NOAA

Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna

Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?

Sjaldan hafa verið bundnar jafn miklar vonir við eina ljós­mynd. Að minnsta kosti ekki meðal þeirra sem fylgj­ast með líf­inu í sjónum undan vest­ur­ströndum Was­hington-­rík­is. Það var Britt­any Phil­bin sem náði henni. Hún var úti að sigla er vatnið fyrir framan hana fór allt í einu að rísa og risa­stór svört og hvít skepna birt­ist upp úr sjónum aðeins nokkrum metrum frá bátn­um. Phil­bin smellti af í gríð og erg. Um hana fór unaðs­straum­ur. Þetta er einn af þeim, hugs­aði hún. Einn úr hinum örsmáa stofni suð­lægu, stað­bundnu háhyrn­ing­anna sem hafa átt erfitt upp­dráttar í mörg ár. 

Suð­lægu, stað­bundnu háhyrn­ing­arnir halda til undan vest­ur­strönd Kanada og Banda­ríkj­anna á haf­svæði á milli Brit­ish Col­umbia og Was­hington-­rík­is. Þeir lifa helst á laxi en hann er nú af skornum skammti á svæð­inu af ýmsum ástæð­um, m.a. að því er talið er vegna ofveiði, hávaða­meng­unar frá bátum og stíflna sem reistar hafa verið í ám í Brit­ish Col­umbia.Auglýsing

Þegar háhyrn­ing­ur­inn var horf­inn sjónum horfði Phil­bin undr­andi á mynd­ina í mynd­vél­inni sinni. Var dýrið ekki helst til belg­mik­ið? Hún sendi hana umsvifa­laust til vinar síns sem fór þegar að grensl­ast fyrir um mál­ið. Vel hefur verið fylgst með suð­lægu, stað­bundnu háhyrn­ing­unum síð­ustu ár. Þeir eru nú aðeins 74. Þetta eru þrjár fjöl­skyldur sem vís­inda­menn þekkja undir bók­stöf­unum J, K og L. Nokkrir vís­inda­menn sem þekkja vel til fengu mynd­ina senda. Og hófu að grennsl­ast fyrir um hver væri á mynd­inni. Þeir þekkja háhyrn­ing­ana alla í sundur og hafa gefið þeim númer og nöfn en þetta var snú­ið. Því dýrið var snúið á mynd­inni. En myndin dugði til að bera kennsl á fyr­ir­sæt­una: Þetta var Star, í skrám vís­inda­manna þekkt undir heit­inu J-46. Hún er að verða ell­efu ára og því á besta aldri til að eign­ast afkvæmi.

En vís­inda­menn­irnir eru tregir til að stað­festa ólétt­una. Þeir vilja kanna málið bet­ur. Sjá Stjörnu með eigin aug­um, eða fá af henni fleiri mynd­ir. Er Stjarna ólétt? Myndin sem Brittany Philbin náði af henni í vikunni virðist benda til þess.
Brittany Philbin

Ástæðan fyrir þess­ari tregðu er aug­ljós. Suð­lægu, stað­bundnu háhyrn­ing­arnir fjölga sér hægt. Um ára­bil komu þeir ekki einum ein­asta kálfi á legg. Heims­byggðin fylgd­ist hrygg með því er ein kýrin úr hópn­um,Ta­hlequ­ah, synti um með hræ kálfs síns í sautján sól­ar­hringa áður en hún sleppti af því tak­inu, senni­lega örmagna. Hann hafði aðeins lifað í hálf­tíma. Háhyrn­ings­kýr ýta kálfum sínum upp á yfir­borðið eftir fæð­ing­una. Þeir verða að anda. En hjarta þess stutta hætti að slá. Móð­irin var hins vegar ekki til­búin að gef­ast upp. 

Þetta var árið 2018. 

En hin skýr­ingin á því að vís­inda­menn­irnir vilja vera algjör­lega vissir í sinni sök áður en þeir gefa út þung­un­ar­vott­orð fyrir Stjörnu er sú að fyrr á þessu ári kom í ljós að Tahlequah var ólétt á ný. Þó að það hafi vakið gríð­ar­legan fögnuð voru allir pass­lega bjart­sýn­ir. Reynsla síð­ustu ára hefur sýnt að litlu kálfarnir eiga svo erfitt upp­drátt­ar. Þeir ótt­uð­ust hvaða afleið­ingar það myndi hafa á Tahlequah ef hún myndi aftur missa kálf. 

Hafrannsóknarstofnun Bandaríkjanna staðfesti með drónamyndum í sumar að Tahlequah væri ólétt.
NOAA

En þessar áhyggjur voru ástæðu­laus­ar. Því í byrjun sept­em­ber fæddi Tahlequah kálfinn sinn, heil­brigt og orku­mikið lítið karl­dýr. Og enn lifir hann og syndir við hlið móður sinnar og ann­arra í J-fjöl­skyld­unni, nokkuð bratt­ur. 

Þetta voru hins vegar ekki einu góðu frétt­irnar af suð­lægu, stað­bundnu háhyrn­ing­unum sem bár­ust í haust. Í lok sept­em­ber, innan við mán­uði eftir að Tahlequah eign­að­ist sinn kálf, fæddi önnur kýr í J-fjöl­skyld­unni, Eclipse (J-41), kálf. Rann­sókn­ar­mið­stöðin í Seattle sem stýrir eft­ir­liti og rann­sóknum á háhyrn­inga­hópnum greindi frá þessu skömmu eftir fæð­ing­una en lét fylgja að of snemmt væri að fagna þar sem kálf­ur­inn hefði fæðst innan haf­svæðis Kanada og þó að mikið og gott sam­starf væri við vís­inda­menn þar væri ekki hægt að kanna málið betur vegna ferða­tak­mark­ana út af kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. 

Nátt­úru­fræð­ing­ur­inn Talia Goodyear varð vitni að und­ar­legri hegðun Eclipse í lok sept­em­ber. Hún var stöðugt að koma upp á yfir­borðið og virt­ist ýta ein­hverju á undan sér. Goodyear tók and­köf. Var harm­leik­ur­inn að end­ur­taka sig? Var Eclipse með dauðan kálf sinn á sundi? En svo sá hún litla kálfinn koma sjálfan upp til að anda. Móðir hans hafði aðeins verið að hjálpa honum að taka fyrsta and­ar­drátt­inn. Hann virt­ist ætla að plumma sig.Tahlequah og fjörkálfurinn hennar.
NOAA

Vís­inda­menn­irnir hjá rann­sókn­ar­mið­stöð­inni segja að þó að Stjarna virð­ist sann­ar­lega ólétt þá vilji þeir ekki stað­festa það strax. 

Stjarna missti móður sína fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur hún fylgt frænku sinni Tahlequ­ah. Hún mun því fá stuðn­ing reyndrar móður við upp­eldið en háhyrn­ings­kýr bæði aðstoða hverja aðra í fæð­ingu og við upp­eldi kálf­anna í fjöl­skyld­unn­i. 

Háhyrn­ingar eru greindar og félags­lyndar skepn­ur. Þeir mynda sterk tengsl sín á milli, sér­stak­lega við afkvæmi sín. Margir vís­inda­menn telja engan vafa leika á að þeir geti orðið sorg­mæddir og að sama skapi glaðir þegar allt leikur í lyndi.

Afkoma háhyrn­ing­anna byggir á fæðu­fram­boði. Þeirra helsta fæða á þessum slóðum er Chin­ook-­lax­inn en það eru fleiri en háhyrn­ingar sem eru sólgnir í hann – aðal­lega menn. Lax­inn hefur líka breytt hegðun sinni vegna stíflna sem reistar hafa verið í ám sem hann áður gekk upp í. Einnig er talið að hann eigi sjálfur erf­ið­ara en áður að finna fæðu. Þetta er hin marg­um­tal­aða fæðu­keðja sem búið er að spilla – sem endar að því að stóru dýrin á toppn­um, háhyrn­ing­arnir í þessu til­viki – tapa í lífs­bar­átt­unni.Auglýsing

Það er svo annað sem hefur áhrif á líf þeirra. Meng­un, bæði í sjónum sjálfum og vegna hávaða. Hávað­inn stafar af mik­illi skipa­um­ferð um búsvæði þeirra sem hefur færst í auk­ana síð­ustu ára­tugi. Skipin menga einnig sjó­inn, heim­ilið þeirra. 

Skipa­um­ferð um svæðið hefur hins vegar dreg­ist lít­il­lega saman síð­ustu mán­uði. Það er tvennt sem þar kemur til. Í fyrsta lagi mikil umfjöllun um áhrif umferð­ar­innar á þessar stór­kost­legu skepnur og aðgerðir yfir­valda til að vernda þær fyrir áreiti og í öðru lagi blessuð kór­ónu­veir­an. Færri skemmti­bátar eru á ferð. 

Það er meira næði á heim­ili háhyrn­ing­anna. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar