Fossaröð í Leirudalsá Mynd: Matsáætlun

Ellefu skilyrði Skipulagsstofnunar vegna Geitdalsárvirkjunar

Þar sem Geitdalsárvirkjun yrði umfangsmikil framkvæmd á ósnortnu svæði og að hluta innan miðhálendislínu þarf Arctic Hydro að gera grein fyrir skerðingu víðerna í umhverfismati, skilgreina lágmarksrennsli í ánum sem eru undir og að auki – sem er nýlunda – að meta hve mikið lífrænt efni fer undir lón og áætla losun gróðurhúsalofttegunda vegna þessa.

Skipu­lags­stofnun hefur fall­ist á mats­á­ætlun Arctic Hydro vegna fyr­ir­hug­aðrar Geit­dals­ár­virkj­unar í Múla­þingi með ell­efu ítar­legum skil­yrð­um. Auk krafna um vel skil­greindar rann­sóknir á ýmsum þáttum sem yrðu fyrir áhrifum vill stofn­unin að fjallað verði um í næsta skrefi umhverf­is­mats­ins hvernig fyr­ir­tækið komst að því að virkj­unin yrði 9,9 MW að afli, rétt undir við­mið­inu sem krefst umfangs­mik­illar og fag­legrar umfjöll­unar verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­un­ar. Geit­dals­ár­virkjun er ein af fjöl­mörgum virkj­unum sem kall­aðar hafa verið smá­virkj­an­ir, eru rétt undir 10 MW, en geta þó vissu­lega haft mikil umhverf­is­á­hrif – jafn­vel á pari við þau sem afl­meiri virkjun á sama stað hefði.

Orku­stofnun velti því m.a. upp í umsögn sinni um mats­á­ætl­un­ina hvort Arctic Hydro hefði reiknað kosti og galla auk­innar fram­leiðslu­getu. Skipu­lags­stofnun vill því fá að vita hvort að 9,9 MW sé end­an­leg stærð eða hvort mögu­legt verði að auka orku­fram­leiðslu síðar og þá hvort það sé fyr­ir­hug­að.

Per­sónur og leik­endur

Geit­dals­ár­virkjun ehf. er alfarið í eigu Arctic Hydro hf. Það félag er skráð í eigu sex aðila og á Qair Iceland, sem áformar fjöl­mörg vind­orku­ver vítt og breitt um land­ið, stærstan hlut eða 38 pró­sent. Stjórn­ar­for­maður þess er Tryggvi Þór Her­berts­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og efna­hags­ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra í tíð Geirs H. Haar­de.

Adira Hydro á 23 pró­sent í Arctic Hydro og Snæ­ból, fjár­fest­inga­fé­lag Stein­unnar Jóns­dóttur og Finns Reyrs Stef­áns­son­ar, á 18 pró­sent. Tíu pró­senta hlutur Arctic Hydro er svo í eigu Hængs ehf. Það félag er að fullu í eigu Bene­dikts Ein­ars­son­ar, frænda Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra.

Nátt­úran og fram­kvæmdin

Geit­dalsá á upp­tök sín í lækjum og tjörnum á hálend­inu upp af Ham­ars­dal og Fossár­dal vestan Ódáða­vatna, í jaðri svæðis sem nefn­ist Hraun. Hún rennur til norð­urs, á köflum í gegnum gljúfur og í fossa­röð­um, og á þess­ari leið falla í hana margar þverár og læk­ir.

Mest af vatni Geit­dalsár kemur úr Leiru­dalsá, á sem rennur í gegnum nokkur stöðu­vötn á leið sinni úr vestri. Tvö þess­ara vatna munu fara undir miðl­un­ar­lón verði áform Arctic Hydro að veru­leika.

Tvær stíflur yrðu reist­ar, önnur við miðl­un­ar­lón í Leiru­dal sem yrði í rúm­lega 700 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og um þrír fer­kíló­metrar að stærð. Stíflan sú yrði 1 kíló­metri að lengd og mesta hæð hennar 18 metr­ar. Einnig yrði þverá Leiru­dalsár veitt í lón­ið. Önnur stífla vegna inn­takslóns yrði gerð í far­vegi Geit­dalsár. Hún er áætluð um 300 metrar að lengd og mesta hæð hennar yrði 32 metr­ar. Úr inn­tak­inu yrði vatn­inu veitt um 6,6 kíló­metra leið að stöðv­ar­húsi.

Virkj­unin hefði í för með sér allt að 80 pró­sent skerð­ingu á nátt­úru­legu rennsli Geit­dalsár á kafla, en alls er gert ráð fyrir að um 16 kíló­metrar árfar­vega verði fyrir breyttu rennsli.

Umfangs­mikið rask

Að sögn Skipu­lags­stofn­unar kæmi Geit­dals­ár­virkjun til með að hafa í för með sér umfangs­mikið rask á landi. Fram­kvæmda­svæðið teygi sig upp í rúm­lega 700 metra hæð, liggi að hluta innan marka mið­há­lend­is­ins og sé hluti af að mestu óraskaðri lands­lags­heild. Bendir stofn­unin í þessu sam­bandi á að meðal mark­miða nátt­úru­vernd­ar­laga sé að standa vörð um óbyggð víð­erni lands­ins. Enn­fremur sé rík áhersla á verndun víð­erna mið­há­lend­is­ins í Lands­skipu­lags­stefnu.

Geitdalsá rennur að hluta í gegnum gljúfur
Úr matsáætlun

Nátt­úru­fræði­stofnun Íslands sagði m.a. í umsögn sinni um mats­á­ætl­un­ina að óbyggð víð­erni væru nær horfin í Evr­ópu og fágæt á Íslandi. Alþjóð­leg ábyrgð Íslands um að vernda þau væri því mik­il. „Af þessum sökum telur Skipu­lags­stofnun sér­stak­lega mik­il­vægt að vandað sé til verka við mat á áhrifum fram­kvæmd­ar­innar á óbyggð víð­erni og nið­ur­stöður settar fram með skýrum hætt­i.“

Stofn­unin bendir svo á að útreikn­ingar á skerð­ingu óbyggðra víð­erna sé ein­göngu einn þáttur í mati á áhrifum á víð­erni. „Ekki er síður mik­il­vægt að leggja mat á áhrif fram­kvæmda á víð­er­na­upp­lifun,“ segir í álit­inu.

Í umsögnum um mats­á­ætl­un­ina kom fram að miklum óbyggðum víð­áttum Aust­ur­lands hafi þegar verið raskað í þágu orku­vinnslu og m.a. vísað til Kára­hnjúka­virkj­unar í því sam­bandi. Land­vernd benti á að virkj­anir á borð við Geit­dals­ár­virkjun væru þekktar fyrir að tvístra upp minni sam­fé­lögum og því mik­il­vægt að gott sam­ráð sé haft við íbúa í nær­sam­fé­lag­inu.

Geit­dals­ár­virkjun kæmi að sögn Skipu­lags­stofn­unar óhjá­kvæmi­lega til með að breyta ásýnd svæðis sem ber í dag lítil merki mann­legra athafna. Sýni­leik­inn kunni að hafa áhrif á upp­lifun heima­manna og ann­arra sem stunda úti­vist og ferða­mennsku á svæð­inu.

Því skal Arctic Hydro láta meta gildi og aðdrátt­ar­afl svæð­is­ins með til­liti til sam­fé­lags, ferða­mennsku og úti­vistar, t.a.m. með við­horfskönn­unum eða við­tölum við ferða­menn, ferða­þjón­ustu­að­ila og íbúa á svæð­inu. Jafn­framt þarf, að sögn stofn­un­ar­inn­ar, að kanna við­horf þess­ara aðila til virkj­un­ar­á­for­manna.

Skerð­ing í fleiri ám

Í mats­á­ætlun Arctic Hydro kom fram að virkj­unin gæti haft í för með sér 50-80 pró­sent skerð­ingu á nátt­úru­legu rennsli Geit­dalsár á um sjö kíló­metra kafla. Í umsögn Haf­rann­sókna­stofn­unar var hins vegar bent á að vatns­miðl­unin myndi hafa áhrif á rennsli í öllum far­vegum Leiru­dalsár, Geit­dalsár og Gríms­ár, en ekki aðeins á milli miðl­un­ar­lóns og stöðv­ar­húss líkt og haldið var fram í mats­á­ætl­un­inni.

Skipu­lags­stofnun tekur undir athuga­semd Haf­rann­sókna­stofn­unar um mik­il­vægi þess að árfar­vegir fari ekki á þurrt. Í umhverf­is­mats­skýrslu þurfi að skil­greina lág­marks­rennsli þeirra vatns­falla sem yrðu fyrir skerð­ingu vegna virkj­un­ar­innar og gera grein fyrir mót­væg­is­að­gerðum í þurrka­tíð.

Geit­dals­griðlandið

Í svo­nefndri nátt­úru­mæra­skrá Helga Hall­gríms­sonar er skrá um Geit­dals­griðlandið og nátt­úru­far þess. Þar er fjallað um birki- og víði­kjarr í hlíðum dals­ins, en sér­stæðir eða vist­fræði­lega mik­il­vægir birki­skógar og leifar þeirra njóta sér­stakrar verndar nátt­úru­vernd­ar­laga.

Skipu­lags­stofnun vill því að Arctic Hydro láti meta hvort virkj­unin hefði áhrif á vernd­ar­gildi griðlands­ins, á fyr­ir­hug­aðan mið­há­lend­is­þjóð­garð og jarð­mynd­anir og vist­kerfi sem njóta sér­stakrar verndar laga um nátt­úru­vernd. Ef fram­kvæmdin mun hafa áhrif á svæði sem njóta slíkrar verndar þurfi að rök­styðja brýna nauð­syn þess að raska þeim.

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda

Í ell­efta og síð­asta lagi setur Skipu­lags­stofnun það skil­yrði að Arctic Hydro meti hve mikið líf­rænt efni færi undir lón virkj­un­ar­innar og áætla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna þessa.

Á mik­il­vægi þessa hafði Haf­rann­sókn­ar­stofnun bent í umsögn sinni en Arctic Hydro svar­aði því til að slíkar mæl­ingar hefðu lítið sem ekk­ert verið gerðar fram að þessu við mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmda. Að mati fyr­ir­tæk­is­ins bættu þær litlu við. Skipu­lags­stofnun bendir hins vegar á að losun frá virkj­un­ar­lónum sé afar breyti­leg. „Fyr­ir­hugað lón­stæði er stórt og sam­kvæmt korta­sjá Nátt­úru­fræði­stofn­unar Íslands er tölu­vert um vot­lendi á því og jarð­vegur vist­gerða innan svæð­is­ins almennt líf­rænn en með mis­mun­andi kolefn­is­inni­hald,“ segir í áliti henn­ar. „Að mati Skipu­lags­stofn­unar er fullt til­efni til kort­leggja lón­stæði með til­liti til jarð­vegs og áætla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent