Aðsend

„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“

Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún gekk ein á suðurpólinn og lenti í áföllum á Everest áður en hún náði toppnum í þriðju tilraun. Hún segir alltaf eitthvað koma upp á sem þurfi að aðlagast. Umburðarlyndi sé lykillinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.

Vil­borg Arna G­iss­ur­ar­dótt­ir, pól- og Ever­est­fari, hefur lent í áföllum sem breyttu henn­i ­fyrir lífs­tíð. Tvisvar var hún á hæsta fjalli heims þegar hörm­ungar dundu yfir­ og allt breytt­ist í einni svip­an. Öll plön fuku út í veður og vind og erf­ið­ar­ ­til­finn­ingar virt­ust yfir­þyrm­andi.

En hún hélt á­fram. Og árið 2017 reyndi hún við Ever­est-fjall í þriðja sinn og tókst að ná toppn­um. Þó ekki án þess að fella nokkur tár.

Vil­borg þekkir það líka vel að vera ein. Hún gekk ein um ísbreiður Suð­ur­skauts­lands­ins í sex­tíu daga og varð fyrsta íslenska konan til að kom­ast á suð­ur­pól­inn árið 2013.

En hún­ þekkir það líka að hafa ætlað að njóta félags­skapar ann­arra í leið­angri en verða óvænt að ljúka ferða­lag­inu ein síns liðs.

Til þess­ara a­freka þarf þraut­seigju, úthald og seiglu. Rétt eins og við þurfum nú öll að tileinka okkur á tímum sam­komu­banns og ann­arra tak­mark­ana á sam­neyti við ann­að ­fólk. Aðstæð­urnar eru óvænt­ar, þær breyta lífi okkar allra tíma­bundið og sum­ra til lengri tíma. 

Auglýsing

 „Þetta er mik­ill til­finn­inga­rús­sí­bani eins og hjá eflaust mörg­um,“ segir Vil­borg í sam­tali við Kjarn­ann spurð hvernig hún­ hafi það þessa dag­ana. Hún segir ástandið hafa mikil áhrif á sitt líf, m.a. ­vegna þess að hún reki fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu, Tinda Tra­vel. Öll­u­m ­fyr­ir­hug­uðum ferðum og nám­skeiðum hafi verið aflýst eða frestað. Til að halda þeim sem höfðu skráð sig á nám­skeið við efnið hafa Tindar Tra­vel hins vegar efn­t til hvatn­ing­ar­keppni í hreyf­ingu á meðan ástandið var­ir. „Við erum að aðlaga okkur að breyttum aðstæð­u­m.“

Vil­borg ­segir að fyr­ir­tækið hennar sé lík­lega í betri aðstæðum en mörg önnur í sama ­geira. Ekki hafi verið farið út í miklar fjár­fest­ingar og fyr­ir­tækið sé því ekki mjög skuld­sett. En vissu­lega blasi tekju­missir við þar sem starf­semin er ­nán­ast eng­in. Hún hefur einnig haft atvinnu af því að halda fyr­ir­lestra en eðli ­máls­ins sam­kvæmt er eng­inn slíkur fyr­ir­hug­aður á næst­unni. „Þannig að all­ar ­tekju­leiðir eru á ís í bil­i.“

En ástand­ið hefur einnig önnur áhrif á líf Vil­borg­ar. Hún var flutt með annan fót­inn til­ Sló­veníu þar sem mað­ur­inn henn­ar, fjalla­garp­ur­inn Aleš Čes­en­og, og synir hans ­búa. „Og núna er óvíst hvenær ég fæ að sjá þá aft­ur.“

Vilborg Arna og kærasti hennar, Aleš Česenog.
Aðsend

Vil­borg hitti feðgana síð­ast í febr­úar og á ekki von á því að hitta þá næstu vik­urn­ar. „Við söknum öll hvers ann­ars mjög mik­ið,“ við­ur­kennir Vil­borg. Hún og Aleš hafa allt sitt sam­band verið í fjar­búð og þekkja því að vera án hvors ann­ars um hríð. En á þessu ári stóð til að breyta því. „En það verður enn ein­hver bið á því,“ segir Vil­borg og hlær létt.

Margir eru í þó erf­ið­ari stöðu, segir Vil­borg. Hún nefnir sem dæmi afa sinn og ömmu. Afi hennar er á hjúkr­un­ar­heim­ili en amma hennar býr heima. Núna er heim­sókn­ar­bann á öldr­un­ar­heim­ilum og þau geta ekki hist. „Þannig að það eru margir á svip­uð­u­m ­stað og ég og Aleš, jafn­vel fólk í sama póst­núm­er­i.“

Vil­borg hafði aðsetur hjá fjöl­skyld­unni sinni á Íslandi á meðan fjar­búð­inni stóð. En þar hefur orðið breyt­ing á. „Þar á bæ voru ein­stak­lingar sem voru í miklu­m á­hættu­hópi þannig að ég end­aði á að flytja út frá þeim og inn í litla íbúð sem vin­kona mín á.“

Þetta seg­ist hún hafa gert til að minnka bæði áhyggjur og álag. „Þó að ég sé ekki í á­hættu­hópi verð ég að sýna öðrum til­lit­semi og reyna að leggja mitt af mörk­um eins og ég get.“

Vilborg í hópi fólks á fjöllum.
Aðsend

Vil­borg ­seg­ist búa vel að því að lífs­stíll­inn hennar hafi síð­ustu ár verið „svo­lít­il harm­on­ikka“ eins og hún orðar það. Hún hafi ferð­ast mjög mikið um heim­inn og að­lagað sig að þeim áskor­unum sem því fylg­ir.

„Ég lifi núna bara eins og ég sé á ferða­lag­i,“ segir hún. „Á ferða­lagi þá reynir mað­ur­ ­stöðugt að forð­ast það að fá sýk­ing­ar. Í stórum leið­öngrum reynir maður að ­forð­ast það að fá í mag­ann, verða kvef­aður og þar fram eftir göt­un­um.“

Við erum öll í sömu sporum

Hún seg­ist því eins og svo margir aðrir hafa tekið upp þá lifn­að­ar­hætti að vera með­ ­spritt­brúsa við hönd á heim­il­inu og í bíln­um. Svo reyni hún að fylgja öll­u­m ­leið­bein­ing­um. „Þetta er allt óneit­an­lega líkt því sem maður gerir á ferða­lög­um.“

En það sem ­skipti hana per­sónu­lega mjög miklu máli sé að halda í bjart­sýn­ina. „Að reyna að ein­beita sér að því sem lætur mér líða vel, það sem ég get gert og reyna að ­leysa fljótt úr þeim vanda­málum sem koma upp. Við erum öll í sömu spor­um. Það er mik­ill skiln­ingur alls staðar og því engin ástæða til að láta erf­ið­u sím­tölin eða ákvarð­an­irnar bíða.“

Auglýsing

Gott sé að halda í það sem veiti vellíð­an. „Ég hef verið á gríð­ar­legri keyrslu síð­ustu ár og margt sem ég hef ekki fundið tíma til að gera. Núna reyni ég að nýta tím­ann til­ að gera það sem hefur setið á hak­an­um.“

Og hvað er það sem veitir Vil­borgu Örnu vellíð­an, hún hefur ekki haft tíma til að gera en er nú byrjuð að gera aft­ur?

„Ég er far­in að bak­a,“ segir hún með ánægju í rödd­inni. „Ég hef oft sagt að bakstur sé það ­sem afstressar mig mest. Hann krefst svo mik­illar ein­beit­ing­ar. Ég hafði ekki bakað í tvö og hálft ár! Og núna leita ég aftur í bakst­ur­inn sem ég vissi að ­myndi gefa mér mik­ið.“

Lagt af stað með mark­mið

Vil­borg Arna hefur oft á tíðum sýnt fádæma þraut­seigju og seiglu. Spurð um dæmi þar sem ­sér­stak­lega hefur reynt á þessa þætti nefnir Vil­borg stóra leið­angra sem hún­ hefur farið í. Og þá á hún ekki aðeins við leið­angra upp á hæstu fjöll heims eða yfir Suð­ur­skauts­land­ið. Heldur líka ann­ars konar leið­angra; svo sem að ­stofna eigið fyr­ir­tæki.

