Punisher-merkið ekki sakleysisleg tilvísun í teiknimyndapersónu

Þingmaður Pírata hefur óskað eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til að sporna við honum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur óska eftir því að nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til að sporna við honum. Þetta kom fram í ræðu hennar undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag.

Tilefnið er mynd af merkjum á búningi lögreglukonu en málið hefur vakið miklar umræður á samfélagsmiðlum í dag.

Skjáskot af frétt mbl.is þar sem þriggja ára gömul mynd birtist af búningi lögreglukonunnar sem um ræðir. Mynd: Skjáskot/mbl.is

Ljósmynd Morgunblaðsins af lögreglukonu sem bar merki hvítra þjóðernissinna og táknmynd teiknimyndaandhetjunnar „The Punisher“ eða Refsarans, með leyfi forseta, við skyldustörf sín hefur vakið verkskuldaða athygli í dag.

Punisher-merkið er ekki sakleysisleg tilvísun í teiknimyndapersónu úr Marvel-heiminum heldur táknmynd lögreglunnar vestan hafs sem refsandi afls þeirra sem taka lögin og refsingar í eigin hendur og sneiða fram hjá réttarkerfinu,“ sagði þingmaðurinn. 

Auglýsing

Viðhorf sem geta ekki talist æskileg

Þá benti Þórhildur Sunna á að skilaboðin með merkinu væru þau að lögreglan hefði það hlutverk að refsa borgurunum fyrir ætluð lögbrot þeirra, rétt eins og Refsarinn gerði – en slík viðhorf gætu ekki talist æskileg í samfélagi sem segðist að minnsta kosti styðja betrunarstefnu og réttarríki.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst yfir á Twitter að hún hafi ítrekað við allt sitt starfsfólk að lögreglumenn eigi ekki að bera nein merki sem ekki eru viðurkennd á lögreglubúningi og því verði fylgt eftir.

Punisher-merkiðHún segir það vissulega vera jákvæðar fréttir en „betur má en duga skal“. Sérstaklega í ljósi ummæla lögreglukonunnar sem um ræðir sem sagði í samtali við Vísi í dag að merki sem þessi væru notuð af mörgum lögreglumönnum og að hún teldi ekki að þau þýddu neitt neikvætt. Hún hefði sjálf borið merkin í áraraðir.

„Ummæli lögreglukonunnar benda til þess að annað hvort skorti mikilvæga fræðslu innan lögreglunnar um rasísk og ofbeldisfull merki eins og Vínlandsfánann og punisher- eða refsaramerkið – nú eða það sem verra væri: Að rasismi og ofbeldisfull menning fái að grassera innan lögreglunnar. En hvoru tveggja er óásættanleg staða.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent