EPA

Åkesson dansar kónga: Útlit fyrir umpólun í Svíþjóð

Þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða er útlit fyrir að hægt verði að mynda ríkisstjórn til hægri í Svíþjóð. Svíþjóðardemókratar ætla að sækjast eftir ráðherraembætti og beinni þátttöku í ríkisstjórn, í krafti þess að vera stærsti flokkurinn á hægri vængnum. Það er þó ólíkleg niðurstaða.

Eftir að Jimmie Åkes­son leið­togi Sví­þjóð­ar­demókrata flutti sig­ur­reifur ræðu á kosn­inga­vöku flokks­ins á sunnu­dags­kvöld birti sænska rík­is­sjón­varp­ið, SVT, myndir af taum­lausri gleði stuðn­ings­manna flokks­ins, sem gripu for­mann­inn er hann steig af sviði og hófu að dansa kónga í hala­rófu á eftir Åkes­son.

Gleðin var mikil á kosn­inga­vöku Sví­þjóð­ar­demókrata. Mögu­lega ögn of mik­il, en Rebecka Fallen­kvist, sem sinnir kynn­ing­ar­starfi fyrir flokk­inn og var í fram­boði til hér­aðs­þings í Stokk­hólmi, fór í við­tal seint í gær­kvöldi og virt­ist þar næstum því missa út úr sér nas­ista­kveðj­una hell seger - sænska þýð­ingu af hinum þýska frasa sieg heil sem náði nokk­urri útbreiðslu á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar.

Hel…g seger sagði Fallen­kvist og not­aði svo orðið seger­helg í næstu setn­ingu, eins og til að leið­rétta sig, en orðið seger­helg þýðir sig­ur­helgi. Sig­ur­helgi var þetta vissu­lega, fyrir Sví­þjóð­ar­demókrata.

Ætla að gera ólík­lega kröfu um ráð­herra­stóla

Á þessu hafa sænskir fjöl­miðlar margir hverjir kjamsað nokkuð í dag, en hvað sem því líður er ljóst að Sví­þjóð­ar­demókrat­ar, þjóð­ern­is­flokkur með rætur í nýnas­isma sem eng­inn hefur fram til þessa viljað vinna með í sænska þing­inu, náði stór­góðum árangri í kosn­ing­un­um.

Flokk­ur­inn bætir við sig rúmum þremur pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum árið 2018 miðað við stöðu mála og á nú í fyrsta sinn mögu­leika á að hafa áhrif á rík­is­stjórn­ar­sam­starf, með því að styðja minni­hluta­stjórn undir for­sæti Hægri­flokks­ins (Moder­at­arna) eða þá með beinni aðkomu að rík­is­stjórn hægra megin við miðju.

Rit­ari flokks­ins sagði við SVT að það væri öruggt að flokk­ur­inn myndi efna til sam­tals um ráð­herra­stóla. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn (Li­bera­l­arna) hefur þó úti­lokað þátt­töku í stjórn þar sem Sví­þjóð­ar­demókratar eiga sæti við rík­is­stjórn­ar­borð­ið.

Svíþjóð 95% talið
Infogram

Leið­tog­arnir Jimmie Åkes­son frá Sví­þjóð­ar­demókröt­um, Johan Pehrson frá Frjáls­lynda flokknum og Ebba Busch frá Kristi­legum demókrötum hafa öll mætt á fundi með Ulf Kristers­son for­manni Hægri­flokks­ins í dag og virð­ist ljóst að óform­legar þreif­ingar um rík­is­stjórn til hægri eru hafn­ar.

Aðspurður um mögu­leik­ann á beinni þátt­töku Sví­þjóð­ar­demókrata í stjórn­ar­sam­starfi sagði Gunnar Strömmer, rit­ari Hægri­flokks­ins, að flokk­ur­inn hefði boðið fram undir því yfir­skyni að ef umboð feng­ist frá kjós­endum yrði látið reyna á myndun rík­is­stjórnar með hinum borg­ara­legu flokk­un­um.

Dag­ens Nyheter hafði það eftir sínum heim­ild­ar­mönnum í dag að Hægri­flokk­ur­inn vildi helst mynda rík­is­stjórn með ein­ungis Kristi­legum demókröt­um, en slík stjórn hefðu um 25 pró­senta stuðn­ing á þingi. Hægri­flokk­ur­inn sendi frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þessum tíð­indum var hafn­að.

Minnsti mögu­legi munur

Þrátt fyrir að loka­tölur liggi ekki fyrir á þess­ari stundu, og verði ekki end­an­lega ljósar fyrr en á mið­viku­dag, er lík­legra en ekki að borg­ara­lega hægri­blokk­in, auk Sví­þjóð­ar­demókratanna, verði með tæpan þing­meiri­hluta, 175 þing­menn gegn 174 þing­mönnum flokk­anna sem liggja frá miðj­unni og til vinstri. Um 47 þús­und atkvæðum munar á blokk­unum tveimur eins og sakir standa.

Þetta þýðir að lík­lega er valda­tíð Sós­í­alde­mókrata í Sví­þjóð á enda, en flokk­ur­inn hefur verið við stjórn, ásamt fleirum eða einn, und­an­farin tvö kjör­tíma­bil. Magda­lena And­ers­son for­sæt­is­ráð­herra og flokks­for­maður ját­aði ekki ósigur í ræðu sinni á sunnu­dags­kvöld en sagði að hvernig sem færi væri ljóst að flokkur hennar hefði fengið frá­bæra kosn­ingu, en þegar búið var að telja 95 pró­sent akvæða voru Sós­í­alde­mókratar með 30,5 pró­sent þeirra og myndu þar með bæta við sig átta þing­mönnum frá fyrra kjör­tíma­bili.

Magdalena Andersson forsætisráðherra og formaður Sósíaldemókrata.
EPA

Hún hélt í von­ina – sagði að telja þyrfti hvert ein­asta atkvæði áður en næstu skref yrðu ákveð­in. Sem áður segir mun það ekki koma í ljós fyrr en á mið­viku­dag hvernig nákvæm­lega úrslitin liggja, en ennþá á eftir að fara yfir þau atkvæði sem bár­ust frá sænskum kjós­endum sem búsettir eru í öðrum ríkj­um.

Þau atkvæði hafa þó í und­an­gengnum kosn­ingum dreifst til flokka hægra megin miðju fremur en atkvæðin sem greidd eru á kjör­dag og eru fyr­ir­fram álitin ólík­leg til þess að snúa mynd­inni rauð­grænu blokk­inni í vil.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiErlent