Áfram gakk – En eru allir í takt?

Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Auglýsing

Nýlega kom út skýrsla á vegum utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, Áfram gakk! Utan­rík­is­við­skipta­stefna Íslands, sem er ýtar­legt yfir­lit um við­skipta­stefn­una og alþjóð­lega við­skipta­samn­inga. Ljóst er að mikið hag­ræði hefur skap­ast af slíkum samn­ingum og þeir verið til mik­illa hags­bóta fyrir Íslend­inga, bæði fyr­ir­tæki og almenn­ing. Spurn­ingin er hins vegar hvort og hvernig íslenskt sam­fé­lag sé í stakk búið til að mæta þeim kröfum sem alþjóð­leg við­skipti gera, m.a. með nógu víð­tækri og sam­ræmdri stefnu í mennta- og atvinnu­mál­um.

WTO – Reglu­verk sem gætir hinna smærri

Alþjóða­við­skipta­stofn­unin (WTO) byggir á alþjóða­sam­starfi sem hefur verið í stöðugri þróun allt frá Bretton Woods-­sam­komu­lag­inu árið 1949. Í skýrslu ráðu­neyt­is­ins er áréttað hve stofn­unin hefur aukið gagn­sæi og auð­veldað eft­ir­lit með alþjóð­legum við­skipt­um, en auk þess er hún vett­vangur fyrir aðild­ar­ríkin til að taka upp og leysa úr ágrein­ingi um aðgerðir sem hamla við­skipt­um. Reglu­verkið tak­markar einnig mögu­leika öfl­ugri aðild­ar­ríkja til að neyta afls­munar og hefur Ísland því, ásamt öðrum smá­ríkj­um, beitt sér fyrir því að samn­ing­arnir séu virtir og alþjóð­lega við­skipta­kerfið styrkt í sessi. 

Í skýrsl­unni er fjallað um stöðu utan­rík­is­við­skipta og gang mála innan WTO, en undir reglu­verki hennar hefur byggst upp umfangs­mikið net fríversl­un­ar­samn­inga sem stuðla að enn frekara frelsi í milli­ríkja­við­skipt­um. Þannig eru fríversl­un­ar­samn­ingar Ís­lands og EFTA lyk­ill­inn að mörk­uðum og bættum mark­aðs­skil­yrðum fyrir ís­lensk fyr­ir­tæki í þeim ríkjum sem samið hefur verið við. Auk þess má finna í skýrsl­unni ítar­legt yfir­lit yfir alla helstu við­skipta­samn­inga Íslands og vikið er að áhrifum yfir­stand­andi heims­far­ald­urs á íslenskan útflutn­ing.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að afstaða ís­lenskra stjórn­valda hafi grund­vall­ast á sam­heldni Vest­ur­landa um fríverslun og frelsi sem byggst hefur upp allt frá síð­ari heims­styrj­öld og þeim ávinn­ingi sem það skilar þjóð­ar­búinu. Ís­land hafi því verið í þeim hópi ríkja sem vilja vinna að end­ur­bótum innan WTO en standa jafn­framt vörð um þann árangur sem hefur náðst frá síð­ari heims­styrj­öld. 

Sam­tök iðn­að­ar­ins – Mik­il­vægi skýrrar atvinnu­stefnu og sam­hæf­ing­ar 

Sig­urður Hann­es­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins (SI) hrósar skýrsl­unni og segir hana vera eins­konar hand­bók um það sem hefur verið að ger­ast í mála­flokkn­um. Hann sér jafn­framt ástæðu til að hrósa utan­rík­is­ráð­herra fyrir áhuga á við­skipta­mál­um, sem hann hafi sýnt í verki, m.a með ýmsum samn­ingum um utan­rík­is­við­skipti. Nefndi hann einnig áherslu á við­skipta­þjón­ustu Utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í tengslum við COVID-19 þar sem t.d. landamæra­lok­anir hafa valdið fyr­ir­tækjum vand­ræð­um.

Sigurður Hannesson Mynd: Bára Huld Beck

Sig­urður minnir á það grund­vall­ar­at­riði að auk­inn útflutn­ingur sé for­senda fyrir bættum lífs­kjörum, en um leið og útflutn­ingur verði fjöl­breytt­ari verði hags­mun­irnir sem eru undir þ.a.l. miklu flókn­ari og kalli á annað hags­muna­mat. 

Jafn­framt því að inn­lend og erlend fjár­fest­ing sé nauð­syn­leg til að auka útflutn­ing sé mik­il­vægt að auka fjár­fest­ingu í nýsköp­un, menntun og innviðum og gott dæmi sé öflug gagna­teng­ing Íslands við útlönd. Það sé því grund­vall­ar­at­riði að umgjörðin um þessa þætti sé í lagi og hafa sam­tökin kallað eftir skýr­ari atvinnu­stefnu sem snýst um sam­hæf­ingu þess­ara grunn­þátta.

Eins og staðan er ber ekk­ert eitt ráðu­neyti ábyrgð á því að hvetja til erlendrar fjár­fest­ingar og getur falist í því ákveðin hindr­un. Þegar hlut­irnir eru á höndum margra aðila verður upp­bygg­ing ekki eins mark­viss og hún gæti orð­ið. Þó stór­stígar fram­farir hafi vissu­lega orðið á und­an­förnum árum þyrfti að huga betur að áherslum í mennta­kerf­inu, að þær styðji við atvinnu­þró­un, að hugsa allt í stærra sam­hengi með breið­ari heild­ar­hugsun og stefn­u. 

Sig­urður segir hvata eins og end­ur­greiðslur vegna rann­sókna og þró­un­ar, og vegna fjár­fest­inga í sprotum hafa skilað miklu. Fjár­fest­ing í rann­sóknum og þróun hafi aldrei verið meiri en 2019 og farið úr 55 í 70 millj­arða, eða um 2,35% af lands­fram­leiðslu. Sig­urður spáir því að hlut­fallið fari yfir 3% á þessu ári sem er mark­mið vís­inda- og tækni­ráðs og stjórn­valda en jafn­framt við­mið margra ríkja. Svo virð­ist sem þarna séu hlut­irnir að þok­ast í rétta átt því þetta er í sam­ræmi við þá stefnu stjórn­valda að skapa fleiri störf í þekk­ing­ar­grein­um. 

Sig­urður nefnir þátt Íslands­stofu sem hefur verið end­ur­skipu­lögð og hann segir vera gott inn­legg til að efla mark­aðs­setn­ingu erlend­is. Má velta því upp hvort Íslands­stofa, hvers hlut­verk er m.a. að hvetja til auk­innar erlendrar fjár­fest­ing­ar, þurfi ekki auk­inn stuðn­ing stjórn­valda á þeirri veg­ferð, sér í lagi varð­andi umbætur til að greiða götu fjár­fest­inga. Skýrsla ráðu­neyt­is­ins fjallar hins vegar ekk­ert um erlendar fjár­fest­ingar og hvernig megi stuðla að þeim með mark­viss­ari hætti að öðru leyti en því að einn kafli fjallar um fjár­fest­inga­samn­inga. Slíkir samn­ingar eru vissu­lega mik­il­vægir, en hér virð­ist vera tæki­færi til að vinna að frek­ari stefnu­mörkun og skarp­ari fram­tíð­ar­sýn.

„Eitt­hvað ann­að“ er að verða aðal

Þegar tek­ist hefur verið á um stór­iðju­fram­kvæmdir á Íslandi er gjarnan deilt á and­stæð­inga slíkrar upp­bygg­ing­ar, sagt að þeir hafi engar hug­myndir um hvað ætti þá að koma í stað­inn – nema þá bara „eitt­hvað ann­að“. Allt sé það óljóst, hug­lægt og þar með bara ein­hverjir draum­ór­ar, sem er skilj­an­legt við­horf þegar hinn kost­ur­inn er stór­iðja með öllum þeim áþreif­an­legu umsvifum sem henni fylg­ir. 

Það vekur því athygli að SI telja mestu tæki­færin framundan einmitt vera falin í hug­verka­iðn­aði – sem nefndur hefur verið fjórða stoðin i íslensku efna­hags­lífi – hinar þrjár eru: sjáv­ar­út­veg­ur, ferða­þjón­usta og orku­sæk­inn iðn­að­ur. Ein­kenn­andi greinar hug­verka­iðn­aðar eru líf- og heil­brigð­is­tækni, upp­lýs­inga­tækni, tölvu­leikja­iðn­að­ur, hátækni­iðn­aður og skap­andi greinar eins kvik­mynda­gerð og tón­list. 

Sig­urður leggur áherslu á að nú sé rétti tím­inn til að styðja við hug­verka­iðn­að­inn, stoðin byggir á mörgum greinum og í því felst styrk­ur­inn þegar næsta nið­ur­sveifla verð­ur. 

Þvert á það sem margir kynnu að halda er fjórða stoðin ekki á byrj­un­ar­reit því hún er þegar orðin til með þróun sem hófst fyrir 20–30 árum. Sig­urður segir hug­verka­iðnað því hafa alla burði til að verða öfl­ug­asta stoðin þegar fram í sæk­ir. Hefur því verið spáð að framundan sé ára­tugur nýsköp­un­ar, ekki bara á Íslandi heldur einnig á heims­vísu, þar hefur COVID-19 mikið að segja því marga hluti hefur þurft að hugsa upp á nýtt.

Félag atvinnu­rek­enda – tví­skinn­ungur í tolla­málum

Ólafur Steph­en­sen hjá Félagi atvinnu­rek­enda (FA) segir félagið fagna sér­stak­lega skýrri stefnu­mörkun utan­rík­is­ráð­herra, að halda áfram á þeirri braut að auka frí­verslun og ryðja úr vegi hindr­unum í milli­ríkja­við­skiptum Íslands. Það komi skýrt fram í skýrsl­unni að Ísland sé lítið og opið hag­kerfi, sem á gíf­ur­lega mikið undir útflutn­ingi og ekki síður inn­flutn­ingi, enda sé inn­lend fram­leiðsla á neyt­enda­vörum til­tölu­lega fábreytt. Ísland eigi því meira en flest önnur ríki undir frjálsum alþjóða­við­skipt­u­m. 

Ólafur Stephensen Mynd: Skjáskot/Hringbraut

Á þeim bæ er fólk jafn­framt ánægt með skýra stefnu nú þegar tals­vert sé sótt að stjórn­völdum um að vinda ofan af skrefum sem hafa verið tekin í átt til frjáls­ari við­skipta með búvörur á síð­ustu árum. Þó bendir Ólafur á að í skýrsl­unni komi enn fram sá tví­skinn­ung­ur, sem lengi hafi verið ákveð­inn ljóður á utan­rík­is­við­skipta­stefnu Íslands, að tala ein­dregið fyrir afnámi rík­is­styrkja og nið­ur­fell­ingu tolla í sjáv­ar­út­vegi en verja um leið rík­is­styrki og tolla í land­bún­aði, sem yfir­leitt eru settir á með sömu rökum og slíkar við­skipta­hindr­anir í sjáv­ar­út­veg­in­um. 

Að sögn Ólafs er einnig skautað heldur létt yfir toll­vernd íslensks land­bún­að­ar, en sam­kvæmt nýlegri skýrslu atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins er hún marg­föld á við það sem er í Evr­ópu­sam­band­inu eða að með­al­tali í OECD-­ríkj­un­um.

Hann bendir einnig á að skýrslu­höf­undar taki með í reikn­ing­inn þró­un­ina í heims­hlutum sem telj­ast ekki til hefð­bund­inna mark­aðs­svæða Íslands, til dæmis gíf­ur­legan vöxt efn­aðrar milli­stéttar í Asíu. Í því sam­engi sé afar mik­il­vægt að tryggja aðgang íslenskra fyr­ir­tækja að þessum ört vax­andi mörk­uð­u­m. 

FA lýsir þó almennri ánægju með þá meg­in­stefnu sem er í átt til auk­ins frjáls­ræðis og sam­vinnu í alþjóða­við­skipt­um. Jafn­framt að Ísland skipi sér í sveit með ríkjum sem vilja efla reglu­verk WTO og tryggja að farið sé eftir því ef deilur koma upp í alþjóð­legum við­skiptum í stað þess að fara í tolla­stríð eins og gerst hefur und­an­farin ár. Þau taka heils­hugar undir með utan­rík­is­ráð­herra þegar hann talar um mik­il­vægi þess að sporna við ein­angr­un­ar­stefnu og standa vörð um alþjóða­við­skipta­kerf­ið. 

Orð Ólafs um tví­skinn­ung íslenskra stjórn­valda, hvað varðar toll­vernd og rík­is­styrki land­bún­að­ar, er rétt að hafa í huga þegar lagt er mat á metnað núver­andi utan­rík­is­ráð­herra og stjórn­valda hvað varðar ann­ars vegar gerð frí­versl­un­ar­samn­ings við Banda­ríkin og nýs við­skipta­samn­ings við Bret­land. Frí­verslun við Banda­ríkin er alltaf og án und­an­tekn­inga háð því að samn­ingar náist um frí­verslun með land­bún­að­ar­vör­ur. Það eitt og sér ætti að slá mjög á vænt­ingar um slíkan samn­ing.

Það sama á við um samn­inga við Bret­land. Í ljósi mik­il­vægis bresks land­bún­að­ar, og sterk­ari stöðu hans innan breska stjórn­kerf­is­ins eftir Brex­it, má ekki gera ráð fyrir öðru en að hags­muna­gæsla breskra bænda í við­skipta­samn­ingum við Ísland og hin EFTA-­ríkin verði síst minni en starfs­fé­laga þeirra innan EFTA.

Litið til aust­urs – fylgir hugur máli?

Þrátt fyrir að Evr­ópa sé okkar helsta mark­aðs­svæði hefur lengi verið horft til Asíu og víðar með það fyrir augum að auka fjöl­breytni og mögu­leika í utan­rík­is­við­skipt­um. Umrædd skýrsla til­tekur þá þróun sem er að verða með miklum vexti efn­aðrar milli­stéttar í Asíu­ríkj­um, í heims­hluta sem vissu­lega telst ekki til hefð­bund­inna mark­aðs­svæða Íslands. Eins og bent var á að framan og fram kemur í skýrsl­unni, er mik­il­vægt að tryggja aðgang íslenskra fyr­ir­tækja að þessum ört vax­andi mörk­uð­u­m. 

Ljóst er að sókn inn á þá mark­aði er kostn­að­ar­söm og kostar vinnu og und­ir­bún­ing opin­berra aðila og má spyrja hvort þarna fylgi hugur máli. Ísland rekur sendi­ráð í Ind­landi, Japan og Kína, en þau eru til­tölu­lega fálið­uð. Sendi­ráð Íslands á Ind­landi hefur auk þess verið án sendi­herra í meira en hálft ár, og þrátt fyrir að mik­il­vægi auk­inna við­skipta við Ind­land hafi oft verið haldið á lofti, m.a. vegna væntra auk­inna við­skipta­tæki­færa, var staða stað­geng­ils sendi­herra þar lögð niður fyrir u.þ.b. 4 árum. Sama er uppi á ten­ingnum í Jap­an, en sendi­herra okkar þar er eini útsendi starfs­mað­ur­inn. Mjög er treyst á stað­ar­ráðna starfs­menn, sem er vissu­lega skyn­sam­legt, en má spyrja sig hvort slíkt geti talist full­nægj­andi.

Þarna end­ur­spegl­ast kannski ákveðin tog­streita í utan­rík­is­stefn­unni og fram­kvæmd henn­ar. Utan­rík­is­ráð­herra er mjög umhugað um utan­rík­is­við­skipti, eins og sjá má á þeim skýrslum sem hann hefur látið vinna að und­an­förnu. Auk þess­arar skýrslu er nú nýkomin út skýrsla um sam­skiptin við Græn­land þar sem við­skipta­mál skipa stóran sess. Síð­asta sumar kom út skýrslan Saman á úti­velli: Fram­kvæmd utan­rík­is­stefnu Íslands í kjöl­far Covid-19 og hverfð­ist hún fyrst og fremst um mik­il­vægi utan­rík­is­við­skipta og hlut­verk utan­rík­is­þjón­ust­unnar í þeim efn­um.

Auglýsing

Í for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins síð­ast­lið­inn fimmtu­dag um hvernig útgjöld flestra ráðu­neyta hafa blásið út er hins vegar eitt ráðu­neyti sem sker sig úr, í frétt­inni seg­ir:  „Fram­lög til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafa dreg­ist saman um 2 pró­sent þrátt fyrir að fram­lög til varn­ar­mála hafi auk­ist um 25 pró­sent og til þró­un­ar­sam­vinnu um 53. Á tíma­bil­inu hefur sendi­ráðum verið í heild­ina fækkað um fjög­ur.” Í ljósi almenns sam­dráttar á sama tíma og tveir mála­flokkar – þró­un­ar­sam­vinna og varn­ar­mál – hafa hlotið veru­lega aukn­ingu, hlýtur eitt­hvað annað undan að láta. Ekki er hægt að verj­ast þeirri hugsun að það sé á kostnað hefð­bund­innar utan­rík­is­þjón­ustu og starfa hennar á vett­vangi, þar með talið þjón­ustu við íslenskt atvinnu- og við­skipta­líf. 

Mis sterkt póli­tískt bak­land – Áskorun fyrir stjórn­mál­in 

Íslend­ingar hafa löngum van­ist ver­tíð­ar­stemn­ingu og upp­gripum þegar atvinnu­mál eru ann­ars vegar og lit­aði það stefnu­mörkun lengi vel. Sem betur fer hefur orðið breyt­ing þar á og stjórn­völd jafnt sem atvinnu­líf og almenn­ingur hafa séð hag af meiri fjöl­breytni. Ekki er lengur litið svo á að besta leiðin til að tryggja atvinnu og þar með lífs­kjör sé með stór­karla­legum fram­kvæmdum í byggð­ar­lag­inu, skut­tog­ara eða verk­smiðju. Nú er „eitt­hvað ann­að“ – hug­verka­iðn­aðn­aður þar sem mennt­un, þekk­ing og skap­andi hugsun eru lyk­il­at­riðið – orðin full­gild stoð í atvinnu- og verð­mæta­sköpun Íslend­inga. 

Í máli hags­muna­að­ila kemur fram mik­il­vægi þess að horfa vítt á mál­in, forð­ast að gera ein­stökum atvinnu­greinum og stoðum hærra undir höfði en öðr­um. Sá tími er lið­inn þegar eitt­hvað eitt átti að bjarga íslensku atvinnu­lífi. Stoð­irnar fjór­ar; ferða­þjón­usta, sjáv­ar­út­veg­ur, stór­iðja og þekk­ing­ar­iðn­að­ur, auk land­bún­aðar hafa hins vegar mjög mis­-öflugt póli­tískt og sam­fé­lags­legt bak­land. Það verður því verk­efni stjórn­mál­anna að leysa þann ágrein­ing far­sæl­lega og forð­ast að þar verði meiri klofn­ingur en verið hef­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Maggi Ragg um framtíð sjónvarps á Íslandi
Kjarninn 26. febrúar 2021
Ursula von der Leyen, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins.
Samræmd bólusetningavottorð innan ESB gætu litið dagsins ljós eftir þrjá mánuði
Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins sagði eftir fund leiðtoga þess í gær að það myndi taka „að minnsta kosti“ þrjá mánuði að þróa tæknilega útfærslu samræmdra bólusetningavottorða.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar