Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn Gjörgæsla
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“

„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“

Þegar Ólöf ­Svein­björg Sig­urð­ar­dóttir tók við starfi hjúkr­un­ar­deild­ar­stjóra á gjör­gæslu­deild­inni á Land­spít­al­anum Foss­vogi óraði hana ekki fyrir því að tæpu ári síðar myndi hún standa langar og strangar vaktir í miðjum heims­far­aldri. Það vildi þannig til að hún var að leysa deild­ar­stjór­ann á gjör­gæsl­unni af árið 2009 er „hvass­viðrið“ sem fylgdi svínaflens­unni gekk yfir. „En það er ekk­ert miðað við þetta,“ sagði hún í sam­tali við Kjarn­ann í morg­un.

Hún man vel hvenær hún heyrði fyrst um nýja og skæða veiru sem upp var komin í Kína. Og þó að hún­ hefði fljótt áttað sig á því að heims­far­aldur væri yfir­vof­andi gat hún ekki í­myndað sér að hann yrði jafn alvar­legur og komið hefur á dag­inn.

Hún gat ekki í­myndað sér að nokkrum vikum seinna ætti hún ásamt kröft­ugu og sam­heldnu lið­i eftir að klæð­ast hlífð­ar­fatn­aði frá toppi til táar á helm­ingi stærri ­gjör­gæslu­deild en hún tók við í maí í fyrra. Hún gat heldur ekki ímyndað sér að ást­vinir sjúk­linga, sem eru í hennar huga einnig skjól­stæð­ingar gjör­gæsl­unn­ar, gæt­u ekki setið við hlið þeirra og kvatt er þeir skildu við. En þetta er stað­an, því mið­ur, segir hún. 

Þrír sjúk­ling­ar ­með COVID-19 sem lagðir hafa verið inn á deild­ina hafa lát­ist. Þar af tveir ­síð­asta sól­ar­hring­inn. „Þetta er ólýs­an­leg­t,“ segir hún, „en það er að­dá­un­ar­vert að sjá hvað aðstand­endur skilja vel þær aðstæður sem við erum í. Þeir sýna fádæma skiln­ing og auð­mýkt. Þessi auð­mýkt ein­kennir allt og alla.“

Í þessum erf­ið­leik­um, í þessu gríð­ar­lega álagi, segir Ólöf sér­stak­lega mik­il­vægt að ­starfs­fólkið hlúi hvert að öðru.

Sam­staðan sé ­mögn­uð. „Þetta er frá­bær hóp­ur. Það eru allir sam­stíga og vinna vel sam­an­. All­ir, all­ir, all­ir,“ segir hún með mik­illi á­herslu. Fólk sem vinni vana­lega við skrif­borð á spít­al­anum sé komið „á gólf­ið“. 

Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir á vaktinni í Fossvoginum í dag eins og flesta daga.
Aðsend

Dreymdi um að verða hár­greiðslu­kona

En hver er bak­grunn­ur þess­arar konu sem stendur í brú gjör­gæsl­unnar á tímum far­sótt­ar­inn­ar?

„Ég var alltaf ákveðin í því að verða hár­greiðslu­kona og byrj­aði að læra það,“ byrj­ar Ólöf á að segja, spurð um sjálfa sig og hvað hafi orðið til þess að hún lærð­i hjúkr­un. Hún er í vinn­unni á gjör­gæsl­unni er hún ræðir við blaða­mann í síma og í kringum hana má heyra klið, hratt fóta­tak um ganga og síma hringja í sífellu.

Hún verður að ­gera stutt hlé á við­tal­inu meðan hún ræðir við sam­starfs­mann um verk­efni sem þolir enga bið. „Við erum með marga bolta á loft­i,“ segir hún er hún snýr til­ baka.

„En já, mig dreymdi um að verða hár­greiðslu­kona eins og margar litlar stelp­ur. En ég sá fljótt að þetta var ekki alveg það sem mig lang­aði að ger­a.“

Hún hætti í hár­greiðslu­nám­inu, lærði sjúkra­lið­ann og í fram­hald­inu fór hún í hjúkr­un­ar­nám við Háskóla Íslands. Þaðan útskrif­að­ist hún 1987.

Í nám­in­u kynnt­ist hún gjör­gæslu­deild­inni í Foss­vog­inum og þangað fór hún til starfa að lok­inni útskrift. „Og ég hef verið hérna síð­an,“ segir hún og hlær létt.

Hún bætt­i við sig sér­námi, lærði gjör­gæslu­hjúkrun og tók kennslu­rétt­indi, enda hefur hún­ ­mik­inn áhuga á því að miðla af þekk­ingu sinni og fræð­unum til ann­arra. 

Mikið mæðir nú á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi, en þar liggur talsverður fjöldi COVID-19-sjúklinga og öryggisráðstafanir eru miklar.
Þorkell Þorkellsson/Landspítalinn

Fyrir ell­efu árum tók hún við stöðu aðstoð­ar­deild­ar­stjóra hjúkr­unar á gjör­gæsl­unni og fyr­ir­ tæpu ári varð hún svo deild­ar­stjóri.

Nokkrum ­mán­uðum síðar er hún stödd í miðjum far­aldri COVID-19, mestu heilsu­fars­á­skor­un ­sem heim­ur­inn hefur glímt við í ára­tugi. „Þetta fer í sögu­bæk­urn­ar,“ segir hún­. Far­aldur svínaflensu árið 2009 blikni í sam­an­burð­in­um.

Við svínaflens­unni var hægt að fá bólu­setn­ingu sem veitti heil­brigð­is­starfs­fólki smit­vörn. Því er ekki að heilsa í far­aldri hinnar nýju kór­ónu­veiru. „Hér erum við ekki ­með neinar varnir aðrar en hlífð­ar­gall­ana okkar sem við þurfum að passa okk­ur að fara rétt í og rétt úr. Þannig að við þurfum mikið að passa upp á hvert annað hérna í vinn­unn­i.“

Man þegar hún heyrði fyrst um veiruna

Ólöf man vel hvenær hún heyrði fyrst um nýju veiruna. „Þetta vakti athygli mína strax upp úr ára­mót­unum er fréttir tóku að ber­ast frá Wuhan í Kína. Ég hafði heyrt að árið 2020 gæti orðið ár mik­illa atburða og það hvarfl­aði strax að mér að þetta gæti orð­ið eitt­hvað sem við þyrftum að takast á við.“

Hún seg­ist hins vegar ekki hafa séð fyrir hvað síðan átti eftir að ger­ast. Ekki frekar en aðr­ir. Vin­kona Ólafar á son sem er giftur kín­verskri konu. Hjónin búa ekki langt frá Wuh­an. „Ég heyrði hvernig þau voru að takast á við þetta, sú litla ­fjöl­skylda. Og ég hugs­aði, guð minn góð­ur, ef þetta kemur hing­að, hvað gerum við hér á litla Ísland­i?“

Hvernig er það að vera í í þessu ­starfi og að fást við nýjan sjúk­dóm sem svo  margt er  á huldu um?

„Þetta eru ­miklar áskor­an­ir. En mér finnst svo frá­bært að sjá alla okkar fram­úr­skar­and­i fag­menn. Það sjáum við vel í þrí­eyk­inu; Víði, Þórólfi og Ölmu. Þetta eru fag­menn sem eru gjör­sam­lega með putt­ann á púls­in­um, alltaf.“

Löngu áður­ en fyrsta smit greind­ist á Íslandi höfðu deild­ar­stjórar og yfir­læknar á gjör­gæslu­deildum Land­spít­al­ans átt fundi með Ölmu Möller land­lækni. „Þá þeg­ar voru allir búnir að kynna sér hvernig þetta gæti mögu­lega birst hér hjá okk­ur miðað við það sem var að ger­ast úti.“

Fór með allar sínar bænir

Ólöf seg­ist hafa farið með allar sínar bænir og vonað að ástandið hér færi ekki á ver­sta ­veg eins og spít­al­inn bjó sig þó und­ir. Það virð­ist þó engu að síður ætla að verða raun­in.

Fjöldi smita virð­ist enn fylgja bjart­sýn­ustu spám en fjöldi alvar­legra veikra sem þurfa að ­leggj­ast inn á sjúkra­hús hins vegar þeim svart­sýn­ustu.

Til að bregð­ast við hefur gjör­gæslu­deildin í Foss­vogi verið stækkuð veru­lega. Áður­ voru þar sex rúm en með því að nýta vökn­un­ar­rýmið líka telur deildin nú fimmt­án ­rúm og er mönnuð sam­kvæmt því.  „Þetta er ­nátt­úr­lega magn­aður hópur sem vinnur hérna, á öllum víg­stöðv­um, hvort sem það eru iðn­að­ar­menn, lækn­ar, sjúkra­liðar eða ræst­ing­ar­fólk­ið,“ segir Ólöf. „Það eru ­for­rétt­indi að fá að vera hluti af þessum hópi sem ætlar að gera þetta eins vel og mögu­legt er.“

Starfsmenn gjörgæsludeildar hafa tekið upp á því að skrifa nafnið sitt á hlífðarfatnaðinn því erfitt er að bera kennsl á hver er handan grímunnar.
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Hún seg­ir ekki hægt að bera álagið á deild­inni nú saman við það sem var áður en far­ald­ur­inn braust út. „Eftir þetta finnst manni lík­lega allt annað verða ekk­ert ­mál. En það er mik­il­vægt að reyna að halda í gleð­ina og að við pössum upp á hvert ann­að. Að við hrósum hvert öðru og séum nær­gætin í sam­skipt­u­m.“

Hvernig er að sinna sjúk­lingum sem eru með COVID-19 – í hlífð­ar­fatn­aði frá toppi til táar?

„Þetta er rosa­lega erfitt lík­am­lega að vera í þessum galla. Það verður að segj­ast eins og er,“ segir Ólöf. Það sé til dæmis mjög heitt. Starfs­fólkið ber fín­korna­grím­ur ­með ventli sem duga að hámarki í þrjá tíma. „Við miðum því við það að það sé eng­inn lengur inni í einu en þrjá klukku­tíma. Við reynum að skipta fólk­inu út, svo að það fái pásu. Þessi hjúkrun er það erf­ið­asta sem þú getur lent í. Fólki er haldið sof­andi í önd­un­ar­vélum og sér­stakt and­rúms­loft verður svo þegar all­ir eru upp­á­klæddir í þennan mikla hlífð­ar­fatn­að.“

Skrifa nöfn sín á hlífð­ar­fatn­að­inn

Ekki er hlaupið að því að bera kennsl á hver sé handan grímunnar og því tók ­starfs­fólkið upp á því að skrifa nöfnin sín á hlífð­ar­fatn­að­inn. „Við höf­um ­fengið ótrú­lega mik­inn liðs­styrk,“ segir Ólöf um mönn­un­ina á deild­inn­i. ­Sam­starfs­fólk af Land­spít­al­anum við Hring­braut, m.a. af gjör­gæsl­unni, hafi komið til aðstoðar sem og svæf­ing­ar- og skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ingar sem þekkja ­gjör­gæslu­um­hverfið vel. „Síðan er það bak­varða­sveitin sem var sett á stofn. Í henni eru meðal ann­ars fyrr­ver­andi starfs­menn sem eru komnir inn aftur og veita okkur alveg ómet­an­legan styrk.“

Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar og læknar hafa það hlut­verk að miðla upp­lýs­ingum um líðan sjúk­linga til­ að­stand­enda. Vegna smit­hætt­unnar mega aðstand­endur ekki koma inn á gjör­gæslu­deild­ina. „Að­stand­endur er stór hluti okkar skjól­stæð­inga. Okk­ar ­skjól­stæð­ingar eru ekki aðeins fólk sem liggur hér inni heldur líka aðstand­end­ur þeirra. Að hafa þá ekki hér með okk­ur, að þeir megi ekki koma, það er rosa­lega erfitt.“

Unnið er að því að setja upp fast­mótað verk­lag í sam­skiptum við aðstand­endur sem ekki er við þessar aðstæður hægt að hitta í eigin per­sónu heldur þurfa að fá skila­boð um líðan ást­vina sinna í gegnum síma. Í dag á að prófa fjar­fund­ar­búnað í þessu ­skyni. „Við viljum láta fólk vita skipu­lega og reglu­lega hver staðan sé,“ seg­ir Ólöf. „ Við höfum líka virkjað presta í sál­gæsl­una með okk­ur. Við erum að reyna að nota allar leiðir sem við mögu­lega getum og eins og hægt er.“

Hvernig taka aðstand­endur því að geta ekki verið hjá ást­vinum á erf­ið­ustu tímum ævi þeirra?

„Mér finn­st svo mikil auð­mýkt alls stað­ar,“ svarar Ólöf. „Þessi auð­mýkt ein­kennir allt og alla.“

En við and­lát er því miður ekki hægt að bjóða aðstand­endum að koma og kveðja. „Það sem við getum sagt fólki er að það er hægt að hafa kveðju­stund við kistu­lagn­ing­u, þá fær fólk að sjá hinn látna. En það má ekki snerta hann.“

Sér­stakt fjöl­skyldu­her­berg­i er á nýju COVID-19 göngu­deild­inni og þar er gert ráð fyrir að aðstand­endur get­i komið saman og átt fund með læknum og hjúkr­un­ar­fræð­ingum í gegnum fjar­funda­bún­að. Þá er einnig verið að skoða þann mögu­leika að bjóða aðstand­endum að sjá ást­vin s­inn á dán­ar­beði í gegnum slíkan bún­að.

Ólöf seg­ir ­stöð­una mjög við­kvæma og erf­iða fyrir alla en að það sé aðdá­un­ar­vert að sjá hvað fólk sýni aðstæð­unum mik­inn skiln­ing.

Auglýsing

Hvernig bregst fólk við því að veikj­ast af sjúk­dómnum og þurfa að leggj­ast inn á sjúkra­hús, er fólk hrætt?

„Já, fólk er hrætt,“ segir Ólöf. Það sé ógn­vekj­andi að leggj­ast inn á gjör­gæslu og lenda ­jafn­vel í önd­un­ar­vél. Frá Kína hafi heyrst þær tölur að um 80 pró­sent þeirra ­sem lendi á gjör­gæslu kom­ist ekki þaðan aft­ur. „En það er kannski ekki alveg þannig hjá okk­ur, við höfum verið að útskrifa fólk, sem betur fer. Fólk hef­ur ­náð bata.“

Frá upp­hafi far­ald­urs­ins hefur 21 sjúk­lingur verið lagður inn á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans ­með COVID-19. Þrír hafa lát­ist úr sjúk­dómn­um. Ell­efu sjúk­lingar eru á deild­inn­i núna, þar af átta í önd­un­ar­vél.

„Það er ver­ið að gera allt sem hægt er fyrir þessa sjúk­linga, allt sem við vitum að hægt er að gera við þessar aðstæð­ur,“ segir Ólöf. Hún segir smám saman koma fram nýjar ­upp­lýs­ingar um með­ferðir sem geti komið að gagni. „Við erum alltaf að læra, við erum að sjá hvað er hægt að gera bet­ur. Og kynnum okkur það allra nýjasta í þeim efn­um. Við ætlum að láta þetta ganga og gerum eins vel og við get­u­m.“

Í sjúk­linga­hópnum á gjör­gæslu er að sögn Ólafar fólk á besta aldri, milli sex­tugs og sjö­tugs. „Þetta fólk er ekki endi­lega með mikla heilsu­fars­sögu. Það er til­ ­dæmis með hækk­aðan blóð­þrýst­ing og er á blóð­þrýst­ings­lyfjum og annað slíkt. Og ­maður vonar að þetta sé við­snú­an­legt og við höfum séð það hjá mörg­um. Það eru ­góðu frétt­irn­ar.“

Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Sjálf seg­ist Ólöf ekki mikið leiða hug­ann að því að smit­ast sjálf. „Hér á gjör­gæsl­unni veit ég hverjir eru sýkt­ir, hvar sýkt svæði eru, hvar ég þarf að passa mig. Og ég nota hlífð­ar­bún­að­inn. Ég hef meiri áhyggjur af því að fara út í búð.“

Heil­brigð­is­starfs­menn þurfa að gæta sér­stak­lega að sér, ver­andi lyk­il­fólk í fram­línu­sveit­inni. Ólöf hefur því tak­markað sína umgengni við fólk utan vinn­unn­ar. Hún not­færir sér­ ­tækn­ina til að vera í sam­skiptum við sína nán­ustu. „Ég hitti barna­börnin bara á Facetime. Dóttir mín og litla fjöl­skyldan hennar býr í Dan­mörku. Hún ætl­aði nú að vera hér heima um pásk­ana. Það er erfitt að vita af þeim svona langt í burtu. Þau eru eins og allir aðrir heima sem mest og vinna heima. Það eru all­ir á sama stað í þessu.“

Vinnu­dag­arn­ir hjá starfs­fólki gjör­gæsl­unnar eru lang­ir. Og margir í röð. Ólöf hlúir að eig­in heilsu meðal ann­ars með því að ganga sem oft­ast til og frá vinnu. „Það er al­gjört lyk­il­at­riði í þessu að hreyfa sig. Og það að ná að sofa vel er nauð­syn­leg­t. Það skiptir öllu fyrir mig.“

Á spítalanum segist Ólöf vita hvar sé hætta á að sýkjast. Það geti hún ekki verið viss um úti í búð.
Þorkell Þorkelsson/Landspítali

Í gær bárust fréttir af launa­lækkun meðal hjúkr­un­ar­fræð­inga. Greindi einn hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur til dæmis frá því á sam­fé­lags­miðlum að laun hans hefðu lækkað um rúm­lega 40 ­þús­und krónur milli mán­aða. Einmitt á meðan COVID-19 far­ald­ur­inn stendur yfir­ og álag er gríð­ar­legt. Skýr­ingin er sú að í tíma­bundnu átaki til að bæta kjör hjúkr­un­ar­fræð­inga hefur verið greiddur sér­stakur vakta­á­lags­auki sem datt út um ­mán­aða­mót­in. Hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru samn­ings­lausir og kjara­við­ræður við rík­ið hafa staðið í ár.

„Við erum hérna á haus, algjör­lega að drukkna,“ segir Ólöf. „Gær­dag­ur­inn var erf­ið­ur­. Þetta var eig­in­lega sorg­ar­dag­ur, verð ég að segja. Að þetta skuli koma þeg­ar allir eru að hjálp­ast að og að örmagnast, að fá þetta er bara ekki gott.“

Hér mætum við á hverjum ein­asta degi

Ólöf seg­ist hafa hamrað á því síð­ustu vikur að starfs­fólkið ætti að fá greitt auka­á­lag á meðan ástandið gangi yfir. En í stað­inn hafi laun hjúkr­un­ar­fræð­inga lækk­að. „Sum­ir eru að kvarta yfir því að þeir séu of mikið heima en hér mætum við á hverj­u­m ein­asta degi. Þetta eru langir dagar og langar vaktir við þessar erf­ið­u að­stæð­ur. Og það er ekki einu sinni samið við okk­ur.“

Far­ald­ur COVID-19 er tíma­bundið ástand. En þetta er lang­hlaup, hafa margir sagt. Það eru margar vikur af gríð­ar­legu álagi framundan á spít­al­an­um. „Ég vona að starfs­fólk­ið haldið þetta út. Það verður eitt­hvað að koma til að hjálpa því í gegnum þetta. ­Fólk er farið að þreyt­ast. Ég sem yfir­maður er að reyna að passa upp á að fólki keyri sig ekki alveg út. Allir vilja gera meira og ég þarf að beina því til­ ­fólks að taka sér frí­dag.“

„Ég vil segja það sama og þríeykið: Verið þið heima. Við erum hér fyrir ykkur en verið þið heima fyrir okkur. Það skiptir okkur rosalega miklu máli.“
Þorkell Þorkelsson/Landspítalinn

Í dag mætt­u til vinnu tveir starfs­menn gjör­gæslu­deild­ar­inn­ar, læknir og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, ­sem höfðu smit­ast af COVID-19 og verið í ein­angr­un. „Þeir eru búnir að ná sér­, eru útskrif­aðir og komnir til vinnu. Það er mjög gleði­leg­t,“ segir Ólöf. „Og við hlökkum mikið til að fá hitt fólkið okkar sem er í sótt­kví eða ein­angr­un til bak­a.“

Verið heima!

Víð­ir, Þórólfur og Alma hafa hvatt fólk til að halda sig heima um pásk­ana. Ekki sé ­skyn­sam­legt að fara í ferða­lag um land­ið. Ólöf seg­ist hafa áhyggjur af pásk­un­um. „Um páska eru nær alltaf ein­hver stór­slys, þegar fólk er að fara upp­ um fjöll og firn­indi og út úr bæn­um. Ég vil segja það sama og þrí­eyk­ið: Ver­ið ­þið heima. Við erum hér fyrir ykkur en verið þið heima fyrir okk­ur. Það skipt­ir okkur rosa­lega miklu máli. Þetta er ekk­ert grín, það er verið að gera þetta ­fyrir okkur öll og við verðum að þrauka þetta sam­an. Við verðum að reyna að vernda við­kvæmu hópana okk­ar. Við verðum að vera öll saman í þessu. Það þarf ekki nema einn til að fara út af spor­inu – það getur verið mjög afdrifa­ríkt.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal