Bjórskrímsli í burðarliðnum

bjor12.jpg
Auglýsing

„Saga stærstu brugg­húsa heims­ins hefur einkum snú­ist um óslökkvandi þorsta.“ Þannig hefst grein í tíma­rit­inu The Economist fyrr í mán­uð­in­um. Þar er fjallað um fyr­ir­hug­aðan risa­sam­runa brugg­hús­ana AB Inbev og SAB Mill­er. Verði af þessum áfornum hefur mynd­ast „bjór­skrímsli“, eins og Economist orðar það, sem myndi voma yfir helm­ingi af öllum hagn­aði af bjól­sölu í heim­in­um. Þriðji hver bjór sem jarð­ar­búar drekka árlega yrði fram­leiddur á vegum þessa „bjór­skrímslis“.

Lyk­il­hlut­verkið í þessum áformum leikur fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki í Kólomb­íu, Santo Dom­ingo Group. Fyrrum höfuð þess, Julio Mario Santo Dom­ingo (1923-2011)var um tíma, eða 2005, annar rík­asti mað­ur­inn í Kólomb­íu. Sonur Julio sem nú stjórnar fyr­ir­tæk­inu til­kynnti í sumar um trú­lofun sína og Lady Charlotte Anne Wellesley dóttur níunda her­tog­ans af Well­ington.

Í fréttum reuters í vik­unni segir að mark­aðsvirði þess­arar brugg­húsa, ef þau sam­einast, yrði 275 millj­arðar doll­ara eða nær 18 föld lands­fram­leiðsla Íslands. Sam­run­inn myndi í einu höggi tryggja yfir­burða­stöðu AB Inbev í Suður Amer­íku og SAB Miller í Afr­íku en bjór­drykkja í báðum þessum heims­álfum fer vax­andi þessa stund­ina. Bæði þessi brugg­hús eiga einnig vel­gengni að fagna á Asíu­mark­að­in­um.

Auglýsing

AB Inbev og SAB Miller ein­beita sér að fram­leiðslu á bjór. Hestu vöru­marki hins fyrr­nefnda á bjór­mark­að­inum eru m.a. Bud­weiser, Corona, Stella Arotis og Becks. Helstu vöru­merki hins síð­ar­nefnda eru m.a.  Urquell, Miller og Grolsch.

Andrew Hol­land grein­andi hjá franska bank­anum Soci­ete Gen­arale segir að fyrir AB Inbev sé það aðgangur að Afr­íku­mark­að­inum sem er mest heill­andi hvað sam­runan varð­ar. Sem stendur er bjór frá AB Inbev vart til staðar í þeirri heims­álfu. „Auk þess má finna nokkrar við­bætur í Asíu og Suður Amer­ík­u,“ segir Hol­land. Fram kemur á reuters að það sé AB Inbev sem hafi haft frum­kvæðið að sam­runa­við­ræð­unum sem nú standa yfir.

Sam­runi á sam­runa ofan



Í stuttri sögu­legri upp­rifjun Economist um stærstu brugg­hús heims­ins kemur fram að árið 1989 hafi Jorge Paulo Lem­an, ásamt tveimur bræðrum sinna, keypt hið með­al­stóra brasil­íska brugg­hús Brahma fyrir 50 millj­ónir doll­ara. Ára­tug síðar sam­ein­að­ist  Brahma keppi­nautnum Ant­ar­t­ica og varð Arn­bev. Árið 2004 sam­ein­að­ist þetta brugg­hús hinu belgíska Inter­brew sem m.a. fram­leiddi Stella Atrois og Becks og úr varð brugg­húsið InBev. Fjórum árum síðar borg­aði InBev 52 millj­arða doll­ara fyrir banda­ríska brugg­húsið Anheuser-Busch. Ekki var látið staðar numið þar því árið 2012 borg­aði hið nýstofn­aða  Anheuser-Busch InBev 20 millj­arða doll­ara fyrir brugg­húsið Groupo Mondelo í Mexíkó. Á síð­asta ári mistókst SAB Miller hins­vegar að festa kaup á Hein­eken sem er þriðja stærsta brugg­hús í heimi hvað bjór­fram­leiðslu varð­ar.

santo (2) Í sumar til­kynnti Aljeandro um trú­lofun sína og Lady Charlotte Anne Wellesley. Mynd: EPA.

 

Erf­iður mark­aður



Þessar hrær­ingar meðal stærstu brugg­húsa heims koma á sama tíma og að heims­mark­að­ur­inn hvað björsölu varðar er jafn­daufur og flatur íslenskur pilsner.Í skýrslu sem ráð­gjafa­fyr­ir­tækið McK­insey gaf út í júní s.l. kom fram að alþjóð­leg brugg­hús stæðu frami fyrir ein­hverjum mest krefj­andi aðstæðum á heims­mark­aði á und­an­förnum 50 árum. Þar spilar stórt hlut­verk mik­ill fram­gangur sjálf­stæðra lít­illa brugg­húsa og svo­kall­aðra míkró­brugg­húsa sem hafa m.a. haslað sér völl á íslenska bjór­mark­að­inum á und­an­förnum árum.

Hlutafé í SAB Miller ódýrt



Economist segir að inn í áhuga AB Inbev spili að hlutafé í SAB Miller er ódýrt í dag. Hluta­féið hefur fallið veru­lega í verði í fram­haldi af geng­is­falli rands­ins í Suður Afr­íku og pesóans í Kól­umbíu. Lélegur hag­vöxtur í nýmark­aðs­ríkjum hefur heldur ekki hjálpað til en brugg­húsið fær um 72 pró­sent tekna sinna frá slíkum ríkj­u­m.  SABMiller er skráð á markað í Bret­landi og það þýðir að sam­kvæmt þar­lendum lögum þarf AB Inbev að leggja fram form­legt til­boð fyrir 14. októ­ber n.k.

Í fréttum reuters er enn­fremur bent á að sam­keppn­is­yf­ir­völd hefðu áreið­an­lega sitt hvað að athuga við það ef þessir tveir bruggrisar ganga saman í eina sæng. Senni­lega þarf að selja eigur á móti til að liðka fyrir sam­run­an­um. Í því sam­bandi er rætt um sölu á Miller í Banda­ríkj­unum og sölu á CR Snow stærsta brugg­húsi Kína.

Fjöl­skyldan ræður



Þótt búist sé við að stjórn SAB Miller muni örugg­lega hafna fyrsta til­boð­inu frá AB Inbev er málið að mestu í höndum tveggja stærstu eig­enda brugg­húss­ins. Þetta eru tóbaks­ris­inn Altrie ann­ars­vegar og hins­vegar Santo Dom­ingo fjöl­skyldan í Kolóm­b­íu. Economist segir að ef skil­málar AB InBev séu nógu „heill­andi“ muni báðir þessir eig­endur vænt­an­lega styðja sam­run­ann.

Það var Julio Mario Santo Dom­ingo sem stofnað fyr­ir­tækið sem nú heitir Santo Dom­ingo Group á seinni­hluta síð­ustu ald­ar. Hann komst á lista For­bes yfir rík­ustu menn heims­ins og var tal­inn næst­rík­asti mað­ur­inn í Kólombíu árið 2005 en auð­æfi hans voru þá metin á um 8 millj­arða doll­ara eða réttu megin við 1.000 millj­arða kr. Julio Mario var örlátur á fé sitt og gaf mikið til ýmissa góð­gerð­ar­stofn­anna og sam­taka.

Það er Aljeandro sonur Julio Mario, frá seinna hjóna­bandi hans,  sem stjórnar Santo Dom­ingo Group í dag en hann gegnir einnig ýmsum öðrum áhrifa­stöð­um. Aljeandro situr m.a. í stjórn Metropolitan lista­safns­ins í New York.

Santo Dom­ingo fjöl­skyldan er að fara að tengj­ast enska aðlin­um. Í sumar til­kynnti  Aljeandro um trú­lofun sína og Lady Charlotte Anne Wellesley. Fyrir utan að vera dóttir her­tog­ans af Well­ington er hún barna­barna­barn Wil­hjálms II Þýska­landskeis­ara. Brúð­kaupið verður haldið á næsta ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None