Freyr Eyjólfs: Mun Charlie Hebdo árásin breyta Frakklandi?

h_51725964.jpg
Auglýsing

Árásin á skrif­stofur skop­mynda­blaðs­ins Charlie Hebdo er nú skil­greind sem hryðju­verk; árás sem af ásetn­ingi er beint gegn almennum borg­urum til ógn­unar - sem framin er í þeim til­gangi að ná fram stjórn­mála­legum eða öðrum hug­mynda­fræði­legum mark­mið­um.

Freyr Eyjólfsson. Freyr Eyj­ólfs­son.

Hryðju­verka­árásin í París er skil­greind sem árás á mál­frelsið; árás á blaða­menn og tján­inga­frels­ið. Skila­boð hryðju­verka­mann­anna virð­ast vera að ekki sé hægt að segja hvað sem er – það megi ekki gera grín að öllu! Grunn­gildi franska lýð­veld­is­ins eru hins veg­ar: Frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. Það er löng hefð fyrir beittu ádeilu­gríni og skop­myndum í Frakk­landi sem má rekja aftur til Voltaire, François Rabelais og Moliére.

Auglýsing

Þekkt­ustu skop­mynda­teikn­arar Frakk­lands: Cabu, Charb, Tignous, og Wol­inski létu líf sitt fyrir verk sín og störf; ádeilu­grín og flug­beitta blaða­mennsku.

Mun árásin marka frönsk stjórn­mál?Þetta er mann­skæð­asta hryðju­verka­áras í tvo ára­tugi og margir ótt­ast að hún muni jafn­vel breyta frönsku sam­fé­lagi. Frakkar hafa tekið þátt í hern­að­ar­að­gerðum í Írak, Afganistan, Líb­íu, Malí, Sýr­landi og víðar og lengi hefur hryðju­verka­árás legið í loft­inu og margar hót­anir borist. Francois Hollande sagði þegar hann mætti á vett­vang í dag að franska leyni­þjón­ustan hefði ítrekað komið í veg fyrir til­raunir til hryðju­verka und­an­far­ið. Nýlega til­kynnti franska lög­reglan frá viða­miklum hand­tökum á grun­uðum hryðju­verka­mönn­um.

Strax í dag verður maður áþreif­an­lega var við aukna lög­gæslu og búist er við því að öll örygg­is­gæsla verða aukin til muna á næstu dög­um, vikum og jafn­vel árum.

Nú er spurt: Mun árásin breyta frönsku sam­fé­lagi? Það stytt­ist í þing­kosn­ing­ar. Mun Þjóð­fylk­ing­in, for­mað­ur­inn Mar­ine Le Pen og hægri öfga­menn nýta sér þennan hryll­ing? Þjóð­fylk­ingin hefur löngum haft horn í síðu múslima og beint spjótum sínum að þeim og inn­flytj­end­um. Margir ótt­ast að árásin eigi eftir að efla Þjóð­fylk­ing­una og jafn­vel fleyta Mar­ine Le Pen í for­seta­emb­ætt­ið. Auð­vitað er of snemmt að spá fyrir um allt slíkt – en þetta er engu að síður umræðan þessa klukku­tíma eftir árás­ina.

Mun árásin draga kjark úr blaða­mönn­um?Mun árásin á ein­hvern hátt hræða blaða­menn? Draga úr beittu gríni? Það er hefð fyrir skörpum rök­ræðum í Frakk­landi, háði og hvers konar gagn­rýni. Fyrstu við­brögð í dag eru þau að fylla verði skarð tíma­rits­ins Charlie Hebdo; halda áfram skörpu ádeilu­gríni og skop­mynd­um. Nú sé brýnt að frelsi blaða­manna og lista­manna sé virt sem aldrei fyrr.

Árásin er túlkuð af Francois Hollande sem árás á Frakk­land og árás á frönsk gildi. Strax í dag verður maður áþreif­an­lega var við aukna lög­gæslu og búist er við því að öll örygg­is­gæsla verða aukin til muna á næstu dög­um, vikum og jafn­vel árum. Afleið­ingar gætu sömu­leiðis verið aukið eft­ir­lit, fleiri örygg­is­mynda­vél­ar, njósn­ir, hler­arnir og fleira í þeim dúr.

Þessa stund­ina eru frönsk yfir­völd á nálum – ALLT verður gert til þess að finna og hand­sama ódæð­is­menn­ina.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None