Herra Óskar fer ekki í partí með hverjum sem er

h_51737937.000.jpg
Auglýsing

„Það skiptir máli að ala á fjöl­breytni, því það er mik­il­vægt að heyra mis­mun­andi raddir og við­horf og kannski er árið í ár þar sem við komum því enn betur á fram­færi,“ sagði for­seti Aka­dem­í­unnar, eða “The Academy of Motion Pict­ure Arts and Sci­ence” eins og það heitir á ensku, en sam­tökin standa fyrir Óskarnum á hverju ári. Cheryl Boone Isa­acs varð árið 2013 fyrsti blökku­mað­ur­inn(!) og þriðja konan til að þjóna þessu emb­ætti hjá Aka­dem­í­unni, og hefur hún þurft að svara mik­illi gagn­rýni í ár vegna til­nefn­ing­anna.

En hvað veldur óánægj­unni? Það er aðal­lega tvennt.

Fyrst er hægt er að slá upp hashtagg­in­u #Oscar­SoWhite á Twitter til að kom­ast að því hvers vegna fólk er ósátt:

Auglýsing


Allir til­nefndir leik­arar eru hvít­ir. Það er að segja, öll þau 20 sem eru til­nefnd í ár sem leik­arar eða leikkonur í aðal- eða auka­hlut­verki, eru hvít. „Hvað er svo sem merki­legt við það?“ gæt­u ein­hverjir spurt. Kannski voru bara engir rómansk-am­er­ískir eða svartir sem skör­uðu fram úr í ár? Það var nú blökku­kona sem fékk verð­laun sem besta leik­kona í auka­hlut­verki í fyrra og þá var myndin “12 years a sla­ve” valin sem besta myndin (sem fjall­aði um frels­is­bar­áttu blökku­manna í Banda­ríkj­unum í gegnum sögu ein­stak­lings­ins Solomon Nort­hup). Eða eins og Ellen sem kynnti athöfn­ina í fyrra sagði:„Mögu­leiki númer eitt, “12 years a sla­ve” vinnur sem besta mynd­in.Mögu­leiki númer tvö, þið eruð öll ras­istar!“oscarTil þess að skilja valið er áhuga­vert að skoða hverjir veita verð­laun­in.Vinn­ings­haf­arnir eru valdir af með­limum Aka­dem­í­unnar sem er kvik­mynda„­fólk“ sem er til­nefnt sér­stak­lega af Aka­dem­í­unni og verður með­limir ævi­langt. Ekki hefur feng­ist stað­fest hverjir nákvæm­lega eru í hópnum en árið 2012 birt­ist grein í Los Ang­eles Times sem upp­lýsti að 94% af með­limum Aka­dem­í­unnar væru hvít­ir, 77% væru karl­kyns og aðeins um 14% væru undir 50 ára.Önnur stór kvik­mynda­há­tíð vest­an­hafs er Golden Globe hátíðin og er hún alltaf haldin nokkuð fyrir Ósk­ars­há­tíð­ina. Hún er líka talin vera góður mæli­kvarði á hvað er verð­launa­hæft og eru sömu mynd­irn­ar, leik­stjór­arn­ir, og leik­arar oft til­nefnd á báðum hátíð­um. Þeir sem standa á bak­við Golden Globe hátíð­ina eru  erlendir Hollywood-frétta­rit­arar eða “The Hollywood For­eign Press Associ­ation” og ólíkt því sem ger­ist á Óskarnum er sjón­varps­efni líka verð­launað á Golden Globe verð­launa­há­tíð­inn­i. 

Hvít­asti Óskar frá 1998

Valið hjá Óskarnum hefur ekki verið svona hvítt síðan 1998 og end­ur­speglar það ákveðna til­hneig­ingu til að koma aðeins ákveðnum staðalí­myndum á fram­færi. Þetta val verður líka að skoða í stærra sam­hengi en í gegnum linsu kvik­mynda­iðn­að­ar­ins. Tölu­verður órói hefur verið í sam­skiptum kyn­þátta í Banda­ríkj­unum og ann­ars staðar und­an­far­ið, svo hvers vegna ætti þá ekki að vera ras­ismi í Hollywood?  Í ár hefði einmitt verið kjörið tæki­færi til að veita myndum á borð við Selmu athygli, sem þrátt fyrir að segja frá sögu­legum atburði á sjö­unda ára­tugn­um, á mjög vel við í þeim raun­veru­leika sem við búum við í dag. Selma er leik­stýrt af leik­stýrunni Ava DuVer­ney og fjallar um bar­áttu blökku­manna fyrir kosn­inga­rétti, og sögu­legri göngu jafn­rétt­is­sinna á sjö­unda ára­tugnum með Martin Luther King í far­ar­broddi. Myndin fær ein­ungis eina Ósk­ar­stil­nefn­ingu (besta mynd­in) á meðan hún vakti mikla athygli á Golden Glo­be. Algjör­lega er horft fram­hjá leik­urum og leikkonum sem þykja sýna afburða góða frammi­stöðu (und­ir­rituð hefur enn ekki séð mynd­ina en hlakkar til) og hefur snið­ganga Aka­dem­í­unnar gagn­vart leik­stýru mynd­ar­inn­ar, DuVer­ney, verið harð­lega gagn­grýnt. Margir benda á að erfitt sé að skilja hvernig mynd geti verið í hópi bestu mynda árs­ins þegar leik­stjórar eru ekki til­nefnir sam­hliða, en skýr­ing­una gæti verið að finna í að 8 myndir eru til­nefndar í bestu mynd flokkn­um þegar aðrir flokkar hafa aðeins 5 til­nefn­ing­ar. Einnig hefur verið talað um hvernig litað fólk er oft vit­laust nafn­greint á Instagram síðu Aka­dem­í­unnar sem er væg­ast sagt vand­ræða­legt. Það er ákveðið form af ras­isma að setja allt litað fólk í einn bás, og virð­ist þetta ger­ast oftar en fólk kærir sig um.Hver er ástæðan fyrir því að DuVer­ney er ekki til­nefnd? Hún er jú kona. Og þá komum við að öðru máli sem varpar skugga á Ósk­arsverð­launa­há­tíð­ina. Og hér er sam­an­burð­ur­inn við Golden Globe í ár mjög áhuga­verð­ur. Glöggir muna kannski eftir skýr­skotun Kate Blanchett í ójafn­vægi kvik­mynda­brans­ans þegar hún tók við Ósk­arsverð­launum fyrir leik í aðal­hlut­verki í fyrra:cateKonur (og konur í Hollywood) fá ekki þá við­ur­kenn­ingu sem þær eiga skil­ið. Og nú fyrst er farið að ræða þetta á opin­berum vett­vangi. Var þetta eitt af aðal­skila­boðum Golden Globe hátíð­ar­innar í ár og er hún talin hafa verið sú allra fem­iníska til þessa.Það er eflaust kynn­unum Amy Poehler og Tina Fey að hluta að þakka en augna­blikin voru mörg þar sem minnst var á bita­stæð hlut­verk kvenna í sjón­varpi eða fjöl­breyti­leika sjón­varps­þátta, og að það væri gott að sjá iðn­að­inn breytast, það hafi verið kom­inn tími til. Ein­hvern veg­inn virð­ist sjón­varp vera að aðlag­ast betur kröfum áhorf­enda en kvik­mynda­iðn­að­ur­inn. Og ef maður vill líta á áhorf­endur sem neyt­endur er nóg af dæmum frá síð­asta ári þar sem konur hafa verið í aðal­hlut­verki (og það sem meiru skipt­ir, sem segja sögur frá sjón­ar­hóli kvenna líka) og hafa þær myndir grætt á tá og fingri. Því hefur verið slegið fram að kvik­myndir af þessu tagi (t.d. Hun­ger Games, Frozen, Gravity, The Heat, Philomena) jafn­vel þéni meira en hefð­bundnar myndir sagðar ein­ungis út frá sjón­ar­hóli karla. Eða eins og Maggie Gyl­len­haal sagði:maggieÞað er nefni­lega bylt­ing­ar­kennt og merki um þróun að það séu svo margir sjón­varps­þættir sem tala um raun­veru­leika kvenna og um konur sem eitt­hvað annað og meira en bara mömm­ur, syst­ur, kærust­ur, dætur eða konur aðal­per­són­anna. Að konur séu til í sínum eigin rétti og séu flóknar og fjöl­breyttar per­sónur er merki um fram­far­ir. Og loks­ins þorir fólk að tala um að þetta hefur vantað í Hollywood, í sjón­varpi, og í fjöl­miðlum fram til þessa. Og ekki bara konur. En það þýðir líka að það þurfi að skrifa þessi hlut­verk, fram­leiða þessa þætti og leik­stýra líka sögum sem eru sagðar frá sjón­ar­hóli kvenna. Geena Davis hefur und­an­farin ár barist fyrir því að breyta hug­ar­far­inu í Hollywood í gegnum sam­tökin sín “Geena Davis Institute on Gender in Media” með því að hvetja til fleiri kven­hlut­verka í kvik­myndum og að ekki eigi að ganga að því vísu að karl­menn hafi ekki áhuga á sögum kvenna (því sé nefni­lega ekki öfugt far­ið):geenaÞað þarf að tala um þetta og breyta þessu hug­ar­fari. Sjón­varps­þættir hafa tekið af skar­ið, nú þarf kvik­mynda­iðn­að­ur­inn að fylgja eft­ir. En allt þarf líka að skoða út frá mark­aðs­legu sam­hengi. Eins og áður segir þéna myndir sem segja frá sögum kvenna (eða sögum kvenna og karla sam­an) jafn mikið ef ekki meira en hefð­bundnar Hollywood myndir með karl­menn í öllum aðal­hlut­verk­um. Konur eru um helm­ingur bíó­gesta, af hverju ætti ekki að vera meira val fyrir alla? Það mætti færa rök fyrir því að ekki veitir af að gera fleiri myndir sem sagðar eru frá mis­mun­andi sjón­ar­horn­um, til að hjálpa okkur að skilja betur hvert annað í stað­inn fyrir að vera hrædd við það óþekkta og það sem er öðru­vísi en við sjálf (það hafa konur gert að ein­hverju marki með því að setja sig í hug­ar­heim karl­manna lengi með góðum árangri og sama má segja um blökku­fólk).

„Jað­ar­hóp­um“ boðið á nokk­urra ára fresti

Hvað ef verð­laun fyrir leik í aðal­hlut­verki væru kyn­laus? Hversu margar konur yrðu þá til­nefnd­ar? Hvernig eiga konur að stefna að því að vinna sem leik­stjórar eða hand­rits­höf­undar ef þær eru frá upp­hafi skildar eftir úti í kuld­anum? Óskar­inn virð­ist nota hópa eins og konur og blökku­fólk sem und­ir­hópa sem hægt er að taka með inn á milli og „tikka við“ eins og t.d. Kathryn Biga­low sem fékk Óskar­inn fyrir bestu leik­stjórn – fyrst kvenna í 87 ára sögu Ósk­ars­ins, og gat því ómögu­lega verið til­nefnd aft­ur. Aðrar reglur virð­ast gilda fyrir karl­kyns leik­stjóra (Steven Spi­el­berg hefur verið til­nefndur sjö sinnum og unnið tvisvar) og eins er hægt að bera saman hvíta leik­ara í sam­an­burði við svarta/lit­aða leik­ara og leikkon­ur.Herra Óskar er til í að bjóða „jað­ar­hóp­un­um“ með í partí á nokk­urra ára fresti en vill helst bara leika við þá sem líkj­ast honum mest (hvítir karlar yfir sex­tug­t). Við eigum á hættu að sjá bara við­horf ákveð­ins hóps og heyra raddir sem lýsa alltaf sama reynslu­heim­in­um: reynslu­heimi hvítra karl­manna. Sem aftur elur á fáfræði og ótta við það óþekkta.Sá reynslu­heimur getur verið mjög áhuga­verð­ur, hann er bara ekki áhuga­verð­ari en reynslu­heimur rómansk-am­er­ískra kvenna (Jane the Virg­in), trans­fólks (Tran­sparent) eða bar­átta Martin Luther Kings fyrir jöfnum rétt­indum (Selma). Miðlar eins og kvik­myndir og sjón­varp eru full­komnir til þess að miðla öllum þessum ólíku sög­um. Svo má spyrja sig af hverju kvik­mynda­iðn­að­ur­inn (og heim­ur­inn all­ur) hefur svona mik­inn áhuga á að vita hvaða kvik­myndir einslitur og þröng­sýnn hópur eins og Aka­dem­ían verð­launar á hverju ári? Verð­laun af þessu tagi eru mik­ill hluti af mark­aðs­setn­ingu kvik­mynda og skipta því veru­lega miklu máli. Þetta snýst ekki bara um við­ur­kenn­ing­una heldur líka um að að opna dyr fyrir sem flesta svo að mis­mun­andi sögur kom­ist að og að kvik­mynda­stúd­ióin séu með í þró­un­inni svo að sögu­menn nútím­ans séu sem fjöl­breyt­ast­ir.Tím­inn er núna til að opna huga og hjörtu fyrir fjöl­breyti­leika plánet­unn­ar. Og kvik­myndir hafa þar mik­il­vægu hlut­verki að gegna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None