Mynd: Samherji kristjan_og_Thorsteinn
Mynd: Samherji

Tugmilljarða framsal á hlutum í Samherja er fyrirframgreiddur arfur og sala

Stærstu eigendur Samherja greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu framselt hlutabréf í innlendri starfsemi sjávarútvegsrisans til barna sinna. Um er að ræða fyrirtæki sem heldur, beint og óbeint, á 16,5 prósent af úthlutuðum kvóta á Íslandi og átti 60 milljarða króna í eigið fé í lok árs 2018. Því er framsalið umfangsmesti þekkti arfur sem greiddur hefur verið hérlendis, en hluti af tilfærslunni var sala. Erfðafjárskattur er tíu prósent og fjármagnstekjuskattur, sem sala á hlutabréfum ber, er 22 prósent.

Fram­sal hluta­bréfa í Sam­herja hf. frá helstu eig­endum félags­ins til barna sinna átti sér stað ann­ars vegar með því að börnin fengu fyr­ir­fram­greiddan arf, og hins vegar með sölu milli félaga. Ekki fást upp­lýs­ingar hjá Sam­herja um virði þess hlutar sem til­kynnt  var um í síð­ustu viku að færður hefði verið á milli kyn­slóða né hvernig til­færsl­unni var skipt milli fyr­ir­fram­greidds arfs og sölu. 

Í svari Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, ann­ars for­stjóra Sam­herja, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið kemur fram að Sam­herji sjálfur sé ekki aðili að breyt­ing­unum og því sé hann ekki í for­svari fyrir þær. 

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans var ekki send á Björgólf per­sónu­lega heldur á það net­fang sem Sam­herji hefur not­ast við árum saman í sam­skiptum sínum við fjöl­miðla. Hinn for­stjóri Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son, og útgerð­ar­stjór­inn Krist­ján Már Vil­helms­son, eru tveir þeirra þriggja eig­enda sem eru að fram­selja hluti sína í Sam­herja til barna sinna. Þriðji stóri eig­and­inn er Helga S. Guð­munds­dótt­ir, fyrr­ver­andi eig­in­kona Þor­steins Más.

Af fyr­ir­fram­greiddum arfi ber að greiða tíu pró­sent erfða­fjár­skatt af öllum arfs­hlut­an­um. Af sölu­hagn­aði hluta­bréfa ber að greiða fjár­magnstekju­skatt, sem er í dag 22 pró­sent. 

Við­halda mik­il­vægum fjöl­skyldu­tengslum

Sam­herji greindi frá því að heima­síðu sinni í síð­ustu viku að 86,5 pró­sent hlutur í Sam­herja hf., öðrum helm­ingi Sam­herj­a­sam­stæð­unn­ar, hefði verið færður frá þre­menn­ing­unum til barna þeirra.  Eftir þá til­færslu eru stærstu hlut­hafar Sam­herja hf. Bald­vin og Katla Þor­­steins­­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 43,0 pró­­sent hlut í Sam­herja og Dagný Linda, Hall­­dór Örn, Krist­ján Bjarni og Katrín Krist­jáns­­börn, sem munu fara sam­an­lagt með um 41,5 pró­­sent hluta­fjár. Í til­kynn­ingu á vef Sam­herja sagði að með þessum hætti „vilja stofn­endur Sam­herja treysta og við­halda þeim mik­il­vægu fjöl­­skyld­u­­tengslum sem félagið hefur ætíð byggst á og hafa verið horn­­steinn í rekstr­in­­um.“

Auglýsing

Engar upp­lýs­ingar hafa verið sendar til fyr­ir­tækja­skrár vegna þess­ara breyt­inga. Þar eru Krist­ján, Þor­steinn Már og Helga enn skráð sem aðal­eig­endur Sam­herja hf. Því er ekki hægt að sjá af slíkum gögn­um, að minnsta kosti enn sem komið er, hvert kaup­verðið á hlut­unum var í sölu á milli félaga. 

Eigið fé Sam­herja hf. var 446,7 millj­ónir evra í árs­lok 2018, en árs­reikn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins fyrir árið 2019 hefur ekki verið skilað til fyr­ir­tækja­skrár, enda frestur til slíks ekki útrunn­inn. Á gengi þess tíma var eigið féð um 60 millj­arðar króna. Á gengi dags­ins í dag er það um 70 millj­arðar króna þar sem krónan hefur veikst umtals­vert gagn­vart evru, upp­gjörs­mynt Sam­herja, á þessu ári. 

Í ljósi þess að afla­verð­mæti fyrstu sölu á afla sem íslensk fisk­veið­i­­­skip veiddu í fyrra var 17 millj­­örðum krónum meira en á árinu 2018, eða alls 145 millj­arðar króna, má ætla að Sam­herji hafi bætt við það eigið fé á árinu 2019. Árið í fyrra var nefni­lega það besta fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg í heild frá 2015 mælt í afla­verð­mæt­i. 

Með beint og óbeint 16,5 pró­sent af úthlut­uðum kvóta

Sam­herji er risi í sjáv­ar­út­vegi í Evr­ópu. Síð­ustu ára hafa verið gríð­ar­lega arð­bær hjá fyr­ir­tæk­inu. Frá 2011 og út árið 2018 nam sam­an­lagður hagn­aður þess 112 millj­örðum króna. 

Lengi vel var öll starf­semi félags­ins rekin undir hatti Sam­herja hf. en sam­stæð­unni var skipt upp í tvö fyr­ir­tæki á árinu 2018, ann­ars vegar Sam­herja hf. og hins vegar Sam­herja Hold­ing. Skipt­ingin á eigin fé sam­stæð­unnar var nán­ast til helm­inga: 446,7 millj­ónir evra urðu eftir í Sam­herja hf. en 384,7 millj­ónir evra færður yfir til Sam­herja Hold­ing. 

Auglýsing

Þessi til­högun var sam­­þykkt 11. maí 2018 á hlut­hafa­fundi og skipt­ingin látin miða við 30. sept­­em­ber 2017. Sam­eig­in­legt eigið fé beggja félaga var 111 millj­arðar króna í lok árs 2018 miðað við gengi krónu þá, en bæði gera þau upp í evr­um. Umreiknað í krónur hefur það eigið fé hækkað veru­lega síðan þá, enda krónan fallið mik­ið. Miðað við núver­andi gengi evru væri sam­eig­in­leg eig­in­fjár­staða beggja félaga í kringum 130 millj­arða króna. 

Sá hluti sem færður var yfir til barn­anna er Sam­herji hf., sem heldur utan um þorra inn­lendrar starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins og starf­semi þess í Fær­eyj­um. Þar með talið eru þær afla­heim­ildir sem Sam­herji heldur á sem úthlutað hefur verið af íslenskum stjórn­völd­um.

Miklar afla­heim­ildir færðar til barn­anna

Þær eru gríð­ar­leg­ar. Sam­herji hf. er með næst mesta afla­hlut­­deild ein­stakra útgerða , eða 7,02 pró­­sent. ­Út­­­gerð­­­­­­ar­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­ar, sem er í 100 pró­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­fé­lag heldur á 0,64 pró­­­­­­sent hans. Síld­­­­­­ar­vinnslan, sem Sam­herji á beint og óbeint 49,9 pró­­sent hlut í, er svo með 5,2 pró­­sent afla­hlut­­deild og Berg­­ur-Hug­inn, í eigu Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, er með 2,3 pró­­sent af heild­­ar­kvóta til umráða. Sam­an­lagt er þessi blokk með 16,5 pró­­sent afla­hlut­­deild. 

Lög um stjórn fisk­veiða segja að hámarks­­afla­hlut­­deild sem ein­stakir eða tengdir aðilar halda á megi ekki fara yfir tólf pró­­sent af heild­­ar­verð­­mæti afla­hlut­­deildar allra teg­unda. Sam­­kvæmt gild­andi lögum fer eng­inn yfir þau mörk, en mikil póli­­tísk umræða hefur verið um að breyta því hvað telj­ist tengdir aðilar í sjá­v­­­ar­út­­­vegi und­an­farin mis­s­eri. Eins og lögin eru til að mynda í dag telj­ast hjón, sam­búð­ar­fólk og börn þeirra ekki tengdir aðilar og ein útgerð þarf að eiga yfir 50 pró­sent hlut í annarri til að þær telj­ist tengd­ar. Þá getur for­stjóri einnar útgerðar setið sem stjórn­ar­for­maður ann­arrar án þess að þær telj­ist tengdar í skiln­ingi gild­andi laga. 

Eiga áfram erlendu starf­sem­ina

Þor­steinn Már, Krist­ján og Helga munu áfram eiga uppi­stöð­una í hinum hluta starf­sem­inn­ar, Sam­herja Hold­ing. Á meðal þeirra eigna sem færðar voru þangað yfir á árinu 2018 voru eign­­­­ar­hlutir Sam­herja í dótt­­­­ur­­­­fé­lögum í Þýska­landi, Nor­egi, Bret­landi og í fjár­­­­­­­fest­inga­­­­fé­lagi á Ísland­i. Þar er til að mynda 27,06 pró­sent hlutur í Eim­skip. 

Auglýsing

Inni í þeim hluta er líka fjár­­­fest­inga­­fé­lagið Sæból, sem hét áður Polar Seafood. Það félag á tvö dótt­­ur­­fé­lög, Esju Shipp­ing Ltd. og Esju Seafood Ltd. sem bæði eru með heim­il­is­­festi á Kýp­­ur. Þau félög héldu meðal ann­­ars utan um veiðar Sam­herja í Namib­­íu, þar sem sam­­stæðan og stjórn­­endur hennar eru nú grun­aðir um að hafa greitt mútur til að kom­­ast yfir ódýran kvóta. 

Auk þess er uppi grun­­ur, eftir ítar­­lega opin­berum Kveiks og Stund­­ar­innar í nóv­­em­ber í fyrra, um að Sam­herji hafi stundað umfangs­­mikla skatta­snið­­göngu í gegnum Kýpur og aflands­­fé­lög og pen­inga­þvætti á fjár­­­magni sem end­aði inn á reikn­ingum norska bank­ans DNB. Þessi mál eru til rann­sóknar í Namib­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Engin nið­ur­staða liggur fyrir úr þeim rann­sóknum en fjöldi áhrifa­manna í Namibíu hafa verið haldi þar mán­uðum saman vegna máls­ins og þeim verið birt ákæra, meðal ann­ars fyrir spill­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar