Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“

Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

„Það er alveg skýrt, hat­ur­s­tákn og sjón­ar­mið verða ekki liðin innan lög­regl­unn­ar, ekki nú né fram­veg­is. Ef við þurfum að auka menntun eða taka á því með ein­hverjum hætti sem yfir­stjórn lög­regl­unnar telur rétt, þá gerum við það,“ segir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra á Twitter í dag.

Til­efni þess­arar yfir­lýs­ingar ráð­herra er sú umræða sem skap­að­ist í gær vegna vafa­samra merkja sem lög­reglu­maður bar á und­ir­vesti sínu við skyldu­störf og sáust á mynd sem fylgdi frétt á mbl.­is. Myndin var tekin árið 2018.

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu brást við mál­inu með því að taka fram að hún styddi ekki með neinum hætti hat­urs­orð­ræðu eða merki sem ýttu undir slíkt og sagð­ist harma að hafa valdið fólki sær­ind­um. 

Skila­boðin á merkj­unum voru sögð í engu sam­ræmi við fræðslu, stefnu og mark­mið lög­regl­unnar og lög­reglu­mönnum hjá emb­ætt­inu voru send skýr fyr­ir­mæli um að fjar­lægja öll merki af lög­reglu­bún­ingum sínum sem ekki væru í sam­ræmi við reglu­gerð. 

Auglýsing

Dóms­mála­ráð­herra telur að lög­reglu­emb­ættið hafi brugð­ist rétt við mál­inu í gær og með afger­andi hætti, en hún segir það líka lög­reglu­manna að vera með­vit­aðir um að gefa ekki nein slík merki frá sér, ekki „­með táknum orðum né handa­hreyf­ing­um.“

„Núna liggur það fyrir skýrar en nokkru sinni og öllum ætti að vera ljóst hvaða þýð­ingu ein­stök merki hafa. Við munum því gera meiri kröfur héreft­ir,“ skrifar dóms­mála­ráð­herra.

Áslaug Arna seg­ist halda að við „­séum flest sam­mála um það að íslenskir lög­reglu­menn leggi sig almennt fram við að koma fram við fólk af vin­semd og virð­ingu“ og bætir við að lög­reglan eigi að sýna fram á að hún starfi og þjóni öllum þeim sem hér búa og dvelja,“ og að það telji hún hana gera.

Verður tekið til umræðu í lög­reglu­ráði

Hún segir að rík­is­lög­reglu­stjóri muni ræða mál sem snúa að klæðn­aði lög­reglu­manna og kyn­þátta­for­dómum á fundi lög­reglu­ráðs, en lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til­kynnti í gær að málið hefði verið sent til nefndar um eft­ir­lit með störfum lög­reglu.

Málið var til umræðu á Alþingi í gær, en Þór­hildur Sunna Ævar­s­dótt­ir þing­­maður Pírata hefur óskað eftir því að nefnd­­ar­­menn alls­herj­­­ar- og mennta­­mála­­nefndar ræði við full­­trúa lög­­regl­unnar um ras­isma innan lög­­regl­unnar og aðferðir til að sporna við hon­um vegna máls­ins.

Ljós­­mynd Morg­un­­blaðs­ins af lög­­­reglu­­konu sem bar merki hvítra þjóð­ern­is­­sinna og tákn­­mynd teikn­i­­mynda­and­hetj­unnar „The Pun­is­her“ eða Refs­­ar­ans, með leyfi for­­seta, við skyld­u­­störf sín hefur vakið verkskuld­aða athygli í dag.

Pun­is­her-­­merkið er ekki sak­­leys­is­­leg til­­vísun í teikn­i­­mynda­per­­sónu úr Mar­vel-heim­inum heldur tákn­­mynd lög­­regl­unnar vestan hafs sem refsandi afls þeirra sem taka lögin og refs­ingar í eigin hendur og sneiða fram hjá rétt­­ar­­kerf­in­u,“ sagði þing­­mað­­ur­inn. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent