Endurkoma Sarkozy

000-Par8043411.jpg
Auglýsing

„Auð­vitað er ég ánægð­ur“ sagði Nicolas Sar­kozy eftir að hafa end­ur­heimt for­manns­stól UMP, stærsta hægri flokks Frakk­lands, um helg­ina. Samt virt­ist hann ekk­ert sér­stak­lega ánægður með þessa kosn­ingu; hafði von­ast eftir yfir­burða sigri. Með því hefði hann vafa­laust orðið for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins fyrir næstu for­seta­kosn­ingar 2017. Eins og staðan er núna er það alls­endis óvíst.

Sar­kozy fékk 64,6 pró­sent atkvæða í próf­kjör­inu þar sem ein­ungis helm­ingur flokks­fé­laga nennti að kjósa. Hann helt enga þakk­ar­ræðu, tjáði sig eitt­hvað á face­book, virt­ist vera svona skítsáttur – ekk­ert meira en það. Nú tekur við slagur innan flokks­ins um hver verði for­seta­fram­bjóð­andi, það er ekk­ert sjálf­gefið að það sé for­mað­ur­inn. Alain Juppé, borg­ar­stjóri Bor­deaux og fyrrum for­sæt­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Sar­kozy, er til að mynda mun vin­sælli og lík­legri kandídat eins og sakir standa.

Nicolas Sar­kozy var for­seti Frakk­lands frá 2007 til 2012. Hann dró sig úr stjórn­málum eftir að hafa tapað gegn François Hollande og sagði við það til­efn­i: „Ég er hætt­ur; nú eruð þið laus við mig til fram­búð­ar.“

Auglýsing

Öfga­fyllri skoð­anirEnd­ur­koma Sar­kozy hefur samt legið í loft­inu í tvö ár. Eig­in­kona hans, fyr­ir­sætan og tón­list­ar­konan Carla Bruni, hefur stöðugt ýjað að því að þjóðin þurfi mann eins og Sar­kozy til þess stýra land­inu á erf­iðum tím­um. Frelsa landið undan sós­í­alistum og óvin­sælasta for­seta sög­unn­ar, François Hollande. End­ur­koman átti sjálf­sagt að vera eins og þegar Napól­eon sneri aftur frá útlegð sinni á Elbu og þjóðin fagn­aði. Það hefur ekki orðið raunin með Sar­kozy. Hann hefur ekki end­ur­heimt fyrri vin­sældir sín­ar, hann hefur hins vegar gerst öfga­fullri til þess að reyna stela atkvæðum frá hægri-öfga­flokknum Front National, lofað að aft­ur­kalla lögin um rétt­indi sam­kyn­hneigðra sem sam­þykkt voru á síð­asta ári og minnka völd og umfang Evr­ópu­sam­bands­ins, en áður var hann einn helsti tals­maður auk­innar Evr­ópu­sam­vinnu. Hann er því sak­aður um popúl­isma og örvænt­ing­ar­fullar til­raunir til að veiða atkvæði. Þetta hefur farið illa í marga, sér í lagi hans eigin flokks­systk­ini.

François Hollande, forseti Frakklands. François Hollande, for­seti Frakk­lands.

For­seta­kosn­ingar 2017Það er langur vegur framundan en Sar­kozy er samt einu skrefi nær að kom­ast í for­setaslag­inn 2017. Á sama tíma var Mar­ine Le Pen end­ur­kjör­inn for­maður Þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar, Front National, og hlaut 100 pró­sent atkvæða. Sá flokkur er gjarnan skil­greindur sem hægri-öfga­flokk­ur, sem vill hrekja í burtu inn­flytj­endur og múslima og draga úr Evr­ópu­sam­vinnu.

Þjóð­fylk­ingin vann mikla kosn­inga­sigra á þessu ári í Evr­ópu- og sveit­ar­stjórn­ar­kos­ing­unum í Frakk­landi. Flokk­ur­inn er enn að bæta við sig fylgi. Það gæti orðið nið­ur­staðan að þau tvö, Sar­kozy og Mar­ine Le Pen, muni takast á í ann­ari umferð frönsku fos­eta­kosn­ing­anna eftir rúm tvö ár.

Mörgum hrýs hugur við þeirri fram­tíð­ar­spá. Ef þau myndu berj­ast um for­seta­stól­inn væru stjórn­málin að þró­ast í furðu­lega og jafn­vel ógn­væna­lega átt. Stjórn­málin í Frakk­landi og víða ann­ars staðar hafa gerst öfga­fullri á síð­ast­liðnum árum þar sem fylgi hægri-öfga­flokka hefur styrkst mikið og hratt. UMP flokk­ur­inn er hóf­samur og borg­ara­legur hægri flokkur en með Sar­kozy í brúnni virð­ist hann ætla að taka nýja stefnu.

End­ur­komur stjórn­mála­manna„Ég átti í raun engra kosta völ en að koma aft­ur.“ Svo mælti Sar­kozy þegar hann til­kynnti end­ur­komu sína. Eins og það væri brýnt þjóð­þrifa­mál að fá hann aftur í stjórn­mál­in. Það hefur aldei vantað sjálfs­traustið í þennan mann. Hann er flestum öðrum tungulipr­ari og afburða ræðu­mað­ur. En end­ur­koman hefur verið erfið fyrir þennan umdeilda stjórn­mála­mann. Hann er enn með fjölda fjársvika­mála á bak­inu eftir ákærur og rann­sóknir sem gætu leitt til rétt­ar­halda. Hann hefur verið sak­aður um að hafa þegið fé frá vafasömum mönn­um, eins og sjálfum Gaddafi og reyna að múta dóm­ur­um. List­inn er langur og því er alls­endis óvíst hvort Sar­kozy verði kjör­gengur í for­seta­fram­boð ef hann hlýtur dóm.

And­stæð­ingar hafa gert lítið úr end­ur­komu Sar­kozy og sagt hana engu máli skipta og að nið­ur­staða próf­kjörs­ins sé klúður og tap fyrir Sar­kozy. Hann er enn tölu­vert óvin­sæll meðal kjós­enda og í eigin flokki. Hann hefur raunar alltaf verið umdeildur en að sama skapi lit­ríkur stjórn­mála­mað­ur. Hann þótti oft snar í snún­ingum í utan­rík­is­málum og vildi ráð­ast í miklar end­ur­bætur á frönskum efna­hag en var á sama tíma kall­aður „pres­ident bling bling“ fyrir hégóma­girni sína.

Það er erfitt að snúa aftur í stjórn­mál eftir að hafa sagt skilið við þau. Það er gömul saga og ný. Þegar Napól­eon sneri aftur frá Elbu eftir útlegð sína reynd­ist það feigð­ar­för. End­ur­koma Churchill var síður en svo glæsi­leg og svona mætti lengi telja. Leið­toga­krísa, fjár­mála­hneyksli og jafn­vel til­vist­ar­kreppa hefur ein­kennt UMP flokk­inn síð­ast­liðin ár sem hefur ekki tek­ist að nýta sér óvin­sældir núver­andi rík­is­stjórnar til þess að auka sitt eigið fylgi. Þess vegna er kannski gagns­laust að stilla upp göml­um, föllnum for­ingja.

Flokkur sem þarf að byggja sig upp að nýju, end­ur­heimta fylgi sitt og jafn­vel end­ur­skil­greina sig þyrfti kannski frekar nýjan leið­toga, með nýjar og ferskar hug­mynd­ir. Það er hæpið að Sar­kozy sé endi­lega sá mað­ur, en hver veit.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None