„Í alla ­leið­angra leggur maður af stað með ein­hver mark­mið,“ segir hún, „og ein­hvern ramma um hvernig maður ætlar að ná á áfanga­stað. En ég hef aldrei lent í því að ­geta hakað í öll boxin á þeim mark­miðum sem ég legg af stað með í upp­hafi. Það kemur alltaf eitt­hvað upp á. Það er veð­ur, ein­hverjar aðstæður í fjöll­un­um, veik­indi. Það þarf stöðugt að end­ur­skoða planið og aðlaga sig að breytt­u­m að­stæð­u­m.“

Fyrirtækið Tindar Travel, sem Vilborg Arna stofnaði og rekur, fer með fólk í fjalla- og jöklaferðir.
Aðsend

Vil­borg seg­ist ­reynsl­unni rík­ari að mörgu leyti. Hún hafi í byrjun alltaf lagt af stað með­ gríð­ar­lega miklar vænt­ing­ar. „Það sem ég lærði er að halda vænt­ingum í lág­marki. Auð­vitað er maður með vænt­ingar til nýrra verk­efna en það er gott að ­reyna að stýra þeim vegna þess að það er alveg öruggt að það sem maður legg­ur af stað með í upp­hafi gengur aldrei nákvæm­lega upp eins og maður sá fyrir sér.“

Vænt­ingar og von­brigði hald­ast í hend­ur. Því sé mik­il­vægt að láta von­brigði ekki draga sig ­nið­ur, „og ekki refsa sjálfum sér þegar eitt­hvað kemur upp á. Sumu stýrir mað­ur­ og öðru ekki“.

Áhrifin vara í lengri tíma

Og hlut­irn­ir hafa sann­ar­lega ekki farið alltaf eins og til stóð í leið­öngrum Vil­borg­ar. Hún­ hefur tvisvar verið á Ever­est þegar ósköp hafa dunið yfir og stór­slys orð­ið. „Þau áföll breyttu mér fyrir lífs­tíð,“ segir hún. „Ég fór úr því að vilja aldrei klifra aftur yfir í það að finna neist­ann og ástríð­una á ný.“

Á meðan hún­ var í aðstæð­unum fann hún sjálfs­bjarg­ar­hvöt­ina brjót­ast út á auga­bragði. „Mað­ur­ þarf að átta sig á því að lenda á svo­leiðis stað getur haft áhrif á mann til­ ­lengri tíma. Það er ekki búið nákvæm­lega dag­inn sem maður yfir­gef­ur að­stæð­urn­ar. Maður þarf tíma til að vinna sig út úr hlut­unum eftir á.“

Auglýsing

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur sagt það verða mikla áskorun að aflétta sam­komu­bann­i án þess að far­ald­ur­inn komi upp að nýju. „Við þurfum að huga að því hvernig við högum okkur eftir að bann­inu verður aflétt,“ segir Vil­borg. „Huga að því hvenær sé rétti tím­inn að taka í hönd­ina á fólki, ferð­ast og svo fram­veg­is. Þetta verður aðlög­un­ar­tími sem við þurfum að fara rólega í gegnum þar til við náum þeim stað sem við vorum á fyr­ir.“

Þús­und­ir­ Ís­lend­inga eru í sótt­kví eða ein­angrun vegna veirunn­ar. Margir hafa fólkið sitt í kringum sig en í ein­hverjum til­fellum er fólk eitt.

Vil­borg gekk ein á suð­ur­pól­inn og gangan tók sex­tíu daga. Er hægt að und­ir­búa sig fyr­ir­ ein­veru?

„Fyrir þann ­leið­angur þá æfði ég mig í því að vera ein,“ segir hún. „En það er munur á því að velja að vera einn og því að lenda í aðstæðum þar sem maður þarf að ver­a einn. Ég hef prófað bæð­i.“

Eitt að vera einn, annað að vera ein­mana

Vil­borg hefur lagt af stað í leið­angur ásamt félaga en vegna veik­inda hans þurft að ljúka ferða­lag­inu ein. „Það fannst mér rosa­lega erfitt. Mér fannst það allt önnur til­finn­ing heldur en þegar ég hafði ákveðið að vera ein, var búin að skipu­leggja mig að vera ein og æfa mig í því.“

Hvernig er hægt að verj­ast því að ein­veran breyt­ist í ein­mana­leika?

„Fyrir mig hefur lyk­ill­inn að því alltaf verið sá að búa mér til til­gang. Til­gang yfir­ hvern dag og til­gang yfir ákveðið tíma­bil.“

Síð­ast þeg­ar Vil­borg var á Ever­est var hún búin að und­ir­búa sig vel. Í slíkum leið­öngrum er ­mikil bið. Bið og meiri bið eftir að komst upp á fjall­stopp­inn. „Á leið­inni upp í grunn­búðir tók ég við­töl við heima­menn og mynd­ir. Á meðan ég þurfti svo að bíða not­aði ég tím­ann í að skrifa grein­ar, blogg og búa til alls konar efn­i.“

Það er auð­vitað mis­jafnt hvað hentar hverjum og einum þegar kemur að því að finna sér­ til­gang. Það getur að sögn Vil­borgar falist í því að bæta heils­una og rækt­a hug­ann. „Núna til dæmis væri gott fyrir mig að vera að læra sló­vensku,“ seg­ir hún og hlær. Hún seg­ist bæta nokkrum orðum við orða­forð­ann reglu­lega enda eig­i hún stjúp­börn sem haldi henni við efn­ið.

Allir ætt­u að geta fundið sér eitt­hvað til að dunda sér við, æfa sig í og læra. „Það sem mér hefur fund­ist svo fal­legt í þessum aðstæðum núna er hvað margir eru að ­bjóða upp á alls­kon­ar, gefa af sér. Það er boðið upp á jóga á net­inu, lista­menn ­bjóða manni heim í stofu í gegnum net­ið. Þetta er fólk að gefa okk­ur, þetta eru fram­lög þess­ara ein­stak­linga til ann­arra. Það finnst mér rosa­lega fal­leg­t.“

En er hægt að rækta í sér þraut­seigju og úthald? Eða eru þetta með­fæddir eig­in­leik­ar?

Vil­borg telur að í ein­hverjum til­fellum og að ein­hverju leyti séu þessir eig­in­leik­ar ­með­fædd­ir. „En svo er þetta reynsla, hún spilar rosa­lega stóran þátt. Ef ég horfi átta ár aftur í tím­ann þá sé ég mik­inn mun á sjálfri mér hvað þetta varð­ar. En það sem skiptir líka gríð­ar­legu máli er umburð­ar­lyndi. Ég við­ur­kenn­i það að áður hafði ég lítið umburð­ar­lyndi gagn­vart alls konar hlut­um. En ég lærði hratt að það var nauð­syn­legt vegna þess að maður getur aldrei haft allt eftir sínu höfð­i.“

Vil­borg ­segir að sýna þurfi umburð­ar­lyndi fyrir aðstæðum ann­ars vegar og öðru fólki hins veg­ar. „Núna er heil þjóð og í raun allur heim­ur­inn í einu og sama lið­in­u. Við erum öll liðs­fé­lag­ar. Það skiptir svo miklu máli hvernig við gagn­rýn­um hvert ann­að. Það skiptir máli að nota ekki skammar­yrði og beita öðrum nei­kvæð­u­m að­ferð­um. Við skulum gera hlut­ina á jákvæðan hátt því þetta er rosa­lega hrað­ur­ lær­dóms­fer­ill. Það er ekki hægt að kom­ast í gegnum hann nema að gera mis­tök. Og við gerum öll mis­tök.“

Í erf­iðum aðstæðum sé ofar öllu að hjálp­ast að frekar en að rífa hvert annað nið­ur.
Auglýsing

Núna þeg­ar ­sam­komu­bann hefur verið í gildi í þrjár vikur og verið  fram­lengt til 4. maí fyll­ast sumir óþreyju og þá skap­ast hætta á því að fólk slaki of mikið á sótt­varn­ar­ráð­stöf­unum sem heil­brigð­is­yf­ir­völd telja nauð­syn­leg til að hægja á útbreiðslu far­ald­urs­ins.

„Já, þá kemur upp þessi óþol­in­mæði sem blundar í okkur svo mörg­um,“ segir Vil­borg. All­ir þurfi að læra margt nýtt á skömmum tíma og eðli­legt sé að fólk geri mis­tök, til­ ­dæmis að gleyma því að halda tveggja metra fjar­lægð við næsta mann í búð eða hóa í spila­kvöld með félög­unum og gleyma sér þegar hæst ber leik.

Við­ur­kennum mis­tök

Hún seg­ist ­sjálf hafa mis­stigið sig í þessu ferli, hafa gleymt sér. „En þá skiptir máli að ­spýta í lóf­ana og gera betur næst. Við­ur­kenna mis­tök­in, biðj­ast afsök­un­ar, en ­taka sig svo á og halda áfram.“

Fólk er svo vanafast, við höfum hvert og eitt búið okkur til siði og venjur í sam­skipt­u­m við annað fólk sem núna þarf skyndi­lega að láta af. Að breyta venjum er erfitt – hug­ur­inn leitar í það sem hann þekkir og kann. „Það er því eðli­legt að ger­a mi­s­tök, eng­inn vill gera þau en þau ger­ast.“

Þeg­ar Vil­borg leggur af stað í leið­angur er alltaf ákveðin óvissa fyrir hendi. Marg­t ­getur komið upp á sem tefur för og breytir áætl­un­um. Við vitum að ástandið í heim­inum nú er tíma­bundið en ekki hvenær því lýk­ur.

Hvaða áhrif hefur þessi mikla óvissa á úthald og seiglu?

„Það er alltaf auð­veld­ara að halda út ef maður veit hvað tíma­bilið er lang­t,“ svar­ar Vil­borg. „Þá er mik­il­vægt að muna að þetta mun ekki vara að eilífu. Við vit­u­m að við erum að horfa á ein­hverjar vikur og jafn­vel mán­uði til við­bótar en að öllum lík­indum ekki lengra tíma­bil en það.“

Einnig er ­gott fyrir alla að íhuga hvernig maður vill koma út úr þessu tíma­bili, seg­ir Vil­borg. „Hver vill maður vera? Hef ég núna tæki­færi til að vinna í sjálf­um mér, heils­unni minni? Þetta er brjál­æð­is­lega erfitt fyrir marga. Það er ­tekju­brestur víða, öll plön eru horfin út í veður og vind. Það er vissu­lega ­mikil óvissa og erf­iðar til­finn­ing­ar.“

Snjódrífurnar höfðu æft sig fyrir leiðangur yfir Vatnajökul sem átti að fara í fyrir nokkrum dögum. Hann mun frestast um hríð.
Aðsend

Þeg­ar Vil­borg hefur lent í erf­iðum aðstæðum og upp­lifað erf­iðar til­finn­ingar reyn­ir hún að skrifa niður það sem er að valda henni van­líðan og for­gangs­raða hvern­ig hún ætlar að takast á við það. Margir eiga trún­að­ar­vini sem þeir geta leit­að til þegar erf­iðar til­finn­ingar og hugs­anir vakna. Að tala við ein­hvern sem ­maður treystir getur létt á líð­an­inni. „Þegar maður talar um hlut­ina við aðra er oft hægt að finna lausn eða leið í sam­ein­ingu. Núna erum við svo mörg að ­ganga í gegnum það sama og þá finnur maður vel fyrir sam­hug fólks. Við erum öll til­búin að hjálp­ast að.“

Bíða og sjá

Fram­tíð­arplön Vil­borgar Örnu hafa frest­ast og breyst eins og ann­arra. Í síð­ustu viku stóð til­ að hún færi með hópi kvenna, Snjó­dríf­un­um, yfir Vatna­jök­ul. Þeirri ferð hef­ur nú verið frestað fram í júní að minnsta kosti. Annar leið­angur var einnig ­fyr­ir­hug­aður á Vatna­jökul í sum­ar. „En ég hlakka til að takast á við Snjó­drífu­verk­efnið með vin­konum mínum í júní. Mér finnst mjög mik­il­vægt að hafa eitt­hvað til að hlakka til.“

Svo er á­kveðnu tíma­bili í lífi Vil­borgar Örnu að ljúka bráð­lega: Fer­tugs­aldr­in­um. Hún­ verður nefni­lega fer­tug í sum­ar. „Og þá langar mig að gera eitt­hvað ­skemmti­legt. En ég verð að sjá hvað verður mögu­legt að gera þá. Bíða og sjá.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal