Allir stóru prentmiðlar landsins mælast með minnsta lestur sinn í Íslandssögunni

19266378666_d106a87471_b.jpg
Auglýsing

Lestur Frétta­blaðs­ins, Morg­un­blaðs­ins, Frétta­tím­ans og DV hefur aldrei mælst minni en hann mæld­ist í ágúst­mán­uði. Eini prent­mið­ill­inn sem mælist ekki með lestur í sögu­legum lægðum er Við­skipta­blað­ið, sem tapar þó umtals­verðum lestri á milli mán­aða.

Þetta kemur fram í nýrri lestr­ar­könnun Gallups sem birt var fyrir skemmstu.

 

Auglýsing

Frétta­blaðið við það að rjúfa 50 pró­sent múr­inn

Frétta­blað­ið, sem fór í gegnum mestu útlits­breyt­ingar sem blaðið hefur ráð­ist í í sögu sinni í ágúst­mán­uði, heldur áfram að tapa lestri og er nú komið mjög nálægt 50 pró­sent lestri hjá öllum ald­urs­hóp­um. Á meðal þeirra breyt­inga sem fram­kvæmdar voru á Frétta­blað­inu voru þær að leið­ar­a­opnu blaðs­ins var gjör­breytt, hinn svo­kall­aði fréttakross, sem hafði verið við lýði frá stofnun blaðs­ins og lagði áherslur á smærri fréttir í bland við stærri, hefur verið aflagður og rík­ari áhersla er nú lögð á birt­ingu ljós­mynda en áður. Þrátt fyrir breyt­ing­arnar hefur lestur blaðs­ins aldrei mælst lægri en hann mæld­ist í ágúst­mán­uði.



Blaðið er þó enn lang­mest lesna dag­blað lands­ins, enda dreift frítt í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unnar inn á heim­ili fólks­ins í land­inu.

Lestur Frétta­blaðs­ins hefur fallið hratt und­an­farin ár og blaðið hefur alls tapað rúm­lega 20 pró­sent les­enda sinna á síð­ustu fimm árum.

Frétta­tím­inn í frjálsu falli



Frétta­tím­inn kom fyrst út fyrir tæpum fimm árum síð­an. Blaðið er frí­blað sem er prentað í 82 þús­und ein­tökum einu sinni í viku og dreift í hús. Blaðið var fyrst með í mæl­ingum Gallup í mars 2011 og mæld­ist þá með tæp­lega 42 pró­sent lest­ur. Síðan þá hefur lest­ur­inn rokkað tölu­vert en Frétta­tím­inn virt­ist á mik­illi sigl­ingu í upp­hafi árs, á sama tíma og aðrir miðlar með stórt upp­lag voru í frjálsu falli. Í mars síð­ast­liðnum mæld­ist lestur hans 40,57 pró­sent.

Síðan þá hefur hann verið á hraðri nið­ur­leið og í ágúst, ein­ungis fimm mán­uðum síð­ar, mælist hann 36,34 pró­sent. Það er minnsti lestur sem Frétta­tím­inn hefur nokkru sinni mælst með og tíu pró­sentum minni en hann var í mars síð­ast­liðn­um.

35 pró­sent les­enda far­inn á sex árum



Morg­un­blað­ið, stærsta áskrift­ar­blað lands­ins sem stofnað var fyrir 102 árum síð­an, hefur heldur aldrei mælst með minni lest­ur, en 28,09 pró­sent Íslend­inga yfir 18 ára aldri segj­ast lesa blaðið nú. Les­endum Morg­un­blaðs­ins hefur fækkað mikið und­an­farin ár.

Árið 2009, þegar nýir eig­endur tóku við blað­inu og núver­andi rit­stjórnar þess voru ráðn­ir, lásu 43 pró­sent lands­manna blað­ið. Um 35 pró­sent les­enda hafa því yfir­gefið Morg­un­blaðið á sex árum. Lest­ur­inn fór í fyrsta sinn í ára­tugi undir 30 pró­sent snemma árs í fyrra og hjá fólki undir fimm­tugu mælist lest­ur­inn ein­ungis um 20 pró­sent.

DV nær sögu­legum botni



DV er hins vegar það dag­blað sem kemur verst allra út úr könn­un­inni. Blaðið missir yfir tvö pró­sentu­stig í lestri, eða um 23 pró­sent af þeim fjölda sem las blaðið í júlí. Nú lesa 7,13 pró­sent þjóð­ar­innar yfir 18 ára aldri DV og lestur blaðs­ins hefur aldrei nokkru sinni í 40 ára sögu þess verið jafn lít­ill og hann var í síð­asta mán­uði. Þegar horft er á yngri les­end­ur, þá sem eru undir fimm­tugu, er lest­ur­inn enn minni, eða um sex pró­sent.



Lestur DV hefur dreg­ist hratt saman und­an­farna mán­uði í kjöl­far mik­illa átaka um eign­ar­hald mið­ils­ins og mik­illa breyt­inga á starfs­manna­haldi. Reynir Trausta­son, fyrrum aðal­eig­andi DV og rit­stjóri blaðs­ins, var ýtt út af miðl­inum í sum­ar­lok 2014 eftir að aðilar undir for­ystu Þor­steins Guðna­son­ar, sem lánað höfðu DV tölu­vert fé, tóku yfir fjöl­mið­il­inn. Með Reyni hurfu á brott allir helstu stjórn­endur DV og nokkrir blaða­menn. Flestir í þeim hópi stofn­uðu síðar fjöl­mið­il­inn Stund­ina.

Í dag er stærsti eig­andi og útgef­andi DV Björn Ingi Hrafns­son. Útgáfu­fé­lag hans heldur líka úti vef­miðl­unum DV.is, Eyj­an.is, Press­an.is og Bleikt.­is. Nýir rit­stjór­ar, Egg­ert Skúla­son og Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir, voru ráðin til að stýra DV í lok síð­asta árs. Síðan þá hefur lestur blaðs­ins dreg­ist saman um tæp 30 pró­sent.

Minnkar þriðja mán­uð­inn í röð



Við­skipta­blað­ið, sem er selt í áskrift, hafði verið á tölu­verðu skriði und­an­farna mán­uði og náði sinni bestu mæl­ingu frá því að blaðið kom aftur inn í mæl­ingar Gallup sum­arið 2011 í maí síð­ast­liðn­um. Þá sögð­ust 12,4 pró­sent lands­manna lesa Við­skipta­blað­ið. Vert er að taka fram að Við­skipta­blaðið sker sig frá hinum dag­blöð­unum þar sem um er að ræða syllu­blað með afmörkuð efn­is­tök, selt í áskrift og kemur út einu sinni í viku.

Lestur blaðs­ins hefur hins vegar minnkað þrjá mán­uði í röð og mælist nú 10,94 pró­sent. Við­skipta­blað­ið, líkt og Frétta­blað­ið, fékk mikla and­lits­lyft­ingu á árinu, þá fyrstu frá því í jan­úar 2010.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None