Ríkisendurskoðun gerir engar athugasemdir við rekstur Lindarhvols

Lindarhvoll, félag sem sá um að koma stöðugleikaframlagseignum í verð, starfaði frá því í apríl 2016 og fram í febrúar 2018. Upphaflega var gert ráð fyrir að eignir þess væru 384 milljarða króna virði en á endanum skiluðu þær 460 milljörðum króna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gerði samningin við Lindarhvol um umsýslu stöðugleikaeigna.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, gerði samningin við Lindarhvol um umsýslu stöðugleikaeigna.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun gerir engar athuga­semdir við störf stjórnar Lind­ar­hvols, félags sem sá um umsýslu, fulln­ustu og sölu á eignum sem rík­is­sjóður fékk afhent vegna stöð­ug­leika­samn­ing­anna við slitabú föllnu bank­anna. Rík­is­end­ur­skoðun gerir heldur engar athuga­semdir við rekstur Lind­ar­hvols. 

Þetta kemur fram í skýrslu sem stofn­unin birti í dag um fram­kvæmd samn­ings sem Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gerði við félag­ið. 

Í skýrsl­unni er sagt að stöð­ug­leika­fram­lagið hafi skilað 460 millj­örðum króna í rík­is­sjóð, en upp­haf­lega var ætlað að tekjur rík­is­ins vegna þess yrðu 384 millj­arðar króna. Þær eru því 76 millj­örðum krónum meiri en upp­haf­legar áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. 

Lind­­ar­hvoll var stofnað í apríl 2016. Í febr­úar 2018 var greint frá því að félagið hefði lokið hlut­verki sínu og yrði slit­ið. Skömmu áður, í jan­úar 2018, hafði félagið fram­selt eignir sem metnar voru á 19 millj­arða króna til Líf­eyr­is­­sjóðs starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R). Um var að ræða eignir sem Lind­­­ar­hvoll hafði haft til umsýslu og töld­ust ekki heppi­­­legar til sölu á almennum mark­aði. Fram­­sal eign­anna lækk­aði líf­eyr­is­skuld­bind­ingar rík­­­is­­­sjóðs við B-deild LSR um áður­­­greinda upp­­hæð.

Álita­mál hvort starfs­tími hafi verið nægj­an­lega rúmur

Í skýrslu Lind­ar­hvols kemur fram að það sé álita­mál hvort að starfs­tími Lind­ar­hvols hafi veirð nægj­an­lega rúm­ur. „Mögu­lega hafi verið unnt að fá hærri tekjur fyrir ein­staka eignir hefði sölu- og umsýslu­tím­inn verið annar og lengri. Óhjá­kvæmi­legt er þó að taka til­lit til þess að vaxta­kjör íslenska rík­is­ins bötn­uðu vegna þess hversu greið­lega gekk að koma stöð­ug­leika­fram­lags­eign­unum í verð. Þannig kunna að veg­ast á ann­ars vegar hags­munir þess að hraða sölu og fá þannig betri vaxta­kjör og hins vegar mögu­leikar þess að fá hærra sölu­verð fyrir ein­staka eignir á lengri tíma.“

Auglýsing
Í stjórn félags­­ins sátu Þór­hallur Ara­­son, for­­maður stjórnar og starfs­­maður í fjár­­­mála­ráðu­­neyt­in­u, Ása Ólafs­dótt­ir, með­­­stjórn­­andi, og Haukur C. Bene­diks­son, með­­­stjórn­­and­i. 

Sá sem sá um starf­semi Lind­ar­hvols utan stjórnar var lög­mað­ur­inn Steinar Þór Guð­geirs­son. Hann var meðal ann­ars pró­kúru­hafi félags­ins og Lind­ar­hvol keypti lög­fræði­þjón­ustu frá fyr­ir­tæki hans, Íslögum ehf. Alls var keypt þjón­usta fyrir 80 millj­ónir króna án virð­is­auka­skatts af stofu Stein­ars og Rík­is­end­ur­skoðun kann­aði sér­stak­lega hvort að það hefði átt að bjóða út þá þjón­ustu sem hún ann­að­ist. 

Gera ekki athuga­semdir við ráðn­ingu Stein­ars án útboðs

Í skýrsl­unni segir að stjórn Lind­ar­hvols hafi fært rök fyrir því að per­sónu­leg þekk­ing lög­manns­ins og reynsla hans hafi valdið því að samn­ingur var gerður við Íslög. „Sú þekk­ing og reynsla auk þess skamma starfs­tíma sem félag­inu var skammt­aður hafi verið ástæða þess að gerður var samn­ingur við Íslög ehf. Stjórnin taldi eft­ir­sókn­ar­vert að njóta starfs­krafta lög­manns­ins enda hefði hann búið yfir yfir­burða þekk­ingu á svið­inu eftir að hafa haft umsjón með gerð stöð­ug­leika­samn­inga fyrir hönd Seðla­banka Íslands við öll slita­búin og þannig haft umsjón með mót­töku og dag­legum rekstri þess­ara eigna. Var það mat stjórnar að úti­lokað hefði verið að ná fram mark­miðum í samn­ingi við fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra um að hámarka end­ur­heimtur jafn hratt og raun varð á og lág­marka kostnað ef farið hefði verið í útboð, enda hefði slíkt reynst tíma­frekt og óvíst með öllu, að mati stjórnar félags­ins, að sama þekk­ing á stöð­ug­leika­fram­lags­eignum hefði náðst fram innan þeirra tíma­marka sem stjórn félags­ins hafði til ráð­stöf­un­ar.“

Rík­is­end­ur­skoðun kann­aði laga­reglur og taldi að eins og á stóð, mætti fall­ast á þau sjón­ar­mið sem stjórn Lind­ar­hvols setti fram vegna þessa fyr­ir­komu­lags. „Rík­is­end­ur­skoðun kann­aði jafn­framt hvort samið hefði verið um afslátt á tíma­gjaldi Íslaga ehf. í ljósi þess umfangs sem samn­ing­ur­inn fól í sér og var upp­lýst að veru­legur afsláttur var veittur frá tíma­gjaldi lög­fræði­stof­unn­ar. Í þessu ljósi gerir Rík­is­end­ur­skoðun hvorki athuga­semdir við stjórnun félags­ins né aðkeypta lög­fræði­þjón­ustu af lög­manns­stof­unni Íslögum ehf.“

Eðli­lega staðið að söl­unni á hlut í Klakka

Sú ráð­stöfun á eign sem Lind­ar­hvoll hélt á sem vakti mesta tor­tryggni var sala á 17,7 pró­sent hlut í Klakka ehf.. (sem hét á árum áður Exista). Klakki átti á þeim tíma allt hlutafé í eigna­leigu­fyr­ir­tæk­inu Lykli. 

Félagið BLM fjár­­­fest­ing­­ar, dótt­­ur­­fé­lag vog­un­­ar­­sjóðs­ins Burlington Loan Mana­­gement, átti hæsta til­­­boðið í hlut rík­­is­ins í Klakka en það hljóð­aði upp á 505 millj­­ón­ir króna. Félagið Ása­­flöt bauð 502 millj­­ónir í hlut­inn en þriðja til­­­boð­ið, sem hljóð­aði upp á 501 milljón króna, barst frá Frigus II í eigu Ágústs og Lýðs Guð­­munds­­sona, fyrr­ver­andi aðal­eig­enda Exista, og Sig­­urðar Val­týs­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Exista. 

Eig­endur Frigusar voru mjög ósáttir við söl­una og lýstu því yfir að með henni hafi átt sér stað sala á eigum rík­is­ins til sér­val­inna aðila án þess að reynt hafi verið að hámarka sölu­and­virð­ið. 

Þessi sala var tekin til sér­stakrar umfjöll­unar í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Í nið­ur­stöðum hennar segir að eðli­lega hafi verið staðið að söl­unni. „Ekki verður annað séð en að fram­kvæmd útboðs­ins hafi verið í sam­ræmi við það ­sem almennt tíðk­að­ist við fram­kvæmd útboða sem þess­ara. Þá gerðu bjóð­endur eng­ar ­form­legar athuga­semdir við fram­kvæmd útboðs­ins áður en útboðs­frestur rann út. Að mat­i ­Rík­is­end­ur­skoð­unar hefur stjórn Lind­ar­hvols ehf. svarað gagn­rýni sem fram kom eftir að út­boðs­frestur rann út með full­nægj­andi hætt­i.“

Ekki verður annað séð, að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, en að fram­kvæmd útboðs­ins hafi verið í sam­ræmi við það ­sem almennt tíðk­að­ist við fram­kvæmd slíkra útboða. „Þá gerðu bjóð­endur eng­ar ­form­legar athuga­semdir við fram­kvæmd útboðs­ins áður en útboðs­frestur rann út. Að mat­i ­Rík­is­end­ur­skoð­unar hefur stjórn Lind­ar­hvols ehf. svarað gagn­rýni sem fram kom eftir að út­boðs­frestur rann út með full­nægj­andi hætt­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar