Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær

Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.

stórufimm.png
Auglýsing

Fimm fyr­ir­tæki eru í sér­flokki þegar kemur að mark­aðsvirði þeirra ­Banda­ríkj­un­um. Þau eru App­le, Microsoft, Alp­habet (móð­ur­fé­lag Goog­le), Amazon og Face­book. Alls er sam­an­lagt virði þess­ara fimm tækni­fyr­ir­tækja um 18 pró­sent af virði allra þeirra félaga sem mynda S&P 500 vísi­töl­una banda­rísku, sem mælir gang hluta­bréfa í 500 stórum fyr­ir­tækjum sem skráð eru á hluta­bréfa­markað í Banda­ríkj­un­um. 

Það eru yfir­burðir sem hafa ekki áður sést, sam­kvæmt grein­ingu Morgan Stan­ley-­bank­ans. Bank of Amer­ica hefur varað við því að sam­þjöppun á mark­aðnum sé of mikil og að þessi staða „stóru fimm“ tækni­fyr­ir­tækj­anna sýni það glögg­lega. Fyr­ir­sjá­an­legt sé að und­ir­liggj­andi rekstur standi ekki undir síhækk­andi virði. Þessi yfir­burða­staða svona hóps fyr­ir­tækja úr tengdum geira er eins­dæmi í sögu mark­aða og margir sér­fræð­ingar telja að hún sé ekki sjálf­bær.

Samt halda hluta­bréfin bara áfram að hækk­a. 

173 þús­und millj­arðar króna

Síð­asta ár var mikið vaxt­arár á banda­rískum hluta­bréfa­mörk­uð­um. Af þeim 500 félögum sem mynda S&P 500 vísi­töl­una voru ein­ungis 57 fyr­ir­tæki sem féllu í verði á árinu. Hin 443 hækk­uðu. Alls hækk­aði vísi­talan um 29 pró­sent á árin­u. 

Í lok dags 10. jan­úar síð­ast­lið­inn var Apple verð­mætasta fyr­ir­tækið sem myndar hana. Mark­aðsvirði þess var þá um 1,4 trilljónir Banda­ríkja­dala (ein banda­rísk trilljón eru þús­und millj­arð­ar), eða um 173 þús­und millj­arðar íslenskra króna. 

Microsoft er líka metið yfir trilljón dali, Alp­habet (Goog­le) skreið yfir það mark í vik­unni og Amazon hefur áður náð því marki en er nú rétt undir því. Face­book rekur lest­ina af þessum fimm og er metið á „að­eins“ um 77 þús­und millj­arða íslenskra króna. 

Auglýsing
Næstu fimm fyr­ir­tæki á virð­is­list­anum eru Berks­hire Hat­haway, fjár­fest­inga­sjóður War­rens Buf­fet,  Jonh­son&Jonh­son og Proctor&Gamble (tvö fyr­ir­tæki í blönd­uðum iðn­aði og þjón­ust­u), og tvö fjár­mála­fyr­ir­tæki, JP Morgan Chase bank­inn og greiðslu­miðl­un­ar­ris­inn Visa. 

Mikil breyt­ing frá ald­ar­mótum

Þessi þró­un, þar sem tækni­fyr­ir­tækin hafa vaxið umfram alla aðra geira, hefur gest nokkuð hratt þótt tvö fyr­ir­tækj­anna hafa verið stofnuð á átt­unda ára­tugn­um, þ.e. Apple og Microsoft, og tvö á tíunda ára­tugn­um, Amazon og Google. Það yngsta, Face­book, hóf svo starf­semi árið 2004. 

Í net­bólunni í kringum síð­ustu ald­ar­mót náði Microsoft reyndar að verða verð­mætasta fyr­ir­tæki heims og ýmis önnur tækni­fyr­ir­tæki, eins og til dæmis Nokia, Intel og Cisco, komust inn á topp tíu yfir verð­mæt­ustu fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna. Með þeim í þessum hópi voru fyr­ir­tæki í dreifðum iðn­aði og þjóonustu, eins og General Elect­ric, og nokkur olíu­fyr­ir­tæki. 

Þá var smá­söluris­inn Wal­mart, sem er það fyr­ir­tæki í heim­inum sem hefur mesta veltu enn þann dag í dag, líka inn á topp tíu yfir verð­mæt­ustu fyr­ir­tækin á mark­að­i. 

Eftir að net­bólan sprakk með látum varð topp tíu list­inn hins vegar bland­aðri. Fjár­mála­fyr­ir­tæki á borð við banka og trygg­inga­fé­lög komu sterk inn á þessum árum, enda fjár­mála­lega góð­ærið, sem leiddi af sé alþjóð­legt efna­hags­legt fár­viðri frá haustinu 2008 og næstu árin á eft­ir, þá í sínum mesta blóma. 

Á list­anum á þessum árum var líka að finna Pfiz­er, stærsta lyfja­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, eitt tækni­fyr­ir­tæki og gamla kunn­ingja eins og General Elect­ric og Wal­mart.

Kín­verjarnir komu og fóru

Eftir banka­hrunið 2008 breytt­ist allt aft­ur. Árið 2009 voru kín­versk fyr­ir­tæki þau verð­mæt­ustu í heimi. Petr­ochina varð verð­mætasta fyr­ir­tækið árið 2009 og tveir kín­verskir bankar, ICBC og China Commercial bank, náðu líka inn á topp tíu ásamt China Mobile. Á list­anum voru líka þrjú olíu­fyr­ir­tæki (Exxon, Petr­obas og Shell). 

Eina tækni­fyr­ir­tækið á topp tíu var Microsoft, sem sat í fjórða sæti.

Þessi staða breytt­ist hratt árin eft­ir, sér­stak­lega vegna vaxtar tækni­fyr­ir­tækj­anna. Við­snún­ings­punkt­ur­inn hjá App­le, sem oft­ast nær hefur verið verð­mætasta fyr­ir­tæki í heimi síð­ustu ár, var með til­komu fyrsta iPho­ne-sím­ans á markað árið 2007. Sím­inn olli vatna­skilum í neyt­enda­hegð­un, enda bæði öflug tölva, hljóm­flutn­ings­tæki, sjón­varp, mynda­vél og ýmis­legt annað í einum hlut sem passar í vasa not­and­ans.  

Auglýsing
Árið 2014 var Apple orðið verð­mætasta fyr­ir­tæki í heimi og í fjórum efstu sæt­unum á þeim lista voru þrjú tækni­fyr­ir­tæki. Eina sem kom á milli þeirra var olíu­ris­inn Exxon í öðru sæti, en það gaman ent­ist stutt vegna þess að í lok þess árs hrundi olíu­verð og virði fyr­ir­tæk­is­ins sam­hliða því.

Ein­kenni mark­aðs­svæða

Í dag eru tækni­fyr­ir­tæki svo, líkt og áður sagði, í eigin deild. Microsoft, App­le, Amazon og Alp­habet (Goog­le) eru öll orðin að gíga­fyr­ir­tækjum sem heims­byggðin hefur aldrei séð áður. Það sem ein­kennir þau eru að þau tengja sig inn í nær alla geira. Face­book er ekki langt und­an. Í raun hafa þessi fyr­ir­tæki meiri ein­kenni mark­aðs­svæða en hefð­bund­inna fyr­ir­tækja. 

Fjár­hags­staða þeirra er líka ævin­týra­leg, einkum Microsoft og Apple.

Þessi tvö fyr­ir­tæki eru með um 400 millj­arða Banda­ríkja­dali í lausu fé frá rekstri og geta auð­veld­lega stað­greitt risa­fyr­ir­tæki, í mörgum mis­mun­andi geirum án þess að það sjá­ist högg á vanti.

Þannig gæti Microsoft til dæmis keypt allt hlutafé í Star­bucks og Costco, án þess að ógna að neinu marki sjóðum sín­um, með því að greiða fyrir með eigin hlutum og síðan reiðu­fé.

Þessi staða er orðin að miklu póli­tísku hita­máli í Banda­ríkj­unum og víð­ar. Hversu stór geta fyr­ir­tæki orð­ið? Hvernig á að skil­greina þau þegar kemur að sam­keppni? Eru þetta orðin ein­ok­un­ar­fyr­ir­tæki, svo­kall­aðir hlið­verð­ir? 

Lík­legt er að umræða um þetta eigi eftir að magn­ast enn frekar, ekki síst þegar tækni­fyr­ir­tækin fara að herða inn­reið á fjár­mála­mark­aði og fjar­skipti, sam­hliða auk­inni 5G-væð­ingu og frek­ari þróun á gervi­hnatta­mark­aði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn í Kraganum
Forvali Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi lauk kl. 17:10 í dag. Umhverfis- og auðlindaráðherra verður oddviti flokksins í kjördæminu í komandi kosningum.
Kjarninn 17. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Kjarninn 17. apríl 2021
Ásta Möller, fyrir miðju, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áratug með hléum í upphafi aldar. Hún segir ekkert eðlilegra en að varaformaður flokksins sækist eftir oddvitasæti í sínu kjördæmi.
Telur „mikilvægt að veita varaformanni Sjálfstæðisflokksins brautargengi“
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú kjósandi í Norðvesturkjördæmi, segir að enginn eigi neitt gefið í pólitík og styður Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur í komandi prófkjörsbaráttu við Harald Benediktsson.
Kjarninn 17. apríl 2021
Hvað gerist ef þú fellur í glóandi hraun?
Eigendur Icelandic Lava Show skrifa hraunmola vikunnar á Kjarnann. Þessi er númer tvö.
Kjarninn 17. apríl 2021
Flugfélagið Play kynnti sig til leiks í árslok 2019. Síðan kom heimsfaraldur, en nú er komið nýtt fjármagn að borðinu og stefnt að flugi á næstu mánuðum.
Segir að það sé „sérstök orka“ og „rosalegur kraftur“ hjá Play, sem undirbýr flugtak
Birgir Jónsson, nýráðinn forstjóri flugfélagsins Play, segir að honum líði eins og allt sem hann hafi gert hingað til hafi verið uppbygging að því takast á við forstjórastarfið hjá Play. Félagið auglýsir í dag tvær yfirmannastöður lausar til umsóknar.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar