Hryðjuverkaárásir, samsæriskenningar og óviðjafnanlegur arkitektúr

Ómar Þorgeirsson
ar.jpg
Auglýsing

Neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi Moskvu­borgar fagn­aði nýverið átta­tíu ára „starfs­af­mæli” sínu en kerfið var form­lega opnað fyrir almenn­ingi 15. maí árið 1935. Þá var um að ræða eina 11 kíló­metra langa lest­ar­línu sem fór á milli þrettán lest­ar­stöðva - í dag spanna tólf lest­ar­línur um það bil 330 kíló­metra og lest­ar­stöðv­arnar eru orðnar tæp­lega tvö hund­ruð.

Stolt Sov­ét­ríkj­anna

Bygg­ing­ar­fram­kvæmdir neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­is­ins á upp­hafs­ár­unum voru hluti af gríð­ar­legri end­ur­bygg­ingu og umsvifa­miklu end­ur­skipu­lagi Moskvu­borg­ar. Fram­kvæmd­irnar voru þó ekki ein­göngu með þeim til­gangi fyr­ir­skip­aðar að bjóða Moskvu­búum uppá örugg­ari og skil­virk­ari leið til ferða­laga heldur hafði Jósef Stalín, þáver­andi leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, aðrar og stærri hug­myndir í huga. Stalín lagði því meg­in­á­herslu á að engu yrði til sparað við að gera lest­ar­stöðvar kerf­is­ins sem glæsi­leg­astar í hönnun og arki­tektúr. Neð­an­jarð­ar­lesta­kerfið átti í senn að verða stolt Sov­ét­ríkj­anna, ásamt því að end­ur­spegla fram­tíð­ar­sýn komm­ún­ism­ans og und­ir­strika leið­toga­hæfni Stalíns sjálfs.

Auglýsing


Margir af helstu arki­tekt­úrum Sov­ét­ríkj­anna voru því kall­aðir til verks­ins og sáu þeir til þess að gólf og veggir lest­ar­stöðv­anna voru þaktir úrvals flísum og marm­ara, sal­irnir lýstir með gull­húð­uðum og ríku­legum ljósakrónum - auk lista­verk­anna sem nafn­tog­aðir lista­menn mál­uðu á veggi og loft stöðv­anna. Fjöl­margar af lest­ar­stöðvum Moskvu eru því ann­ál­að­ar, enn þann dag í dag, fyrir óvið­jafn­an­legan arki­tektúr og stór­brotin lista­verk. Má þar sem dæmi nefna Maya­kovskaya -og Plos­hchad Revolutsii lest­ar­stöðv­arnar en þær opn­uðu báðar árið 1938.

Ploshchad Revolytsii-lestarstöðinni Plos­hchad Revolytsi­i-­lest­ar­stöð­in.

Blóð, sviti og tár



Þrátt fyrir að nið­ur­staða fram­kvæmd­anna hafi verið með jafn glæsi­legum hætti og raun ber vitni þá er óhætt að full­yrða að bygg­ing­ar­vinnan sjálf hafi einnig tekið sinn toll. Aðbún­aður hins almenna verka­manns við fram­kvæmd­irnar var væg­ast sagt hræði­leg­ur. Verka­menn­irn­ir, sem sumir hverjir voru reyndar fangar í afplán­un, þurftu að sætta sig við lífs­hættu­legt vinnu­um­hverfi og minni -og meiri­háttar vinnu­slys voru því dag­legt brauð.



Ströng tíma­á­ætlun bygg­ing­ar­fram­kvæmd­anna og almenn fákunn­átta á sviði neð­an­jarð­ar­lesta­sam­gangna var heldur ekki til þess að hjálpa til. Líkt og Ník­íta Krúsjov, sem fór um tíma með yfir­um­sjón fram­kvæmd­anna og varð síðar leið­togi Sov­ét­ríkj­anna, við­ur­kenndi í fyrsta bindi af end­ur­minn­ingum sín­um. „Við vorum mjög fáfróðir um verk­efnið í fyrstu. Við hefðum eflaust átt auð­veld­ara með að senda mann út í geim­inn á þeim tíma heldur en að byggja þetta lesta­kerf­i,” er haft eftir Krúsjov.   

Mayakovskaya-lestarstöðin en stöðin var ma. notuð sem sprengjuskýli í seinni heimsstyrjöldinni. Stalín hélt fræga ræðu í lestarstöðinni í nóvember árið 1941 á meðan nasistarnir létu sprengjur falla á borgina. Maya­kovska­ya-­lest­ar­stöðin en stöðin var ma. notuð sem sprengju­skýli í seinni heims­styrj­öld­inni. Stalín hélt fræga ræðu í lest­ar­stöð­inni í nóv­em­ber árið 1941 á meðan nas­ist­arnir létu sprengjur falla á borg­ina.

Kaffi­bolli Stalíns og hin dul­ar­fulla “Metro-2” áætlun



Í gegnum tíð­ina hafa fjöl­margar sögu­sagnir og sam­sær­is­kenn­ingar spunn­ist í tengslum við neð­an­jarð­ar­lesta­kerfið í Moskvu. Ein þeirra teng­ist hönnun Koltsevaya lest­ar­lín­unnar eða „hring­lín­unn­ar” svoköll­uðu sem gengur hring­inn í kringum mið­borg Moskvu. Ekki var nefni­lega gert ráð fyrir hring­lín­unni í upp­haf­legum teikn­ingum verk­fræð­ing­anna sem fóru nötr­andi hræddir á fund Stalíns til að kynna til­lögur sínar í aðdranda fram­kvæmd­anna. En eftir kynn­ing­una á lítt hrif­inn Stalín að hafa lagt kaffi­bolla sinn á mitt kortið með teikn­ing­unum og yfir­gefið fund­inn, þegj­andi og hljóð­ar­laust. Þegar verk­fræð­ing­arnir fjar­lægðu hins vegar kaffi­boll­ann varð eftir brúnn hringur um mið­borg­ina og þar með kveikjan að hug­mynd­inni um hring­lín­una. Það er því vel við hæfi að hring­línan sé einmitt brún að lit á öllum lest­ar­kortum nú til dags.



Önnur óstað­fest sögu­sögn er að Stalín hafi, sam­hliða bygg­ing­ar­fram­kvæmdum neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­is­ins, fyr­ir­skipað að grafin yrðu dýpri “leyni­göng” sem nýt­ast myndu helstu ráða­mönnum í Moskvu á flótta, ef til kjarn­orku­styrj­aldar kæmi. Lest­ar­göngin áttu að liggja frá Kreml til höf­uð­stöðva KGB leyni­þjón­ust­unnar og þaðan út fyrir borg­ina. Þessi leyni­lega áætlun gengur jafnan undir heit­inu „Metro-2” í heim­ild­um.

Vett­vangur hryðju­verka­árása

Þrátt fyrir að kjarn­orku­árásir hafi nú ekki orðið raunin í Mosvku þá hefur neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi borg­ar­innar verið vett­vangur nokkuð tíðra hryðju­verka­árása í seinni tíð. Í byrjun jan­úar árið 1977 dóu sjö manns í þremur sprengju­árásum í Moskvu en ein spreng­ingin átti sér stað í neð­an­jarð­ar­lest­ar­kerf­inu, á milli Izmailovskaya -og Per­vom­aiskaya lest­ar­stöðv­anna. Með­limir sam­taka þjóð­ern­is­sinn­aðra Armena voru teknir af lífi fyrir verkn­að­inn en sjálf KGB leyni­þjón­ustan var seinna bendluð við spreng­ing­arn­ar.



Í febr­úar og ágúst árið 2004 áttu sér stað tvær mann­skæðar sjálfs­morðsárásir í neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­inu þar sem yfir fimm­tíu manns létu lífið og á annað hund­rað manns slös­uð­ust. Gazoton Mur­dash hryðju­verka­sam­tökin frá Téténíu lýstu yfir ábyrgð á árás­un­um.



Síð­ustu skipu­lögðu hryðju­verka­árás­irnar í neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi Moskvu­borgar voru svo að morgni hins 29. mars árið 2010 þegar „svörtu ekkj­urn­ar” svoköll­uðu, úr röðum aðskiln­að­ar­sinna í Tétén­íu, sprengdu tvær sprengj­ur. Sjálfs­morðsárás­irnar voru fram­kvæmdar á háanna­tíma og kost­uðu fjör­tíu manns líf­ið, á Lubyanka -og Park Kult­ury lest­ar­stöðv­un­um.

Lestarlínurnar í Moskvu, þar á meðal hringlínan svokallaða. Myndin er af vef Moskvu-metrosins. Lest­ar­lín­urnar í Moskvu, þar á meðal hring­línan svo­kall­aða. Myndin er af vef Moskvu-­metros­ins.

Stækk­un­ar­fram­kvæmdir í fullum gangi



Sam­kvæmt opin­berri heima­síðu neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­is­ins í Moskvu ferð­ast um það bil 9 millj­ónir far­þega með því að með­al­tali á dag. Borg­ar­stjór­inn Sergei Sobyanín til­kynnti hins vegar nýver­ið, í til­efni af átta­tíu ára afmæl­inu, að vonir stæðu til að gera neð­an­jarð­ar­lesta­kerfið mun stærra og betra. „Við höfum sett okkur það mark­mið að stækka neð­an­jarð­ar­lesta­kerfið um helm­ing á næstu árum. Auk þess sem við höfum und­ir­ritað samn­ing við for­ráða­menn neð­an­jarð­ar­lesta­kerf­is­ins í Pek­ing um sam­starf á sviði rann­sókna og þró­unar á tækninýj­ungum sem nýt­ast munu til þess að gera neð­an­jarð­ar­lesta­kerfi borg­anna not­enda­vænna og skil­virkara,” sagði í frétta­til­kynn­ing­unni.    



Það er því óhætt að segja að neð­an­jarð­ar­lesta­kerfið í Moskvu haldi áfram að stækka og dafna þó svo að það þjóni ekki lengur upp­runa­legum til­gangi sínum - að upp­hefja Stalín og greiða veg komm­ún­ism­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None