Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands Thor Aspelund Mynd: Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands
Kristinn Ingvarsson/Háskóli Íslands

Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“

Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar, „og það kæmi mér heldur ekki á óvart að í kjölfarið tæki næsta bylgja við, mögulega í desember“.

Nítján dögum eftir að fyrsta til­fellið af COVID-19 var stað­fest hér á landi 28. febr­úar höfðu sam­tals 263 greinst með kór­ónu­veiruna. Á fyrstu þrjá­tíu dögum far­ald­urs­ins greindust 1.020 manns og áður en þessi fyrsta bylgja fjar­aði nær alveg út í byrjun júní höfðu 1.810 manns greinst með COVID-19.



Nú erum við stödd í þriðju bylgj­unni sem hófst að mati vís­inda­fólks við Háskóla Íslands 11. sept­em­ber, því sem næst ofan í aðra bylgj­una sem reis hratt en náði ekki miklum hæðum hvað fjölda nýrra smita á dag snertir en olli þó því að aðgerðir voru hert­ar, bæði inn­an­lands og við landa­mær­in.



Frá því þriðja bylgjan hófst miðað við þessa skil­grein­ingu eru liðnir nítján dagar og á þeim tíma hafa 540 greinst með veiruna eða 277 fleiri en á jafn­löngum tíma í upp­hafi þeirrar fyrstu. Það liðu 23 dagar í vetur áður en svip­aður fjöldi til­fella hafði greinst.



Í gær, tæpum þremur vikum eftir að þriðja bylgjan hóf­st, lágu tíu sjúk­lingar á Land­spít­al­anum með COVID-19, þar af þrír á gjör­gæslu­deild. 17. mars, um þremur vikum eftir að fyrsta smitið var greint í land­inu, voru fimm sjúk­lingar með COVID-19 á sjúkra­húsi og næstu tvo daga voru þeir sex. Sól­ar­hring síð­ar, þann 20. mars, var fjöld­inn orð­inn 10. Einn var þá á gjör­gæslu. Flestir voru inniliggj­andi sam­tímis 2. apríl eða 44.



Auglýsing

Ef ný spá vís­inda­fólks við Háskóla Íslands gengur eftir mun nýgreindum smitum fara hægt fækk­andi á næstu dögum en þó munu áfram um 20-40 manns grein­ast með veiruna á hverjum degi. Smitin gætu þó orðið hátt í sjö­tíu dag­lega þó að á því séu minni lík­ur. Eftir þrjár vikur eru taldar líkur á því að á bil­inu 800 til 1.100 manns hafi greinst með COVID-19 í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins en fjöld­inn gæti þó orðið allt að 1.650. Á þessu tíma­bili gætu því 300 til 600 manns til við­bótar (og allt að 1.150) átt eftir að smit­ast af kór­ónu­veirunni.



En vís­inda­fólkið reiknar ekki með að þriðja bylgjan verði gengin yfir eftir þrjár vik­ur. Lík­legra er að hún vari í fimm vikur til við­bótar og þá í tvo mán­uði í heild. „Það kæmi mér ekki á óvart,“ segir Thor Aspelund, pró­fessor í líf­töl­fræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir rann­sókn­arteym­inu sem gerir spálíkan­ið. „Og það kæmi mér heldur ekki á óvart að í kjöl­farið tæki næsta bylgja við, mögu­lega í des­em­ber, þegar fólk er farið að hegða sér öðru­vísi. En um þetta er mjög erfitt og flókið að spá. Jafn­vel ómögu­leg­t.“

Auð­veld­ara að spá í veturHópsmit komu upp á krám í miðbæ Reykjavíkur og þar með hófst þriðja bylgja faraldursins. Mynd: Pexels



Thor og félagar hófu að vinna spár um þróun far­ald­urs­ins í mars. Á þeim tíma var gripið til harð­ari aðgerða en nú eru við lýði. Og við þær aðstæð­ur, þar sem flestir voru heima og skól­ar, veit­inga­hús og aðrir sam­komu­staðir lok­að­ir, var auð­veld­ara að spá fyrir um fram­hald­ið.



Þó að enn sé sam­komu­bann í gildi sem tak­markast við 200 manna hámarks­fjölda, og þótt enn sé stór hluti fram­halds- og háskóla­nema í fjar­námi, eru taka­mark­anir á sam­komum fólks væg­ari en þær voru síð­asta vet­ur. „Og þannig vilja lík­lega flestir hafa það,“ segir Thor, „en við þær aðstæður geta slys á borð við hóp­sýk­ing­una í mið­borg­inni í byrjun sept­em­ber átt sér stað. Það er ekki öfunds­vert að finna þarna jafn­vægi milli aðgerða og smit­hættu í þjóð­fé­lag­inu en ég hef fulla trú á nálgun sótt­varna­lækn­is.“

Átti ekki von á bylgju í lok júlí

Slysið, sem Thor talar um, markar upp­haf þriðju bylgj­unn­ar. Og hún kom ofan í aðra bylgj­una. Önnur bylgjan reis hratt í byrjun en kúrfan varð fljótt nokkuð flöt, dögum saman voru fá smit að grein­ast dag­lega og hún var nokkuð lengi að deyja út.



„Satt best að segja átti ég ekki von á þess­ari bylgju í lok júlí,“ segir Thor. „Ég átti hins vegar von á bylgju í byrjun sept­em­ber um það leyti sem skól­arnir hæfust.“ Það kom enda á dag­inn en það sem kom þó á óvart við þriðju bylgj­una var hversu hratt hún fór upp, „miklu hraðar heldur en fyrsta bylgj­an“.



Og þar erum við stödd núna. Á svip­uðum stað og í þeirri fyrstu hvað fjölda greindra smita og inn­lagna varðar –  en á sama tíma á allt öðrum stað hvað varðar þekk­ingu á sjúk­dómnum og við­brögð við far­aldr­in­um.

Greind smit í þriðju bylgjunni eru fleiri en þau sem greindust í þeirri fyrstu.
Rannsóknarteymi Háskóla Íslands

Mun fleiri sýni eru nú tek­in, aðferða­fræðin sem beitt er við smitrakn­ingu hefur þró­ast og eflst og COVID-­göngu­deildin er til staðar með þá þekk­ingu og reynslu sem hún hefur viðað að sér frá því í vet­ur. Þá hefur aðkoma Íslenskrar erfða­grein­ingar að skimun, sem og að rað­greina veirur sem eru að grein­ast og sjá hvort þær eru af nýjum stofni eða ekki, breytt miklu. „Við höfum lært mjög margt, það er alveg klár­t,“ segir Thor þegar hann ber saman bylgju eitt og þrjú.



Í vetur fór smitum ört fjölg­andi um þremur vikum eftir að far­ald­ur­inn braust út. Þó að sveifla væri í fjölda nýgreindra milli daga var brattur stíg­andi í virkum smit­um. Því má þó ekki gleyma, segir Thor, að þar sem mun fleiri sýni eru tekin nú en í vetur er lík­lega verið að greina fleiri sem hefðu ann­ars ekki greinst. Það getur því skekkt sam­an­burð­inn að ein­hverju leyti.



Það eru ýmis lík­indi með þró­un­inni í fyrstu og þriðju bylgj­unni en þó er margt ólíkt. Ein stærsta breytan er fjöldi sýna.



Tökum nokkur dæmi.



Þann 11. mars greindust 24 ný smit og voru þá sam­tals 106 í ein­angr­un. Þann dag voru aðeins tekin 149 sýni, aðal­lega frá fólki sem hafði verið á skíðum í Ölp­un­um. Það þýðir að 16 pró­sent sýn­anna reynd­ust jákvæð.



Þann 17. sept­em­ber greindust 22 ný smit og sam­tals voru þá 92 í ein­angr­un. Þann dag voru tekin 4.009 sýni, þar af um þús­und frá fólki sem sýnt hafði ein­kenni. Rétt rúm­lega hálft pró­sent sýn­anna reynd­ist því jákvætt.



Staðan breytt­ist mikið 15. mars er Íslensk erfða­grein­ing fór að skima í sam­fé­lag­inu fyrir veirunni. Þann dag voru tekin yfir 1.000 sýni og reynd­ust 20 þeirra jákvæð eða 1,9 pró­sent. Flest sýni í fyrstu bylgj­unni voru tekin 5. apr­íl, tæp­lega 2.500, og reynd­ust 74 þeirra jákvæð eða tæp þrjú pró­sent.



Tómlegt um að litast í miðborg Reykjavíkur nokkrum dögum eftir að samkomubann tók fyrst gildi í vetur. Þá var auðveldara að spá fyrir um þróun faraldursins en nú.
Bára Huld Beck

Þriðju­dag­ur­inn 24. mars líður okkur Íslend­ingum sjálf­sagt seint úr minni. Þann dag greindust 106 ný smit. Tvær vikur áttu eftir að líða áður en greini­lega mátti sjá á töl­unum að tekið var að draga úr útbreiðslu far­ald­urs­ins. 



Í nýj­ustu spá rann­sókn­arteymis HÍ er sá mögu­leiki viðr­aður að ný smit á dag gætu orðið allt að 70 á næst­unni. Þetta segir Thor skýr­ast af því að margir eru nú smit­aðir og þá eykst mögu­leik­inn á „sprengjum inn á milli“.



Því það er jú mann­legt athæfi, ein­stak­lings­bundin hegð­un, sem er stóri óvissu­þátt­ur­inn. Það þarf ekki nema einn smit­aðan ein­stak­ling sem svo smitar annan til að keðju­verkun fari af stað og smit­fjöld­inn rjúki skyndi­lega upp. Og þar sem margir ein­stak­lingar eru nú smit­aðir er hættan á slíkri fjölgun vissu­lega fyrir hendi.



Nýr sjúk­dómur

Með­al­aldur þeirra sem greind­ist með COVID-19 í fyrstu bylgj­unni var hærri en þeirra sem greinst hafa nú þegar í þeirri þriðju. Í vetur gerði rann­sókn­arteymið sviðs­myndir til að meta álag á heil­brigð­is­kerfið og lagt var mat á þann fjölda sjúk­linga sem þyrfti mögu­lega á inn­lögn á sjúkra­hús að halda. Þegar upp var staðið reynd­ust færri þurfa inn­lögn en reiknað hafði verið með. Það á sér nokkrar skýr­ing­ar. 



Sjúk­dóm­ur­inn COVID-19 var nýr og fátt um hann vit­að. Sér­stök göngu­deild fyrir COVID-­sjúk­linga var sett á lagg­irnar og smám saman fékkst þekk­ing sem varð til þess að færri voru lagðir inn er á leið far­ald­ur­inn. Sjúk­lingar sem voru ekki alvar­lega veikir voru heima og starfs­fólk göngu­deild­ar­innar fylgd­ist með líðan þeirra. Þetta olli því að „ánægju­leg frá­vik“ urðu frá spálík­an­inu, að sögn Thors.

Til stendur að draga upp sviðs­myndir af mögu­legri þróun far­ald­urs­ins og álags­ins á heil­brigð­is­kerfið fljót­lega en það hefur ekki verið tíma­bært til þessa. Við vinn­una verður not­ast við þau gögn sem aflað var í fyrstu bylgj­unni og hvaða áhrif göngu­deildin hafði á þörf á inn­lögn­um. „Eftir eina til tvær vikur ættum við að vera komin með betri skiln­ing hvernig raun­veru­leik­inn rímar saman við spá fyrir álagið á heil­brigð­is­kerfið í þess­ari bylgju.“



Thor á upplýsingafundi almannavarna í vetur ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.
Lögreglan

Í vetur hélst ald­urs­sam­setn­ing þeirra sem smit­uð­ust svipuð allan tím­ann. Núna er með­al­aldur smit­aðra lægri. En það kann að breyt­ast og Thor segir reynslu erlendis frá sýna hætt­una á því. Í Flór­ída-­ríki hafi til dæmis önnur bylgjan haf­ist með smitum meðal ungs fólks. En þegar á leið stakk veiran sér niður meðal eldra fólks. „Það er stóra hættan og því má ekki gleyma að líkur á alvar­legum veik­indum hækka veru­lega strax eftir 65-70 ára ald­ur,“ bendir Thor á. Þeirri stað­reynd þurfi að koma ræki­lega til skila til þeirra sem yngri eru. „Þetta er svo rosa­lega ald­urstengt. Við megum ekki gera lítið úr áhætt­unni en samt viljum við ekki hræða fólk um of. Annað jafn­vægi sem þarf að finna.“

Vextir og höf­uð­stóll



Með spánni er reikn­aður út svo­kall­aður smit­stuð­ull, þ.e. hvað hver og einn sem sýk­ist er lík­legur til að smita marga. Ef smit­stuð­ull­inn er fjórir mun hver og einn að jafn­aði sýkja fjóra aðra, sem sýkja fjóra aðra og svo koll af kolli. Rann­sókn­arteymið telur að smit­stuðul þeirra sem eru að grein­ast utan sótt­kvíar sé nú um einn (óvissu­bil 0,3-2,5) og þó að óvissan sé tals­verð virð­ist hann fara lækk­andi. Það megi rekja til öfl­ugrar smitrakn­ingar og auk­innar vit­und­ar­vakn­ingar um per­sónu­bundnar sótt­varnir í sam­fé­lag­inu.



Í upp­hafi þriðju bylgj­unnar var smit­stuð­ull­inn mjög hár, milli 5 og 8. „Það skýrist af hóp­sýk­ingum þar sem nokkrir ein­stak­lingar smit­uðu mjög marga á sama tíma og það voru fáir í heild smit­aðir í sam­fé­lag­in­u,“ segir Thor. Stuð­ull­inn náði ekki sams­konar hæðum í fyrstu bylgj­unni. En að sama skapi var smitið þá útbreidd­ara sem einnig ýtti af stað bylgju. Thor grípur til sam­lík­ingar við hug­tök úr bók­færslu til útskýr­ing­ar:  Ef þú ert með háan höf­uð­stól og lága vexti þá er engu að síður ávöxt­un. Og ef þú ert með lágan höf­uð­stól en mjög háa vexti getur ávöxt­unin orðið svip­uð.



Það sem þetta segir okkur er eft­ir­far­andi: Það þarf ekki nema einn til að koma af stað far­aldri, „og það er erfitt að koma þeirri óvissu inn í svona spálík­an,“ segir Thor. „Þess vegna fáum við nýja bylgju svo­lítið í and­lit­ið.“ Með þeim aðferðum sem not­aðar hafa verið hingað til sé ekki hægt að spá með nokk­urri vissu hvort og þá hvenær næsta bylgja hefj­ist en hægt er að spá fyrir um þróun bylgju sem þegar er haf­in.



Auglýsing


Thor seg­ist ekki enn hafa for­sendur til þess að spá fyrir um hvenær bylgjan sem við erum stödd í núna mun fjara út. Og þá ekki heldur hversu margir munu þá hafa sýkst af veirunni. „En tveir mán­uðir er lík­legt og þetta verður há tala, það er alveg ljóst,“ segir Thor.



Í fyrstu bylgju var hægt að tala um skarpan far­ald­ur. Kúrfan reis hratt, náði hápunkti og hneig svo hratt líka. „En þessar bylgjur sem við gætum átt von á framundan þær verða óút­reikn­an­legri, ein­fald­lega vegna þess að aðgerðir eru væg­ari,“ segir Thor. Aug­ljós­lega sé farið var­legar í tak­mark­anir nú en í vetur sem sé skilj­an­legt, m.a. vegna þess að fólk hefur mis­mun­andi þol gagn­vart hörðum aðgerðum til langs tíma. En það mun þá þýða að smit geta blossað upp af meiri krafti en í vetur og spár þurfi að end­urstilla. Thor seg­ist velta því fyrir sér hvort að raun­hæft sé til fram­tíðar að gera spár sem þess­ar. Kannski væri eðli­legra að fylgj­ast með þróun smit­stuð­uls­ins – sem segir til um hvort að far­aldur sé í veld­is­vísis­vexti og miða aðgerðir við það. „Við erum ekk­ert hik­andi við að end­ur­meta okkar nálg­anir og þróa nýjar aðferð­ir.“



Bólu­efni er auð­vitað „leik­breytir­inn“ sem allir horfa til en þangað til það kemur á markað gæti staðan orðið sú, miðað við reynslu síð­ustu vikna, að áfram muni ganga á með bylgj­um.



Þó að Thor sé sér­fræð­ingur í tölum og lík­indum gat hann ekki séð fyrir að far­ald­ur­inn myndi þró­ast á þann veg sem hann hefur nú gert. „Ég kom að þessu í mars og núna er kom­inn októ­ber. Og þetta er ekki búið.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar