EPA

Gulldrengurinn með tárið

Hann er sannkallaður áhrifavaldur sem vill láta gott af sínu fyrsta ólympíugulli leiða. „Ég er ótrúlega stoltur af því að segja að ég er samkynhneigður karlmaður og einnig ólympíumeistari,“ segir Tom Daley sem hefur reynt við gull á leikunum í 13 ár.

Ég vona að allt ungt LGBT-­fólk þarna úti sjái að hversu ein­mana sem því finnst það vera núna þá er það ekki eitt. Það er hægt að afreka hvað sem er.“

Þetta sagði hinn 27 ára Tom Daley eftir að hann hafði tryggt sér ásamt félaga sínum Matty Lee gull­verð­launin í sam­hæfðum dýf­ingum á Ólymp­íu­leik­unum í Tókýó. Leik­arnir eru þeir fjórðu sem Daley keppir á og þrátt fyrir að hann hafi unnið til marg­vís­legra verð­launa á ferli sínum og tekið bronsið á leik­unum í London var það alltaf ólymp­íugull sem hann stefndi að. Því mark­miði hefur hann nú náð.

Og hann var óhræddur við að láta til­finn­ingar sínar í ljós og er hann stóð á verð­launa­pall­inum í gær og fékk gull­pen­ing­inn um háls­inn felldi hann tár. „Tókýó-gullið hreins­aði allar von­ir, von­brigði, örvænt­ingu og gleði sem hinn breski dýf­ing­ar­maður hefur gengið í gegnum und­an­farin þrettán ár,“ skrif­aði Don­ald McRae, blaða­maður Guar­dian í gær en hann hefur tekið mörg við­töl við Daley á síð­ustu árum.

Daley sagði frá því opin­ber­lega árið 2013, ári eftir Ólymp­íu­leik­ana í London, að hann væri sam­kyn­hneigð­ur. Hann er í dag giftur banda­ríska hand­rits­höf­und­inum Dustin Lance Black sem er einnig verð­laun­aður í sínu fagi en hann hlaut Ósk­arsverð­laun fyrir hand­rit sitt að kvik­mynd­inni Milk árið 2008. Saman eiga hjónin son­inn Robbie.

Daley vill að gull­verð­launin hafi ein­hverja þýð­ingu fyrir fleiri en sig ein­an. Hann fagn­aði því að á leik­unum í Tókýó væru að taka þátt fleiri opin­ber­lega sam­kyn­hneigðir íþrótta­menn en á nokkrum öðrum leik­um. „Þegar ég var yngri fannst mér ég alltaf einn og öðru­vísi. Að ég pass­aði hvergi í hóp­inn. Að það væri eitt­hvað við mig sem gerði það að verkum að ég myndi aldrei verða jafn góður og sam­fé­lagið vild­i,“ sagði Daley í sam­tali við Sky-frétta­stof­una. Nú liti hann allt öðrum augum á til­ver­una. „Ég er ótrú­lega stoltur af því að segja að ég sé sam­kyn­hneigður karl­maður og einnig ólymp­íu­meist­ari.“

Auglýsing

Fyrir aðeins nokkrum vikum var ekki full­víst að Daley gæti tekið þátt á leik­un­um. Hann hafði meitt sig alvar­lega í hnénu og und­ir­gekkst aðgerð í júní. Frá þessum erf­ið­leikum greindi hann ekki í fjöl­miðlum fyrr en hann hafði inn­siglað ólymp­íugullið sitt. Læknar hefðu sagt að það myndi taka hann 4-6 vikur að ná sér. Sex vikum eftir aðgerð var hann mættur til Tókýó. Og von­aði það besta.

„Þetta er eig­in­lega ótrú­leg­t,“ sagði Daley eftir sig­ur­inn í gær. „Og mig hefur dreymt um þetta allt frá því að ég hóf dýf­ingar fyrir tutt­ugu árum.“

Fyrstu ólymp­íu­leik­arnir sem Daley keppti á voru í Pek­ing árið 2008. Þá var hann aðeins fjórtán ára gam­all en þegar búinn að geta sér gott orð í grein­inni í heima­landi sínu. Hann komst ekki á pall í dýf­ing­ar­keppn­inni en bætti úr því á leik­unum í London fjórum árum síð­ar. Á leik­unum í Ríó árið 2016 hafði hann von­ast eftir að ná gull­inu. En allt kom fyrir ekki og varð hann að láta sér bronsið nægja enn og aft­ur. „Eig­in­maður minn sagði við mig að minni sögu væri ekki lokið og að sonur minn yrði að vera á staðnum til að sjá mig vinna ólymp­íugull,“ rifjar Daley upp. Hvorki eig­in­mað­ur­inn né son­ur­inn gátu þó verið með Daley í Tókýó vegna heims­far­ald­urs­ins en þeir fylgd­ust vissu­lega báðir spenntir með keppn­inni í sjón­varp­inu. „Það er stór­kost­leg til­finn­ing,“ segir hann nú en hafði fyrir nokkrum árum lýst því að á ung­lings­ár­unum varð hann fyrir grófu ein­elti og það hætti ekki þótt að hann yrði stór­stjarna í íþrótta­heim­in­um.

Matty Lee og Tom Daley (t.v.) voru gríðarlega samstilltir í dýfingarkeppninni í gær.
EPA

Þeir eru ekki margir, íþrótta­karl­arn­ir, sem sagt hafa frá sam­kyn­hneigð sinni í fjöl­miðlum til þessa. Fyrir utan Daley er aðeins einn jafn þekktur sem það hefur gert; Gar­eth Thom­as, fyrr­ver­andi fyr­ir­liði velska karla­lands­liðs­ins í ruðn­ingi (rug­by). Thomas sagði í nýlegu við­tali að miklir for­dómar væru enn í garð sam­kyn­hneigðra og hann teldi að enn væri langt þangað til sam­kyn­hneigðir fót­bolta­menn myndu standa stoltir við hlið hans og Daley.

Fyr­ir­fram hafði kín­verska par­inu verið spáð sigri í sam­hæfðum dýf­ingum karla í Tókýó. Daley og Lee bættu sig hins vegar í hverri dýf­ing­unni á eftir annarri í gær og náðu loks í þeim síð­ustu að ná for­skoti sem þeir héldu til enda keppn­inn­ar. Það er óhætt að lýsa and­rúms­loft­inu í dýf­ing­ar­höll­inni sem raf­mögn­uðu og þrungnu af spennu. Og þegar úrslitin voru ljós ætl­aði allt um koll að keyra.

Tom Daley (t.v.) og Matty Lee með gullverðlaunin sín.
EPA

Þegar Daley og Lee stigu saman á verð­launa­pall skömmu síðar mátti sjá tvö tár á hvarmi þess fyrr­nefnda. „Fyrst féll eitt tár úr vinstra auga Daley,“ skrifar McRae, blaða­maður Guar­dian um þetta dramat­íska augna­blik. „Það stöðv­að­ist rétt ofan við svörtu lands­liðs­grímuna sem hann var með fyrir vit­um. Aðeins ofar, hvíldi annað tár rétt neðan við hægra aug­að. Það var engu lík­ara en að tárin hans hefðu stöðvast til að minn­ast alls þess sem Daley hefur gengið í gegnum til að ná þessum gríð­ar­mikla árangri.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent