„Saga stærstu brugghúsa heimsins hefur einkum snúist um óslökkvandi þorsta.“ Þannig hefst grein í tímaritinu The Economist fyrr í mánuðinum. Þar er fjallað um fyrirhugaðan risasamruna brugghúsana AB Inbev og SAB Miller. Verði af þessum áfornum hefur myndast „bjórskrímsli“, eins og Economist orðar það, sem myndi voma yfir helmingi af öllum hagnaði af bjólsölu í heiminum. Þriðji hver bjór sem jarðarbúar drekka árlega yrði framleiddur á vegum þessa „bjórskrímslis“.
Lykilhlutverkið í þessum áformum leikur fjölskyldufyrirtæki í Kólombíu, Santo Domingo Group. Fyrrum höfuð þess, Julio Mario Santo Domingo (1923-2011)var um tíma, eða 2005, annar ríkasti maðurinn í Kólombíu. Sonur Julio sem nú stjórnar fyrirtækinu tilkynnti í sumar um trúlofun sína og Lady Charlotte Anne Wellesley dóttur níunda hertogans af Wellington.
Í fréttum reuters í vikunni segir að markaðsvirði þessarar brugghúsa, ef þau sameinast, yrði 275 milljarðar dollara eða nær 18 föld landsframleiðsla Íslands. Samruninn myndi í einu höggi tryggja yfirburðastöðu AB Inbev í Suður Ameríku og SAB Miller í Afríku en bjórdrykkja í báðum þessum heimsálfum fer vaxandi þessa stundina. Bæði þessi brugghús eiga einnig velgengni að fagna á Asíumarkaðinum.
AB Inbev og SAB Miller einbeita sér að framleiðslu á bjór. Hestu vörumarki hins fyrrnefnda á bjórmarkaðinum eru m.a. Budweiser, Corona, Stella Arotis og Becks. Helstu vörumerki hins síðarnefnda eru m.a. Urquell, Miller og Grolsch.
Andrew Holland greinandi hjá franska bankanum Societe Genarale segir að fyrir AB Inbev sé það aðgangur að Afríkumarkaðinum sem er mest heillandi hvað samrunan varðar. Sem stendur er bjór frá AB Inbev vart til staðar í þeirri heimsálfu. „Auk þess má finna nokkrar viðbætur í Asíu og Suður Ameríku,“ segir Holland. Fram kemur á reuters að það sé AB Inbev sem hafi haft frumkvæðið að samrunaviðræðunum sem nú standa yfir.
Samruni á samruna ofan
Í stuttri sögulegri upprifjun Economist um stærstu brugghús heimsins kemur fram að árið 1989 hafi Jorge Paulo Leman, ásamt tveimur bræðrum sinna, keypt hið meðalstóra brasilíska brugghús Brahma fyrir 50 milljónir dollara. Áratug síðar sameinaðist Brahma keppinautnum Antartica og varð Arnbev. Árið 2004 sameinaðist þetta brugghús hinu belgíska Interbrew sem m.a. framleiddi Stella Atrois og Becks og úr varð brugghúsið InBev. Fjórum árum síðar borgaði InBev 52 milljarða dollara fyrir bandaríska brugghúsið Anheuser-Busch. Ekki var látið staðar numið þar því árið 2012 borgaði hið nýstofnaða Anheuser-Busch InBev 20 milljarða dollara fyrir brugghúsið Groupo Mondelo í Mexíkó. Á síðasta ári mistókst SAB Miller hinsvegar að festa kaup á Heineken sem er þriðja stærsta brugghús í heimi hvað bjórframleiðslu varðar.
Í sumar tilkynnti Aljeandro um trúlofun sína og Lady Charlotte Anne Wellesley. Mynd: EPA.
Erfiður markaður
Þessar hræringar meðal stærstu brugghúsa heims koma á sama tíma og að heimsmarkaðurinn hvað björsölu varðar er jafndaufur og flatur íslenskur pilsner.Í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið McKinsey gaf út í júní s.l. kom fram að alþjóðleg brugghús stæðu frami fyrir einhverjum mest krefjandi aðstæðum á heimsmarkaði á undanförnum 50 árum. Þar spilar stórt hlutverk mikill framgangur sjálfstæðra lítilla brugghúsa og svokallaðra míkróbrugghúsa sem hafa m.a. haslað sér völl á íslenska bjórmarkaðinum á undanförnum árum.
Hlutafé í SAB Miller ódýrt
Economist segir að inn í áhuga AB Inbev spili að hlutafé í SAB Miller er ódýrt í dag. Hlutaféið hefur fallið verulega í verði í framhaldi af gengisfalli randsins í Suður Afríku og pesóans í Kólumbíu. Lélegur hagvöxtur í nýmarkaðsríkjum hefur heldur ekki hjálpað til en brugghúsið fær um 72 prósent tekna sinna frá slíkum ríkjum. SABMiller er skráð á markað í Bretlandi og það þýðir að samkvæmt þarlendum lögum þarf AB Inbev að leggja fram formlegt tilboð fyrir 14. október n.k.
Í fréttum reuters er ennfremur bent á að samkeppnisyfirvöld hefðu áreiðanlega sitt hvað að athuga við það ef þessir tveir bruggrisar ganga saman í eina sæng. Sennilega þarf að selja eigur á móti til að liðka fyrir samrunanum. Í því sambandi er rætt um sölu á Miller í Bandaríkjunum og sölu á CR Snow stærsta brugghúsi Kína.
Fjölskyldan ræður
Þótt búist sé við að stjórn SAB Miller muni örugglega hafna fyrsta tilboðinu frá AB Inbev er málið að mestu í höndum tveggja stærstu eigenda brugghússins. Þetta eru tóbaksrisinn Altrie annarsvegar og hinsvegar Santo Domingo fjölskyldan í Kolómbíu. Economist segir að ef skilmálar AB InBev séu nógu „heillandi“ muni báðir þessir eigendur væntanlega styðja samrunann.
Það var Julio Mario Santo Domingo sem stofnað fyrirtækið sem nú heitir Santo Domingo Group á seinnihluta síðustu aldar. Hann komst á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins og var talinn næstríkasti maðurinn í Kólombíu árið 2005 en auðæfi hans voru þá metin á um 8 milljarða dollara eða réttu megin við 1.000 milljarða kr. Julio Mario var örlátur á fé sitt og gaf mikið til ýmissa góðgerðarstofnanna og samtaka.
Það er Aljeandro sonur Julio Mario, frá seinna hjónabandi hans, sem stjórnar Santo Domingo Group í dag en hann gegnir einnig ýmsum öðrum áhrifastöðum. Aljeandro situr m.a. í stjórn Metropolitan listasafnsins í New York.
Santo Domingo fjölskyldan er að fara að tengjast enska aðlinum. Í sumar tilkynnti Aljeandro um trúlofun sína og Lady Charlotte Anne Wellesley. Fyrir utan að vera dóttir hertogans af Wellington er hún barnabarnabarn Wilhjálms II Þýskalandskeisara. Brúðkaupið verður haldið á næsta ári.