Enginn borgarfulltrúi með minna en 1.179 þúsund krónur í mánaðarlaun

Á kjörtímabilinu sem er nýhafið mun fastur mánaðarlegur launakostnaður Reykjavíkurborgar vegna borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa að lágmarki nema 37,6 milljónum króna. Fyrstu varaborgarfulltrúar eru flestir með 911 þúsund krónur í laun.

Frá blaðamannafundi í aðdraganda myndunar nýs meirihluta í Reykjavík.
Frá blaðamannafundi í aðdraganda myndunar nýs meirihluta í Reykjavík.
Auglýsing

Reglu­legur kostn­aður Reykja­vík­ur­borgar við laun borg­ar­full­trúa, vara­borg­ar­full­trúa og borg­ar­stjóra verður að lág­marki 451,5 millj­ónir króna á ári á kjör­tíma­bil­inu sem er nýhaf­ið, sam­kvæmt upp­lýs­ingum um laun kjör­inna full­trúa sem finna má á vef borg­ar­inn­ar.

Við þennan kostnað bæt­ist svo auka­kostn­aður ef kalla þarf þá vara­borg­ar­full­trúa sem ekki eru fyrstu vara­borg­ar­full­trúar sinna flokka á fundi vegna fjar­vista ann­arra full­trúa. Fastur mán­að­ar­legur launa­kostn­aður borg­ar­stjórn­ar­innar nemur 37,6 millj­ónum króna.

Grunn­laun borg­ar­full­trúa eru 892 þús­und krónur og grunn­laun fyrsta vara­borg­ar­full­trúa hvers þeirra átta flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn eru 624 þús­und krón­ur. Laun Dags B. Egg­erts­sonar borg­ar­stjóra sam­kvæmt ráðn­ing­ar­bréfi eru 2,3 millj­ónir króna. Hann þiggur ekki laun sem borg­ar­full­trúi, þrátt fyrir að hafa verið kjör­inn sem slík­ur.

Borg­ar­full­trú­arnir í Reykja­víkur eru 23 tals­ins og hafa verið það frá því í upp­hafi síð­asta kjör­tíma­bils. Sam­kvæmt lögum mega þeir ekki vera færri, en í sveit­ar­stjórn­ar­lögum frá 2011 er kveðið á um að aðal­menn í sveit­ar­stjórnum þar sem íbúar eru 100 þús­und eða fleiri skuli vera á bil­inu 23-31 tals­ins.

Eng­inn aðal­maður með undir 1.179 þús­und krónur á mán­uði

Til við­bótar við grunn­laun borg­ar­full­trúa og vara­borg­ar­full­trúa þeir allir ein­hvers­konar álags­greiðslur ofan á laun sín, af mis­mun­andi til­efnum þó. Sumir fá álag fyrir að gegna for­mennsku í ráðum, auk þess sem odd­vit­ar, þau sem sitja í borg­ar­ráði og þau sem sitja í þremur nefndum fá einnig álags­greiðsl­ur.

Allir borg­ar­full­trú­arnir fá að minnsta kosti 287.464 kr., sem sam­svarar einni álags­greiðslu upp á 223.034 krónur og svo föst greiðsla starfs­kostn­að­ar, sem nemur 64.430 krón­um.

Eng­inn borg­ar­full­trúi er þannig með reglu­leg heild­ar­laun frá Reykja­vík­ur­borg sem eru lægri en 1.179.598 krón­ur, en alls eru 9 af 22 borg­ar­full­trúum með þessa launa­út­komu, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef borg­ar­inn­ar.

Auglýsing

Aðrir fá fleiri auka­greiðslur fyrir störf sín. Hjá sex borg­ar­full­trúum bæt­ast 53.528 krónur við sökum þess að þau eru vara­menn í borg­ar­ráði og hífast laun þess­ara full­trúa upp í 1.233.126 krón­ur.

Mynd: Bára Huld Beck

Fimm borg­ar­full­trúar fá svo tvær heilar álags­greiðslur ofan á laun sín, en það eru þær Ragn­hildur Alda Vil­hjálms­dótt­ir, Kol­brún Bald­urs­dótt­ir, Hildur Björns­dótt­ir, Heiða Björg Hilm­is­dóttir og Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir. Launa­út­koma þeirra nemur 1.456.160 krón­um.

Sér­stakt auka­á­lag fyrir for­seta borg­ar­stjórnar og for­mann borg­ar­ráðs

Þau tvö sem eftir standa fá enn frek­ari álags­greiðslur fyrir sín störf. Einar Þor­steins­son odd­viti Fram­sóknar er for­maður borg­ar­ráðs og fær fyrir það 356.854 króna álags­greiðslu ofan á odd­vita­á­lag­ið. Heild­ar­laun Ein­ars frá borg­inni nema því 1.589.980 krón­um.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórnar og odd­viti Við­reisn­ar, fær svo hæstu álags­greiðsl­urnar fyrir störf sín, en for­seti borg­ar­stjórnar fær tvö­falt álag fyrir það hlut­verk, 446.067 krónur og auk þess situr Þór­dís Lóa í borg­ar­ráði. Heild­ar­laun Þór­dísar Lóu frá borg­inni nema því 1.679.193 krón­um.

Vert er að taka fram að inni í þessum tölum eru ekki þær greiðslur sem sumir borg­ar­full­trúar fá fyrir að taka sæti í stjórnum fyr­ir­tækja borg­ar­innar eða byggða­sam­lögum á borð við Sorpu eða Strætó.

Sjö af átta fyrstu vara­borg­ar­full­trúum fá álags­greiðslur

Sem áður segir eru reglu­leg grunn­laun fyrstu vara­borg­ar­full­trúa, eins frá hverjum flokki, rúmar 624 þús­und krón­um. Ofan á það bæt­ast svo 64.430 króna greiðsla vegna starfs­kostn­að­ar. Hjá öllum nema Helgu Þórð­ars­dóttur vara­borg­ar­full­trúa Flokks fólks­ins fylgir einnig ein heil álags­greiðsla laun­un­um, í flestum til­fellum vegna þess að vara­borg­ar­full­trú­arnir sitja í þremur nefnd­um.

Pawel Bartoszek er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Hjá sjö af átta fyrstu vara­borg­ar­full­trúum eru reglu­leg laun frá Reykja­vík­ur­borg því 911.958 krón­ur, eða meira – en raunar á það bara við Pawel Bar­toszek vara­borg­ar­full­trúa Við­reisn­ar. Hann fær 53.528 krónur ofan á þessa upp­hæð fyrir setu sína sem vara­maður flokks­ins í borg­ar­ráði.

Launin gætu verið enn hærri

Laun borg­ar­full­trúa voru lengst af bein­tengd við þing­far­ar­kaup alþing­is­manna, en strípað þing­far­ar­kaup þeirra er í dag 1.285.411 krón­ur.

Við ákvörðun kjara­ráðs, sem hækk­aði laun þing­manna og ráð­herra all­hressi­lega árið 2016, var ákveðið í borg­ar­stjórn að afnema teng­ingu launa borg­ar­full­trúa frá þing­far­ar­kaup­inu.

Í fram­hald­inu var svo skipt um aðferð við að ákvarða laun kjör­inna full­trúa í Reykja­vík og tekin upp teng­ing við launa­vísi­tölu, en miðað er við þróun vísi­töl­unnar frá mars­mán­uði 2013.

Launin upp­fær­ast í jan­úar og júlí ár hvert og mega kjörnir full­trúar í Reykja­vík því eiga von á hærri launum í lok þessa mán­aðar en hér hefur verið fjallað um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent