Mynd: Pexels

Fyrirtækin sem mynda fjórðu stoðina

Ný stoð hefur myndast í gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins á síðustu árum sem er ekki byggð á nýtingu takmarkaðra auðlinda, heldur hugviti starfsmanna sinna. Kjarninn tók saman helstu fyrirtækin að baki þessari stoð og tekjuvöxt þeirra á síðustu árum.

Umskipti hafa orðið í sam­setn­ingu gjald­eyr­is­öfl­unar Íslands á síð­ustu miss­er­um. Hlut­deild sjáv­ar­út­vegs, stór­iðju og ferða­þjón­ustu, sem hafa í nokkur ár staðið fyrir yfir­gnæf­andi meiri­hluta alls útflutn­ings, hefur minnkað stöðugt frá árinu 2019, á meðan fyr­ir­tæki sem byggja ekki fram­leiðslu sína alfarið á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda hafa sótt í sig veðr­ið. Mörg þess­ara fyr­ir­tækja starfa í heil­brigð­is­geir­an­um, en einnig hefur rekstur tölvu­leikja­fyr­ir­tækja verið í nokk­urri sókn.

Hug­verka­iðn­að­ur­inn

Á árunum 2013-2018 komu rúm­lega 80 pró­sent alls útflutn­ings hér á landi frá fyr­ir­tækjum í ferða­þjón­ustu, sjáv­ar­út­vegi eða stór­iðju. Á síð­ustu þremur árum hefur þetta hlut­fall hins vegar minnkað og nemur það nú rúmum tveimur þriðju. Með öðrum orðum hefur vægi útflutn­ings sem ekki byggir á nýt­ingu nátt­úru­auð­linda vaxið um meira en helm­ing. Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an.

Líkt og myndin sýnir hefur hlutdeild stoðanna þriggja minnkað töluvert á síðustu tveimur árum.
Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Innan þessa hóps hefur hug­verka­iðn­að­ur­inn, sem inni­heldur fyr­ir­tæki sem byggja virði sitt á hug­viti starfs­manna sinna, vaxið hvað mest. Sam­kvæmt grein Sig­ríðar Mog­en­sen sviðs­stjóra hug­verka­sviðs Sam­taka iðn­að­ar­ins í vor­hefti Vís­bend­ingar er hug­verka­iðn­aður orðin fjórða stoðin í gjald­eyr­is­öflun þjóð­ar­bús­ins, þar sem hún skap­aði tæp 16 pró­sent af útflutn­ings­tekjum í fyrra og leiddi til þess að afgangur hafi orðið af þjón­ustu­við­skiptum það ár, þrátt fyrir hrun ferða­þjón­ust­unn­ar.

Í við­tali við Kjarn­ann í fyrra sagði Sig­ríður að vöxtur íslenska hag­kerf­is­ins til fram­tíðar væri frekar innan hug­verka­iðn­að­ar­ins heldur en í hinum stóru útflutn­ings­grein­un­um, sem byggja allar fram­leiðslu sína frekar á nýt­ingu tak­mark­aðra auð­linda.

Controlant hyggst hund­rað­falda tekjur

Á meðal fyr­ir­tækja innan þessa geira er íslenska hátækni­fyr­ir­tækið Controlant, sem þróar tækni­lausnir sem hjálpa til við að við­halda gæðum við­kvæmra vara í geymslu og flutn­ingi á milli staða.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins fyrir árið 2017 námu tekjur þess um 166 millj­ónum það ár og var það með 26 starfs­menn. Síðan þá hafa tekj­urnar vaxið hratt með hverju árinu, en þær námu 219 millj­ónum króna árið 2018 og 410 millj­ónum króna árið 2019.

Auglýsing

Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins á Frétta­blað­inu fyrr í sumar tvö­föld­uð­ust svo tekjur félags­ins aftur í fyrra og námu þá rúmum 800 millj­ónum króna, en búist er við að þær muni svo nífald­ast aftur í ár og nema 7,6 millj­örðum króna. Sam­hliða því hefur starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins fjölg­að, en sam­kvæmt áætl­unum verða þeir orðnir um 300 tals­ins í árs­lok.

Á næsta ári gerir svo fyr­ir­tækið ráð fyrir að ná 15 millj­örðum króna í tekj­um. Hald­ist þessar áætl­anir gæti því verið að tekjur fyr­ir­tæk­is­ins tæp­lega hund­rað­fald­ist á fimm árum.

Þennan gríð­ar­lega tekju­vöxt má að miklu leyti rekja til samn­inga Controlant við alþjóð­leg lyfja­fyr­ir­tæki, líkt og Merck, Roach og GlaxoSmit­hKline, segir í Frétta­blað­inu. Stærsti bit­inn er þó lík­lega við­skipti félags­ins við Pfiz­er, sem selur eitt af vin­sæl­ustu bólu­efn­unum gegn COVID-19.

200 millj­arðar hjá Alvot­ech innan skamms

Annað hug­verka­fyr­ir­tæki sem hefur náð við­líka tekju­vexti er íslenska lyfja­fyr­ir­tækið Alvot­ech. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi fyr­ir­tæk­is­ins tvö­föld­uð­ust rekstr­ar­tekjur þess í fyrra, úr rúmum fjórum millj­örðum króna árið 2019 í átta millj­arða króna árið 2020.

Áform fyr­ir­tæk­is­ins eru stór­huga, en Sess­elja Ómars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri lyfja­grein­ing­ar­deildar þess sagði á Iðn­þingi i í fyrra að áætl­aðar tekjur Alvot­ech árið 2027 muni nema 20 pró­sentum af gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­inn­ar. Ef miðað er við útflutn­ings­tekjur síð­asta árs er því áætlað að tekjur fyr­ir­tæk­is­ins muni 25-fald­ast á næstu sex árum og nema um 200 millj­örðum króna.

Alvotech, sem er að miklu leyti í eigu Róberts Wessman, stefnir á að ná tekjum sem nema allt að 200 milljörðum króna innan fárra ára.
Mynd: Alvotech

Róbert Wessman er skráður óbeinn eig­andi nær 39 pró­senta í Alvot­ech, en fyr­ir­tækið er einnig í eigu lyfja­fyr­ir­tæk­is­ins Alvogen. Fyr­ir­tæk­ið, sem sér­hæfir sig í þróun á hlið­stæðum líf­tækni­lyfja, hefur byggt lyfja­verk­smiðju í Vatns­mýr­inni og stefnir að því að setja á markað líf­tækni­lyf innan tveggja ára.

Sam­kvæmt umfjöllun Mark­að­ar­ins um fyr­ir­tækið stefnir Alvot­ech einnig að tví­hliða skrán­ingu á hluta­bréfa­mark­að, bæði í Kaup­höll­ina á Íslandi og í New York, á næstu mán­uð­um.

Einn af frum­kvöðlum árs­ins í Banda­ríkj­unum

Tekjur líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Ker­ecis, sem er stað­sett á Ísa­firði og sér­hæfir sig í fram­leiðslu á lækn­ing­ar­vörum úr þorskroði, hafa einnig vaxið tölu­vert á síð­ustu miss­erum, en sölu­tekjur þeirra námu tæpum millj­arði króna árið 2019 sam­kvæmt sam­stæðu­reikn­ingi félags­ins.

Þessi vöxtur hélt svo áfram í fyrra, en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Ker­ecis rúm­lega tvö­föld­uð­ust sölu­tekjur félags­ins í Banda­ríkj­unum á síð­asta fjórð­ungi árs­ins 2020, miðað við sama tíma­bil árið á und­an. Þessi vöxtur var hrað­ari en hjá nokkru öðru fyr­ir­tæki á sama mark­aði í Banda­ríkj­un­um.

Auglýsing

Fyrr í mán­uð­inum útnefndi end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið Ernst and Young svo Guð­mund Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­anda og for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, sem einn af frum­kvöðlum árs­ins á mark­aði Norð-Aust­ur­strandar Banda­ríkj­anna.

CCP og fylgi­hnettir

Íslensk hug­verka­fyr­ir­tæki eru þó ekki ein­ungis tengd heil­brigð­is­geir­an­um. Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP, sem er stað­sett í Vatns­mýr­inni, hefur einnig haldið stöðugri sigl­ingu með sölu á tölvu­leikj­unum sínum á síð­ustu árum, en á tíma­bil­inu 2017-2020 námu sölu­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins á bil­inu sex til átta millj­örðum króna.

Fyr­ir­tæk­ið, sem hefur verið starf­rækt frá árinu 1997, hefur einnig alið af sér önnur íslensk leikja­fyr­ir­tæki sem sum eru í mik­illi sókn þessa stund­ina.

Solid Clouds, sem var meðal ann­ars stofnað af fyrsta for­stjóra CCP, var skráð á markað fyrr í sum­ar, en for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins sögð­ust stefna að því að ná 4,4 millj­örðum í tekjum eftir tvö ár í við­tali við Við­skipta­blaðið. Til þess að það ger­ist verður tekju­vöxt­ur­inn að verða nokkuð hrað­ur, en tekjur fyr­ir­tæk­is­ins námu 69 millj­ónum króna í fyrra.

Einn stofn­andi CCP, Ívar Krist­jáns­son, stofn­aði einnig annað leikja­fyr­ir­tæki sem ber heitið 1939 Games fyrir sex árum síð­an. Fyr­ir­tækið gaf út fyrsta leik­inn sinn form­lega í fyrra, en tekj­urnar af honum það árið námu um 250 millj­ónum króna. Í nýlegu við­tali Ívars við Við­skipta­blaðið segir hann að fyr­ir­huguð far­síma­út­gáfa leiks­ins á næsta ári bjóði upp á fimm- til tíföldun á sölu fyr­ir­tæk­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar