Freyr Eyjólfs: Mun Charlie Hebdo árásin breyta Frakklandi?

h_51725964.jpg
Auglýsing

Árásin á skrif­stofur skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo er nú skil­greind sem hryðju­verk; árás sem af ásetn­ingi er beint gegn almennum borg­urum til ógn­unar - sem framin er í þeim til­gangi að ná fram stjórn­mála­legum eða öðrum hug­mynda­fræði­legum mark­mið­um.

Freyr Eyjólfsson. Freyr Eyj­ólfs­son.

Hryðju­verka­árásin í París er skil­greind sem árás á mál­frelsið; árás á blaða­menn og tján­inga­frels­ið. Skila­boð hryðju­verka­mann­anna virð­ast vera að ekki sé hægt að segja hvað sem er – það megi ekki gera grín að öllu! Grunn­gildi franska lýð­veld­is­ins eru hins veg­ar: Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. Það er löng hefð fyrir beittu ádeilu­gríni og skop­myndum í Frakk­landi sem má rekja aftur til Voltaire, François Rabelais og Moliére.

Auglýsing

Þekkt­ustu skop­mynda­teikn­arar Frakk­lands: Cabu, Charb, Tignous, og Wol­inski létu líf sitt fyrir verk sín og störf; ádeilu­grín og flug­beitta blaða­mennsku.

Mun árásin marka frönsk stjórn­mál?Þetta er mann­skæð­asta hryðju­verka­áras í tvo ára­tugi og margir ótt­ast að hún muni jafn­vel breyta frönsku sam­fé­lagi. Frakkar hafa tekið þátt í hern­að­ar­að­gerðum í Írak, Afganistan, Líb­íu, Malí, Sýr­landi og víðar og lengi hefur hryðju­verka­árás legið í loft­inu og margar hót­anir borist. Francois Hollande sagði þegar hann mætti á vett­vang í dag að franska leyni­þjón­ustan hefði ítrekað komið í veg fyrir til­raunir til hryðju­verka und­an­far­ið. Nýlega til­kynnti franska lög­reglan frá viða­miklum hand­tökum á grun­uðum hryðju­verka­mönn­um.

Strax í dag verður maður áþreif­an­lega var við aukna lög­gæslu og búist er við því að öll örygg­is­gæsla verða aukin til muna á næstu dög­um, vikum og jafn­vel árum.

Nú er spurt: Mun árásin breyta frönsku sam­fé­lagi? Það stytt­ist í þing­kosn­ing­ar. Mun Þjóð­fylk­ing­in, for­mað­ur­inn Mar­ine Le Pen og hægri öfga­menn nýta sér þennan hryll­ing? Þjóð­fylk­ingin hefur löngum haft horn í síðu múslima og beint spjótum sínum að þeim og inn­flytj­end­um. Margir ótt­ast að árásin eigi eftir að efla Þjóð­fylk­ing­una og jafn­vel fleyta Mar­ine Le Pen í for­seta­emb­ætt­ið. Auð­vitað er of snemmt að spá fyrir um allt slíkt – en þetta er engu að síður umræðan þessa klukku­tíma eftir árás­ina.

Mun árásin draga kjark úr blaða­mönn­um?Mun árásin á ein­hvern hátt hræða blaða­menn? Draga úr beittu gríni? Það er hefð fyrir skörpum rök­ræðum í Frakk­landi, háði og hvers konar gagn­rýni. Fyrstu við­brögð í dag eru þau að fylla verði skarð tíma­rits­ins Charlie Hebdo; halda áfram skörpu ádeilu­gríni og skop­mynd­um. Nú sé brýnt að frelsi blaða­manna og lista­manna sé virt sem aldrei fyrr.

Árásin er túlkuð af Francois Hollande sem árás á Frakk­land og árás á frönsk gildi. Strax í dag verður maður áþreif­an­lega var við aukna lög­gæslu og búist er við því að öll örygg­is­gæsla verða aukin til muna á næstu dög­um, vikum og jafn­vel árum. Afleið­ingar gætu sömu­leiðis verið aukið eft­ir­lit, fleiri örygg­is­mynda­vél­ar, njósn­ir, hler­arnir og fleira í þeim dúr.

Þessa stund­ina eru frönsk yfir­völd á nálum – ALLT verður gert til þess að finna og hand­sama ódæð­is­menn­ina.

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None