Farið og Hagavatn. Mynd: Ellert Grétarsson

Hagavatnsvirkjun: Frá stórhugmynd til smávirkjunar

Orkustofnun endurnýjaði í fyrra rannsóknarleyfi Íslenskrar vatnsorku ehf. vegna áforma um 18 MW virkjun við Hagavatn. Í nýrri tillögu er rætt um 9,9 MW virkjun, rétt undir þeim mörkum sem kalla á meðferð í rammaáætlun.

Íslensk vatns­orka ehf. áformar að reisa rétt tæp­lega 10 MW ­virkjun við Haga­vatn sunnan Lang­jök­uls. Fram­kvæmdin yrði innan mið­há­lend­is­lín­u og að hluta í óbyggðu víð­erni. Fyrstu hug­myndir gerðu ráð fyrir stór­virkjun en á síð­ari stigum og er verk­efnið var kynnt fyrir fag­hóp­um ramma­á­ætl­unar var aflið 20 MW. Í nýrri til­lögu að mats­á­ætl­un, sem lögð var fram í lok síð­asta árs, er það svo komið niður í 9,9 MW. Rann­sókn­ar­leyfi, sem Orku­stofnun end­ur­nýj­aði í fyrra, mið­ast hins vegar við 18 MW.

Þó að megawöttin séu færri er umfang fram­kvæmd­ar­inn­ar ­sjálfrar nokkuð sam­bæri­legt á milli til­lagna. Stíflur eru jafn marg­ar, jafn háar og svipað langar og miðl­un­ar­lónið sem yrði til með stíflun Haga­vatns yrði jafn stórt. Ef upp­sett afl er innan 10 megawatta þarf virkj­un­ar­kostur ekki að fara í gegn­um ­ferli ramma­á­ætl­un­ar. Í til­lögu að þriðja áfanga henn­ar, sem leggja á fram á vor­þingi, er hug­myndin um 20 MW Haga­vatns­virkjun enn í bið­flokki.

Til­laga að mats­á­ætlun er eitt af þeim skrefum sem tekin eru við mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda og end­an­leg áætl­un, sem sam­anstendur af ­til­lögu fram­kvæmda­að­ila og ákvörðun Skipu­lags­stofn­unar um hana, lýsir því með­ hvaða hætti leggja skal mat á umhverf­is­á­hrif.

Í athuga­semdum nátt­úru­vernd­ar­sam­taka við til­lögu að ­mats­á­ætlun Haga­vatns­virkj­unar er það sem þau telja upp­brot fram­kvæmd­ar­inn­ar harð­lega gagn­rýnt og sagt óheim­ilt. Ekki verði betur séð en að um söm­u fram­kvæmd og áður sé að ræða.

„Dag­ljóst er að fram­kvæmd­ar­að­ili reynir með und­an­brögðum að kom­ast hjá því að fara að gild­andi lögum í land­in­u,“ segir í umsögn ­Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Suð­ur­lands. „Heildar umhverf­is­á­hrif fram­kvæmda vegna ­fyr­ir­hug­aðrar 18 MW Haga­vatns­virkj­unar er það sem metið skal, í einu lag­i.“

Í við­tali Morg­un­blaðs­ins í nóv­em­ber í fyrra við Eirík Braga­son, fram­kvæmda­stjóra Íslenskrar vatns­orku, kemur fram að um fyrsta áfanga stærri virkj­unar sé að ræða. 

Fara bæði Land­vernd og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suð­ur­lands fram á að Skipu­lags­stofnun vísi til­lög­unni frá.

Hug­myndir um að hækka vatns­borð Haga­vatns með því að stífla útfall þess, Far­ið, eru ekki nýjar af nál­inni. Á árum áður var það fyr­ir­hugað sem lið­ur í upp­græðslu­verk­efni vegna sand­foks og „mikið áhuga­mál“ sveit­ar­stjórn­ar Blá­skóga­byggðar og sveit­ar­stjórnar Bisk­ups­tungna­hrepps þar á und­an. Á síð­ar­i árum kvikn­aði áhugi á að nýta þá fram­kvæmd og vatn Haga­vatns til­ orku­fram­leiðslu.

Tvö stór hlaup á fyrri hluta 20. aldar

En hver er saga Haga­vatns sem sumir vilja stífla, aðr­ir ­virkja og enn aðrir vernda í núver­andi ástandi?

Skrið og hop Lang­jök­uls og skrið­jökla hans, Vest­ari- og Eystri-Haga­fellsjökla, eru stærstu mót­un­aröflin sem áhrif hafa á Haga­vatn. Á fyrstu árum 20. aldar var það um 30 fer­kíló­metrar í stað um 4 km² í dag. Árið 1929 brast jök­ulstífla og mikið hlaup varð í Far­inu og Tungufljóti. Við þetta mynd­að­ist Leyni­foss. Tíu árum seinna hljóp Haga­vatn aft­ur, fór í nýjan far­veg, Nýi­foss mynd­að­ist og Leyni­foss hvarf. Við þetta ­lækk­aði vatns­yf­ir­borðið um 10 metra.

Síðan þá hafa land­mót­un­aröfl haldið áfram með hopi og skriði jöklanna. 

Hagavatn var mun stærra við upphaf síðustu aldar. Í hlaupi árið 1929 varð Nýifoss í Farinu til.
Einar Ragnar Sigursson

Gert er ráð fyrir 20 MW Haga­vatns­virkjun í nýlega sam­þykkt­u að­al­skipu­lagi Blá­skóga­byggð­ar. „Til að draga úr upp­blæstri í nágrenni Haga­vatns­ og minnka fok yfir byggð­ina þá er stefnt að því að end­ur­heimta Haga­vatn í þeirri mynd sem það var fyrir hlaupið árið 1939,“ segir í grein­ar­gerð. „End­ur­heimt Haga­vatns er for­senda þess að hægt sé að ráð­ast í frek­ari land­græðslu­að­gerð­ir sunnan þess. Til að auka hag­kvæmni fram­kvæmd­ar­innar er æski­legt að nýta stækk­að Haga­vatn til raf­orku­fram­leiðslu.“

Land­græðslan hafði hug á því árið 1996 að reisa 15 metra háa stíflu og „sökkva gömlum vatns­botni Haga­vatns undir vatn og stöðva þannig áfok ­sem talið er ógna gróðri á heiðum uppi af Bisk­ups­tungum og Laug­ar­dal“, eins og ­sagði í frum­mats­skýrslu. Skipu­lags­stjóri féllst á fram­kvæmd­ina með skil­yrðum en um­hverf­is­ráðu­neytið úrskurð­aði hana í frekara umhverf­is­mat því það taldi ekki fyr­ir­liggja ­rann­sóknir sem styddu þá full­yrð­ingu að sand­fok mætti rekja til upp­þornaðra vatns­botna Haga­vatns frekar en til nær­liggj­andi svæða.

Ekk­ert varð af þessum fram­kvæmd­um.

Kort úr kynningu Orkuveitu Reykjavíkur á virkjun Hagavatns árið 2009.

Árið 1985 vann Orku­stofnun for­at­hugun að virkjun við Haga­vatn og var upp­sett afl mögu­legrar virkj­unar áætlað 30-40 MW. Næstu árin héldu ýmsar rann­sóknir áfram og árið 2007 gerðu Orku­veita Reykja­vík­ur­, Land­græðslan, Blá­skóga­byggð og land­eig­endur með sér sam­komu­lag um könnun á því að end­ur­heimta eldri stærð Haga­vatns. Mark­miðið með end­ur­heimt­inni var að hefta sand­fok og átti að kanna mögu­leika raf­orku­fram­leiðslu sam­hliða.

Orku­veitan hafði fyrr það ár fengið úthlutað rann­sókn­ar­leyf­i á svæð­inu og nokkrum árum síð­ar, er virkj­un­ar­kost­ur­inn var til umfjöll­unar í verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­un­ar, var Haga­vatns­virkjun orðið sam­vinnu­verk­efni Orku­veit­unnar og Íslenskrar vatns­orku ehf. Fyr­ir­huguð stærð virkj­unar var þá 20 MW.

Ekki jöfn­un­ar­lón heldur end­ur­heimt vatns

Verk­efn­is­stjórnin setti virkj­un­ina í bið­flokk og við þá á­kvörðun var Íslensk vatns­orka ósátt. Í athuga­semdum félags­ins sagði að all­ar „eðli­legar og nauð­syn­legar rann­sókn­ir“ hefðu farið fram og að þær sýndu að verk­efnið hefði „lág­marks­á­hrif á umhverf­ið“.

Eyþór Arn­alds, núver­andi odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, var stjórn­ar­for­maður Haga­vatns­virkj­unar ehf., félags sem Íslensk vatns­orka stofn­aði um verk­efn­ið. Í við­tali við mbl.is í upp­hafi árs 2012 sagð­i hann að um hreina rennsl­is­virkjun yrði að ræða. „Það er ekki verið að fara í jöfn­un­ar­lón eða neitt slíkt heldur ein­fald­lega að end­ur­heimta vatnið sem var þarna áður.“

En bið­flokkur í ramma­á­ætlun var nið­ur­staðan sem sam­þykkt var á þingi árið 2013.

Nýifoss í Farinu. Í tillögu að matsskýrslu um Hagavatnsvirkjun segir að vatn yrði tekið af fossinum.
Ellert Grétarsson

Í mars árið 2015 lagði meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþing­is til að fjórir virkj­ana­kostir yrðu færðir úr bið­flokki í nýt­ing­ar­flokk, með­al­ ann­ars Haga­vatns­virkj­un. Til grund­vallar lágu m.a. umsagnir Íslenskrar vatns­orku þar sem fram kom að um rennsl­is­virkjun með stöð­ugu vatns­borði yrði að ræða. Það var ekki sam­hljóma skýrslu sem verk­fræði­stofan Mann­vit vann um til­hög­un ­virkj­un­ar­innar eins og rakið var í ítar­legri frétta­skýr­ingu á Kjarn­anum á þeim tíma.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, til­kynnti svo í maí þetta ár að breyt­inga­til­lagan sem gerði ráð fyr­ir­ Haga­vatns­virkjun í nýt­ing­ar­flokki, hefði verið dregin til baka. Væri það gert til að „leiða fram sem mesta mögu­lega sátt“.

Kennslu­bók­ar­dæmi um hörf­un­ar­sögu jök­uls

Vinna var þá þegar hafin við þriðja áfanga áætl­un­ar­innar og enn var það nið­ur­staða verk­efn­is­stjórnar að virkj­unin skyldi í bið­flokk. Í loka­skýrslu hennar, sem gefin var út í ágúst 2016, er fjallað ítar­lega um virkj­ana­kost­inn Haga­vatns­virkj­un. Þar segir að svæðið hafi fengið hæstu mögu­leg­u verð­mæta­ein­kunnir fyrir víð­erni og jarð­grunn og að mati fag­hóps sé það „­kennslu­bók­ar­dæmi um hörf­un­ar­sögu jök­uls á 19. og 20. öld með til­heyr­and­i ­vanda­mál­um, flóðum og foki“.

Þar kemur enn fremur fram að virkj­un­ar­mann­virki myndu að hluta til lenda inni á svæði sem er óbyggt víð­erni og „virkjun á svæð­inu væri inn­grip í óraskað land­svæði þar sem nátt­úran hefur fengið að þró­ast án álags af ­mann­legum umsvif­um“.

Þá benti verk­efn­is­stjórn á að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá­ ­virkj­un­ar­að­ila komi til greina að veita Jarl­hettu­kvísl um skurð í Haga­vatn til­ að auka afkasta­getu virkj­un­ar. Yrði það gert myndi vatnafar svæð­is­ins breytast og áin sem rennur hjá nær­liggj­andi sælu­húsi hverfa. „Í ljósi fram­an­greindra þátta telur verk­efn­is­stjórn rétt, með til­liti til almanna­hags­muna, að bíða með­ á­kvörðun um ráð­stöfun svæð­is­ins.“

Stóra-Jarlhetta, einnig þekkt sem Tröllhetta.
Einar Ragnar Sigurðsson

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga sem byggð er á nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar hefur tví­vegis verið lögð fram á þingi en vegna tíðra stjórn­ar­skipta hefur hún ekki enn verið afgreidd. Til stendur að leggja hana fram í þriðja sinn og í ó­breyttri mynd nú á vor­þingi.

Á meðan hefur félagið Íslensk vatns­orka ehf. ekki set­ið auðum hönd­um. Í lok árs 2018 sótti það um fram­leng­ingu rann­sókn­ar­leyfis vegna virkj­un­ar­á­for­manna til Orku­stofn­un­ar. Féllst stofn­unin í byrjun árs 2019 á að fram­lengja leyf­ið til árs­loka 2023.

Í þeirri umsókn félags­ins sagði m.a. að hug­myndir um Haga­vatns­virkjun hefðu tekið nokkrum breyt­ingum og að virkj­un­ar­hug­myndin væri „ mun umhverf­is­vænni útfærslu en áður var áform­að“. Hún yrði 18 MW í stað 35 MW og útfærð sem rennsl­is­virkj­un, „þ.e. mun minni sveiflur verði á vatns­borði ofan stíflu“.

Ekki keyrðar á fullu afli

Gert væri ráð fyrir þremur 6 MW vélum og að vatna­svið Jarl­hetta, röð móbergst­inda við Eystri-Haga­fells­jök­ul, yrði einnig nýtt. „Þar ­sem nýt­ing Jarl­hetta er að hluta til við­kvæmara mál sem þarfn­ast betri skoð­un­ar þá var ákveðið að byrja á fyrstu tveimur áföng­unum við virkj­un­ina, þ.e. tveim­ur 6 MW vélum sem þó yrðu ekki keyrðar á fullu afli eða um 9,9 MW. Með slík­um ­rekstri næst nokkuð jöfn nýt­ing á vél­bún­aði meg­in­hluta árs­ins. Mik­il­vægt er þó að halda til haga áformum um fulla stærð virkj­un­ar­innar 18 MW.“

Í nóv­em­ber í fyrra, nokkrum mán­uðum eftir að ­rann­sókn­ar­leyfið var end­ur­nýj­að, lagði Haga­vatns­virkjun ehf. fram til­lögu að mats­á­ætl­un og var hún birt og aug­lýst á vef Skipu­lags­stofn­un­ar. Í henni er sem fyrr seg­ir fjallað um allt að 9,9 MW virkj­un. Hvergi er minnst á það að stærri útfærsla sé í bið­flokki ramma­á­ætl­unar og þess hvergi getið að um fyrsta áfanga virkj­unar sé að ræða. Þá kemur heldur ekki fram að fyr­ir­huguð sé nýt­ing á vatna­svið­i Jarl­hetta.

Fram­kvæmda­stjóri Íslenskrar vatns­orku stað­festi hins vegar í við­tali við Morg­un­blaðið síðla árs í fyrra að áformin nú væru fyrsti áfangi stærri virkj­un­ar. 

Jarlhettudalur. Í umsókn að endurnýjun rannsóknarleyfis vegna hugmynda um virkjun Hagavatns kom fram að hugmynd væri uppi um að nýta vatnasvið Jarlhetta.
Einar Ragnar Sigurðsson

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök segja í athuga­semdum sínum að ekki sé heim­ilt sam­kvæmt lögum að skipta fram­kvæmd upp með þeim hætti sem til­lagan ráð­ger­i og benda á að fyr­ir­ætl­anir fram­kvæmda­að­il­ans sjá­ist glöggt í umsókn um end­ur­nýjun rann­sókn­ar­leyfis þar sem segi að „mik­il­vægt“ sé að „halda til haga á­formum um fulla stærð virkj­un­ar­innar 18 MW“.

Í mats­á­ætl­un­ar­til­lög­unni sem verk­fræði­stofan Mann­vit vinn­ur ­fyrir Haga­vatns­virkjun ehf., segir að til­högun virkj­un­ar­innar gangi út á að ­virkja Far­ið, hækka vatns­borð vatns­ins og nota það sem miðlun og til að hefta á­fok af svæð­inu. „Með end­ur­heimt Haga­vatns er von­ast til að gróð­ur­þekja aukist og að svifryks­mengun minnki með bættum lífs­gæðum á svæð­inu og í byggð, einkum í upp­sveitum Árnes­sýslu.“

Fimm metra sveifla

Í inn­gangi skýrsl­unnar segir að um „sam­bæri­lega aðgerð“ sé að ræða og Land­græðsla rík­is­ins stóð fyrir á sínum tíma við Sand­vatn þeg­ar vatns­borð var hækkað með stífl­um. „Eini mun­ur­inn er sá að vatns­borði Sand­vatns­ er haldið stöð­ugu á meðan gert er ráð fyrir að sveifla vatns­borði Haga­vatns um 5 metra.“

Byggðar yrðu tvær stífl­ur; ofan við Nýja­foss og ofan við Leyni­foss. Stíflan við Nýja­foss yrði um 250 metra löng og ­mesta hæð um 25 metr­ar. Stíflan ofan við Leyni­foss yrði mest um 15 metrar á hæð og um 300 metrar að lengd. Gert er ráð fyrir að vatns­borð Haga­vatns yrði þá 455 m.y.s. og lón­stærð um 23 km² en að hægt yrði að „draga niður í því“ um 5 metra og yrði lón­stærð þá um 17 km². Ein­ungis yrði virkjað „til að nýta til­tæka orku“ og er aflið þá um 9,9 MW. 

Er fyr­ir­huguð 20 MW Haga­vatns­virkjun var kynnt fyrir fag­hópum ramma­á­ætl­unar árið 2015 komu fram sam­bæri­leg atriði; ein­ungis yrð­i ­virkjað „til að nýta til­tæka orku“ en aflið þá um 20 MW. Stíflur við Leyni­foss og Nýja­foss eru með sama sniði og flat­ar­mál lóns jafn stórt og sveifla á vatns­borði þess jafn mik­il. Það sem skilur að er að í nýju til­lög­unni er ekki ­talað um virkjun Jarl­hettu­kvíslar og stífla við Leyni­foss hefur lengst um 20 ­metra og stífla ofan Nýja­foss um 50 metra, svo dæmi séu tek­in.

 Land­vernd krefst frekari ­skýr­inga á þessum breyt­ingum á afli virkj­un­ar­innar og svara við því hvaða hug­myndir séu uppi um nýt­ingu vatna­sviðs Jarl­hetta. „Rök­styðja þarf hvers vegna ­til­laga að mats­á­ætlun um 9,9 MW virkj­un­ar­hug­mynd heyrir ekki undir ramma­á­ætl­un þegar áform eru um afl­meiri virkj­un.“

Hvað hug­myndir um heft­ingu foks frá svæð­inu varðar bend­ir Land­vernd á að gert sé ráð fyrir allt að 5 metra sveiflum í uppi­stöðu­lón­inu og að þegar vatns­staðan í því verði lægst verði 6 km² „af leir­ugum lón­botni á þurru landi sem skapar mikla hættu á jarð­vegs­foki“.

Langjökull ofan Hagavatns og Farið, útfall þess.
Ellert Grétarsson

Flat­ar­mál íslenskra jökla hefur minnkað um rúm­lega 750 km² ­síðan árið 2000 og  síð­ustu ár hef­ur heild­ar­flat­ar­mál þeirra minnkað að með­al­tali um u.þ.b. 40 km² árlega. Á árin­u 2018 hop­uðu jök­ul­sporðar víða um tugi metra og Haga­fells­jök­ull eystri í Langjökli stytt­ist um 700 metra þegar dauðís­breiða slitn­aði frá sporð­in­um.

„Ljóst er að líf­tími Lang­jök­uls héðan af verður ekki mæld­ur í öld­um,“ stendur í athuga­semdum Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Suð­ur­lands og benda þau á mik­il­vægi þess að bera virð­ingu fyrir síkvikri nátt­úr­unni. Óraun­hæft sé að ætl­a ­sér að „end­ur­heimta“ stöðu jök­ul­lóns á borð við Haga­vatn. Fyr­ir­séð sé að ­jök­ull­inn muni halda áfram að hopa hratt og að breyt­ingar á landi verði mikl­ar. „­Vegna áfram­hald­andi hops Lang­jök­uls er ein­sýnt að þótt Farið yrði stíflað og flat­ar­mál Haga­vatns með því auk­ið, myndi það ekki leysa þann fok­vanda sem lýst hefur verið og lagður er til grund­vallar umræddum fram­kvæmd­um.“

Skipu­lags­ferlið varð­andi fyr­ir­hug­aða Haga­vatns­virkjun er enn skammt á veg kom­ið. Í til­lögu að mats­á­ætlun er tekið fram að eftir eigi að rann­saka til hlýtar hvaða áhrif stækkun Haga­vatns kæmi til með að hafa á sand­fok og svifryks­mengun frá svæð­inu. Þá standi til að kort­leggja hörf­un­ar­sögu Haga­fellsjökla.

Skipu­lags­stofnun á eftir að taka ákvörðun um þá til­lögu sem rakin var hér að fram­an. Í kjöl­farið gæti tekið við vinna að frum­mats­skýrslu fram­kvæmda­að­ila, þar sem virkj­ana­á­formin eru útfærð nákvæm­ar. Sú skýrsla þarfn­ast svo einnig álits Skipu­lags­stofn­un­ar. Í öllu því ferli gefst færi á athuga­semd­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar