­mót náði Microsoft reyndar að verða verð­mætasta fyr­ir­tæki heims og ýmis önnur tækni­fyr­ir­tæki, eins og til dæmis Nokia, Intel og Cisco, komust inn á topp tíu yfir verð­mæt­ustu fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna. Með þeim í þessum hópi voru fyr­ir­tæki í dreifðum iðn­aði og þjóonustu, eins og General Elect­ric, og nokkur olíu­fyr­ir­tæki. 

Þá var smá­söluris­inn Wal­mart, sem er það fyr­ir­tæki í heim­inum sem hefur mesta veltu enn þann dag í dag, líka inn á topp tíu yfir verð­mæt­ustu fyr­ir­tækin á mark­að­i. 

Eftir að net­bólan sprakk með látum varð topp tíu list­inn hins vegar bland­aðri. Fjár­mála­fyr­ir­tæki á borð við banka og trygg­inga­fé­lög komu sterk inn á þessum árum, enda fjár­mála­lega góð­ærið, sem leiddi af sé alþjóð­legt efna­hags­legt fár­viðri frá haustinu 2008 og næstu árin á eft­ir, þá í sínum mesta blóma. 

Á list­anum á þessum árum var líka að finna Pfiz­er, stærsta lyfja­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, eitt tækni­fyr­ir­tæki og gamla kunn­ingja eins og General Elect­ric og Wal­mart.

Kín­verjarnir komu og fóru

Eftir banka­hrunið 2008 breytt­ist allt aft­ur. Árið 2009 voru kín­versk fyr­ir­tæki þau verð­mæt­ustu í heimi. Petr­ochina varð verð­mætasta fyr­ir­tækið árið 2009 og tveir kín­verskir bankar, ICBC og China Commercial bank, náðu líka inn á topp tíu ásamt China Mobile. Á list­anum voru líka þrjú olíu­fyr­ir­tæki (Exxon, Petr­obas og Shell). 

Eina tækni­fyr­ir­tækið á topp tíu var Microsoft, sem sat í fjórða sæti.

Þessi staða breytt­ist hratt árin eft­ir, sér­stak­lega vegna vaxtar tækni­fyr­ir­tækj­anna. Við­snún­ings­punkt­ur­inn hjá App­le, sem oft­ast nær hefur verið verð­mætasta fyr­ir­tæki í heimi síð­ustu ár, var með til­komu fyrsta iPho­ne-sím­ans á markað árið 2007. Sím­inn olli vatna­skilum í neyt­enda­hegð­un, enda bæði öflug tölva, hljóm­flutn­ings­tæki, sjón­varp, mynda­vél og ýmis­legt annað í einum hlut sem passar í vasa not­and­ans.  

Auglýsing
Árið 2014 var Apple orðið verð­mætasta fyr­ir­tæki í heimi og í fjórum efstu sæt­unum á þeim lista voru þrjú tækni­fyr­ir­tæki. Eina sem kom á milli þeirra var olíu­ris­inn Exxon í öðru sæti, en það gaman ent­ist stutt vegna þess að í lok þess árs hrundi olíu­verð og virði fyr­ir­tæk­is­ins sam­hliða því.

Ein­kenni mark­aðs­svæða

Í dag eru tækni­fyr­ir­tæki svo, líkt og áður sagði, í eigin deild. Microsoft, App­le, Amazon og Alp­habet (Goog­le) eru öll orðin að gíga­fyr­ir­tækjum sem heims­byggðin hefur aldrei séð áður. Það sem ein­kennir þau eru að þau tengja sig inn í nær alla geira. Face­book er ekki langt und­an. Í raun hafa þessi fyr­ir­tæki meiri ein­kenni mark­aðs­svæða en hefð­bund­inna fyr­ir­tækja. 

Fjár­hags­staða þeirra er líka ævin­týra­leg, einkum Microsoft og Apple.

Þessi tvö fyr­ir­tæki eru með um 400 millj­arða Banda­ríkja­dali í lausu fé frá rekstri og geta auð­veld­lega stað­greitt risa­fyr­ir­tæki, í mörgum mis­mun­andi geirum án þess að það sjá­ist högg á vanti.

Þannig gæti Microsoft til dæmis keypt allt hlutafé í Star­bucks og Costco, án þess að ógna að neinu marki sjóðum sín­um, með því að greiða fyrir með eigin hlutum og síðan reiðu­fé.

Þessi staða er orðin að miklu póli­tísku hita­máli í Banda­ríkj­unum og víð­ar. Hversu stór geta fyr­ir­tæki orð­ið? Hvernig á að skil­greina þau þegar kemur að sam­keppni? Eru þetta orðin ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki, svo­kall­aðir hlið­verð­ir? 

Lík­legt er að umræða um þetta eigi eftir að magn­ast enn frekar, ekki síst þegar tækni­fyr­ir­tækin fara að herða inn­reið á fjár­mála­mark­aði og fjar­skipti, sam­hliða auk­inni 5G-væð­ingu og frek­ari þróun á gervi­hnatta­mark­aði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar