Blekkingum beitt til að koma Hagavatnsvirkjun yfir í nýtingarflokk

Hagavatn_._Eystri.Hagafellsj.kull_.1.jpg
Auglýsing

Tvær umsagnir sem félagið Íslensk Vatnsorka (ÍV) hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis, til að knýja á um að virkjunarkostur við Hagavatn sunnan Langjökuls verði færður úr biðflokki yfir í nýtingaflokk við endurskoðun Rammaáætlunar, stangast á við skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir félagið um tilhögun virkjunarinnar.

Meirihluti atvinnuveganefndar vill að Hagavatnsvirkjun, sem áætlað er að verði um 20 megavött að stærð, verði færð úr biðflokki yfir í nýtingarflokk og hefur unnið tillögu til þingsályktunar þess efnis, þrátt fyrir að verkefnisstjórn um rammaáætlun hafi ekki fjallað um virkjunina. Fjölmargar umsagnir hafa borist nefndinni, sem mun taka afstöðu til umsagnanna áður en hún ákveður hvort leggja skuli þingsályktunartillöguna fram á þingi til samþykktar.

Sandfok mikið vandamál á svæðinu


Í umsögnum ÍV til atvinnuveganefndar er fullyrt að Hagavatnsvirkjun verði svokölluð rennslisvirkjun með stöðugu vatnsborði sem muni sporna gegn sandfoki, sem er ríkjandi vandamál á svæðinu. Hagavatn er um fimm ferkílómetrar að flatarmáli í dag, en gert er ráð fyrir að það muni stækka upp í 23 ferkílómetra ef af virkjun verður, sem er álíka stærð og Hagavatn eitt sinn var. Þurrum botni Hagavatns er ekki hvað síst um að kenna áðurnefnt sandfok á svæðinu.

Samkvæmt Ólafi Arnalds, prófessors í jarðvegsfræði, er Hagavatnssvæðið á meðal virkustu uppfokssvæða landsins. Í samtali við fréttastofu RÚV árið 2012 sagði Ólafur að mjög mikilvægt væri að yfirborð Hagavatns héldist stöðugt. Með lækkun vatnsyfirborðsins myndi jökulburður, sem gjarnan innihaldi mikið af fokefnum, fjúka mjög mikið á svæðinu og skapa „mjög alvarlegar aðstæður.“ Ein ástæða þess að verkefnisstjórn um rammaáætlun hefur ekki lokið umfjöllun sinni um Hagavatnsvirkjun eru upplýsingar sem komu seint fram um sandfok sem verkefnisstjórnin vill skoða betur.

Ósamræmi í málatilbúnaði Íslenskrar vatnsorku


Íslensk Vatnsorka, sem sækir fast að fá að byggja 20 megavatta virkjun við Hagavatn, sendi inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir: „Virkjunin hefur nú verið útfærð á mun umhverfisvænni hátt, m.a. með stöðugu vatnsborði án dægursveiflna.“ Þá er vísað til umsagnar Landgræðslu ríkisins í umsögn ÍV þar sem segir: „...en ef fyrirhugað lón fyrir rennslisvirkjun yrði myndað, myndi það tvímælalaust draga úr sandfoki á austurhluta svæðisins sunnan Langjökuls.“

Auglýsing

Í annarri umsögn ÍV sem félagið sendi atvinnuveganefnd Alþingis þann 12. febrúar síðastliðinn segir ennfremur: „Rannsóknir á virkjunarvalkostinum hafa leitt í Ijós að auka má verulega hin jákvæðu áhrif virkjunarinnar á sandfok með því að útfæra virkjunina sem rennslisvirkjun með stöðugu vatnsborði, en áður var hún útfærð sem toppaflsvirkjun.“

Fullyrðingar ÍV í umsögnum félagsins til atvinnuveganefndar Alþingis, að um svokallaða rennslisvirkjun sé að ræða, stangast á við skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann fyrir ÍV og send var verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar í janúar, eða á milli umsagnanna.

Þar er gert ráð fyrir árlegri vatnsborðssveiflu upp á fimm metra í Hagavatni, það er að fimm metrum muni muna á vatnsyfirborði vatnsins í hæstu og lægstu stöðu. Þá segir í skýrslunni að flatarmál vatnsins verði 23 ferkílómetrar í hæstu stöðu, en það muni fara niður í tæpa 17 ferkílómetra í lægstu stöðu. Það þýðir að um sex ferkílómetrar koma á þurrt þegar vatnsstaða lónsins er lág, sem munu væntanlega auka á uppfok á svæðinu.

Miklar efasemdir uppi um að virkjunin geti orðið rennslisvirkjun


Í samtali við Kjarnann segir Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri Landverndarsviðs hjá Landgræðslu ríkisins, að mjög brýnt sé að lón Hagavatnsvirkjunar verði með stöðugu yfirborði. Ef svo verði ekki raunin muni Landgræðslan fara yfir málið að nýju.

Heimildamenn Kjarnans sem til þekkja segja að uppi séu miklar efasemdir um að hægt verði að byggja Hagavatnsvirkjun sem rennslisvirkjun, til þess sé ekki nægilegt rennsli á vatnasvæði virkjunarinnar. Það skýri ef til vill ósamræmi í annars vegar umsögnum Íslenskrar Vatnsorku til atvinnuveganefndar Alþingis og skýrslu verkfræðistofunnar Mannvits sem unnin var fyrir fyrirtækið og send var verkefnisstjórn um Rammaáætlun.

Hvorki náðist í Eyþór Arnalds, stjórnarformann Íslenskrar vatnsorku, né Eirík Bragason, framkvæmdastjóra félagsins, við vinnslu þessarar fréttar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira eftir höfundinnÆgir Þór Eysteinsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None