Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“

Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

„Það er alveg skýrt, haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar, ekki nú né framvegis. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með einhverjum hætti sem yfirstjórn lögreglunnar telur rétt, þá gerum við það,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra á Twitter í dag.

Tilefni þessarar yfirlýsingar ráðherra er sú umræða sem skapaðist í gær vegna vafasamra merkja sem lögreglumaður bar á undirvesti sínu við skyldustörf og sáust á mynd sem fylgdi frétt á mbl.is. Myndin var tekin árið 2018.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við málinu með því að taka fram að hún styddi ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýttu undir slíkt og sagðist harma að hafa valdið fólki særindum. 

Skilaboðin á merkjunum voru sögð í engu samræmi við fræðslu, stefnu og markmið lögreglunnar og lögreglumönnum hjá embættinu voru send skýr fyrirmæli um að fjarlægja öll merki af lögreglubúningum sínum sem ekki væru í samræmi við reglugerð. 

Auglýsing

Dómsmálaráðherra telur að lögregluembættið hafi brugðist rétt við málinu í gær og með afgerandi hætti, en hún segir það líka lögreglumanna að vera meðvitaðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér, ekki „með táknum orðum né handahreyfingum.“

„Núna liggur það fyrir skýrar en nokkru sinni og öllum ætti að vera ljóst hvaða þýðingu einstök merki hafa. Við munum því gera meiri kröfur héreftir,“ skrifar dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna segist halda að við „séum flest sammála um það að íslenskir lögreglumenn leggi sig almennt fram við að koma fram við fólk af vinsemd og virðingu“ og bætir við að lögreglan eigi að sýna fram á að hún starfi og þjóni öllum þeim sem hér búa og dvelja,“ og að það telji hún hana gera.

Verður tekið til umræðu í lögregluráði

Hún segir að ríkislögreglustjóri muni ræða mál sem snúa að klæðnaði lögreglumanna og kynþáttafordómum á fundi lögregluráðs, en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að málið hefði verið sent til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu.

Málið var til umræðu á Alþingi í gær, en Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir þing­maður Pírata hefur óskað eftir því að nefnd­ar­menn alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar ræði við full­trúa lög­regl­unnar um ras­isma innan lög­regl­unnar og aðferðir til að sporna við hon­um vegna málsins.

Ljós­mynd Morg­un­blaðs­ins af lög­reglu­konu sem bar merki hvítra þjóð­ern­is­sinna og tákn­mynd teikni­mynda­and­hetj­unnar „The Pun­is­her“ eða Refs­arans, með leyfi for­seta, við skyldu­störf sín hefur vakið verkskuld­aða athygli í dag.

Pun­is­her-­merkið er ekki sak­leys­is­leg til­vísun í teikni­mynda­per­sónu úr Mar­vel-heim­inum heldur tákn­mynd lög­regl­unnar vestan hafs sem refsandi afls þeirra sem taka lögin og refs­ingar í eigin hendur og sneiða fram hjá rétt­ar­kerf­in­u,“ sagði þing­mað­ur­inn. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent