EPA

Baráttan um bóluefnin býður hættunni heim – um allan heim

Þegar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hótaði að setja hömlur á útflutning bóluefna sem framleidd væru innan þess afhjúpaðist það sem margir höfðu spáð: Þótt tugir þjóða hafi fyrirfram lýst yfir vilja til að dreifa bóluefnum jafnt um heim allan hugsar hver fyrst og fremst um sig þegar á reynir.

 Lyfja­fyr­ir­tækin sem tóku höndum saman við líf­tækni­fyr­ir­tæki og rann­sókn­ar­stofn­anir í upp­hafi kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins við þróun bólu­efna hafa ekki bein­línis haft upp­örvandi fréttir að færa und­an­far­ið. Eftir að hafa hvert á fætur öðru til­kynnt um vís­inda­lega sann­aða fram­úr­skar­andi virkni bólu­efna sinna og metn­að­ar­fullar dreif­ing­ar­á­ætl­anir á síð­ustu mán­uðum árs­ins 2020 urðu þau að draga í land í byrjun árs­ins 2021, árs­ins sem átti að marka stór­kost­leg þátta­skil í bar­átt­unni gegn far­aldr­in­um.



Hrá­efna­skort­ur, tor­færur í dreifi­leiðum og fleira er sagt skýra taf­irnar og þá stað­reynd að fyr­ir­tækin hafa orðið að fækka bólu­efna­skömmtum til þeirra ríkja sem samið höfðu um kaup á drop­unum dýr­mætu. Fyrst til­kynnti Pfizer að tafir yrðu á afhend­ingu. Þá Moderna og loks Astr­aZeneca. En þá fékk fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins nóg. 

Eftir að hafa til­kynnt með stolti að „tími Evr­ópu“ væri runn­inn upp er fyrstu skammtar bólu­efnis voru gefnir íbúum innan sam­bands­ins í des­em­ber, var sann­ar­lega kom­inn annar tónn í for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, Ursulu von der Leyen, er sænska lyfja­fyr­ir­tækið Astr­aZeneca, boð­aði taf­ir. Leyen krafð­ist þess að fyr­ir­tækið stæði við samn­ing sinn við ESB.

Auglýsing

Í ljós kom að skiln­ingur aðila á inni­haldi samn­ings­ins er mis­jafn og þeir lög­fræð­ingar sem rýnt hafa í hann eftir að hann var birtur á dög­unum eru ekki heldur á sama máli þegar kemur að spurn­ing­unni um hvort fyr­ir­tækið hafi brotið gegn hon­um. Leyen segir þetta ekki eins og í kjöt­búð­inni í hverf­inu þar sem sá sem fyrstur komi fái for­gang að bestu bit­unum og vís­aði þar til þess að afhend­ing til Bret­lands hefði ekki raskast með sama hætti og til ESB.

Harð­lega hefur verið gagn­rýnt hversu langan tíma tók ESB að klára samn­inga við lyfja­fyr­ir­tæk­in. Það gerð­ist í ágúst hvað Astr­aZeneca varðar en mörgum vikum fyrr hafði fyr­ir­tækið gengið til samn­inga við Bret­land og fleiri ríki. Sama var uppi á ten­ingnum varð­andi samn­inga við Moderna og Pfiz­er. Ekki var gengið frá þeim fyrr en í  nóv­em­ber. 

Þetta á sér ýmsar skýr­ingar sem sumir hafa þó hrist höf­uðið yfir. Þannig er talið að samn­inga­nefnd ESB hafi verið umhugað um að ná niður verðum og tryggja að lyfja­fyr­ir­tækin – ekki sam­bandið – yrði ábyrgt fyrir áhrifum mögu­legra auka­verk­ana bólu­efn­anna. Á meðan ein­stök ríki gengu hratt og örugg­lega til samn­inga og pönt­uðu risa send­ingar ákvað samn­inga­nefnd ESB að „prútta eins og hún væri á útsölu­torgi“ á meðan versti veiru­far­aldur í meira en heila öld er að ganga yfir heims­byggð­ina, líkt og það er orðað í frétta­skýr­ingu Spi­egel um samn­inga­við­ræð­urn­ar.

Fólk þyrptist út á götur í Pakistan og krafðist jafnari dreifingu bóluefna um heiminn.
EPA

Stjórn ESB hafði von­ast til að fá 80 millj­ónir skammta af bólu­efni Astr­aZeneca fyrir mars­lok en fyr­ir­tækið sagð­ist lík­lega aðeins geta afhent um 31 millj­ón. Him­inn og haf er vissu­lega þarna á milli en reiði Leyen og félaga beind­ist sér­stak­lega að Astr­aZeneca, ekki öðrum lyfja­fram­leið­end­um, vegna þess að ESB greiddi hund­ruð millj­óna evra fyr­ir­fram til fyr­ir­tæk­is­ins, áður en mark­aðs­leyfi lyfja­stofn­ana höfðu verið veitt, til að hraða fram­leiðslu­ferl­inu.

 „Evr­ópa hefur sett millj­arða í að hjálpa til við að þróa fyrstu bólu­efni heims­ins gegn COVID-19,“ skrif­aði Leyen á Twitt­er. „Evr­ópa“ hafi þannig lagt sitt af mörkum og nú vildi hún fá eitt­hvað fyrir sinn snúð, ef svo má að orði kom­ast. Þá hefur ESB bent á að Pfizer hafi ekki getað afhent alla þá skammta sem til stóð hafi fyr­ir­tækið ólíkt Astr­aZeneca, fækkað skömmtum í send­ingum til allra jafnt – þannig var skömmtum sem Íslend­ingar fengu fækkað hlut­falls­lega jafn mikið og þeim sem Norð­menn fengu og svo fram­veg­is.

Fyr­ir­skip­uðu skoðun í lyfja­verk­smiðju



Svo langt gekk deilan við Astr­aZeneca að belgísk heil­brigð­is­yf­ir­völd sendu að beðni stjórnar ESB full­trúa inn í verk­smiðju fyr­ir­tæk­is­ins í land­inu til að ganga úr skugga um að full­yrð­ing þess um hrá­efna­skort ætti við rök að styðj­ast.



ESB hót­aði svo að setja útflutn­ings­bann á bólu­efni sem fram­leidd eru innan þess. Astr­aZeneca svar­aði fyrir sig en ákvað að lokum að heita því að afhenda níu milljón skammta til við­bótar á næstu vik­um. Málið er langt í frá leyst að fullu þó að stór­kost­legu við­skipta­stríði vegna bólu­efn­anna hafi verið afstýrt. Að minnsta kosti í bili.



Auglýsing

En hvað varð til þess að Astr­aZeneca taldi sig ekki geta afhent bólu­efnið eins og um var samið? Ein skýr­ingin felst í töfum í fram­leiðsl­unni, töfum sem þó má alltaf vænta í svo flóknu og við­kvæmu ferli.



Fram­leiðsl­unni á bólu­efni fyr­ir­tæk­is­ins má gróf­lega skipta í tvö skref: Að fram­leiða hið eig­in­lega efni og að koma því í litlu með­alaglös­in, pakka þeim og dreifa. Hvort þess­ara skrefa getur tekið sex­tíu daga. Seinna skrefið er að sögn Astr­aZeneca ekki vanda­mál en hins vegar hefur fyr­ir­tækið átt í basli með að fram­leiða hið mikla magn bólu­efnis í verk­smiðjum sínum á meg­in­landi Evr­ópu sem stefnt var að.



Mis­mun­andi upp­skera

Bólu­efni Astr­aZeneca, sem þróað var af vís­inda­mönnum við Oxfor­d-há­skóla, nýtir tækni þar sem svo­kall­aðar aden­óv­eirur eru nýttar sem gena­ferjur fyrir hluta af erfða­efni veirunn­ar. Þær veirur geta hvorki fjölgað sér né valdið sjúk­dómi en vekja ónæm­is­svar sem ver svo bólu­setta gegn sýk­ingu af völdum COVID-19.



„Í fram­leiðsl­unni er það svo, að við erum með frumu­ræktir sem eru mjög stór­ar, 1.000-2.000 lítrar í hverri rækt,“ sagði Pascal Soriot, for­stjóri Astr­aZeneca, beð­inn um að útskýra hvað hafi farið úrskeið­is. „Við sprautum veirunni eða öllu heldur veiru­ferj­unni, sem síðan er uppi­staðan í bólu­efn­inu, í þessar rækt­ir. Frum­urnar í rækt­inni fram­leiða síðan bólu­efn­ið. Þetta er líf­tækni­leg fram­leiðsla,“ segir hann í við­tali við ítalska blaðið La Repu­blica. „Sumar af þessum frumu­ræktum gefa meira af sér en aðr­ar. Sér­stak­lega í evr­ópsku verk­smiðj­un­um, þá höfum við lent í því að ákveðin verk­smiðja gaf miklu minna af sér heldur en vænt­ingar stóðu til.“

Svipuð vand­ræði víðar



Mun­ur­inn á magn­inu sem hægt er að fram­leiða af bólu­efn­inu, þ.e. veiru­ferj­unni, úr einni rækt getur verið mis­mik­ill – allt að þre­fald­ur. „Sú verk­smiðja sem hefur gefið mest af sér gaf þrefalt meira magn úr hverri rækt en sú sem gaf minnst,“ bætti hann við.



Fyr­ir­tækið hefur lent í svip­uðum vand­ræðum í öðrum lönd­um, m.a. Bret­landi. En þar sem Bretar skrif­uðu undir samn­ing við fyr­ir­tækið mun fyrr en ESB hafi tím­inn unnið með þeim og hægt að kom­ast hjá töfum á afhend­ingu af þeim sök­um.



Útför í Manaus í Brasilíu. Í borginni hefur þriðja bylgja faraldursins valdið fári og opna hefur þurft fjöldagrafir.
EPA

Bólu­efnið sjálft er enn sem komið er fram­leitt á tveimur stöðum innan ESB; í Hollandi og Belg­íu. Það er svo flutt til Þýska­lands og Ítalíu – og bráð­lega einnig til Spánar – þar sem sam­starfs­að­ilar Astr­aZeneca setja það í dropa­glösin og pakka þeim til dreif­ing­ar. Astr­aZeneca ætlar sér að fram­leiða allt að þrjá millj­arða skammta fyrir árs­lok. Bólu­efnið fékk mark­aðs­leyfi hjá Evr­ópsku lyfja­stofn­un­inni í jan­ú­ar.



Banda­ríska lyfja­fyr­ir­tækið Pfiz­er, sem fram­leiðir bólu­efni sem þróað var af vís­inda­mönnum þýska líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins BioNtech, hefur einnig lent í vand­ræðum og orðið að til­kynna um tafir á afhend­ingu. Pfizer seg­ist nú vera á réttri leið í fram­leiðsl­unni eftir end­ur­skipu­lagn­ingu. Þannig heitir það því nú að afhenta 75 millj­ónir auka­skammta til ESB á öðrum árs­fjórð­ungi. Þetta er sagt mögu­legt vegna þess að ný verk­smiðja í Þýska­landi er að hefja fram­leiðslu bólu­efn­is­ins.



Í mörgum löndum heims hefur ekki einn einasti skammtur af bóluefni verið gefinn. Í Suður-Afríku er bólusetning hafin.
EPA

Ár er síðan far­ald­ur­inn braust út í Evr­ópu. Íbúar álf­unnar eru orðnir lang­þreytt­ir, pirraðir og örvænt­ing­ar­full­ir. Þeir vilja fá bólu­setn­ingu strax svo að hag­kerfið og sam­fé­lagið geti jafnað sig sem fyrst. Pirr­ing­ur­inn bein­ist að stjórn­mála­mönn­un­um. Og þeir finna ræki­lega fyrir þrýst­ingn­um.



En Evr­ópu­búar og aðrir Vest­ur­landa­búar eru ekki þeir einu sem þrá að fá bólu­setn­ingu og eygja þannig von um bjart­ari tíð. Að lífið geti orðið „eðli­legt“ á ný. En það eru þó aðeins þeir sem hafa fjár­magnið – eru í þeirri stöðu að geta setið til borðs með samn­inga­nefndum lyfj­arisa og lagt inn risa­stórar pant­anir á bólu­efn­um. Þetta valda­ó­jafn­vægi milli hins vest­ræna heims og ann­arra jarð­ar­búa átti sam­starfs­vett­vang­ur­inn COVAX að tækla. Með honum átti að tryggja jafna dreif­ingu bólu­efn­anna – hann átti að sjá til þess að útbelgdir vasar af pen­ingum stýrðu ekki ferð­inni í bar­átt­unni gegn far­aldr­in­um.

Dæmi for­tíðar



Sú hug­mynd kom ekki eins og þruma úr heið­skíru lofti. Að sam­starf­inu var farið að áður en nokk­urt bólu­efni var þróað – og í raun áður en að sá mögu­leiki að hægt yrði að verj­ast far­aldr­inum yfir höfuð með bólu­setn­ingu varð raun­sær. Tveir far­aldrar síð­ustu ára­tuga sýndu að for­rétt­inda­staða Vest­ur­landa var mis­not­uð. Það gerð­ist í HIV-far­aldr­in­um. Þegar lyf komu á mark­að, rán­dýr lyf, liðu fleiri ár áður en það varð aðgengi­legt á við­ráð­an­legu verði fyrir fátæk ríki. Þetta var svo aftur staðan er svínaflensan braust út árið 2009. Þrátt fyrir góð fyr­ir­heit um jafna útdeil­ingu bólu­efnis sem þróað var gegn þeirri veiru tryggðu vest­ur­veldin sér for­gang og bólu­efnið var ekki í boði fyrir aðra fyrr en far­ald­ur­inn var yfir­stað­inn.



Í þetta skiptið átti að gera þetta rétt. Rétt­lát­ara. Sam­ein­ast um dreif­ing­una, heims­byggð­inni allri til hags­bóta og heilla. COVAX-­sam­komu­lagið átti að hjálpa til og tugir ríkja skrif­uðu und­ir­.  



Bangladess, eiitt fátækasta ríki heims, mun fá bóluefni í gegnum COVAX. Fyrstu skammtar eiga að berast í lok febrúar.
EPA

Sam­ein­uðu þjóð­irnar segj­ast nú vinna með flug­fé­lögum og flutn­inga­fyr­ir­tækjum að því tryggja „ör­ugga og tím­an­lega afhend­ingu“ bólu­efna gegn COVID-19, „til allra heims­horna“. En það gagnar lítið á meðan farm­ur­inn sem á að flytja er ekki til­tæk­ur. Hann er ekki til­tækur því Vest­ur­löndin hafa tryggt sér bróð­ur­part­inn af bólu­efnum margra fyr­ir­tækja – hamstrað eins og þau eigi lífið að leysa. Slík hræðslu­kaup gætu haft skelfi­legar afleið­ingar og kostað fjölda manns­lífa. Þau gætu einnig haft nei­kvæð áhrif á hag­kerfi heims­ins, alþjóða­hag­kerfið sem byggir m.a. á ódýrri hrá­efna­fram­leiðslu í löndum Afr­íku og Asíu.

For­dæma­lausir tímar



Í des­em­ber færðu stjórn­völd í Kanada þær fréttir að þau hygð­ust gefa nokkrar millj­ónir skammta af bólu­efnum sem þau hefðu tryggt þjóð sinni til fátæk­ari ríkja. Þetta var til­kynnt með pompi og prakt á fjar­fundi sem full­trúar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sem fer fyrir bólu­efna­sam­komu­lag­inu COVAX, voru ásamt fleirum við­stadd­ir. Blaða­mönnum var einnig boðið að sitja fund­inn og einn þeirra spurði hvort að skammt­arnir færu þegar í stað til fátæku land­anna eða hvort til stæði að bólu­setja meiri­hluta Kanada­manna fyrst?



Sú sem kynnti áformin setti hljóða um stund. Sagði svo hik­andi að fólk yrði að skilja að það væru for­dæma­lausir tím­ar. Meira vildi hún ekki segja um tíma­lín­una.



COVAX-­sam­komu­lag­ið, sem sett var á lagg­irnar í apr­íl, átti að tryggja sam­stöðu um jafna dreif­ingu tveggja millj­arða skammta af bólu­efnum fyrir lok árs­ins 2021. „Eng­inn er öruggur fyrr en allir eru öruggir“ var slag­orð sam­komu­lags­ins.



Þetta hljóm­aði allt svo vel. Þar til babb kom í bát­inn í fram­leiðslu bólu­efn­anna og áform vest­ur­veld­anna um bólu­setn­ingar rösk­uð­ust. Áður en það varð ljóst höfðu líka stjórn­völd ein­stakra ríkja og ríkja­sam­banda, s.s. Kana­da, Bret­land og Evr­ópu­sam­band­ið, ákveðið að reiða sig ekki ein­göngu á COVAX heldur að semja sjálf­stætt við lyfja­fyr­ir­tæk­in. Þannig hefur sextán pró­sentum mann­kyns verið tryggð um 60 pró­sent af fáan­legum bólu­efn­um. Og minna er þá til skipt­anna í tengslum við COVAX. Að auki hefur kapp­hlaupið við samn­inga­borðið orðið til þess að verð bólu­efna hefur hækk­að.    



Metn­að­ar­fullar bólu­setn­inga­her­ferðir eru til staðar á mörgum Vest­ur­land­anna. Stefnt er til dæmis að því að bólu­setn­ingu um 70 pró­sent íbúa innan ESB fyrir sum­ar­lok.  Ísra­elar eru svo algjör­lega sér á báti. Samn­ingur við Pfizer mun tryggja Ísra­elum hrað­leið að hjarð­ó­næmi. Svip­aður samn­ingur gæti orðið að veru­leika milli fyr­ir­tæk­is­ins og íslenskra stjórn­valda.



Auglýsing

 Á sama tíma hefur ekki einn ein­asti skammtur bólu­efna verið gef­inn í fjöl­mörgum löndum og ef fram heldur sem horfir er ekki útlit fyrir að hjarð­ó­næmi náist meðal hund­raða millj­óna íbúa þeirra fyrr en í fyrsta lagi árið 2023.



Lang­flestar þjóðir sem þegar hafa fengið bólu­efni hafa for­gangs­raðað í sínum her­ferðum og bólu­sett við­kvæma hópa og fram­línu­fólk fyrst. „En það er ekki rétt­læt­an­legt að ungir og heil­brigðir full­orðnir ein­stak­lingar í ríkum löndum verði bólu­settir áður en heil­brigð­is­starfs­menn og eldra fólk í fátækum löndum er bólu­sett,“ sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar í harð­orðu ávarpi um miðjan jan­ú­ar. 

Hann hefur ástæðu til að ótt­ast að slík verði raunin og tók sem dæmi að 39 millj­ónir skammtar hefðu verið gefnir í 49 efn­aðri ríkjum heims. „Að­eins 25 skammtar hafa verið gefnir í einu fátæk­asta landi heims. Ekki 25 millj­ón­ir, ekki 25 þús­und. Bara 25.“ Enn sem komið er hefur ekki einum ein­asta skammti af bólu­efni verið dreift í tengslum við COVAX.



Kráareigendur í Amsterdam mótmæla hörðum sóttvarnaaðgerðum í borginni.
EPA

Til skamms tíma gæti hjarð­ó­næmi í ein­staka ríkjum ýtt við hag­kerfum þeirra. Þar væri hægt að hefja venju­legt líf á ný – svo langt sem það nær í heimi þar sem far­aldur geis­ar. Þessi ríki gætu samið sín á milli um heim­ildir til ferða­laga og komið ferða­þjón­ustu í gang á ný, að minnsta kosti að ein­hverju leyti. Útlit er fyrir að þetta muni ger­ast innan ESB og Schengen á næst­unni.



En á sama tíma gæti svo farið að meiri­hluti jarð­ar­búa, sem býr á fátæk­ari svæð­um, yrði enn að fást við skelfi­legar afleið­ingar far­ald­urs­ins með til­heyr­andi höft­um, álagi á þegar við­kvæm heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfi og dauðs­föll­um. Hinir fátæku yrðu fátæk­ari.



Þessi staða myndi svo aftur bjóða hætt­unni heim fyrir alla heims­byggð­ina. Í fyrsta lagi, ef far­ald­ur­inn heldur áfram að geisa af krafti mun veiran halda áfram að stökk­breyt­ast og hættan eykst á því að meira smit­andi og jafn­vel skað­legri afbrigði verði til. Slíkar stökk­breyt­ingar geta ógnað þeirri vernd sem bólu­setn­ing veit­ir.



Droparnir dýrmætu eru ekki á allra færi.
EPA

Þá sýnir ný rann­sókn að heims­bú­skap­ur­inn gæti orðið fyrir miklu fram­leiðslutapi ef þró­un­ar­lönd verða ekki bólu­sett fyrir COVID-19 á sama tíma og rík­ari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 pró­sentum af lands­fram­leiðslu. Sam­kvæmt rann­sókn­inni er jöfn dreif­ing bólu­efna um allan heim ekki ein­ungis sið­ferð­is­leg skylda heims­byggð­ar­inn­ar, heldur gæti hún komið í veg fyrir meiri­háttar fram­leiðslutap sem ætti sér stað vegna rösk­unar á fram­leiðslu­keðju ýmissar vöru og þjón­ustu.



Sig­urður Guð­munds­son, fyrr­ver­andi land­lækn­ir, sagð­ist í við­tali við RÚV í vik­unni efast um rétt­mæti þess að Íslend­ingar og aðrar rík­ari þjóðir ham­stri bólu­efni á meðan fátæk­ari þjóðir bíði í örvænt­ingu. Hann sagði mik­il­vægt að gæta jafn­aðar og að hætta væri á að far­ald­ur­inn færi aftur á stað ef sumum löndum yrði ekki sinnt. „Nú heyrum við það að ríku þjóð­irnar eru að sanka að sér bólu­efn­um. Þessi umræða hefur verið mjög áber­andi hér -  að við höfum ein­hvern guðs­gef­inn rétt á því að vera á undan öllum öðrum þjóð­um. En er það alveg sið­ferð­is­lega hafið yfir allan vafa að við eigum það?“



Auglýsing

 „Þrýst­ing­ur­inn á stjórn­völd er gríð­ar­leg­ur,“ hefur Spi­egel eftir Krishna Uda­yaku­mar, for­stjóra banda­rísku rann­sókn­ar­stofn­un­ar­innar Duke Global Health Innovation Cent­er. Hann segir skilj­an­legt að Evr­ópu­sam­band­ið, svo dæmi sé tek­ið, vilji tryggja bólu­setn­ingu íbúa innan þess. Sam­bandið hafi það sem til þurfi til að kom­ast fremst í röð­ina. „En á sama tíma verða leið­togar að gera sér grein fyrir hvaða afleið­ingar slíkar aðgerðir munu hafa á ríki þeirra.“

Fyrir nokkrum dögum birtu for­svars­menn COVAX fyrstu áætl­un  um dreif­ingu bólu­efna sam­kvæmt sam­komu­lag­inu. Hún gerir ráð fyrir að nægi­lega mörgum skömmtum verði dreift til tuga landa til að bólu­setja yfir 3 pró­sent íbúa hvers og eins þeirra fyrir mitt ár, fyrst við­kvæma hópa og fram­línu­fólk. Í fyrsta sinn hefur verið birt áætlun um hversu marga skammta af þeim 337 millj­ónum sem til er að dreifa hvert og eitt ríki fær.



Fyrstu skömmt­unum á að dreifa í lok febr­ú­ar. Þegar kemur að stærð hverrar send­ingar fer það eftir íbúa­fjölda hvers lands fyrir sig. Þannig mun Ind­land fá 97,2 millj­ónir skammta fyrir mitt ár ef allt gengur að óskum og Pakistan 17,2 millj­ón­ir, svo dæmi séu tek­in.



En COVAX mun einnig tryggja ríkum löndum hlut­falls­lega jafn marga skammta á tíma­bil­inu. Þannig mun Suð­ur­-Kórea fá 2,6 millj­ónir skammta og Kanada 1,9 millj­ón­ir. Ekk­ert land í heimi hefur tryggt sér með beinum samn­ingum við lyfja­fyr­ir­tæki fleiri skammta af bólu­efni en Kanada. Þeir myndu reyndar nægja til að bólu­setja alla þjóð­ina fimm sinn­um.



Nokkur önnur ríki, sem þegar hafa samið beint við lyfja­fyr­ir­tækin um umtals­vert magn bólu­efna, hafa afþakkað sinn hlut af kök­unni sem COVAX býð­ur.



Enn er óvíst hvort hægt verði að standa við dreif­ing­ar­á­ætl­un­ina. Það mun stjórn­ast af aðgengi að bólu­efn­um. Hins vegar er nauð­syn­legt að leggja ein­hverjar línur svo að þau lönd sem von eiga á skömmt­um, geti hafið und­ir­bún­ing bólu­setn­inga.

Á að minnka bilið



Frederik Kristen­sen, aðstoð­ar­for­stjóri CEPI, sam­starfs­vett­vangs innan WHO sem heldur utan um COVAX, segir mik­il­vægt að þetta skref hafi verið stigið – á tíma þar sem ný afbrigði veirunnar eru að stinga upp koll­inum og valda óvissu  og á sama tíma og rík­ari þjóðir hafa raðað sér fremst í bið­röð­ina eftir bólu­efn­um. „Við erum að fær­ast nær því að leið­rétta ójafn­vægið á heimskort­inu þar sem enn sem komið er er ekki búið að bólu­setja eina ein­ustu mann­eskju í tekju­lægri ríkjum á meðan rík­ari lönd hafa hafið fjölda­bólu­setn­ing­ar.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar