Bára Huld Beck

Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?

Nú hefur þriggja ára gömul ljósmynd af lögreglukonu vakið upp hörð viðbrögð – og skipað fólk í fylkingar. Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við málinu hafa verið afgerandi – og sömuleiðis dómsmálaráðherra. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar. Hvað veldur? Kjarninn fór yfir fánamálið svokallaða.

Eitt stærsta frétta­efni vik­unnar hefur án efa verið umræðan um lög­reglu­merki, merk­ingu þeirra og við­brögðin á báða bóga. Málið byrj­aði á mið­viku­dag­inn þegar mbl.is birti mynd af lög­reglu­konu við störf við frétt út dag­bók lög­regl­unnar dag­inn áður. Í frétt­inni var farið yfir til­kynn­ingar um þjófnað í versl­un, inn­brot og hnupl. 

Það var þó ekki efni frétt­ar­innar sem vakti athygli les­enda í þetta skipt­ið, heldur mynd af lög­reglu­konu sem fylgdi frétt­inni. Á klæðn­aði hennar má sjá þrjá fána og við fyrstu sýn virð­ist ekk­ert athuga­vert við þá. Glöggir les­endur frétt­ar­innar tóku þó eftir því að þetta voru ekki venju­legir fánar heldur þekkt merki sem tengd hafa verið við hat­urs­orð­ræðu. Við nán­ari eft­ir­grennslan kom í ljós að myndin var þriggja ára göm­ul.

Við­brögðin létu ekki á sér standa og lét fólk ræki­lega í sér heyra á sam­fé­lags­miðl­um. Margir for­dæmdu notkun fán­anna og heimt­uðu svör frá lög­regl­unn­i. 

Auglýsing

Vísir náði tali af Anítu Rut Harð­ar­dóttur en hún er lög­reglu­þjónn­inn sem ber fán­ana á mynd­inni. Hún sagði að fán­arnir væru svo­kall­aðir „patchar“, eða bætur sem festar eru á und­ir­vesti lög­reglu­manna með frönskum rennilás. Lög­reglu­menn skipt­ist gjarnan á slíkum bót­um. Það væri aðeins gert til skemmt­un­ar.

Aníta kvaðst ekki vita hvaða merk­ingu fán­arnir hafa og sagð­ist aldrei myndi bera slíka fána ef hún vissi af nei­kvæðri merk­ingu þeim tengd­um. 

Skjáskot af frétt mbl.is af fánum á búningi lögreglukonu.
Skjáskot/mbl.is

En hvað þýða þessir fánar og þessi merki? 

Engum blöðum er um það að fletta að hat­urs­hópar hafi notað svo­kall­aðan Vín­lands­fána og hafa mann­rétt­inda­sam­tök á borð við ADL flokkað hann sem hat­ur­s­tákn.

Peter Steele Mynd: Wiki CommonsFán­inn er kross­fáni að nor­rænni fyr­ir­mynd; hann er grænn með hvítum og svörtum krossi. Fán­inn var þó ekki upp­runa­lega hugs­aður sem hat­ur­s­tákn en það var Peter Steele, for­sprakki og söngv­ari hljóm­sveit­ar­innar Type O Negati­ve, sem bjó hann til. Steele fædd­ist í Brook­lyn í Banda­ríkj­unum og var alinn upp í kaþ­ólskri trú. Hann var sagður meðal ann­ars vera af skand­in­av­ískum ætt­um. Steele lést af völdum blóð­eitr­unar árið 2010, ein­ungis 48 ára gam­all. 

Hug­myndin var sú að fán­inn myndi tákna hug­mynda­fræði söngv­ar­ans um Vín­land, ríkis sem byggt yrði á vís­inda­hyggju en ekki trú­ar­brögð­um. Þarna er vísað í landa­fundi Leifs heppna í kringum árið 1000 í Norð­ur­-Am­er­íku en hann kall­aði landið einmitt Vín­land. 

Vínlandsfáninn

Snoð­hausar sem trúa á yfir­burði hvíta kyn­stofns­ins tóku fán­ann upp á arma sína í byrjun ald­ar­innar og hafa öfga-hægri hópar iðu­lega notað hann sem tákn, sem og hópar nýnas­ista. Þess ber að geta að aðdá­endur Type O Negative hafa reynt að „ná aftur til sín fán­an­um“ og því er hann einnig not­aður í öðrum til­gangi en hér er lýst. 

Tákn fórn­fýsi eða kúg­un­ar?

Mjóa, bláa línan var upp­runa­lega mjóa, rauða lín­an. Hún varð til í Krímeu-­stríð­inu á nítj­ándu öld, þar sem skoskir her­menn í rauðum bún­ingum héldu aftur af rúss­nesku her­liði. Merk­ingin yfir­færð­ist á banda­ríska her­inn – og lit­ur­inn varð blár – í upp­hafi tutt­ug­ustu aldar og um öld­ina miðja var hug­takið farið að vísa fyrst og fremst til lög­regl­unn­ar. 

Línan táknar varn­ar­liðið sem stendur milli mannýgs óvinar og sið­menn­ing­ar­innar sem hann ógnar en tók á sig nei­kvæð­ari auka­merk­ingu eftir því sem á leið tutt­ug­ustu öld­ina, þegar þagn­ar­múr­inn innan lög­regl­unnar varð­andi mis­gjörðir sam­starfs­fé­laga varð lýðum kunn­ur. 

Mjóa bláa línan

Mjóa, bláa lín­an, sem var orðin að niðr­andi hug­taki í upp­hafi 21. ald­ar, var end­ur­reist árið 2014 með til­komu hreyf­ing­ar­innar Blue Lives Matter og til­raun var gerð til að ljá henni göfugan blæ en vegna aug­ljósu vís­un­ar­innar í mann­rétt­inda­hóp­inn Black Lives Matter og ólg­unnar í sam­fé­lag­inu yfir lög­reglu­of­beldi voru það aðal­lega öfga­hægri-hópar sem tóku tákn­ið, og með­fylgj­andi fána, upp á sína arma. Því líta fæstir á mjóu, bláu, lín­una sem tákn fórn­fýsi, eins og Blue Lives Matter hreyf­ingin vill meina, og þeir sem bera merkið eru taldir lýsa yfir skil­yrð­is­lausum stuðn­ingi við lög­regl­una, sama hvað hún ger­ir. 

„Kald­hæðn­is­legt“ að lög­reglu­menn noti merki Refs­arans

Þriðja merkið sem sést á bringu lög­reglu­kon­unnar er merki Refs­arans, eða The Pun­is­her eins og hann kall­ast á ensku. 

Merkið vísar í teikni­mynda­per­sónu í Mar­vel heim­inum sem refsar glæpa­mönnum án dóms og laga. Her­menn í Banda­ríkj­unum byrj­uðu að nota merkið sem inn­blástur í byrjun 10. ára­tug­ar­ins en lög­reglan þar í landi í upp­hafi 21. ald­ar. 

Gerry Conway finnst heimskulegt hjá lögreglunni í Bandaríkjunum að nota merki Refsarans.
Wiki Commons
Persónan refsar glæpamönnum án dóms og laga.
Netflix

Gerry Conway, höf­undur Refs­arans, tjáði sig um þessa notkun á merk­inu í sumar við For­bes en þá sagði hann að Refs­ar­inn væri full­trúi þeirra sem rétt­ar­kerfið hefur brugð­ist. „Mér hefur alltaf fund­ist það heimsku­legt og kald­hæðn­is­legt að lög­reglu­menn taki opnum örmum ein­hverju sem er í grund­vall­ar­at­riðum tákn­mynd útlaga.“

Óskaði eftir fundi með alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, tók málið upp í ræðu á Alþingi á mið­viku­deg­inum þar sem hún fjall­aði sér­stak­lega um merki Refs­arans. „Pun­is­her-­­merkið er ekki sak­­leys­is­­leg til­­vísun í teikn­i­­mynda­per­­sónu úr Mar­vel-heim­inum heldur tákn­­mynd lög­­regl­unnar vestan hafs sem refsandi afls þeirra sem taka lögin og refs­ingar í eigin hendur og sneiða fram hjá rétt­­ar­­kerf­in­u,“ sagði þing­­mað­­ur­inn. 

Þá benti Þór­hildur Sunna á að skila­­boðin með merk­inu væru þau að lög­­reglan hefði það hlut­verk að refsa borg­­ur­unum fyrir ætluð lög­­brot þeirra, rétt eins og Refs­­ar­inn gerði – en slík við­horf gætu ekki talist æski­­leg í sam­­fé­lagi sem segð­ist að minnsta kosti styðja betr­un­­ar­­stefnu og rétt­­ar­­ríki.

Lög­­reglan á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu lýsti því yfir á Twitter að hún hefði ítrekað við allt sitt starfs­­fólk að lög­­­reglu­­menn ættu ekki að bera nein merki sem ekki eru við­­ur­­kennd á lög­­­reglu­­bún­­ingi og því yrði fylgt eft­­ir.

Þór­hildur Sunna sagði það vissu­­lega vera jákvæðar fréttir en „betur má ef duga skal“. Sér­­stak­­lega í ljósi ummæla lög­­­reglu­­kon­unnar sem um ræðir sem sagði í sam­tali við Vísi að merki sem þessi væru notuð af mörgum lög­­­reglu­­mönnum og að hún teldi ekki að þau þýddu neitt nei­­kvætt. Hún hefði sjálf borið merkin í árar­að­­ir.

„Um­­mæli lög­­­reglu­­kon­unnar benda til þess að annað hvort skorti mik­il­væga fræðslu innan lög­­regl­unnar um rasísk og ofbeld­is­­full merki eins og Vín­­lands­­fán­ann og pun­is­her- eða refs­­ara­­merkið – nú eða það sem verra væri: Að ras­ismi og ofbeld­is­­full menn­ing fái að grass­era innan lög­­regl­unn­­ar. En hvort tveggja er óásætt­an­­leg staða.“

Einnig óskaði hún eftir fundi með alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefnd til þess að ræða við full­­trúa lög­­regl­unnar um ras­isma innan lög­­regl­unnar og aðferðir til að sporna við hon­­um. 

Lögreglan stendur vörð við Alþingishúsið.
Bára Huld Beck

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu um kvöldið í kjöl­far frétta­flutn­ings af mál­inu. Þar kom fram að hún vildi taka skýrt fram að hún styddi ekki með neinum hætti hat­urs­orð­ræðu eða merki sem ýta undir slíkt. 

„Þetta er nefnt hér vegna umfjöll­unar fjöl­miðla og mynd­birt­ingar af lög­reglu­manni fyrr í dag, en á bún­ingi hans mátti sjá merki sem eru óvið­eig­andi með öllu. Emb­ættið harmar jafn­framt mjög að hafa valdið fólki sær­indum vegna þessa og biður alla hlut­að­eig­endur inni­legrar afsök­un­ar. Skila­boðin sem mátti lesa úr merkj­unum eru í engu sam­ræmi við fræðslu, stefnu og mark­mið lög­regl­unn­ar. Lög­reglu­mönnum hjá emb­ætt­inu hafa enn fremur verið send skýr fyr­ir­mæli um að fjar­lægja öll merki af lög­reglu­bún­ingum sín­um, sem ekki eru í sam­ræmi við reglu­gerð, kunni þau að vera til stað­ar,” stóð í til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

Enn fremur kom fram að málið yrði til­kynnt til eft­ir­lits­nefndar um störf lög­reglu. 

Þing­mað­ur­inn ætti jafn­vel að segja af sér

Við­brögð for­manns Lög­reglu­fé­lags Reykja­vík­ur, Arin­björns Snorra­son­ar, voru þó með öðrum hætti en lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hann sagði dag­inn eftir í sam­tali við Vísi að hljóðið væri þungt í lög­reglu­mönnum vegna ummæla Þór­hildar Sunnu. Hún ætti jafn­vel að segja af sér. 

„Það fellur mjög þungt og hljóð almennt í lög­reglu­mönnum er á þann veg að við­kom­andi ætti að hugsa sinn gang og jafn­vel að segja af sér. Menn tala í þá átt­ina. Það að þessi merki hafi komið upp, þá hafa lög­reglu­menn verið með þetta af einum góðum hug og aldrei í mínum eyrum eða ann­ara sem ég hef rætt við hefur verið talað um rasísk skila­boð, alls ekki,“ sagði Arin­björn.

Þegar hann var spurður út í það hvort ekki væri hægt að segja að Vín­lands­fán­inn væri ekki rasískur þá svar­aði hann að svo gæti ver­ið. „Ég ber ekki nein svona merki sjálfur en ég held að þetta hafi allt verið gert með góðum hug. Ég held að menn taki þessu þannig að í upp­hafi hafi menn eða við­kom­andi, ég veit ekki hvað þetta er víð­tækt, þá hafi þetta verið gert með ein­hverjum skiln­ingi um að þetta væri stuðn­ingur eða stuðn­ings­skila­boð um eitt­hvað gott mál­efni, en alls ekki að þetta væri merki um kyn­þátta­hat­ur,“ sagði hann. 

Auglýsing

Hafn­aði mál­flutn­ingnum – sagði hann grófan útúr­snún­ing

Þór­hildur Sunna svar­aði Arin­birni og sagði á Face­book að það væru von­brigði að sjá þennan við­snún­ing í mál­flutn­ingi lög­regl­unnar á einum sól­ar­hring. „Ég var ánægð að sjá Ásgeir Þór Ásgeirs­son yfir­lög­reglu­þjón for­dæma þessi merki í gær, harma þessa upp­á­komu og lofa því að tekið yrði á þessum málum innan lög­regl­unn­ar. Því er mjög sorg­legt að kollegi hans grafi undan þeim mál­flutn­ingi með því að gera lítið úr alvar­leika þess­ara merkja og mik­il­vægi þess að taka á málum sem þessum af festu.

Svo það sé krist­al­skýrt gaf ég aldrei „til kynna að íslenskir lög­reglu­menn séu kyn­þátta­hat­arar í heild sinni“ og ég hafna þessum mál­flutn­ingi Arin­björns Snorra­sonar alfar­ið, enda grófur útúr­snún­ingur á orðum mín­um,“ skrif­aði hún.

Þór­hildur Sunna sagði að umræðan hefði opnað á mik­il­vægt tæki­færi til að ræða störf lög­regl­unn­ar. „Heil­indi hennar verða að vera yfir allan vafa haf­inn og opin og hrein­skiptin umræða um mögu­legan ras­isma og/eða for­dóma innan lög­regl­unnar og við­brögð við honum eru ekki síst lög­regl­unni til hags­bóta. Enda hefur lög­reglan meðal ann­ars það mik­il­væga hlut­verk að afla trausts meðal við­kvæmra hópa sem eiga á hættu að verða fyrir hat­urs­glæp­um.“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir flytur ræðu á Alþingi. Mynd: Alþingi/Skjáskot

Vitn­aði hún í orð Eyrúnar Eyþórs­dótt­ur, lekt­ors í lög­reglu­fræðum sem sagði í sam­tali við Frétta­blaðið að hún ótt­að­ist að ljós­mynd sem sýndi lög­reglu­mann bera merk­ingar með teng­ingar við öfga­hópa og kyn­þátta­hyggju gæti alið á ótta meðal minni­hluta­hópa og grafið undan trausti þeirra gagn­vart lög­reglu. Mik­il­vægt væri að gæta þess að svipuð mál kæmu ekki upp aft­ur.

Þór­hildur Sunna sagði að það að gera lítið úr alvar­leika svona merkja og segja að þau hljóti að standa fyrir gott mál­efni jafn­gilti því að neita að við­ur­kenna alvar­leika máls­ins og væri ekki lík­legt til að koma í veg fyrir að svona mál komi upp aft­ur.

„Í hnot­skurn horfir þetta mál við mér þannig að lög­reglan skuldi almenn­ingi efn­is­lega útskýr­ingu á því fyrir hvað Vín­lands­fán­inn með Pun­is­her-­merk­ing­unni táknar og af hverju hann er á bún­ingum lög­reglu á íslandi. Þetta mál snýst ekki um „við gegn þeim“ – þetta snýst um að lög­reglan sé órjúf­an­legur hluti af sam­fé­lagi okkar allra, líka þeirra sem svona merk­ingum hefur verið beint gegn. Nú er ekki tím­inn til að pakka í vörn heldur fara af auð­mýkt inn í opið og heið­ar­legt sam­tal við almenn­ing um mögu­legan ras­isma og/eða for­dóma innan lög­regl­unnar og við­brögð við hon­um,“ skrif­aði hún.

„Hat­­ur­s­­tákn og sjón­­­ar­mið verða ekki liðin innan lög­­regl­unn­­ar, ekki nú né fram­­veg­is“

Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dóttir dóms­­mála­ráð­herra var mjög afdrátt­ar­laus í við­brögðum sínum en á Twitter dag­inn eftir að málið komst í hámæli sagði hún þetta vera alveg skýrt. „Hat­­ur­s­­tákn og sjón­­­ar­mið verða ekki liðin innan lög­­regl­unn­­ar, ekki nú né fram­­veg­­is. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með ein­hverjum hætti sem yfir­­­stjórn lög­­regl­unnar telur rétt, þá gerum við það.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld BeckDóms­­mála­ráð­herra taldi að lög­­­reglu­emb­ættið hefði brugð­ist rétt við mál­inu dag­inn áður og með afger­andi hætti en hún sagði það líka lög­­­reglu­­manna að vera með­­vit­aðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér, ekki „­með tákn­um, orðum né handa­hreyf­­ing­um“.

„Núna liggur það fyrir skýrar en nokkru sinni og öllum ætti að vera ljóst hvaða þýð­ingu ein­­stök merki hafa. Við munum því gera meiri kröfur hér eft­ir,“ skrif­aði dóms­­mála­ráð­herra. Ás­laug Arna sagð­ist halda að við værum flest sam­­mála um það að íslenskir lög­­­reglu­­menn legðu sig almennt fram við að koma fram við fólk af vin­­semd og virð­ingu og bætti því við að lög­­reglan ætti að sýna fram á að hún starf­aði og þjón­aði öllum þeim sem hér búa og dvelja og að það teldi hún hana gera.

Auglýsing

Hafn­aði því að um rasísk tákn væri að ræða

Aníta Rut, lög­reglu­konan sem bar fán­ana, sagð­ist í sam­tali við RÚV þegar upp komst um málið vera pínu sorg­mædd því þetta væri árás á hennar per­sónu. Hún sagð­ist hafna því að þetta væru rasísk tákn enda stæði lög­reglan ekki fyrir slíku.

Fram kom í frétt RÚV að hún hefði starfað í götu­lög­regl­unni í 21 ár og sagð­ist hún túlka fán­ana sem jákvæð skila­boð. Hún gæti ekki tekið ábyrgð á því ef ein­hver vildi túlka þá öðru­vísi. „Það er þarna verið að ljúga upp á mig og mína stétt. Ég er pínu sorg­mædd en ég veit betur og verð bara að reyna að gleyma þessu.“

Anita sagði það líka umhugs­un­ar­vert hversu auð­velt það virt­ist að sparka í lög­regl­una og allt það góða starf sem hún ynni. „Það er aldrei minnst á lög­reglu­menn sem fram­línu­stétt í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um, til dæm­is,“ sagði hún. 

Lög­reglu­menn sýndu stuðn­ing á sam­fé­lags­miðlum

Í kjöl­far umfjöll­un­ar­innar bar á því að lög­reglu­menn breyttu for­síðu­myndum á Face­book-­síðum sínum með því að bæta blárri línu á myndir sín­ar. 

„Þetta fer um eins og eldur í sin­u,“ sagði Aníta Rut í sam­tali við Vísi. „Ekk­ert skrítið miðað við hvernig umræðan er og hvernig ummælin voru hjá þessum bless­aða þing­mann­i.“ Þarna á hún við þing­mann Pírata, Þór­hildi Sunnu.

Hún hafn­aði því alfarið að bláa línan væri til marks um ras­isma eða að þar byggi ein­hver nei­kvæð þýð­ing að baki. „Það er ekki mín upp­lif­un. Hefur aldrei verið nei­kvæð í mínum huga. Þetta er orð­inn svo mik­ill skrípa­leikur að ég veit ekki hvað mér á að finn­ast leng­ur.“

Aníta Rut sagði við Vísi að henni þætti sorg­legt hvernig Þór­hildur Sunna tal­aði og lýsti sig alfarið sam­mála því sem fram kom í máli for­manns Lög­reglu­fé­lags Reykja­vík­ur.

„Þessir fánar eru ekki slæm­ir, það er alveg á hreinu. Aldrei myndi ég taka þátt í ljótum leik sem þeim að bera fána sem koma slíkum skila­boðum á fram­færi. Lög­reglan stendur ekki fyrir slíkt. Ég skamm­ast mín ekki fyrir þessa fána. Pun­is­her-­fán­inn, ef hann stuðar fólk tek ég hann nið­ur. Þetta er teikni­mynda­fígúra og ég spáði ekk­ert í þessu. En að saka mig um að vera nýnas­isti, það er bara grát­legt. Ég er ekki sátt, búið að stimpla mig og ég er alls ekki sátt við það.“

Hvítar hettur „fótó­sjopp­að­ar“ á lög­reglu­konur

Mál­inu var þó ekki lokið þarna. Á Pírata­spjall­inu á Face­book deildi ein­stak­lingur mynd sem upp­haf­lega hafði verið í færslu Íslenskra meist­ara þar sem búið var breyta henni þannig að hvítar hettur voru settar á fimm lög­reglu­konur – eins og þær væru með­limir í Ku klux klan. Ljósmynd af fimm lögreglukonum var breytt og deilt á samfélagsmiðlum.Ekki féll hin breytta mynd í kramið og til­kynnti Þór­hildur Sunna dag­inn eftir birt­ingu hennar að myndin væri ófor­svar­an­leg og að stjórn­endur spjalls­ins hefðu að sjálf­sögðu fjar­lægt hana um hæl. „Það er ömur­legt að sjá þessa mik­il­vægu umræðu þró­ast út í þennan ógeð­fellda leðjuslag. Það verður aldrei í okkar nafn­i,“ skrif­aði hún á Face­book

Auglýsing

Kemur til greina að lög­sækja fólk fyrir ummæli

Lík­legt er að málið muni hafa frek­ari afleið­ing­ar. Þrátt fyrir afger­andi við­brögð lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dóms­mála­ráð­herra var annað hljóð í Snorra Magn­ús­syni, for­manni Lands­sam­bands lög­reglu­manna. Hann sagði í við­tali í Reykja­vík síð­degis á Bylgj­unni í gær að lög­reglu­menn væru afar ósáttir við umræð­una. Fólk hefði verið kallað öllum illum nöfn­um, ras­istar, fas­istar og nas­istar jafn­vel og svo lengi mætti telja.

Hann sagði það koma til greina að fólk yrði lög­sótt vegna ummæla sem það hefur látið falla. „Það verður að koma í ljós eftir því hvernig málið þró­ast. Það er aug­ljós­lega uppi á borði, það er alveg klárt mál,“ sagði hann. „Ég er búinn að funda um þetta með okkar lög­mönnum til að sjá hvernig hægt er að nálg­ast þessa vinnu í fram­hald­in­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar