Björgólfur Thor metinn á 275 milljarða króna og meðal hundrað ríkustu manna Bretlands

Björgólfur Thor Björgólfsson er í 92. sæti yfir ríkustu menn Bretlands. Auður hans dregst saman um 16 milljarða króna milli ára en það hefur einungis þau áhrif að hann fellur um eitt sæti á listanum.

Björgólfur Thor Björgólfsson
Auglýsing

Björgólfur Thor Björg­­ólfs­­son fjár­­­festir er í 92. sæti yfir rík­­­ustu menn Bret­lands sam­­kvæmt nýbirtum lista The Sunday Times. Alls er auður hans í lok síð­asta árs var met­inn á 1.563 millj­­ónir punda, eða 275 millj­­arða króna.

Björgólfur Thor fellur um eitt sæti á list­anum milli ára. Árið 2018 sat hann í 91. sæti og eignir hans voru metnar á 91 milljón pundum meira en í lok síð­asta árs. Þær hafa því dreg­ist saman um 16 millj­arða króna milli ára. 

Björgólfur Thor er því, sam­kvæmt list­an­um, á meðal 100 rík­ustu íbúa Bret­lands, en hann hefur búið í London árum sam­an. Hann er eini Íslend­ing­ur­inn sem nær að vera á meðal þeirra 100 rík­ustu enda almennt talið að hann sé rík­asti Íslend­ing­ur­inn. 

Björgólfur Thor birt­ist einnig á lista tíma­rits­ins For­bes yfir rík­ustu menn heims fyrr á þessu ári. Þar sat hann í 1.063 sæti og fór upp um nokkur sæti á milli ára 

Auglýsing
Í umfjöll­un ­For­bes ­sagði að ­Björgólf­ur Thor, sem er 53 ára, eigi hlut í pólska fjar­­­skipta­­­fyr­ir­tæk­in­u Play en það er á meðal stærstu far­síma­­fyr­ir­tækja Pól­lands. Til­­kynnt var um það sum­­­arið 2017 að Novator, fjár­­­fest­inga­­fé­lag Björg­­ólfs Thors, ætl­­aði að selja tæp­­lega helm­ings­hlut í Play, sem þá var metið á 261 millj­­arð króna. Í umfjöll­un ­For­bes kom einnig fram að Björgólfur eigi einnig hluti í WOM frá Síle. 

Með þorra sinna umsvifa erlendis en hefur beitt sér á Íslandi

Í umfjöllun Sunday Times um Björgólf Thor er saga hans und­an­farin ár rak­in. Þar er meðal ann­ars fjallað um að langafi hans, Thor Jen­sen, og faðir hans, Björgólfur Guð­munds­son, hafi báðir orðið gjald­þrota, sá síð­ar­nefndi árið 2009. 

Auður Björg­ólfs Thors er aðal­lega í gegnum eignir sem fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Novator, sem hann á meiri­hluta í.

Björgólfur efn­að­ist fyrst á því að selja bjór­verk­smiðju í Rús­s­landi en fjár­­­festi svo mikið í lyfja- og fjar­­skipta­iðn­­að­inum auk þess að kaupa ráð­andi hlut í Lands­­banka Íslands ásamt föður sínum og við­­skipta­­fé­laga þeirra. Fjár­mála­hrunið 2008 setti veldi hans í hætt­u. 

Í ágúst 2014 var til­­­­­kynnt að skulda­­­­­upp­­­­­­­­­gjöri Björg­­­­­ólfs Thors væri lokið og að hann hefði greitt kröf­u­höfum sín­um, að mestu stórum alþjóð­­­­­legum bönk­­­­­um, sam­tals um 1.200 millj­­­­­arða króna. Það upp­­­­­­­­­gjör tryggði honum mik­inn auð þar sem hann, og Novator, fengu að halda góðum eign­­­­­ar­hluta í Act­a­vis að því loknu, sem hefur síðan verið seld­­ur. Sá eign­­­­­ar­hluti hefur gert Björgólf Thor og aðra eig­endur Nota­vor mjög efn­aða á ný. ­Björgólfur Thor gaf árið 2015  út bók um fall sitt og end­­­­­ur­komu. Kjarn­inn birti umfjöllun um bók­ina skömmu eftir að hún kom út.

­Björgólfur Thor, og sam­­starfs­­menn hans í Novator, þeir Birgir Már Ragn­­ar­s­­son og Andri Sveins­­son, hafa farið mik­inn í fjár­­­fest­ingum síð­­ast­lið­inn rúman ára­tug, að mestu ann­­ars staðar en á Íslandi. Á meðal fjár­fest­inga sem nefndar eru í umfjöllun Sunday Times eru í fjár­mála­fyr­ir­tæk­inu Stripe, heim­send­ing­ar­þjón­ust­unni Deli­veroo og hjól­reiða­sýnd­ar­veru­leika­fyr­ir­tæk­inu Zwift. 

Novator er þó líka með umsvif hér­­­lend­is, og er meðal ann­­ars stór hlut­hafi í fjar­­skipta­­fyr­ir­tæk­inu Nova. Þá tók Björgólfur Thor þátt í skulda­bréfa­út­­­boði WOW air í sept­­em­ber 2018, nokkrum mán­uðum áður en að flug­­­fé­lagið fór í þrot, en í gegnum eigin félag. 

Fyrir helgi var svo opin­berað að Novator hefði fjár­magnað mik­inn tap­rekstur útgáfu­fé­lags DV og tengdra miðla frá haustinu 2017 með því að lána því vaxta­laust að minnsta kosti 745 millj­ónir króna án vaxta. Árum saman var reynt að halda því leyndu hver borg­aði þann brúsa og það opin­ber­að­ist ekki fyrr en að Sam­keppn­is­eft­ir­litið krafð­ist upp­lýs­ing­anna þegar það fjall­aði um sam­runa útgáfu­fé­lags DV, Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, og Torgs ehf., útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins og tengdra miðla.

Hægt er að lesa ítar­lega frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um málið hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar