United Silicon

Arion banki vill blása aftur lífi í kísilverið – og stækka það

Bæjarbúar fengu „upp í kok“ á kísilverinu í Helguvík, segir íbúi sem barðist fyrir lokun verksmiðjunnar. Honum hugnast ekki fyrirætlanir Stakksbergs, sem er í eigu Arion banka, að ræsa ljósbogaofninn að nýju og óttast að „sama fúskið“ endurtaki sig. Í frummatsskýrslu um endurbætur versins kemur fram að með nýjum aðferðum verði mengun frá fjórum ofnum minni en frá einum áður.

Áfalla­saga kís­il­vers­ins í Helgu­vík hófst löngu áður en kynt var upp í ljós­boga­ofn­inum Ísa­bellu í fyrsta skipti. Ísa­bella var óstöðug allt frá upp­hafi og átti ítrekað eftir að hiksta og hósta með til­heyr­andi mengun þar til yfir lauk. Það kom alvar­lega niður á fólki sem bjó í nágrenn­inu sem og bæj­ar­fé­lag­inu er stólað hafði á tekjur frá fyr­ir­tæki sem var orðið gjald­þrota rúmu ári eftir að fyrstu neist­arnir voru bornir að Ísa­bellu.

Helsti lán­ar­drott­inn fyr­ir­tæk­is­ins, Arion banki, fékk svo að finna fyrir því og end­aði að lokum með verk­smiðj­una í fang­in­u. ­Bank­inn hefur haft þá stefnu að gera end­ur­bætur á verk­smiðj­unni og auka fram­leiðslu­get­una. Nú liggur fyr­ir, í frum­mats­skýrslu á umhverf­is­á­hrif­um, hvernig hann ætlar að gera það.  En helst af öllu vill bank­inn þó finna kaup­anda. Það hefur hingað til ekki tek­ist og gæti við núver­andi aðstæður reynst þrautin þyngri.



Auglýsing

Rúm­lega 10.500 tonn af kolum og tæp­lega 3.000 tonn af við­ar­kolum voru notuð á þeim tæp­lega tíu mán­uðum sem kís­il­verk­smiðja United Sil­icon í Helgu­vík starf­aði með hléum á árunum 2016-2017. Þá voru 97,5 tonn af dísilolíu og bens­íni not­uð. Á þessum tíma var losun koltví­sýr­ings frá jarð­efna­elds­neyti 31.410 tonn og frá lífmassa 33.847 tonn –  sam­tals um 65.257 tonn. Losuð voru 115 tonn af brenni­steins­dí­oxíði út í and­rúms­loftið en vegna „tækni­legra örð­ug­leika“ voru gögn úr mæli­bún­aði fyrir svifryk ekki talin áreið­an­leg.

Núver­andi eig­andi verk­smiðj­unn­ar, Stakks­berg sem er alfarið í eigu Arion banka, vill hefja rekstur kís­il­verk­smiðj­unnar á ný og bæta í fram­tíð­inni við þremur ljós­boga­ofnum til við­bót­ar. Mark­miðið er að fram­leiða 100 þús­und tonn af kísli á ári. Til þess þarf 80.000 tonn af kol­um, 8.000 tonn af við­ar­kolum og 90 þús­und tonn af við­ar­flís ásamt þús­undum kílóa af fleiri hrá­efn­um.  

130 MW þarf fyrir fjóra ofna

Raf­orku­þörfin fyrir slíka fram­leiðslu er um 1.300 Gwh. Núver­andi ofn verk­smiðj­unnar þarf um 32 MW við dæmi­gert álag og tryggir samn­ingur við Lands­virkjun það afl. Ekki er þó útlit fyrir að orkan fáist afhent fyrr en á fyrri hluta árs­ins 2022 og því er gert ráð fyrir að fram­leiðslan geti haf­ist þá. Ekki hefur verið samið við orku­fyr­ir­tækið um raf­orku fyrir stækkun kís­il­vers­ins en fjórir ofnar gætu þurft um 130 MW.

Fram­leiðsla kís­il­málms felur í sér efna­hvarf og við það losna ýmis meng­andi efni út í and­rúms­loftið og þá helst koltví­sýr­ingur (CO2), brenni­steins­dí­oxíð (SO2), köfn­un­ar­efn­is­oxíð (NOx) og svifryk. Einnig eru los­aðir þung­málmar og rok­gjörn líf­ræn efna­sam­bönd (VOC).

Áætluð heild­ar­losun koltví­sýr­ings í kís­il­ver­inu í Helgu­vík er allt að 130.000 tonn á ári fyrir einn ofn og 520.000  tonn ári fyrir full­byggða verk­smiðju. Heild­ar­losun Íslands á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum eykst um 10% þegar og ef verk­smiðjan verður gang­sett að nýju, ef miðað er við fulla fram­leiðslu­getu, að því er fram kom í svari Umhverf­is­stofn­unar við fyr­ir­spurn RÚV í fyrra.



Kísill er unninn úr kvarsi. Til framleiðslunnar þarf að hita ofninn í 1900°C.
Af Wikipedia

Stakks­berg und­ir­býr nú end­ur­bætur á kís­il­ver­inu sínu í Helgu­vík með allt að 25 þús­und tonna árs­fram­leiðslu og í fram­hald­inu stækkun verk­smiðj­unnar í áföng­um. Í fyrra kom fram að nauð­syn­legar end­ur­bætur kosti 4,5 millj­arða króna. Þær fela meðal ann­ars í sér fram­kvæmdir á lóð, breyt­ingar á núver­andi bygg­ingum og nýbygg­ingar og upp­setn­ingu á skor­steini.

Þetta stendur til þrátt fyrir að fram hafi komið í afkomu­við­vörun Arion banka í lok jan­úar að óvissa væri á mörk­uðum með kísil auk þess sem nokkrir fram­leið­endur hefðu dregið úr fram­leiðslu eða lokað verk­smiðj­um. Upp­lýs­inga­full­trúi bank­ans sagði við mbl.is af því til­efni að lík­urnar á því að selja kís­il­verið í Helgu­vík hefðu dvínað en að stefnt væri að því að gera verk­smiðj­una sölu­hæfa. Sá kostur að ræsa verk­smiðj­una ekki að nýju, „sam­rým­ist ekki mark­miði fram­kvæmda­að­ila,“ segir í frum­mats­skýrslu Stakks­bergs, sem nú hefur verið aug­lýst til kynn­ingar hjá Skipu­lags­stofn­un.

Í skýrsl­unni er fjallað um og lagt mat á umhverf­is­á­hrif af rekstri kís­il­vers­ins. Fram kemur að ekki sé talið lík­legt að verk­smiðjan hafi umtals­verð umhverf­is­á­hrif í för með sér. Eru áhrifin talin vera nokkuð nei­kvæð á loft­gæði, grunn­vatn við full­byggða verk­smiðju og ásýnd en nokkuð jákvæð á atvinnustig sam­fé­lags á fram­kvæmda­tíma og tals­vert jákvæð á sam­fé­lag á rekstr­ar­tíma. Í inn­gangi skýrsl­unnar segir að mark­miðið sé að lág­marka umhverf­is­á­hrifin og „stuðla að því að starf­semin megi verða í sátt við íbúa svæð­is­ins“.



Kíslinum er hellt í mót og hann látinn kólna og storkna. Kísillinn er síðan malaður og flokkaður, honum pakkað og hann fluttur með skipi til viðskiptavina fyrirtækisins.
United Silicon

Íbúar svæð­is­ins eru fólkið í Reykja­nes­bæ. Nágrannar verk­smiðj­unnar sem veigr­uðu sér á sínum tíma við að setja ung­börn sín út í vagn að sofa, fundu fyrir sær­indum í önd­un­ar­færum og gátu ekki opnað glugg­ana heima hjá sér fyrir óþef á meðan reynt var að temja og hemja Ísa­bellu, slökkva á henni og kveikja á víxl. „Þessi verk­smiðja verður aldrei tekin í sátt af íbú­um, það er mín til­finn­ing,“ segir Einar Már Atla­son, for­maður sam­tak­anna And­stæð­ingar stór­iðju í Helgu­vík, í sam­tali við Kjarn­ann. „Sumir eru enn fullir van­trausts og aðrir vilja þessa verk­smiðju bara alls ekki í rekstur aftur heldur að hún verði rifin nið­ur.“

Van­traustið má rekja til þess að stór­kost­leg áföll, mengun og marg­vís­leg hneyksl­is­mál ein­kenna sögu kís­il­vers­ins í Helgu­vík fram að þessu. Stofn­and­inn og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjór­inn, Magnús Garð­ars­son, er sér kap­ít­uli út af fyrir sig.  Um mitt síð­asta ár var skorað á hann í aug­lýs­ingu í Lög­birt­inga­blað­inu að mæta fyrir hér­aðs­dóm vegna kröfu­máls í tengslum við gjald­þrota­skipti Sam­ein­aðs síli­kons hf. Þrota­búið höfð­aði í fyrra að minnsta kosti tvö mál gegn honum vegna meintra fjársvika sem hlupu á hund­ruðum millj­óna.

Magnús var áður eig­andi Icelandic Sil­icon Cor­poration, for­vera United Sil­icon, sem lét gera mats­skýrslu á fyr­ir­hug­uðu kís­il­veri í Helgu­vík árið 2008. Önnur mats­skýrsla en þó sam­bæri­leg var lögð til grund­vallar starfs­leyfis nokkrum árum síð­ar.



Magnús Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri United Silicon.

Skipu­lags­stofnun gaf álit sitt á mati á umhverf­is­á­hrifum 100 þús­und tonna árs­fram­leiðslu félags­ins Stakks­brautar 9 ehf. á kísli í Helgu­vík í maí árið 2013. Umhverf­is­stofnun veitti félag­inu starfs­leyfi rúmu ári síð­ar. Starfs­leyfið var svo flutt yfir á félagið Sam­einað Síli­kon hf.

Núver­andi mann­virki verk­smiðj­unnar voru byggð á árunum 2014-2016. Þegar þau hófu að rísa fóru að renna tvær grímur á íbúa Reykja­nes­bæj­ar. Áttu húsin virki­lega að vera svona stór og áber­andi? Í mats­skýrsl­unni sagði að verk­smiðjan myndi „varla verða sjá­an­leg frá Kefla­vík“ og á myndum sem fylgdu litu þau allt öðru­vísi út. Þegar farið var að graf­ast fyrir um málið kom í ljós að hluti hús­anna er þrettán metrum hærri en mats­skýrslan og deiliskipu­lag gerði ráð fyrir og aðrir hlutar átta metrum hærri. „Mann­leg mis­tök“ eru sögð hafa orðið til þess að teikn­ingar sem húsin voru byggð eftir voru stimpl­aðar og þar með sam­þykktar hjá starfs­manni Reykja­nes­bæj­ar.

Kís­il­verið var gang­sett 11. nóv­em­ber árið 2016 með einum ljós­boga­ofni sem fékk nafnið Ísa­bella. Fram­leiðslu­getan var upp á um 25.000 tonn á ári. Fljót­lega fóru íbúar í nágrenn­inu að finna óþef. Þegar í byrjun des­em­ber var slökkt á ofn­inum og til­kynnti Umhverf­is­stofnun Sam­ein­uðu Síli­koni hf. að hann yrði ekki ræstur á ný fyrr en hún hefði metið yfir­stand­andi úrbæt­ur.



Auglýsing

Á næstu mán­uðum átti stofn­unin ítrekað eftir að boða stöðvun á rekstri vegna lykt­ar­meng­unar og lík­am­legra óþæg­inda sem margir nágrannar verk­smiðj­unnar fundu fyr­ir. Í mars hafði hún fengið yfir 300 kvart­anir frá íbú­um. Eft­ir­lit stofn­un­ar­innar átti svo eftir að leiða í ljós að mik­ill óstöð­ug­leiki var á rekstri ljós­boga­ofns­ins og þegar hann var rek­inn með skertu álagi magn­að­ist meng­un­in. Fylgst var náið með rekstr­inum næstu mán­uð­ina og taldi stofn­unin í lok ágúst árið 2017 að end­ur­bætur hefðu ekki náð til­ætl­uðum árangri.

Nokkrum dögum síðar eða þann 1. sept­em­ber til­kynnti Umhverf­is­stofnun ákvörðun sína um að stöðva starf­semi kís­il­verk­smiðj­unnar í Helgu­vík. Þá hafði hún skráð tutt­ugu frá­vik frá kröfum starfs­leyf­is­ins og fengið vel yfir þús­und kvart­anir frá íbúum Reykja­nes­bæjar vegna meng­un­ar.

Í þrot

Sam­einað Síli­kon hf. vann næstu vik­urnar að umbótum á starf­semi kís­il­verk­smiðj­unnar í þeim til­gangi að fá heim­ild til að end­ur­ræsa ofn­inn. Þegar ljóst varð að það yrði ekki mögu­legt nema með veru­legum fram­kvæmdum var félagið tekið til gjald­þrota­skipta í lok jan­úar 2018. Félagið Stakks­berg ehf., sem er í eigu Arion banka hf., keypti kís­il­verk­smiðj­una í Helgu­vík af þrota­bú­inu og hyggst nú end­ur­bæta hana svo hefja megi fram­leiðslu á kísli á ný.

Eitt helsta verk­efnið sem við blasir er að bæta rekstur ofns­ins og lág­marka meng­un. Í því sam­bandi er ráð­gert að reisa 52 metra háan skor­stein sem mun „bæta veru­lega dreif­ingu meng­un­ar­efna í and­rúms­lofti í sam­an­burði við núver­andi fyr­ir­komu­lag“.

Líkan af fullbyggðri verksmiðju með 4 ofna. Einnig sést líkan af núverandi mannvirkjum á öðrum lóðum við höfnina í Helguvík. Líta ber á mannvirki framtíðaráfanga sem skematíska framsetningu á áætlaðri stærð þeirra. Framtíðarbyggingar eru sýndar í hvítum lit en búnaður sem yrði úr stáli, s.s. loftkælar, forskiljur og skorsteinar, sýndur í brúnum lit.
Úr frummatsskýrslu

Þá verða ýmis skref tekin til að bæta vinnu­ferla og tryggja aukið rekstr­ar­ör­yggi bún­aðar til að fækka til­vikum þegar lækka þarf afl á ofni eða slá honum út, segir í frum­mats­skýrsl­unni. Stakks­berg telur að end­ur­bæt­urnar verði til þess að styrkur meng­un­ar­efna frá full­byggðri verk­smiðju með fjórum ofnum verði lægri heldur en frá ofn­inum eina með þeim aðferðum sem áður var beitt við útblást­ur­inn. Þá segir í skýrsl­unni að styrkur meng­un­ar­efna verði í öllum til­vikum lægri en við­mið­un­ar­mörk reglu­gerða segja til um.

Ákveðin við­halds­verk­efni í kís­il­veri eru þess eðlis að ekki er hægt að sinna þeim nema stöðva rekstur bræðslu­ofns. Í frum­mats­skýrslu Stakks­bergs kemur fram að eitt af mark­mið­unum sé að slíkar rekstr­ar­stöðv­anir séu skipu­lagðar á fyr­ir­fram ákveðnum tíma þannig að hægt sé að safna saman við­halds- og þrifa­verk­efnum og þannig lág­marka bæði fjölda stöðv­ana og stytta þær eins og kostur er.

Aldrei hægt að úti­loka lykt­ar­mengun

Áætlað er að til að sinna fyr­ir­byggj­andi við­haldi sé nauð­syn­legt að stöðva rekstur hvers ofns í 3-8 klukku­stundir með 4-6 vikna milli­bili. Einnig má gera ráð fyrir tveggja til þriggja daga rekstr­ar­stöðvun með 18-24 mán­aða milli­bili. Við stöðvun á ofni verður fylgt stöðl­uðum verk­lags­reglum þar sem meðal ann­ars verður kveðið á um breyt­ingar í hrá­efna­blöndu til að lág­marka hættu á lykt og óþæg­ind­um.

End­ur­bætur á kís­il­verk­smiðj­unni miða allar að því að bæta búnað og ferla sem ekki virk­uðu sem skyldi í fyrri rekstri og leiddu í mörgum til­fellum til atvika þar sem stöðva þurfti eða draga úr fram­leiðslu í ljós­boga­ofn­in­um, segir í frum­mats­skýrslu Stakks­bergs. Minna afl á ofni þýddi lækkað hita­stig og minni útblást­urs­hraða sem leiddi til ófull­nægj­andi dreif­ingar útblást­urs­lofts. „Þó end­ur­bætur miði að því að fækka veru­lega til­vikum með skertu afli á ofni þá verður aldrei hægt að úti­loka alveg slík til­vik auk þess að reglu­bundið við­hald á ofn­bún­aði með útslætti verður alltaf nauð­syn­leg­t.“



Loftmynd af kísilverinu í Helguvík sem tekin var í nóvember árið 2018.
Úr frumatsskýrslu

Kís­ill er annað algeng­asta frum­efni jarð­skorpunnar en finnst þó ekki á hreinu formi í nátt­úr­unni. Hann finnst aftur á móti í mörgum efna­sam­böndum og berg­teg­und­um. Til fram­leiðslu á kísli er einkum notað kvars (Si­O2) en kís­ill er um helm­ingur af þyngd þess. Hægt er að finna kvars víða í heim­in­um, þar sem það er unnið úr yfir­borðs­námum, en þó ekki á Íslandi. Kvarsið sem verk­smiðja Stakks­bergs kæmi til með að nota væri til dæmis frá Spáni, Frakk­landi eða Egypta­landi.

Helstu hrá­efni til fram­leiðslu á kísli eru kvars, kol, koks, við­ar­kol, við­ar­flís og kalk­steinn. Önnur efni sem notuð eru við fram­leiðsl­una eru grafítraf­skaut og raf­skautamassi. Kís­ill er not­aður í fram­leiðslu á ýmsum snyrti­vörum, hulstrum fyrir far­síma og háþró­uðu lími sem notað er í spaða vind­mylla sem fram­leiða raf­magn, segir í frum­mats­skýrsl­unni. Þá kemur fram að hreins­aður kís­il­málmur sé lykil­efni í tölvu­tækni og raf­einda­iðn­aði og í fram­leiðslu á sól­ar­hlöðum sem not­aðar eru til að virkja raf­orku úr geislum sól­ar­inn­ar.



Auglýsing

Í frum­mats­skýrsl­unni segir að áætlað sé að helstu fram­kvæmdir við end­ur­bætur verk­smiðj­unnar taki rúmt ár og að fram­leiðsla geti haf­ist á fyrri hluta árs­ins 2022. Ekki sé ljóst hvenær verði ráð­ist í upp­bygg­ingu seinni áfanga verk­smiðj­unn­ar. Það muni ráð­ast af mark­aðs­að­stæðum og mögu­leikum á fjár­mögn­un.

„Það hefur verið og verður áfram hörð and­staða við þetta kís­il­ver. Bæj­ar­búar fengu algjör­lega upp í kok“ segir Ell­ert Grét­ars­son, íbúi í Reykja­nes­bæ, sem var ötull bar­áttu­maður þess að rekstur United Sil­icon yrði stöðv­aður á sínum tíma. Hann kynnti sér und­ir­bún­ing fram­kvæmd­ar­innar vel og benti ítrekað í aðsendum greinum á það sem aflaga fór við hann og í starf­sem­inni er hún hófst. „Það var allt kol­rangt við leyf­is­ferlið og allar eft­ir­lits­stofn­anir féllu á próf­in­u,“ segir hann í sam­tali við Kjarn­ann. „Margir bæj­ar­búar ótt­ast nú að sama ruglið og fúskið end­ur­taki sig.“

Hægt er að kynna sér frum­mats­skýrslu Stakks­bergs og fylgi­gögn á vef Skipu­lags­stofn­unar. Frestur til athuga­semda er 26. júní.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar