Styrmir Kári og Heiðdís

Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“

Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu. Ekkert blómstrar allt árið en „ef þú ert alltaf með vindinn í fangið verður þú örmagna“. Kjarninn ræddi við eigendur Sögu Story House sem sérhæfir sig í að leiðbeina fólki að hægja á, staldra við og njóta.

Það að dvelja úti í nátt­úr­unni hefur jákvæð áhrif á streitu og getur einnig haft almennt jákvæð áhrif á hegðun og líð­an. Að fólk upp­lifi ákveðna ró, aukna ein­beit­ingu og seiglu og að það sé auð­veld­ara að takast á við líf­ið. Þetta er nið­ur­staða nýrrar rann­sóknar í meist­ara­verk­efni Berg­lindar Magn­ús­dóttur í félags­ráð­gjöf við Háskóla Íslands. Rann­sóknin varð gerð meðal þátt­tak­enda á nám­skeiði sem nefn­ist Staldra við – Heilandi áhrif nátt­úru á streitu á vegum Sögu Story House en stór hluti þess gengur út á að ganga um í nátt­úr­unni undir fag­legri leið­sögn, ígrunda í þögn og örva skiln­ing­ar­vitin í gegnum frum­kraft­ana.



Þessi nið­ur­staða kom þeim Ingi­björgu Val­geirs­dóttur og Guð­björgu Björns­dótt­ur, eig­endum Sögu og höf­undum nám­skeiðs­ins, ekki á óvart enda hafa þær nýtt nátt­úr­una í störfum sínum í mörg ár. Þær fagna því hins vegar að rann­sóknin hafi verið gerð og stað­festi þar með þeirra reynslu. Því þrátt fyrir að fjöl­margar erlendar rann­sóknar séu til um áhrif nátt­úru á streitu er rann­sókn Berg­lindar lík­lega sú fyrsta sem gerð er hér­lend­is.



Auglýsing

„Nafnið Saga er til­komið vegna þess að við höfum báðar verið að vinna alla tíð með lífs­sögur fólks,“ segir Ingi­björg, um til­urð fyr­ir­tæk­is­ins þar nú hafa verið haldin nám­skeið í að verða tvö ár. „Okkur lang­aði til þess að skapa vett­vang, skapa okkar sögu – búa til vald­efl­andi stað fyrir fólk þar sem það gæti spurt sig: Hvernig langar mig að skrifa mína sög­u?“



Ingi­björg og Guð­björg kynnt­ust er þær unnu saman við öldr­un­ar­þjón­ustu. Í því starfi leiddu þær upp­bygg­ingu á nýju hjúkr­un­ar­heim­ili í Garðabæ og dag­þjálfun auk starf­semi í heima­þjón­ustu og félags­starfi aldr­aðra.



Ingi­björg er upp­eld­is- og mennt­un­ar­fræð­ingur og hefur auk þess lokið MBA-­námi. Þá er hún einnig með jóga­kenn­ara­rétt­indi. Lengi vel vann hún með ungu fólki sem var að takast á við krefj­andi verk­efni í líf­inu. „Eitt af því sem ég gerði var að ganga Horn­strandir með ung­mennum á vegum félags­þjón­ust­unnar og barna­vernd­ar. Að vinna með fólki úti í nátt­úr­unni hefur lengi verið mikil ástríða hjá mér. Og ég hef oft orðið vitni að göldr­unum sem það getur haft í för með sér.“

Ástríða fyrir nátt­úr­unni og trú á græð­andi mátt hennar var einmitt eitt af því sem tengdi þær Ingi­björgu og Guð­björgu. Sú síð­ar­nefnda er iðju­þjálfi og jóga nidra kenn­ari og hefur bæði starfað við end­ur­hæf­ingu og ráð­gjöf innan heil­brigð­is­geirans í Dan­mörku og hér á landi. Í störfum sínum á barna- og ung­linga­geð­deild vann hún með skjól­stæð­ingum úti í nátt­úr­unni, meðal ann­ars til að styrkja sjálfs­vit­und þeirra og félags­færni. Að sögn Guð­bjargar var það henni mik­ill skóli og hún sagð­ist hafa fundið vel hversu mik­il­vægt og árang­urs­ríkt væri að styðja við fólk og styrkja í nátt­úru­legu umhverf­i. 

Náttúran hefur áhrif á skynjun okkar. Hrynjandin, litirnir. Áferðin. Alls konar öfl sem togast á.
Styrmir Kári og Heiðdís

Þær segja að í heil­brigð­is­geir­an­um, „þar sem fólk er að vinna með fólki,“ líkt og Ingi­björg orðar það, hvort sem litið er til öldr­un­ar­þjón­ustu eða þjón­ustu við börn og ung­menni, geti skap­ast mikil streita. Þær hafi því farið að spyrja sig spurn­inga á borð við: Hvernig getum við hannað umhverfi okkar til að styðja við vellíðan fólks? Hvernig getum við hlúð að starfs­fólki og skjól­stæð­ingum og dregið úr álagi og streitu?



Fyrsta nám­skeiðið sem þær settu á lagg­irn­ar, sem átti aðeins að vera sum­ar­nám­skeið, var hugsað fyrir fólk sem væri að glíma við alvar­lega streitu en einnig fólk sem þekkti álag og streitu og vildi afla sér verk­færa í for­varn­ar­skyni. „En eft­ir­spurnin var það mikil að nám­skeiðið er í boði allan árs­ins hring,“ segir Ingi­björg.



Nám­skeiðin sem haldin eru hjá Sögu eru orðin fleiri og starf­semin hefur einnig verið aðlöguð að ólíkum hóp­um, svo sem fyr­ir­tækj­um. „Þetta er gömul viska en ný vís­ind­i,“ segir Ingi­björg um hug­mynda­fræð­ina. „Við höfum aflað okkur það mik­illar þekk­ingar og reynslu í gegnum tíð­ina að við vorum alltaf sann­færðar um að nátt­úran væri heilandi og nær­andi vett­vang­ur. Og nú hefur það verið stað­fest í þess­ari rann­sókn.“



Í hverjum tíma nám­skeiðs­ins er unnið með ólík þemu og hvernig fólk getur fundið leiðir og aflað sér verk­færa til að auka lífs­gæði og stuðla að jafn­vægi í dag­legu lífi. Eftir fræðslu er farið í göngur og hverjum tíma lýkur svo á djúp­slök­un.

Auglýsing

Mark­mið nám­skeiðs­ins er að hægja á, að virkja inn­sæ­ið. Að kom­ast út úr þeim doða og óróa sem streita getur vald­ið. Leið­sögnin birt­ist í ólíkum og mörgum myndum m.a. „klár­lega úti í nátt­úr­unni í alls konar mynd­lík­ingum – og í því að upp­lifa hluti á borð við hverf­ul­leik­ann og stöðugar breyt­ingar sem þar eiga sér stað “ segir Ingi­björg. „En það mik­il­væg­asta sem við erum að vinna með er að þátt­tak­endur heyri betur í þeirra innri rödd.“



Guð­björg segir að allir þekki þá lífs­fyll­ingu sem felst í því að dvelja úti í nátt­úr­unni en í dags­ins önn, í miklu álagi, streitu og hraða, getur fólk aftengst þess­ari gömlu visku. Gleymt þörfum sínum – því sem nærir og græð­ir. „Þá verður nátt­úran ekki eins mik­ill hluti af líf­inu okk­ar. Það er stundum sagt að lík­am­inn heili sig sjálfur en þegar það heyr­ist svona hátt í sam­fé­lag­inu þurfum við að gæta þess að skapa rétta umhverfið til að hann geti unnið vinn­una sína.“

Flókið að vera mann­eskja



Kafl­arnir í lífs­sög­unni okkar eru ólík­ir. Stundum eru álagskafl­ar, jafn­vel erf­ið­ir. „Þannig er lífið og á þeim köflum verðum við að sýna okkur sjálfum mildi, ekki dæma okkur harka­lega,“ heldur Guð­björg áfram. „Það er stundum flókið að vera mann­eskja. Og það er aldrei full­komið jafn­vægi. Ekki frekar en í veðr­inu. Það er ekki mögu­legt að ganga í gegnum lífið í stöð­ugu logni undir heið­skírum himn­i.“



Ingi­björg grípur til ann­arrar mynd­lík­ingar úr nátt­úr­unni: „Okkur langar ekki heldur að vera stödd á stöðugri flatneskju. Það er ótrú­lega hressandi að hafa fjöl­breytt lands­lag – það er það sem gerir lífið svo ótrú­lega áhuga­vert.“



Veður styður að þeirra sögn vel við núvit­und. „Að þurfa að spá í næstu skref og hvar þú stígur í skafl­inn,“ segir Ingi­björg og Guð­björg heldur áfram: „Að finna kulda og verða kalt. Í hávað­ar­oki. Lík­am­inn okkar og hug­ur­inn þekkir það að þurfa að berj­ast í gegnum veður og vind.“



Og það er ekk­ert mál og bara skemmti­legt að glíma við áskor­an­ir. „En ef þú ert alltaf með vind­inn i fang­ið, segir Ingi­björg, „alltaf að ganga á svelli, þá verður þú örmagna.“



Ingibjörg (t.v.) og Guðbjörg ákváðu að halda eitt sumarnámskeið. Það námskeið hefur nú verið endurtekið oft og eftirspurnin alltaf mikil.
Styrmir Kári og Heiðdís

Streita í hóf­legu magni er hins vegar jákvæð og kraft­mik­il. „Það er ástæða fyrir henn­i,“ segir Guð­björg. „Hún gefur okkur ein­beit­ingu og orku. En þegar við gefum okkur aldrei tíma til að „setj­ast við eld­inn“ eftir erf­iðan dag, fá end­ur­heimt­ina, þá verður hún smám saman óheil­brigð og nei­kvæð. Við gerum þá ríku kröfu til okkar sjálfra að við eigum að blómstra allt árið. Það er ríkt í okk­ur, að vera besta útgáfan af sjálfum okkur allan árs­ins hring. En nátt­úran er ekki í blóma allt árið.“



Á nám­skeiðum Sögu er farið í göngur þar sem þátt­tak­endur verða vitni að ólíkum nátt­úru­öflum og ólíku lands­lagi. Gengið er með haf­inu, stöðu­vötn­um, í skógi, um hraun og með­fram ám og lækj­um. Og gengið er að mestu í þögn. „Þannig styðjum við mark­mið nám­skeiðs­ins, að hægja á,“ segir Ingi­björg. Hug­ur­inn sé alltaf á fullu og oft á „hinni frægu sjálf­stýr­ing­u“. Fyrir það erum við þakk­lát, hug­ur­inn er öfl­ugur að vinna sína vinnu. „En hann getur líka tekið athygl­ina frá skynjun okkar – sem er tækið sem við höfum til að ná í nær­ing­una okkar í augna­blik­inu og njóta henn­ar.“

Þögnin getur verið ögrandi fyrir fólk sem er undir miklu álagi og streitt. Það geta rólegar göngur um nátt­úr­una líka ver­ið. „Sumir verða jafn­vel pirraðir fyrst í stað. Það kemur upp ein­hver óþreyja. Við erum svo vön því að það sé alltaf svo mikið að gera að það getur verið áskorun að hægja á,“ segir Ingi­björg.

Í mik­illi streitu er fólk jafn­vel að reyna að halda mörgum boltum á lofti. Það getur verið mikil áskorun að sleppa tak­inu á ein­hverjum þeirra tíma­bund­ið. Fólk getur upp­lifað tap og skömm. Og jafn­vel sorg.



Við gerum þá ríku kröfu til okkar sjálfra að við eigum að blómstra allt árið. Það er ríkt í okkur, að vera besta útgáfan af sjálfum okkur allan ársins hring. En náttúran er ekki í blóma allt árið.
Saga Story House

En svo ger­ist eitt­hvað innra með fólki. Það fer að njóta þess betur að hægja á, staldra við. Finn­ast það vera hluti af nátt­úr­unni og síbreyti­legum takti henn­ar.



En hvað er það nákvæm­lega í nátt­úr­unni sem hefur þessi græð­andi og nær­andi áhrif? Vitum við það yfir höf­uð?



„Það eru margar kenn­ingar um það,“ svarar Guð­björg. Eitt er hreyf­ingin í hreina loft­inu sem hefur góð áhrif á lík­amann og annað er hvaða áhrif hún hefur á skynjun okk­ar. Hrynj­and­in, lit­irn­ir. Áferð­in. Alls konar öfl sem tog­ast á. „Undir streitu og álagi getur sjón­deild­ar­hring­ur­inn þrengst. Við höfum til­hneig­ingu til að fá rör­sýn. Ef við hægjum á getur hann víkkað aft­ur. Við sjáum fleiri val­mögu­leika, fleiri leið­ir. Það sem við sjá­um, heyrum og finnum almennt þegar við eru úti í nátt­úr­unni getur haft styðj­andi áhrif á það. Skýrt huga okkar og virkjað sköp­un­ar­gáf­una.“



Vatn gár­ast í vindi og roki. Það getur jafn­vel orðið gruggugt. „Þannig getur því líka verið farið með líðan okk­ar,“ segir Ingi­björg. „Þegar hug­ur­inn og kerfið okkar róast þá verður það jafn­vel lygnt. Þá sérðu í botn­inn – það verður allt skýr­ara.“

Streita getur valdið mjög alvar­legum áhrifum á lík­ama og sál. Hún getur virst óyf­ir­stíg­an­leg og haft áhrif á alla þætti lífs okk­ar. „Eng­inn vill lenda á þeim stað,“ segir Guð­björg og fagnar þeirri vit­und­ar­vakn­ingu sem orðið hefur í sam­fé­lag­inu sem hefur leitt til þess að margir sækj­ast eftir verk­færum og leiðum til að takast á við streitu áður en hún er orðin hamlandi. Í lífs­ins ólgu­sjó þurfum við að geta brugð­ist hratt við, reddað málum á stuttum tíma og hugsað um margt í einu. En að sama skapi er þá mik­il­vægt að hvíl­ast inn á milli. Staldra við. Hægja á.



Aðdráttarafl náttúrunnar er mikið og vonandi eiga sem flestir eftir að halda því áfram að njóta hennar og upplifa töfrana þó að líkamsræktarstöðvar séu nú opnar, segja Guðbjörg og Ingibjörg.
Styrmir Kári og Heiðdís

Ingi­björg segir það ríkt í Íslend­ingum og í raun arf­leifð frá fornu fari að vinna mikið til að lifa af. „En það er þessi metn­að­ar­fulli hugur sem getur svo keyrt okkur í þrot,“ segir Ingi­björg. „Hann getur farið með okkur út í alvar­lega streitu og hann ætlar líka að koma okkur í gegnum end­ur­heimt mjög hratt. En tím­inn er hluti af nátt­úru­öfl­unum sem við getum ekki tekið út úr jöfn­unni. Allt á sinn tíma. End­ur­heimtin lík­a.“



Þegar fólk fer að skoða hvaða verk­færi og leiðir henti því til að kom­ast út úr van­líðan og streitu er það lagt af stað í ferða­lag. „Og hversu langan tíma ferða­lagið tekur er ekki fyr­ir­fram ákveð­ið,“ segir Guð­björg. Það getur verið stutt en það getur líka orðið langt.



Það að hægja á sér eflir sjálfs­þekk­ingu, sjálfs­traust og vit­und­ina alla. Minnir okkur á og kennir okkur að staldra við í hvers­dags­líf­inu, velta fyrir okkur á hvaða leið við erum – hvort við séum á þeirri leið sem við raun­veru­lega vilj­um. „Leið­ar­stef Sögu er að efla tengsl ein­stak­linga við sjálfa sig, sam­ferða­fólkið og nátt­úr­una,“ segir Ingi­björg. „Það er okkur nátt­úru­legt að vera í nátt­úr­unni. Við erum hluti af þess­ari heild. Þannig að með því að dvelja í henni og tengj­ast henni þá eflir þú tengsl við sjálfan þig í leið­inn­i.“



Auglýsing

Það er áhuga­vert að vera á „réttri blað­síðu í þinni lífs­sög­u,“ bætir Guð­björg við. Við séum oft upp­tekin af gær­deg­inum og hvað morg­un­dag­ur­inn ber í skauti sér. „Og svo mættum við hugsa um það hvort við séum sjálf að skrifa okkar lífs­sögu eða hvort að ein­hverjir aðrir séu að gera það. En þetta er þín saga.“



Það er að mati Ingi­bjargar og Guð­bjargar engin til­viljun að margir sóttu í göngu­ferðir og aðra úti­vist í far­aldr­in­um. Blanda af hvoru tveggja, væri til dæmis góð til fram­tíð­ar.



 Guð­björg segir að óvissu­á­stand sem far­aldur kór­ónu­veirunnar hefur skap­að, þar sem sumir hafa jafn­vel ein­angr­ast, taki á. Sér­stak­lega ef það vari lengi. „Við höfum tak­markað þol gagn­vart óvissu. Eftir því sem tím­inn líður kemur þreytan sem getur leitt til streitu. Skynjun okkar er svo ólík og þol­mörkin okkar gagn­vart óvissu lík­a.“



Þetta er þín saga, segja þær Ingibjörg (t.v.) og Guðbjörg.
Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir

„Ég held að far­ald­ur­inn hafi hreyft við okk­ur,“ segir Ingi­björg. „Við höfum þurft að finna margar breyt­ingar á eigin skinni. Við höfum til dæmis fundið það á eigin skinni hversu mik­il­væg nándin er. Við höfum saknað henn­ar. Tæki­færið sem við höfum núna, bæði sem ein­stak­lingar og sam­fé­lag, er að ígrunda þessa reynslu og leyfa okkur að skapa út frá henni – og velja hvaða leið við viljum fara áfram. Og þannig er allt líf­ið. Þetta val sem við höf­um. Valið felst í því að við getum staldrað við, ígrundað reynsl­una okkar áður en lengra er hald­ið.“



Far­ald­ur­inn gæti veitt okkur tæki­færi til að staldra við, heila jörð­ina og okkur sjálf, bendir hún á. Við sem búum á Íslandi erum svo lánsöm að nátt­úran er bak­garð­ur­inn okk­ar. „Þessi kraft­mikla nátt­úra, víð­átt­an, fjöll­in, sjór­inn og allt hitt. Hlað­borð af nátt­úru­öfl­u­m.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiViðtal