Gyðingar í Evrópu óttast vaxandi andúð og hatur

h_51766557-1.jpg
Auglýsing

Gyð­ingar í Evr­ópu eru ótta­slegnir vegna ódæð­anna í París í síð­asta mán­uði og Kaup­manna­höfn um síð­ustu helgi. Þeir segja andúð á gyð­ingum í mörgum Evr­ópu­löndum fara vax­andi og ótt­ast hið versta.

Gyð­ingar í mörgum Evr­ópu­löndum segj­ast um langt skeið hafa fundið fyrir vax­andi andúð í sinn garð. Þessi andúð birt­ist með ýmsu móti: veist sé að þeim á götum úti og hróp séu gerð að þeim, hnýtt sé í þá í versl­un­um, þeir fái í auknum mæli alls kyns hót­anir á net­inu, harð­ari tónn en áður sé í greinum sem birt­ast í fjöl­miðlum og í umræðu­þáttum í útvarpi og sjón­varpi.

Þegar leitað er skýr­inga svara margir því til að fram­koma Ísra­ela gagn­vart Palest­ínu­mönnum sé ein helsta orsök­in. Þótt margir gyð­ingar vilji kannski ekki bein­línis taka undir þessar skýr­ingar segja þeir að hót­unum í sinn garð hafi fjölgað mjög eftir átökin á Gasa síð­ast­liðið sum­ar. Þar gengu Ísra­elar mjög hart fram gegn Palest­ínu­mönnum og þegar átök­unum lauk, eftir 50 daga, lágu rúm­lega 2100 Palest­ínu­menn í valnum (72 Ísra­elar féllu) og bær­inn Beit Hanoun nyrst á Gasa strönd var nán­ast rústir einar eftir árásir Ísra­ela.

Auglýsing

Þótt gyð­ingar í Evr­ópu hafi vita­skuld ekki komið nærri þessum átökum og beri þar enga ábyrgð bitnar reiði fólks í mörgum löndum á þeim. Þessi andúð, eða hat­ur, hefur auk­ist jafnt og þétt á und­an­förnum árum og kostað manns­líf; í mars 2012 voru þrjú börn og kenn­ari myrt við skóla gyð­inga í Tou­louse í Frakk­landi, í maí í fyrra lét­ust þrír þegar franskur maður hóf skyndi­lega skot­hríð á gyð­inga­safn­inu í Brus­sel og einn lést síðar af sárum sín­um.

Árásin á mat­vöru­versl­un­ina í París er flestum í fersku minni eins og árásin á bæna­hús gyð­inga hér í Kaup­manna­höfn um síð­ustu helgi. Þótt sami maður og réðst á bæna­húsið hafi verið að verki við Krudttønden á Aust­ur­brú, er ekki beint hægt að tengja það til­ræði við gyð­inga­hat­ur, sama gildir um ódæð­is­verkin á rit­stjórn­ar­skrif­stofum Charlie Hebdo. Þar var það tján­ing­ar­frelsið sem vegið var að.

Frá samstöðufundi í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París. Frá sam­stöðu­fundi í kjöl­far hryðju­verka­árásanna í Par­ís.

Alls staðar sama sagan  



Fjöl­menn­ustu sam­tök gyð­inga í Evr­ópu, European Jewish Associ­ation, segja sömu sög­una blasa við hvert sem landið sé. Gyð­ingar séu alls staðar skot­spónn og þeir ótt­ist um líf sitt. Sam­tökin hafa lengi barist fyrir því að gyð­ingar njóti auk­innar verndar og gæslu, til dæmis við sam­komu- og bæna­hús, skóla og aðra staði þar sem gyð­ingar koma sam­an.

Tals­menn sam­tak­anna segja yfir­völd í flestum löndum hafi lítið gert með við­var­anir en eftir atburði síð­ustu vikna muni það von­andi breyt­ast. „Við erum Danir þótt við séum jafn­framt gyð­ing­ar,“ sagði Dan Ros­en­berg Asmus­sen, for­maður sam­taka gyð­inga í Dan­mörku í við­tali, „við eigum sama rétt og aðrir borg­arar á því að öryggis okkar sé gætt.“ Lög­reglan segir að örygg­is­gæsla við sam­komu­staði og bæna­hús gyð­inga hafi verið aukin eftir hryðju­verkin í París en gyð­ingar segj­ast ekki hafa séð þess nein merki.

Þið eigið að koma heim“



Benja­min Net­anya­hu, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, lét þessi orð falla eftir atburði síð­ustu helgar hér í höf­uð­borg Dan­merk­ur. Danskur gyð­ingur sagði að ef þessi orð hefðu verið látin falla við aðrar aðstæður hefðu þau „nán­ast verið eins og mis­heppn­aður brand­ari.“ „Við erum Danir og eigum heima í Dan­mörku.“

Orð Net­anyahu ber að skoða í ljósi þess að hann stendur í kosn­inga­bar­áttu og vil styrkja ímynd sína sem hinn ábyrgi lands­fað­ir. En þetta „heima“ hvað er það og hvernig er það? Svarið við þess­ari spurn­ingu fer eftir því hver er spurð­ur. Á síð­asta ári fluttu til dæmis helm­ingi fleiri frá Ísr­ael til Dan­merkur en frá Dan­mörku til Ísra­els. Þá vaknar spurn­ingin hvernig standi á því?

Svarið er oft­ast á þá leið að lífið í Ísr­ael sé ekki neinn dans á rós­um. Lífs­kjörin allt önnur og lélegri en víð­ast hvar í Evr­ópu, ekki síst sam­an­borið við Norð­ur­lönd­in. Einn sem við var rætt í dönskum fjöl­miðli sagði að hann gæti ekki þolað fram­komu Ísra­ela gagn­vart Palest­ínu­mönnum á sama tíma og Ísra­elar kvört­uðu undan fram­komu og við­móti ann­arra gagn­vart þeim. „Maður veit aldrei hvað mætir manni á næsta götu­horn­i,“ sagði einn sem flutti frá Ísr­ael til Dan­merkur fyrir skömmu.

Við erum sjálfir mestu ras­ist­arnir



„Ísra­elar segja margar þjóðir ras­ista, sjálfir erum við mestu ras­ist­arn­ir,“ sagði annar gyð­ingur í sam­tali við danskan net­miðil

„Ég þoli ekki þetta tal um að allir séu á móti okkur Ísra­els­mönn­um,“ sagði ann­ar. „Við erum léleg fyr­ir­mynd, troðum á Palest­ínu­mönnum og það veit allur heim­ur­inn. Árlega flytja mun fleiri frá Ísr­ael til Dan­merkur en frá Dan­mörku til Ísra­els og sömu sögu er að segja um mörg önnur lönd.“

For­maður sam­taka gyð­inga í Dan­mörku sagði það umhugs­un­ar­efni og áhyggju­efni að æ fleiri þjóðir snú­ist nú gegn Ísr­ael á alþjóða­vett­vangi og spurði: „Er það ekki Ísra­elum sjálfum að kenna að svo margir hata þá og fyr­ir­líta, hafa þeir haldið rétt á spil­un­um?“

 

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None