Mynd: Aðsend

Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á

Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækið Kara Conn­ect er um nokk­urt skeið búið að vera að reyna að segja fólki hver fram­tíðin verð­ur. Það gekk hægt, en þó eitt­hvað. „Þetta var að skríða í gang,“ segir Þor­björg Helga Vig­fús­dóttir fram­kvæmda­stjóri Köru, en svo kom heims­far­ald­ur­inn og eft­ir­spurn eftir vöru fyr­ir­tæk­is­ins stjórjókst.

Vef­lausnin Kara Conn­ect gefur sér­fræð­ingum á borð við sál­fræð­inga, náms- og starfs­ráð­gjafa og tal­meina­fræð­inga meðal ann­ars færi á að bjóða upp á örugga fjar­fundi. Fjöldi inn­skrán­inga í Köru sext­án­fald­að­ist á milli mán­aða, frá febr­úar og þar til í mars.

„Við hopp­uðum alveg massíft áfram,“ segir Þor­björg og bætir við að margir kúnnar sem Kara Conn­ect hafði þegar sett sig í sam­band við hafi stokkið af stað í að inn­leiða notkun lausn­ar­innar á sínum vinnu­stað. Einnig var nokkuð um „blindar skrán­ing­ar“ frá við­skipta­vinum bæði í Dan­mörku og í Belgíu frá not­endum sem ein­fald­lega skráðu sig skyndi­lega inn í kerf­ið. Hið síð­ar­nefnda kom sér­stak­lega á óvart, þar sem engin áhersla hafði verið lögð á að koma Köru á fram­færi á belgíska mark­aðn­um.

Árs­mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins um vöxt náð­ust strax í mars og nú er staðan sú að Þor­björg sjálf er komin út til Dan­merkur að kynna Köru frekar fyrir skand­in­av­íska mark­aðn­um. 

„Við náðum þessu nokkuð hratt og þar af leið­andi langar okkur að teikna upp nýjan vaxt­arás og athuga hvað við getum farið langt áfram núna næstu tvö árin, athuga hvort við getum ekki bara hlaupið hraðar en við áætl­uð­u­m,“ segir Þor­björg.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið var þegar komið með nokkurn fjölda kúnna hér á landi og þeim hefur farið fjölg­andi und­an­farnar vik­ur. Þor­björg segir að áhug­inn hafi verið til staðar hjá tengiliðum þeirra innan fyr­ir­tækja og stofn­ana, en þegar far­ald­ur­inn skall á hafi svo orðið nauð­syn­legt fyrir marga sér­fræð­inga að bjóða upp á þjón­ust­una sína raf­rænt.

„Það voru kannski öfl í fyr­ir­tækj­unum sem höfðu bara ekki viljað setja tíma í þessar breyt­ing­ar, en þarna bara varð að gera það,“ segir Þor­björg og bætir við að inn­leið­ing­ar­ferlið hafi gengið mjög hratt fyrir sig. Núna er að farið róast um og fást starfs­menn Köru Conn­ect þessa dag­ana við það að kenna nýjum kúnnum betur á kerf­ið.

Eng­inn til­bú­inn að fara aftur í gamla farið

Þor­björg segir að þrátt fyrir að sótt­varna­ráð­staf­anir hamli því ekki lengur að sér­fræð­ingar hitti skjól­stæð­inga sína augliti til auglitis sé notkun tækn­innar komin til að vera.

„Við heyrum alveg að það eru allir til­búnir til þess að halda þessu áfram. Það er eng­inn sem segir að þeir ætli að fara aftur í gamla far­ið. Fólk sá alveg ótrú­lega marga kosti og átt­aði sig kannski ekki á því fyrr en það sett­ist um kvöldið með rauð­víns­glasið, hvað það var búið að græða mik­inn tíma. Það hverfur fullt af hlut­um, sem hjálpar sér­fræð­ing­unum sem við erum að sinna mjög mik­ið,“ segir Þor­björg.

Hún segir flesta sér­fræð­inga á borð við þá sem Köru Conn­ect er ætlað að þjóna eiga það sam­merkt að vera yfir­bók­aða og hafa í mörgu öðru að snú­ast bara að veita sér­fræði­þjón­ustu sína.

„Mik­ill tími fer í að bíða eftir fólki eða hjálpa þeim að koma inn eða bjóða þeim vatn og kaffi. Það er mikið álag á þessu fólki og þetta er mik­il­væg­asta fólkið okkar í kerf­inu. Nú sjá margir að það er rof í deg­inum hjá þeim,“ segir Þor­björg.

Kara virkar í raun eins og rafræn skrifstofa fyrir sérfræðinga sem eru að vinna með viðkvæmar upplýsingar.
Mynd: Kara Connect

Hún segir þó að það sé öruggt að fólk muni halda áfram að hitt­ast á fundum og í við­töl­um, en sér­fræð­ingar geti nýtt sér Köru Conn­ect til þess að stytta leiðir og sinnt skjól­stæð­ingum sem að öðrum kosti kom­ist ekki til við­tals, sumir af því að þeir búi langt í burtu en aðrir af því að þeir treysti sér ekki til þess að kom­a. 

Nefnir Þor­björg sem dæmi að fjar­við­töl geti verið kostur fyrir þá sem þurfa að sækja sér geð­heil­brigð­is­hjálp en glími við slíka van­líðan að þeir treysti sér ekki til þess að koma á stað­inn. 

„Tæknin getur hjálpað þessu fólki tals­vert við að byggja upp traust og hitt­ast svo kannski eftir þrjá eða fjóra fjar­fundi. Þetta er okkar grund­vall­ar­hug­mynd­ar­fræði, að reyna að bæta aðgengi að hjálp með tækn­inn­i,“ segir Þor­björg.

Á meðal fyr­ir­tækja og stofn­ana sem þegar nýta sér Köru Conn­ect eru SÁÁ, vel­ferð­ar­svið Reykja­vík­ur­borgar og fjöl­skyldu­hjálp Akur­eyr­ar­bæj­ar. Á meðan að far­ald­ur­inn geis­aði bætt­ust fleiri við, til dæmis Vinnu­mála­stofnun sem er með vef­lausn­ina í inn­leið­ing­ar­ferli hjá sér.

Barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­ala er einnig að not­ast við Köru og segir Þor­björg að það þyki henni sér­stak­lega vænt um, þar sem skjól­stæð­ing­arnir þar séu algjör­lega á heima­velli þegar kemur að notkun tækn­inn­ar.

Eru að skoða hvaða erlendu mark­aðir passa

Kara Conn­ect er á sínu fimmta starfs­ári, en árið 2015 hóf teymið sem stofn­aði fyr­ir­tækið að byggja öruggan hug­búnað fyrir við­kvæm sam­töl á milli sér­fræð­inga og skjól­stæð­inga þeirra. Þor­björg segir að helj­ar­innar þró­un­ar­vinna með styrkjum frá bæði Tækni­þró­un­ar­sjóði og fag­fjár­festum liggi að baki vef­lausn­inni, sem fór fyrst í loftið í lok árs 2017. Í þeirri þró­un­ar­vinnu reynd­ist Tækni­þró­un­ar­sjóður öfl­ugur bak­hjarl.

Auglýsing

Ákveðnum áfanga var svo náð hjá fyr­ir­tæk­inu síð­asta haust, þegar Kara Conn­ect komst í gegnum síu land­lækn­is­emb­ætt­is­ins varð­andi örygg­is­mál, þar sem miklar kröfur eru gerð­ar. Svo miklar að fyr­ir­tækið hefur tek­ist á um það við land­lækn­is­emb­ættið um hvort að þær séu of mikl­ar. En það hafð­ist.

„Síðan höfum við bara verið að kynna þetta fyrir sál­fræð­ing­um, náms­ráð­gjöfum í skól­um, sveit­ar­fé­lögum og tal­meina­fræð­ing­um. Þetta er allt fólk sem vinnur öðru­vísi vinnu en lækn­ar, þetta eru per­sónu­leg sam­skipti yfir lengri tíma, á meðan læknar hitta þig bara í fimm til tíu mín­út­ur. Við erum að ein­beita okkur að þessum stétt­um, sem hitta skjól­stæð­inga sína reglu­lega,“ segir Þor­björg.

Unnið hefur verið að því að byggja inn í for­ritið biðlista­kerfi, greiðslu­kerfi og yfir­sýn yfir sögu skjól­stæð­ings­ins, auk fjar­við­tals­þjón­ust­unn­ar. Kara Conn­ect virkar því í dag í raun eins og raf­ræn skrif­stofa fyrir þá sem eru að vinna með við­kvæmar upp­lýs­ing­ar.

Þor­björg segir Köru Conn­ect ætla að nýta sér óvænta með­byr­inn sem far­ald­ur­inn veitti þeim til þess að reyna að vaxa hraðar en áætlað var. Áætl­unin var alltaf að fara með vör­una til útlanda en það gæti verið tæki­færi núna til þess að sækja fyrr og hraðar inn á erlenda mark­aði en ef allt væri eðli­legt í heim­in­um.

„Við fengum annan Tækni­þró­un­ar­sjóðs­styrk fyrir ára­mót og ætlum að nýta hann til þess að byggja aðeins hraðar upp. Þess vegna er ég komin til Dan­merkur og við erum að skoða fleiri mark­aði núna, hvaða mark­aðir passa. Skand­in­avar eru komnir svo­lítið langt í staf­rænu umhverfi, en þeir eru ekk­ert frekar en á Íslandi farnir að inn­leiða mjög mik­ið,“ segir Þor­björg.

Ábend­ing rit­stjóra: Til að gæta fulls gegn­sæis er rétt að nefna að Hall­björn Karls­son, eig­in­maður Þor­bjarg­ar, er hlut­hafi í Kjarn­an­um. Voga­bakki ehf., félag sem hann á helm­ing í, á 4,67 pró­sent hlut í útgáfu­fé­lagi Kjarn­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiViðtal