Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni

Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.

Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Auglýsing

Rík lönd gætu orðið fyrir meiriháttar framleiðslutapi verði bóluefnum gegn COVID-19 ekki dreift jafnt um allan heiminn. Á Íslandi gæti tapið numið allt að 290 þúsund krónum á mann í ár, en ójöfn dreifing bóluefna gæti haft neikvæð áhrif á álframleiðslu. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn frá hagfræðingum við Koç-háskóla í Istanbul, háskólanum í Maryland og Harvard-háskóla og var birt á vef Alþjóðaviðskiptaráðsins (e. ICC) fyrr í dag. Samkvæmt rannsókninni er jöfn dreifing bóluefna um allan heim ekki einungis siðferðisleg skylda heimsbyggðarinnar, heldur gæti hún komið í veg fyrir meiriháttar framleiðslutap sem ætti sér stað vegna röskunar á framleiðslukeðju ýmissar vöru og þjónustu.

Enginn er eyland

Í grein sinni leggja höfundarnir áherslu á að hagkerfi heimsins eru opin, þ.e. að þau reiða sig að einhverju leyti á viðskipti við önnur lönd. Þannig geti framleiðslutap í þróunarlöndum sem mögulega hlýst af ströngum sóttvarnaraðgerðum þar haft áhrif á ýmiss konar framleiðslu í iðnríkjum. 

Auglýsing

Höfundarnir byggja rannsókn sína á haglíkani sem skoðar áhrif ójafnrar dreifingar bóluefna á framboð og eftirspurn eftir vörum og þjónustu í 35 atvinnugreinum og 65 löndum. Mismunandi sviðsmyndir eru skoðaðar, en í þeirri svörtustu er búist við að bólusetning gegn COVID-19 hefjist ekki að neinu ráði í þróunarlöndum í ár. Á sama tíma er gert ráð fyrir að í löndunum þar sem heilbrigðiskerfið hefur takmarkaða getu til að ráða við faraldurinn verði ráðist í harðar sóttvarnaraðgerðir sem hamla framleiðslu.  

Í björtustu sviðsmyndinni er svo gert ráð fyrir að bólusetning hefjist í þróunarlöndum á þessu ári, en að einungis verði hægt að bólusetja helming þjóðarinnar í hverju landi.

Samkvæmt þeim er hugsanlegur ávinningur jafnrar dreifingar bóluefna meiri hjá iðnríkjum eftir því sem þau eru opnari. Þeir telja að opin hagkerfi í Evrópu, líkt og Svíþjóð, Noregur og Bretland, gætu tapað allt að fimm prósentum af landsframleiðslu ef þróunarlöndin fá ekki bóluefni gegn veirunni jafnhratt og iðnríkin.

Á Íslandi er búist við því að framleiðslutapið við að hleypa ekki þróunarlöndunum að nemi 0,5 til 3,7 prósentum af landsframleiðslu í ár. Ef gert er ráð fyrir að síðasta þjóðhagsspá Hagstofu gangi upp fyrir árin 2020 og 2021 mætti því búast við að virði framleiðslutapsins hér á landi væri á bilinu 15 til 107 milljarðar íslenskra króna, eða um 40 til 290 þúsund krónur á mann. 

Álframleiðsla illa úti

Samkvæmt rannsókninni kemur ójöfn dreifing bóluefna verst niður á fataiðnaðinn í iðnríkjum, sem gæti orðið af tæplega tíu prósentum af framleiðslu sinni. Í þróunarlöndum er svo búist við að fataframleiðsla muni skerðast um fimmtung vegna seinkunar á komu bóluefnis þar, ef miðað er við sviðsmynd þar sem öll lönd fengju bóluefni á sama tíma.

Námuframleiðsla og framleiðsla grunnmálma, meðal annars áls, munu einnig verða fyrir töluvert neikvæðum áhrifum vegna þessa, bæði í þróunarlöndum og í iðnríkjum. Samkvæmt líkaninu sem höfundar rannsóknarinnar styðjast við er búist við að samdrátturinn í þessum atvinnugreinum geti numið sjö til átta prósentum. Mikill munur er þó á samdrætti í atvinnugreinunum milli landa, en höfundarnir benda þó á að hugsanlegt tap er meira í löndum sem reiða sig meira á alþjóðaviðskipti.

Ekki einungis siðferðisleg spurning

Fyrir viku síðan sagði Tedros Ghebreyesus, formaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heiminn vera á barmi „siðferðisbrests“ vegna ójafnrar dreifingar bóluefna gegn COVID-19 um heiminn, líkt og BBC greindi frá

Höfundar vísindagreinarinnar benda einnig á siðferðislega ábyrgð ríkari landa á að stuðla að jafnri dreifingu bóluefna, en bæta þó við að rannsókn þeirra sýni að slíkar aðgerðir væru ekki góðgerðarstarfsemi ein og sér, þar sem þeir væru einnig hagkvæmastar fyrir heimsbúskapinn. Iðnríki gætu borið efnahagslegan skaða af því að veita ekki fátækari löndum aðgang að bólusetningum nægilega fljótt. 

Vegna fjölda sviðsmynda er matið á væntu framleiðslutapi iðnríkja ef bólusetning hefst ekki á sama tíma í þróunarlöndum mjög breytilegt, en það fer frá 200 milljörðum Bandaríkjadala til 4,5 billjóna Bandaríkjadala. Sama hvaða mælikvarði er notaður benda höfundarnir á að tapið er alltaf talið vera margfalt hærra þeir 38 milljarðar Bandaríkjadala sem ACT, alþjóðlegt samstarf á vegum WHO um dreifingu bóluefna, telur að ríkin þurfi að verja í að dreifa bóluefnunum jafnt um heiminn.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar