Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka

Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.

Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Auglýsing

Sú umtals­verða fylg­is­aukn­ing sem stjórn­ar­flokk­arnir þrír fengu í könn­unum MMR eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á Íslandi hefur að mestu gengið til baka. Á milli febr­úar og mars kann­ana fyr­ir­tæk­is­ins fór sam­eig­in­legt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks úr 38,6 pró­sentum í 45,3 pró­sent, og jókst því um 6,7 pró­sentu­stig. Það þýðir að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þrjá jókst um rúm­lega 17 pró­sent milli mán­aða.

Mest mun­aði um mikla fylg­is­aukn­ingu Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem bætti við sig 6,1 pró­sentu­stigi og mæld­ist með 27,4 pró­sent í mars. Það var mesta fylgi sem flokk­ur­inn hafði mælst með frá sumr­inu 2017, eða frá því fyrir síð­ustu kosn­ing­ar. 

Fylg­is­aukn­ing rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hélt sér að uppi­stöðu í könnun MMR sem birt var 7. apr­íl, þegar sam­eig­in­legur stuðn­ingur mæld­ist 44,6 pró­sent. Tíu dögum síðar birt­ist önnur könnun sem sýndi 42,9 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi og í könnun MMR sem birt­ist 8. maí hafði það auk­ist á ný í 43,2 pró­sent. 

Í könnun MMR sem birt var í gær var sam­eig­in­legt fylgi Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks hins vegar komið niður í 40,5 pró­sent. Þar kom líka fram að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina er aftur dott­inn undir 50 pró­sent, í fyrsta skipti frá því að far­ald­ur­inn hóf­st, og mælist nú 47,5 pró­sent.

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst þorra þess við­bót­ar­fylgis sem hann náði í eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á en mælist enn með 2,2 pró­sentu­stiga meira fylgi en hann var með í febr­ú­ar, eða 23,5 pró­sent. Vinstri græn eru komin niður í sama fylgi og þau voru með fyrir far­ald­ur, eða 10,6 pró­sent, en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist nú með minnsta fylgi sem hann hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu, eða 6,4 pró­sent. Fara þarf aftur til októ­ber­mán­aðar 2017 til að finna könnun MMR sem sýnir jafn lít­inn stuðn­ing við Fram­sókn­ar­flokk­inn. Ef kosið yrði í dag myndi Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn verða minnsti flokk­ur­inn á Alþingi, og Vinstri græn sá næst minnsti.

Allir stjórn­ar­flokk­arnir þrír mæl­ast 12,3 pró­sentu­stigum undir því sam­eig­in­lega kjör­fylgi sem þeir fengu haustið 2017 og ólík­legt sem stendur að þeir gætu myndað rík­is­stjórn miðað við nið­ur­stöður könn­unar MMR. Það færi þó eftir því hversu stór hluti atkvæða myndi falla niður dauð­ur. 

Mæl­ast saman með 11,2 pró­sentu­stigum meira en 2017

Frjáls­lynda miðju­blokkin í stjórn­ar­and­stöðu: Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Við­reisn, er nú sam­eig­in­lega með næstum sama sam­eig­in­lega fylgi og stjórn­ar­flokk­arn­ir, eða 39,2 pró­sent. Í fyrstu könnun MMR eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn skall á mæld­ust þeir með 34,6 pró­sent. Því hefur sam­eig­in­legt fylgi þeirra auk­ist um 13 pró­sent, eða um 4,6 pró­sentu­stig, frá 20. mar­s. 

Píratar eru nú stærsti flokk­ur­inn í þeirri blokk með 14,6 pró­senta fylgi, sem er næst mesta fylgi sem þeir hafa mælst með á kjör­tíma­bil­inu. Alls hefur flokk­ur­inn bætt við sig 4,4 pró­sentu­stigum frá 20. mars og því ljóst að þorri fylg­is­aukn­ingar til ofan­greindra þriggja flokka, sem vinna náið saman að flestum málum í stjórn­ar­and­stöðu, hefur lent hjá Píröt­um. Sam­fylk­ingin bætir við sig fylgi milli mán­aða en er samt sem áður við lægri mörk þess sem hún hefur mælst með á kjör­tíma­bil­inu með 13,3 pró­sent fylgi. Við­reisn mælist síðan með 11,3 pró­sent.

Allir þrír flokk­arnir mæl­ast vel yfir kjör­fylgi í síð­ustu kosn­ingum og sam­eig­in­lega myndu þeir bæta við sig 11,2 pró­sentu­stigum ef kosið yrði í dag, miðað við nið­ur­stöðu könn­unar MMR. 

Liggur ekki fyrir hvenær verður kosið

Mið­flokk­ur­inn var á miklu flugi fyrir far­ald­ur­inn og mæld­ist meðal ann­ars með 16,8 pró­sent fylgi í nóv­em­ber­lok og 15,1 pró­sent í jan­ú­ar. Í síð­ustu könn­unum hefur fylgið að mestu verið sitt hvoru megin við tíu pró­sentu­stigin og nú er flokk­ur­inn nán­ast í kjör­fylgi með 10,8 pró­sent mældan stuðn­ing. 

Flokkur fólks­ins, sem í dag er minnstur þeirra átta flokka sem eiga full­trúa á Alþingi, er ansi langt frá því að ná inn að óbreyttu og mælist með 3,6 pró­sent fylgi. Fylgi hans er rúm­lega helm­ingur þess sem flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Sós­í­alista­flokk­ur­inn mælist svo með 4,1 pró­sent sem er mjög svipað og í síð­ustu könnun en hann hefur aldrei boðið fram í Alþing­is­kosn­ingum og mun því gera það í fyrsta sinn þegar kosið verður á næsta ári. 

Í nýlegu við­tali við Kjarn­ann sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra að hún væri ekki farin að hugsa um það hvenær næstu þing­kosn­ingar eigi að fara fram, en þær verða að gera það í síð­asta lagi í lok októ­ber 2021. 

Hún var áður búin að gefa það út að sam­­tal myndi eiga sér stað um það á vett­vangi Alþingis í sumar hvort þær verði aftur að hausti, sem er óvenju­­legt í Íslands­­­sög­unni, eða hvort þær verði til að mynda haldnar að vori líkt og hefð er fyr­­ir. Við það ætlar hún að standa þannig að allir stjórn­­­mála­­flokkar verði með skýra hug­­mynd um hvenær næst verði kosið þegar næsti þing­vetur hefst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar