Ísland fyrst Schengen-ríkja til að gefa út rafræn bólusetningarvottorð

Lönd sunnarlega í Evrópu vilja svör við því hvort að samræmd bólusetningarvottorð séu væntanleg á næstunni. Annað sumar án ferðamanna myndi hafa skelfilegar afleiðingar.

Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Einná ferð á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi.
Auglýsing

Yfir­völd á Íslandi hófu í síð­ustu viku að gefa út raf­ræn COVID-19 bólu­setn­ing­ar­vott­orð, fyrst Schen­gen-­ríkja. Þeir sem fengið hafa báðar spraut­urnar af bólu­efn­unum sem þegar eru komin á markað hér á landi geta fengið slík vott­orð. Yfir 4.500 manns á Íslandi eru nú full­bólu­settir gegn COVID-19 og geta þar með sótt um vott­orð í gegnum Heilsu­veru. Sjö dagar þurfa þó að líða frá síð­ari spraut­unni þar til vott­orð er gefið út. Ekki liggur fyrir hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu eða emb­ætti land­læknis hversu margir hafa sótt sér slík vott­orð. Þá hefur emb­ætti land­læknis ekki upp­lýs­ingar um í hvaða löndum þessi vott­orð eru tekin gild.



Vott­orðið er að efni og útliti í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi evr­ópska staðla og alþjóð­lega bólu­setn­ing­ar­skír­teinið sem ferða­langar þekkja. „Mark­miðið er að greiða för fólks milli landa, þannig að ein­stak­lingar geti fram­vísað bólu­efna­vott­orði á landa­mærum og séu þá und­an­þegnir sótt­varna­ráð­stöf­unum vegna COVID-19 í sam­ræmi við reglur hlut­að­eig­andi lands,“ sagði í frétt á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins í síð­ustu viku.

Auglýsing



Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði hins vegar á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í gær að málið væri allt í byrj­un­ar­ferli. Athygl­is­vert yrði að sjá hvað aðrar þjóðir ætla að gera og mæl­ast til hvað bólu­setn­ing­ar­vott­orð varð­ar. Í það væri ekki enn komin end­an­leg nið­ur­staða og þar með ekki hvort að slík vott­orð  verði tekin gild á landa­mær­um. „Þetta er í svo­lít­illi óvissu. Við eigum eftir að skýra lín­urnar í þessu bet­ur,“ sagði sótt­varna­lækn­ir.



Meðal ann­arra ríkja Evr­ópu sem eru langt komin í und­ir­bún­ingi slíkra vott­orða eru Spánn og Dan­mörk. Bæði ríkin hyggj­ast sam­hliða aflétta ferða­hömlum á rík­is­borg­urum ann­arra landa sem geta fram­vísað við­ur­kenndum vott­orð­um.

Sam­ræmt vott­orð til umræðu



Rætt hefur verið um að fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins kynni sam­ræmd vott­orð sem öll sam­bands­ríkin taki svo upp. Grísk stjórn­völd hafa óskað eftir því sem fyrst svo auð­velda megi sem fyrst ferða­lög fólks innan ESB. Í sunn­an­verðri Evr­ópu, þar sem ferða­þjón­ustan er helsta stoð undir efna­hag ríkja, er nokkur þrýst­ingur á að hraða þessu ferli. Þannig er von­ast til þess að bólu­setn­ing­ar­vott­orðin geti hleypt lífi í ferða­sum­arið og ýti þar með hjólum atvinnu­lífs­ins af stað á ný. En mörg ljón eru enn í veg­in­um.



Mörg Evr­ópu­lönd, þar með talin Norð­ur­lönd­in, hafa hert aðgerðir sínar á landa­mærum síð­ustu daga og vik­ur. Ferða­tak­mark­anir hafa víða ekki verið jafn miklar frá því að far­ald­ur­inn braust út.   

Þola þau annað sumar án ferða­manna?



Ferða­lög voru lítil milli landa síð­asta sumar og það hafði miklar afleið­ingar fyrir lönd á borð við Grikk­land, Spán, Ítalíu og Portú­gal. Þar, líkt og víða ann­ars stað­ar, var von­ast eftir því að sum­arið 2021 yrði mun betra hvað þetta varð­ar. En vonin hefur dvínað eftir að far­ald­ur­inn tók sig hressi­lega upp aftur og einnig vegna þess að bólu­setn­ing virð­ist ætla að ganga hægar fyrir sig, að minnsta kosti næstu vik­urn­ar, en vænt­ingar voru um.



For­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, Kyri­akos Mitsotakis, vill að málin fari að skýr­ast sem fyrst. Annað sumar án ferða­manna yrði Grikkjum gríð­ar­lega erfitt. Hann vill svör við því hvort að til standi að hefja útgáfu sam­ræmdra bólu­setn­ing­ar­skír­teina sem myndu þá greiða leið hand­hafa þeirra milli landa ESB. Málið er nú komið inn á borð fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins og var það eitt helsta umræðu­efni fundar leið­toga ESB-­ríkja fyrir helgi.

ESB stefnir að því að í sumar verði um 70 prósent íbúa aðildarríkjanna bólusett. Mynd: EPA



Óvissu­þætt­irnir í augna­blik­inu eru enn mjög  marg­ir. Ástæða þess að mörg ríki hafa að und­an­förnu hert aðgerðir á landa­mærum er sú að smitum hefur fjölgað víða. Sömu­leiðis sjúkra­húsinn­lögnum og dauðs­föll­um. Það á sér aftur skýr­ingu í hraðri útbreiðslu nýrra afbrigða veirunn­ar, afbrigða sem eru meira smit­andi en önnur og óvíst er hvort bólu­efni veiti nægj­an­lega vörn gegn. Því hafa ríki mörg hver ákveðið að toga fast í hand­brems­una.



Svo harka­lega reyndar að útgöngu­bann hefur nú verið sett á í Hollandi og landa­mær­unum nær alveg lok­að. Það sama íhuga nú Bretar að gera á sínum landa­mærum enda gríð­ar­legt álag á sjúkra­húsum þar í landi. Á meðan þessu stendur eru sam­ræmd bólu­setn­ing­ar­vott­orð ekki efst á for­gangs­list­an­um. Fyrst þarf að slökkva elda.



Stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins von­ast til þess að aðild­ar­löndin verði búin að bólu­setja fram­línu­fólk og alla eldri en átta­tíu ára fyrir lok mars. Í sumar er svo von­ast til að um 70 pró­sent íbúa innan sam­bands­ins hafi fengið bólu­setn­ingu. „Í sum­ar“ (by sum­mer) er reyndar nokkuð teygj­an­legt hug­tak.

Geta þau orðið sam­mála?



Í frétt Aften­posten um málið er bent á að heil­brigð­is­mál eru ekki á ábyrgð stjórnar ESB. Sú ábyrgð hvílir á hverju aðild­ar­ríki fyrir sig. Þess vegna getur ESB ekki tekið þessa ákvörðun – stóla þarf á sam­stöðu ríkj­anna allra þegar kemur að sam­ræmdu bólu­setn­ing­ar­vott­orði. Og í ljósi þess að nokkuð vant­aði upp á sam­ræmdar aðgerðir við upp­haf far­ald­urs­ins fyrir ári síðan heyr­ast efa­semd­araddir um að sam­staða verði um útgáfu vott­orð­anna.



 Nokkur lönd hafa þegar lýst yfir efa­semdum ákveðnum um bólu­setn­ing­ar­vott­orð­in, m.a.  Þýska­land og Frakk­land. Þá hafa mann­rétt­inda­sam­tök bent á að slík vott­orð mis­muni hóp­um, t.d. íbúum fátæk­ari ríkja/­svæða sem eru sein­astir í röð­inni að fá bólu­setn­ingu. Einnig hafa áhyggjur af per­sónu­vernd verið viðr­að­ar. Þá spyrja margir: Ef bólu­setn­ing verður gerð að skil­yrði fyrir ferða­lögum – verður það þannig um ókomna fram­tíð?

Flestir jákvæðir



Nið­ur­staða fundar ESB-­leið­toga fyrir helgi var sú að mörg ríki eru jákvæð gagn­vart sam­ræmdu bólu­setn­ing­ar­vott­orði en fá vilja ganga eins langt og Grikk­land, þ.e. að slík vott­orð heim­ili fólki frjálsa för milli Schen­gen-land­anna.



Fram­kvæmda­stjórnin stað­festi í síð­ustu viku að verið væri að vinna að sam­ræmdum raf­rænum vott­orð­um. Það yrði gert í sam­vinnu allra ESB-­ríkja og per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða gætt.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar