Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni

Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.

Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Auglýsing

Rík lönd gætu orðið fyrir meiri­háttar fram­leiðslutapi verði bólu­efnum gegn COVID-19 ekki dreift jafnt um allan heim­inn. Á Íslandi gæti tapið numið allt að 290 þús­und krónum á mann í ár, en ójöfn dreif­ing bólu­efna gæti haft nei­kvæð áhrif á álf­ram­leiðslu. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri rann­sókn frá hag­fræð­ingum við Koç-há­skóla í Ist­an­bul, háskól­anum í Mar­yland og Harvar­d-há­skóla og var birt á vef Alþjóða­við­skipta­ráðs­ins (e. ICC) fyrr í dag. Sam­kvæmt rann­sókn­inni er jöfn dreif­ing bólu­efna um allan heim ekki ein­ungis sið­ferð­is­leg skylda heims­byggð­ar­inn­ar, heldur gæti hún komið í veg fyrir meiri­háttar fram­leiðslutap sem ætti sér stað vegna rösk­unar á fram­leiðslu­keðju ýmissar vöru og þjón­ustu.

Eng­inn er eyland

Í grein sinni leggja höf­und­arnir áherslu á að hag­kerfi heims­ins eru opin, þ.e. að þau reiða sig að ein­hverju leyti á við­skipti við önnur lönd. Þannig geti fram­leiðslutap í þró­un­ar­löndum sem mögu­lega hlýst af ströngum sótt­varn­ar­að­gerðum þar haft áhrif á ýmiss konar fram­leiðslu í iðn­ríkj­u­m. 

Auglýsing

Höf­und­arnir byggja rann­sókn sína á haglík­ani sem skoðar áhrif ójafnrar dreif­ingar bólu­efna á fram­boð og eft­ir­spurn eftir vörum og þjón­ustu í 35 atvinnu­greinum og 65 lönd­um. Mis­mun­andi sviðs­myndir eru skoð­að­ar, en í þeirri svört­ustu er búist við að bólu­setn­ing gegn COVID-19 hefj­ist ekki að neinu ráði í þró­un­ar­löndum í ár. Á sama tíma er gert ráð fyrir að í lönd­unum þar sem heil­brigð­is­kerfið hefur tak­mark­aða getu til að ráða við far­ald­ur­inn verði ráð­ist í harðar sótt­varn­ar­að­gerðir sem hamla fram­leiðslu.  

Í björt­ustu sviðs­mynd­inni er svo gert ráð fyrir að bólu­setn­ing hefj­ist í þró­un­ar­löndum á þessu ári, en að ein­ungis verði hægt að bólu­setja helm­ing þjóð­ar­innar í hverju landi.

Sam­kvæmt þeim er hugs­an­legur ávinn­ingur jafnrar dreif­ingar bólu­efna meiri hjá iðn­ríkjum eftir því sem þau eru opn­ari. Þeir telja að opin hag­kerfi í Evr­ópu, líkt og Sví­þjóð, Nor­egur og Bret­land, gætu tapað allt að fimm pró­sentum af lands­fram­leiðslu ef þró­un­ar­löndin fá ekki bólu­efni gegn veirunni jafn­hratt og iðn­rík­in.

Á Íslandi er búist við því að fram­leiðslutapið við að hleypa ekki þró­un­ar­lönd­unum að nemi 0,5 til 3,7 pró­sentum af lands­fram­leiðslu í ár. Ef gert er ráð fyrir að síð­asta þjóð­hags­spá Hag­stofu gangi upp fyrir árin 2020 og 2021 mætti því búast við að virði fram­leiðslutaps­ins hér á landi væri á bil­inu 15 til 107 millj­arðar íslenskra króna, eða um 40 til 290 þús­und krónur á mann. 

Álf­ram­leiðsla illa úti

Sam­kvæmt rann­sókn­inni kemur ójöfn dreif­ing bólu­efna verst niður á fata­iðn­að­inn í iðn­ríkj­um, sem gæti orðið af tæp­lega tíu pró­sentum af fram­leiðslu sinni. Í þró­un­ar­löndum er svo búist við að fata­fram­leiðsla muni skerð­ast um fimmt­ung vegna seink­unar á komu bólu­efnis þar, ef miðað er við sviðs­mynd þar sem öll lönd fengju bólu­efni á sama tíma.

Námu­fram­leiðsla og fram­leiðsla grunn­málma, meðal ann­ars áls, munu einnig verða fyrir tölu­vert nei­kvæðum áhrifum vegna þessa, bæði í þró­un­ar­löndum og í iðn­ríkj­um. Sam­kvæmt lík­an­inu sem höf­undar rann­sókn­ar­innar styðj­ast við er búist við að sam­drátt­ur­inn í þessum atvinnu­greinum geti numið sjö til átta pró­sent­um. Mik­ill munur er þó á sam­drætti í atvinnu­grein­unum milli landa, en höf­und­arnir benda þó á að hugs­an­legt tap er meira í löndum sem reiða sig meira á alþjóða­við­skipti.

Ekki ein­ungis sið­ferð­is­leg spurn­ing

Fyrir viku síðan sagði Tedros Ghebr­eyesus, for­maður Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (WHO) heim­inn vera á barmi „sið­ferð­is­brests“ vegna ójafnrar dreif­ingar bólu­efna gegn COVID-19 um heim­inn, líkt og BBC greindi frá

Höf­undar vís­inda­grein­ar­innar benda einnig á sið­ferð­is­lega ábyrgð rík­ari landa á að stuðla að jafnri dreif­ingu bólu­efna, en bæta þó við að rann­sókn þeirra sýni að slíkar aðgerðir væru ekki góð­gerð­ar­starf­semi ein og sér, þar sem þeir væru einnig hag­kvæm­astar fyrir heims­bú­skap­inn. Iðn­ríki gætu borið efna­hags­legan skaða af því að veita ekki fátæk­ari löndum aðgang að bólu­setn­ingum nægi­lega fljótt. 

Vegna fjölda sviðs­mynda er matið á væntu fram­leiðslutapi iðn­ríkja ef bólu­setn­ing hefst ekki á sama tíma í þró­un­ar­löndum mjög breyti­legt, en það fer frá 200 millj­örðum Banda­ríkja­dala til 4,5 billjóna Banda­ríkja­dala. Sama hvaða mæli­kvarði er not­aður benda höf­und­arnir á að tapið er alltaf talið vera marg­falt hærra þeir 38 millj­arðar Banda­ríkja­dala sem ACT, alþjóð­legt sam­starf á vegum WHO um dreif­ingu bólu­efna, telur að ríkin þurfi að verja í að dreifa bólu­efn­unum jafnt um heim­inn.



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar